Morgunblaðið - 09.02.1983, Page 14
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983
Páskadagskráin
Ahugi fyrir ensku knattspyrn-
unni er gífurlegur hér á landi og
hefur veriö nokkuð um það und-
anfarin ár að knattspyrnuáhuga-
menn hafa ferðast til Englands til
að fylgjast með leikjum. Það þyk-
ir mikið „upplifelsi" aö „fara á
völlinn“ í Englandi, enda
stemmningin oft á tíöum ólýsan-
leg og gaman að fylgjast með
þeim frægu köppum, sem laug-
ardag eftir laugardag prýöa sjón-
varpsskjáinn hér á landi, með
eigin augum.
Algengast er að landinn fari
þessara erinda út fyrir landstein-
ana um páska — þá eru menn yfir-
leitt í fríi og þá er einnig mikið um
að vera í deildarkeppninni ensku
og lokaslagurinn að hefjast. Föstu-
daginn langa ber upp á 1. apríl i ár,
páskadagur er því sunnudagur 3.
apríl og annar í páskum að venju
daginn eftir. Eins og áður sagöi er
mikið leikið yfir páskahátíðina í
Englandi. Á föstudaginn langa er
ekkert leikið í 1. deild, en tveir leik-
ir eru þá i 2. deild: Charlton og
Chrystal Palace mætast í London,
og verður örugglega hart barist
eins og venjulega er tvö Lundúna-
lið eigast við. Hinn leikurinn er við-
ureign Oldham og Blackburn.
Laugardaginn 2. apríl er heil
umferð að vanda í deildunum fjór-
um. Þessir leikir eru þá á dagskrá i
1. deild:
Arsenal—Southampton
Birmingham—Swansea
Brighton—Tottenham
Ipswich—Aston Villa
Liverpool—Sunderland
Luton—Norwich
Man.Utd.—Coventry
Nott. Forest—Everton
Stoke—Notts County
WBA—Man. City
West Ham—Watford
Tveir leikir eru í London, sá
fyrsti í röðinni og sá síðasti. Þeir
sem vilja halda viö heimsborg-
ina purfa því ekki að láta sér leið-
ast þar, en nokkrir leikir eru einnig
tiltölulega stutt frá. Luton og
Norwich leika nálægt London, og
þá er mjög stutt bæði til Brighton
og Ipswich. T.d. tekur aðeins um
eina klukkustund að komast til
Ipswich í lest (sem fer frá járn-
brautarstööinni í Liverpool Street)
og aðeins nokkur hundruð metra
gangur er frá stööinni í Ipswich á
Portman Road, leikvang Ipswich
Tdwn.
Á sunnudeginum er ekkert leik-
ið, en á annan í páskum eru nokkr-
ir athyglisverðir leikir. Aðdáendur
heimsborgarinnar geta enn sparað
sér lestarferðirnar og ekki spillti aö
þeir væru áhangendur Arsenal eða
Tottenham. Þau mætast einmitt á
White Hart Lane og verður það að
teljast stórleikur dagsins. í London
leika einnig Watford og Luton, og
telja verður líklegt aö leiklrnir fari
ekki fram á sama tíma. Gætu þeir
sem vildu pví séð þá báða.
Leikirnir þennan dag eru annars
þessir:
Aston Villa—Birmingham
Everton—Stoke
Man. City—Liverpool
Norwich—Ipswich
Notts County—WBA
Sunderland—Man. Utd.
Tottenham—Arsenal
Watford—Luton
Daginn eftir eru þrír leikir á
dagskrá í 1. deildinni. Coventry er
á heimavelli gegn Nottingham For-
est, Southampton fær Brighton í
heimsókn og West Ham fer til
Swansea og leikur við heimamenn.
Því má skjóta að hér að mið-
vikudaginn 6. apríl veröa leikir í
Evrópukeppnunum í knattspyrnu
og verði einhver staddur í Englandi
þá væri ekki vitlaust að drífa sig á
völlinn verði einhverjir leikir þar á
dagskrá.
