Morgunblaðið - 09.02.1983, Side 15
mannatekna til raunverulegs og
stóraukinnar landgæslu, áróðurs,
eftirlits, aðstoðar, fræðslu og leið-
beininga og afmá þá þjóðarskömm,
sem nirfilsháttur á þessu sviði hefur
verið?
Landverðir, náttúruverndárfólk
hefur mátt þola erfið ár. Næsta
þögulir hafa iandverðir þraukað,
daprir í bragði. Síðastliðið haust
bráði svo skyndilega af þeim.
Tilefnið?
Eitthvað af því, sem ég lýsti í
upphafi þessarar greinar? Heilir
gróðurflákar niðursneyddir af
hjólförum á afréttum? Rusl og ill
umgengni um nítján þúsund
ferðamanna á tveimur mánuðum í
Landmannalaugum?
Nei.
Það var rallakstur.
Opið bréf til mín í Morgunblað-
inu.
Umhverfisspjöll í Ljóma-ralli.
Sýnið Ljóma-
rallinu sanngirni
I opna bréfinu létu landverðir í
ljós áhyggjur vegna áforma Jean-
Claude Bernhard um stórt, alþjóð-
legt ísiandsrall næsta sumar. Það
var ósköp eðlilegt. Óttinn við hið
ókunna. En fullyrðingar þeirra út
af Ljóma-rallinu vekja mér undr-
un. Lítum á staðreyndir málsins.
Fimm, segi og skrifa fimm
keppnisbílar óku Fjallabaksleið
nyrðri fram og til baka í þessu
ralli. Það varðaði brottvísun úr
keppni að aka ekki veginn, fyrir-
skipaða leið. Við, sem þessa leið
ókum, fórum eftir veginum og
ekkert annað.
Getgátur landvarða um spjöll af
völdum viðgerðabíla eru lítt skilj-
anlegri. Viðgerðar- og þjónustu-
bílar voru innan við tíu, sem óku
eftir veginum um Dómadalsleið inn
á afmarkað viðgerðasvæði, sendið
og gróðurvana, á vegamótum
Dómadals- og Sigölduleiðar. Sam-
kvæmt reglum keppninnar voru
viðgerðir á Dómadalsleið, sem var
sérleið, bannaðar, að viðlagðri
brottvísun viðkomandi keppnis-
bíls úr keppni. Einnig varðaði
brottvísun, ef viðgerðabíll var inni
á leiðinni meðan keppnisbílar óku
hana. Sama var að segja um eystri
hluta leiðarinnar, frá Jökulgils-
kvísl að Skaftártungu. Hver voru
þá spjöllin? Við eftirgrennslan
Akstursíþróttaráðs hefur það eitt
verið tilgreint, að þjónustubíll ft-
alans hafi við Landamannalaugar,
þar sem hann var í almennri um-
ferð á stuttri ferjuleið, ekið út
fyrir vegabrún með tvö hjól. Illt,
ef satt er, en að fordæma rallakst-
ur á þessum forsendum er nú eins
og að fordæma skóg fyrir eitt föln-
að laufblað.
Ekki veit ég til þess að nokkrir
áhorfendur hafi farið sérstaklega
inn á Fjallabaksleið til að horfa á
rallið. ftalskir sjónvarpsmenn
tóku hins vegar ágæta landkynn-
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983
63
ingarmynd, sem sýnd var í ítalska
sjónvarpinu.
Ég vek athygli á því, að Ljóma-
rallið er alþjóðleg rallkeppni, sem
hefur verið haldin þrisvar. Ég
ætla bara að vona, að þetta sóma-
rall falli ekki undir fordæmingu
landvarða, Landverndar og Nátt-
úruverndarráðs á alþjóðlegri
rallkeppni hér á landi. I fyrstu
tveimur Ljóma-röllunum komu
ekki fram neinar kvartanir um
spjöll, og í hitteðfyrra var Fjalla-
baksleið nyrðri ekin, án kvartana.
Aðstandendur Ljóma-rallsins
vildu reyndar gjarnan halda hana
í septemberbyrjun, en það var
ekki hægt, vegna þess að þá geys-
ar margfalt stærra rollu-rall um
alla afrétti! Nei, það er væntan-
lega íslandsrallið hans Bernhards,
sem átt er við, og það er allt annar
handleggur.
