Morgunblaðið - 09.02.1983, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983
61
• Cyrelle Regis í baráttu viö Bernd Förster í leiknum gegn Vestur-
Þjóðverjum á Wembley. Þó Regis hafi ekki verið valinn í landsliðshóp-
inn fyrir leikinn gegn Grikkjum veit hann að hann er liöur í framtíðar-
áætlunum Bobby Robsons.
segir Richie Barker, fram-
kvæmdastjóri Stoke City. Ástæða
þess að Barker segir þetta er ekki
aðeins að Stoke byrjaði mjög vel í
haust — heldur einnig hin frá-
bæra frammistaða Mark Chamb-
erlain, sem hann keypti frá Port
Vale í haust. Þessi 21 árs gamli
hægri kantmaður, sem kostaði
Stoke 180.000 pund í ágúst, hefur
byggt upp meirihlutann af mörk-
um liðsins í vetur. í fyrsta leikn-
um með Stoke lék hann sér að
landsliðsbakverðinum Kenny
Sansom eins og köttur að mús, og
hann hélt áfram á sömu braut.
Það varð til þess að eftir aðeins
átta leiki í 1. deildinni var hann
valinn í landsliðshópinn.
Foreldrar Chamberlain eru frá
Jamaica, en þeir bjuggu í Burslem,
útborg Stoke, er Mark fæddist.
Hæfiieikar hans í knattspyrnu
komu fljótt í ljós og lék hann átta
leiki fyrir enska skólalandsliðið. 1.
deildar liðin fengu mörg hver
áhuga á honum, en það var þó
Port Vale sem nældi í hann er
hann hafði lokið námi og gerði
hann samning við félagið.
Mark var 17 ára er John
McGrath var ráðinn fram-
kvæmdastjóri liðsins. „Hann hafði
gífuriega hæfileika, en hann var
allt of latur á æfingum. Dag eftir
dag varð ég að biðja hann að taka
æfingarnar alvarlegar," segir
McGrath.
Um þetta segir Chamberlain:
„Nokkrir Ieikmanna liðsins höfðu
slæm áhrif á mig. Ég man eftir
því, að John McGrath kallaði mig
ólátasegg. Ég gat ómögulega skilið
hann; ég sem var feimnasti og ró-
legasti maðurinn hjá félaginu."
Þrátt fyrir að Chamberlain væri
lægst launaði leikmaður í aðalliði
Port Vale á síðasta keppnistíma-
bili — hann hafði um 3.000 krónur
á viku — bað hann John McGrath
aldrei um launahækkun. Hann
hefði þó haft not fyrir peningana
þar sem hann og bróðir hans Nev-
ille höfðu fjárfest í húsi fyrir
rúmlega hálfa milljón.
McGrath var orðinn mjög pirr-
aður á því hve Mark virtist vera
sama um allt — hve mikið skorti á
metnað hans til að ná langt. Dag
einn bað hann Chamberlain að
fara til Stoke og sjá liðið leika
einn leik í 1. deildinni. Það yrði
kannski til þess að hann færi að
leggja meira á sig. Innan við ári
seinna var hann seldur til Stoke,
ekki aðeins vegna þess að hann
óskaði þess sjálfur, heldur vegna
þess að af fjárhagsástæðum gat
Port Vale ekki neitaði tilboði
Stoke.
Allir hjá Port Vale urðu svo
þunglyndir er hann var seldur að
McGrath varð að útskýra fyrir öll-
um — m.a.s. verkamönnunum á
vellinum — hvers vegna hann var
í rauninni seldur, til að reyna að
lina þeirra andlegu þjáningar.
„Hinn svarti Matthews“
John McGrath er þeirrar skoð-
unar að það sé bæði rangt og til-
gangslaust að „þjálfa“ Mark
Chamberlain — vegna þess að
hann sé fæddur knattspyrnumað-
ur og eigi að hafa leyfi til að
þroska hæfileika sína sjálfkrafa.
„Á fyrstu æfingunni hjá Stoke
var Richie Barker alltaf að finna
að því að ég reyndi alltaf að plata
bakvörðinn sem ég lék á móti,"
segir Mark Chamberlain.
„Hann vildi að, um leið og ég
fengi boltann, gæfi ég fyrir mark-
ið á stóra miðherjann okkar. Fyrir
rest sagði ég við hann: „Allt í lagi.
Ég skal gera eins og þú vilt núna,
en ekki í leiknum á laugardaginn.“
Chamberlain segir að auðveld-
ara sé að athafna sig í 1. deildinni
en þeirri fjórðu. „Varnarmennirn-
ir í 1. deildinni gefa mér meira
pláss og þeir sparka ekki eins mik-
ið í mann og ég upplifði með Port
Vale.“ Aftur á móti hefur hann
ekki vanist því að vera orðinn
stjarna. „Ég kom nýlega inn í
sportvöruverslun til að kaupa mér
skó; ég fékk þá, en náunginn vildi
ekki taka við peningum fyrir þá.