Meðfylgjandi kort sýnir vel hvar
liðin eru staðsett í Englandi og ætti
lítið vandamál að vera að komast á
staðina sé viljinn fyrir hendi. Rétt
er að benda á að lestarferð til
Southampton tekur aðeins um
eina klukkustund, svipað og til
Ipswich, enn skemur er lestin að
skjótast til Brighton og vilji einhver
sjá stórliöin í Liverpool eða
Manchester leika á heimavöllum
sínum tekur sú ferð tæpa þrjá
tíma. Nánar tiltekið tekur ferð til
Liverpool tvær klukkustundir og
fjörutíu og fimm mínútur.
Ef einhver hefur hug á að leggja
leið sína til Englands um páskana i
þeim erindagjörðum aö horfa á
knattspyrnu er honum hér með
óskað góðrar og ánægjulegrar
ferðar og vonandi koma þessar
upplýsingar þeim sama að gagni.
Að lokum: passið ykkur á vasa-
pjófunum, og þegar á völlinn kem-
ur, athugið fyrst hvort miöar fáist
keyptir í miðasölunum. Svarta-
markaðsbraskarar verða að líkum
ekki lengi aö bjóöa ykkur miöa, en
vert er að athuga hinn möguleik-
ann fyrst. — SH
Meistaramótið í frjálsíþróttum:
Langstökkvarar lyftu mótinu upp
LANGSTÖKKVARAR lyftu innan-
hússmeistaramótinu í frjáls-
íþróttum upp, það eru orð aó
sönnu, og vonandi fá frjáls-
íþróttaunnendur oft upplyftingu
af þessu tagi í sumar. A laugar-
dag stukku þrír yfir sjö metra,
lengst Jón Oddsson KR, sem
stökk lengra en nokkur annar ís-
lendingur hefur áóur gert utan
húss eða innan, eða 7,52 metra.
Kristján Harðarson Á gaf Jóni lítt
eftir og stökk 7,41 og Stefán Þór
Stefánsson ÍR stökk 7,07 metra.
Þá stökk Bryndís Hólm ÍR 5,92
metra á sunnudag, átti góða seríu
og 6 metrarnir eru aðeins tíma-
spursmál. Árangur Bryndísar og
Jóns eru ný Islandsmet, Jón
bætti met Kristjáns Harðarssonar
um 22 sentimetra og Bryndís eig-
iö met um 8 sentimetra.
„Ég keppi eflaust ekki nema á
einu frjálsíþróttamóti í sumar, Bik-
arkeppninni," sagði Jón Oddsson
við blaðamann eftir langstökks-
keppnina. Hann kvað hafa sótt
frjálsíþróttaæfingar frá áramótum
og því búið sig sérstaklega undir
þetta mót. „Átti kannski ekki von á
því að stökkva alveg þetta langt,
en það var gaman að þessu,“
sagði Jón. Jón hyggst stunda
knattspyrnuna af krafti í sumar.
Það sem einkenndi mótið
kannski öðru fremur var að ungir
íþróttamenn, sem verið hafa efni-
legir síðustu misseri, létu einna
mest að sér kveða og sýndu að
þeir munu láta að sér kveöa í
sumar og næstu framtíð.
Þannig var Jóhann Jóhannsson,
18 ára spretthlaupari úr ÍR, í sér-
flokki í 50 metra hlaupi, kom rúm-
um metra á undan öörum í mark.
Minnst hefur veriö á Kristján Harö-
arson og Stefán Þór í langstökk-
inu. Kristján, sem er á 19. aldurs-
ári, stórbætti sig í langstökkinu.
Stefán bætti sig þar einnig stórum
og hélt upp á tvítugsafmælið á
sunnudag með því að jafna ungl-
ingametiö í grindahlaupinu. Þá eru
Bryndís Hólm ÍR, Hrönn Guö-
mundsdóttir |R í mikilli framför og
Helga Halldórsdóttir KR viröist
vera að ná sér á strik að nýju. Loks
er Hildur Björnsdóttir Á ungur og
efnilegur millivegalengdarhlaupari.