Hann sagði að ég væri góður
strákur og ég gæti litið á skóna
sem gjöf. 1 Port Vale þekkti fólk
mig varla fyrir utan völlinn."
I Stoke líkir fólk honum við
frægasta leikmann sem nokkurn
tíma hefur leikið með liðinu: Sir
Stanley Matthews, sem fólkið
dáði, og varð þjóðsagnapersóna
áður en hann hætti að leika
knattspyrnu. Mark tekur samlík-
inguna sem hól, en hún gerir hon-
um ekkert erfiðara fyrir. Hann
hefur hæfileika til að reka knött-
til að komast á samning hjá Wat-
ford — sem var mjög illa launað;
hann var kannski eitt af fórnar-
lömbum gróusagnanna um svarta
knattspyrnumenn: þeir séu óstöð-
ugir í leik sínum og óáreiðanlegir.
Einnig að þeir þoli ekki hina
miklu hörku í knattspyrnunni.
„Það eru allt of margar goðsög-
ur til um svarta knattspyrnu-
menn,“ segir Graham Taylor,
stjóri Watford. „Þegar við lékum
gegn Manchester United á Old
Trafford, sýndi Blissett, að hann
var óhræddur við Gordon Mc-
Queen."
Taylor á þarna við í'eik í deild-
arbikarnum í október 1978, er
Luther Blissett skoraði tvö skalla-
mörk og tryggði liði sínu þar með
áframhaldandi þátttöku í keppn-
inni. Það þótti saga til næsta bæj-
ar er 3. deildarlið Watford sló Un-
ited út á heimavelli stórliðsins.
Dæmigert fyrir hógværð Blissett
sagði hann Ross Jenkins, félaga
sinn í framlínunni, eiga allan
heiðurinn af mörkunum tveimur.
„Jenkins lokkaði Gordon Mc-
Queen í burtu þannig að ég fékk
nóg pláss til að skora," segir Bliss-
ett. „Ég fékk þrjú góð færi, og
nýtti tvö þeirra. Ég átti erfitt með
að kyngja þessu. Er ég var lítill
drengur hélt ég með United, og sá
alltaf leiki þeirra er þeir léku í
London. George Best var mitt
uppáhald og ég lærði mikið af
honum. Sérstaklega hvernig hann
plataði menn og kom þeim úr
jafnvægi.
Leikurinn á Old Trafford var
nokkurs konar upphaf hans sem
atvinnuknattspyrnumanns —
grunnurinn var lagður að ferlin-
um í leiknum. Keppnistímabilið
áður hafði hann verið með í 17
leikjum aðalliðsins, þar af 16 sinn-
um sem varamaður.
Luther Blissett er líkur Leon
Spinks, ameríska hnefaleikaran-
um, sem vann heimsmeistaratitil-
inn af Muhammad Ali, og er hann
kallaður Leon af félögum sínum í
Watford. Blissett er góðvildin
uppmáluð, alltaf brosandi þrátt
fyrir þá erfiðleika sem hann hefur
orðið að þola.
Blissett lék sinn fyrsta landsleik
er hann kom inná sem varamaður
gegn Vestur-Þjóðverjum. Robson
greip til þess ráðs að setja Gra-
ham Rix, Tony Woodcock og Bliss-
ett inn á í stað David Armstrong,
Cyrelle Regis og Paul Mariner er
staðan var orðin 2:0 fyrir Þjóð-
verjana. Aðeins átta mínútur voru
eftir en þrátt fyrir það náðu Eng-
lendingar að minnka muninn með
marki Woodcocks.
Ólátaseggur — nei
„Á þessu keppnistímabili finnst
mér það ekki vera eins og hver
önnur skylda mín að horfa á lið
mitt spila — heldur mikil ánægja,
• Ricky Hill, ffyrir fyrsta landsleik
sinn, ásamt David Armstrong frá
Southampton.
inn af guðsnáð, og það hræðir
hann ekki þó oft sé hann taklaður
ólöglega. I 19 leikjum með Port
Vale fengu mótherjar hans 11
sinnum áminningu fyrir að sparka
hann niður aftan frá.
Þeir bræður, Mark og Neville,
léku saman hjá Port Vale, og nú
eru þeir aftur samherjar. í sept-
ember keypti Richie Barker Nev-
ille einnig til Stoke.
Sonur ofurstans
John Barnes er yngstur þeirra
sex svertingja sem Bobby Robson
valdi í landsliðshóp sinn; hann
fæddist í nóvember 1963 í Kings-
ton á Jamaica, og enn ferðast
hann með vegabréf sem gefið er út
í þeim hluta breska ríkisins. John
Barnes kom til London 1977 ásamt
foreldrum sínum. Faðir hans var
sjálfur góður knattspyrnumaður
hér áður fyrr og lék tuttugu lands-
leiki fyrir Jamaica sem miðherji.
Foreldrar hans eru nú fluttir til
Jamaica á ný, þar sem faðirinn
starfar sem ofursti í hernum og
móðirin vinnur í menningarráðu-
neytinu.
„Hefði ég ekki orðið eftir í Eng-
landi til að leika knattspyrnu,
væri ég örugglega í Bandaríkjun-
um í háskóla nú,“ segir Barnes.
Hann lék rugby er hann var í
skóla, og það var ekki fyrr en hann
varð 17 ára sem hann fór að leika
knattspyrnu fyrir alvöru — á
sunnudögum. Það var í einum af
þessum sunnudagsleikjum sem
einn af áhangendum Watford sá
hann af tilviljun, og í hrifningu
sinni lét hann Graham Taylor,
stjórann á Vickarage Road, vita
um leikmanninn.
Þó enn séu skiptar skoðanir um
svörtu leikmennina meðal enskra
áhugamanna um knattspyrnu,
finnst öllum leikmönnum í lands-
liðshópnum þeir vera vinningur
fyrir liðið. Phil Thompson, Liver-
pool, talaði fyrir hópinn er hann
sagði: „Þeir munu fylla okkur hina
andagift með sínum „brasilíska"
leikstíl, og þar af leiðandi styrkja
allt liðið, og með fyndni sinni og
áhuga fyrir íþróttinni sjálfri, sjá
þeir til þess að tíminn í æfinga-
búðunum fyrir leiki verður aldrei
leiðinlegur.“
Aðeins Ricky Hill og Luther
Blissett voru valdir í liðið fyrir
leikinn gegn Grikkjum í Saloniki
um miðjan nóvember; Viv Ander-
son var enn meiddur og Mark
Chamberlain og John Barnes voru
látnir leika með unglingaliðinu
gegn Grikkjum í Aþenu. Bobby
Robson valdi ekki Cyrelle Regis,
og kom það mörgum á óvart, en
hann hafði einmitt staðið sig mjög
vel gegn Vestur-Þjóðverjum.
Landsliösmaöur að læra
f staðinn var enn einn sverting-
inn valinn í A-landsliðshópinn:
hinn 21 árs Danny Thomas, hægri
bakvörður frá Coventry. Hann
hefur leikið nokkra leiki fyrir
landsliðið skipað leikmönnum 21
árs og yngri, m.a. úrslitaleikina
gegn Vestur-Þjóðverjum í haust í
Evrópukeppni unglingalandsliða.
Danny Thomas, fyrsti landsliðs-
maðurinn frá Coventry síðan Reg
Matthews var valinn í landsliðið
1957, var á óskalista margra 1.
deildarliðanna í sumar. Arsenal,
Manchester United og Notting-
ham Forest vildu öll kaupa hann,
en þrátt fyrir að geta fengið mun
hærri laun hjá þessum félögum
kaus hann að framlengja samning
sinn við Coventry.
„Ég á enn margt ólært, og ég
held ég geti ekki fengið betri leið-
beinanda en Dave Sexton, fram-
kvæmdastjóra Coventry," segir
Danny. „Ég vildi heldur ekki taka
sömu áhættu og margir aðrir
leikmenn hafa gert — að taka
freistandi tilboðum frá stóru lið-
unum, og daga síðan uppi í vara-
liðinu.“
Það voru mikil vonbrigði fyrir
Cyrelle Regis að vera ekki valinn í
22 manna hópinn fyrir leikinn
gegn Grikkjum; en það var bót í
máli fyrir hann að Bobby Robson
sagði honum frá því áður en frá
því var greint í fjölmiðlum. Enn-
fremur fullvissaði Robson Regis
um að hann væri liður í framtíð-
a’aætlunum hans.
Það er ekki ólíklegt að fleiri
svertingjar séu inni í myndinni
hjá Robson — en þessir sjö, sem
nú þegar hafa fengið nasasjón af
landsliðinu.
Þýtt og endursagt — SH.
• John Barnes (t.v.) og Luther Biissett gera það gott hjá Watford um
þessar mundir. Blissett lék sinn fyrsta landsleik í vetur, og gegn
Luxemborg skoraði hann þrjú mörk. Barnes er fastur maöur í ungl-
ingalandsliðinu og þess varla langt að bíða að hann fari að leika með
aðalliðinu.