Vegna þrengsla er ekki hægt að
fjalla nánar um mótið aö svo
stöddu, en úrslitin uröu annars
sem hér segir:
KARLAR:
50 metra hlaup
Jóhann Jóhannsson IR 5,8
Hjörtur Gislason KR 5,8
Gisli Sigurösson KR 6,0
Gunnar Lúövíksson Á 6,3
800 m hlaup:
Magnús Haraldsson FH 2:06,3
Viggó Þ. Þórisson FH 2:08,1
Siguröur Haraldsson FH 2:08,3
Gunnar Birgisson ÍR 2:13,0
Helgi F. Kristinsson FH 2:19,2
Finnbogi Gylfason Fh 2:22,1
Birgir Jóakimsson ÍR 2:25,3
Einar P. Tamini FH 2:31,5
1500 m hlaup:
Magnus Haraldsson FH 4:22,8
Gunnar Birgisson IR 4:29,7
Ómar Hólm FH 4:32,1
Magnús Pálsson FH 4:37,5
Viggó Þ. Þórisson FH 4:41,9
Ingvar Garöarsson HSK 4:45,6
Lýöur Skarphéðinsson FH 4:49,6
50 m grindahlaup:
Hjörtur Gislason KR 6,8
Gísli Sigurösson KR 6,9
Stefán Þ. Stefánsson IR 6,9
Siguröur Haraldsson FH 7.8
Hástökk:
Stefán Þór Stefánsson ÍR 1,90
Gunnar Sigurösson UMSS 1,90
Kristján Sigurösson UMSE 1,90
Gunnlaugur Grettisson ÍR 1,75
Siguröur Magnússon ÍR 1,75
Langstökk:
Jón Oddsson KR 7,52
Kristján Haröarson Á 7.41
Stefán Þ. Stefánsson ÍR 7,07
Guömundur Sigurösson UMSE 6,99
Bragi Gunnarsson ÍFB 6,43
Örn Gunnarsson USVH 6,40
Gunnar Sigurösson UMSS 6,38
Páll J. Kristinsson UBK 6,37
Þrístökk:
Guömundur Sigurösson UMSE 14:54
Kári Jónsson HSK 13,81
Örn Gunnarsson USVH 13,37
Gunnar Sigurösson UMSS 13,24
Jóhann Jóhannsson ÍR 13,15
Ólafur Þ. Þórarinsson HSK 12,74
Árni Svavarsson HSK 12,62
Helgi F. Kristinsson FH 12,22
Kúluvarp:
Helgi Þór Helgason USAH 15,40
Eggert Bogason FH 14,29
Garöar Vilhjálmsson UIA 13,78
Óskar Thorarensen KR 12,46
Gísli Sigurösson KR 12,23
4x3 hringir boðhlaup:
Sveit FH 3:25,4
Sveit IR 3:28,3
Sveit UBK 3:34,2
KONUR:
50 metra hlaup:
Helga Halldórsdóttir KR 6.6
Bryndís Hólm ÍR 6.6
Sigurborg Guömundsdóttir Á 6,6
Aöalheiöur Hjálmarsdóttir Á 6.7
800 metrar:
Hrönn Guömundsdóttir ÍR 2:23,6
Hildur Björnsdóttir Á 2:26,1
Elín Blöndal UMSB 2:34,9
Marta Leósdóttir ÍR 2:36,3
Anna Valdimarsdóttir FH 2:36,5
Súsanna Helgadóttir FH 2:37,0
Langstökk:
Bryndís Hólm ÍR 5,92
Birgitta Guöjónsdóttir HSK 5,21
Linda B. Loftsdóttir FH 5,15
Sigriöur Siguröardóttir KR 5,12
Bryndís Guömundsdóttir Á 5,03
Linda B. Guömundsdóttir HSK 4,83
50 metra grindahlaup:
Helga Halldórsdóttir KR 7.2
Sigurborg Guömundsdóttir A 7,3
Birgitta Guöjónsdóttir HSK 7,9
Hástökk:
'Hanna Símonardóttir UMSB 1,45
Sigríöur Guöjónsdóttir HSK 1,45
Kúluvarp:
Soffía Gestsdóttir HSK 12,68
Helga Unnarsdóttir UÍA 11,93
Margrét Öskarsdóttir ÍR 10,50
4x3 hringir boðhlaup:
Sveit IR 3:59,1
Sveit FH 4:00,4
— ágás.