Fyrirkomulag og reglur eru að
vísu í rall-formi, en það er miklu
stærra, og farartækin eru fjöl-
breyttari.
Hvað vitum viö um
þetta íslandsrall?
Þegar landverðir rituðu mér
opna bréfið í haust, taldi ég mig
ekki vita nógu mikið um það til
þess að geta tekið til þess afstöðu.
Þetta hefur hins vegar ekkert vaf-
ist fyrir Landvernd og Náttúru-
verndarráði.
Stórt rall getur haft vissa kosti
í för með sér, ekki síður en galla.
Bernhard ætlar að hafa í sinni
þjónustu tuttugu eftirlitsbfla, þyrlu
og flugvél til að sjá um, að reglum
keppninnar verði fylgt, og auk þess
sjúkrabíl.
Hann áætlar, að þátttakendur i
rallinu muni skilja eftir í landinu
um hálfa milljón dollara eða um tíu
milljón krónur á tveimur vikum.
Umfang og velta svo stórrar
keppni getur því gefið landsmönn-
um tækifæri og aðstöðu til þess að
hafa með henni eftirlit og gera
kröfur til hennar. Bernhard hefur
upplýst, að keppnisbílar megi ekki
fara út af fyrirskipaðri leið og við-
gerðir ekki fara fram á sérleiðum,
að viðlagðri brottvísun úr keppni.
Viðgerðar- og þjónustubflar eru nán-
ast skyldir til að vera á hringvegin-
um og sérstök viðgerðarsvæði verða
þar.
1 bréfi landvarða til mín í haust
var úrklippa með mynd af Bern-
hard, og sögðu landverðir, að á
henni sæist, að kappinn væri utan
vegar í óbyggðum. Kæru landverð-
ir, þessi mynd var tekin á stæði
fyrir bíla útivistarfólks í Öskju-
hlíð í Reykjavík.
í bréfi sínu gefa landverðir í
skyn, að rallakstur sé íþrótt van-
þróaðra Afríkuþjóða, en það er
öðru nær. Vagga þessa sports er í
Evrópu, og um alla álfuna, allt
austur í Sovétríkin, eru rallmót
haldin í hundraða- og þúsundatali.
Keppnisbílar skipta ekki aðeins
tugum og hundruðum í hverju
ralli, heldur skipta áhorfendur
tugum og hundruðum þúsunda. I
sænska rallinu kynntist ég hvern-
ig hægt er að halda slíka keppni
án spjalla, þótt aðstæður séu eins
misjafnar og löndin eru mörg.
Það var með góðri framkvæmd,
skipulagningu, reglum, fræðslu og
áróðri og aga með tilheyrandi
sektum og viðurlögum. Reglurnar
og viðurlögin verða til þess, að
keppendur verða undir smásjá
hvers annars ekkert síður en eftir-
litsmanna.
Er ekki sama, af
hverju tekin er mynd?
Náttúruverndarmenn hafa
áhyggjur af blaðamönnum og
kvikmyndatökumönnum frá
mörgum sjónvarpsstöðvum í Evr-
ópu. Ekki fæ ég séð, hvaða munur
er á þeim og öðrum myndatöku-
mönnum, sem hingað koma á
hverju sumri. Ég minni á kvik-
myndirnar „Út í óvissuna" og
„Leitin að eldinum". Ef hægt var
að leysa vandamálið í sambandi
við þessar tökur, hlýtur það líka
að vera hægt í sambandi við
myndatöku af ralli.
Áhorfendur
Enn er spurning um fram-
kvæmd, og þarf varla að hafa um
mörg orð. Þeir eru sárafáir hér,
miðað við það, sem annars staðar
gerist, og þá helst þeir, sem hvort
eð er eru á ferli á viðkomandi slóð-
um.
Hin gullna rall-regla
Náttúruvendarmönnum finnst
rallakstur stinga í stúf við við-
leitni til þess að fá fólk til þess að
aka aðeins merktar leiðir. En það
er einmitt það, sem er aðalregla í
rallkeppni: að aka fyrirfram
ákveðinn veg frá upphafi keppni
til enda að viðlagðri brottvísun úr
keppni.
Náttúruverndarráð hefur
áhyggjur af vegunum. Um með-
ferð vega á mótshaldari við eig-
endur þeirra, landeigendur eða
Vegagerð ríkisins.
Allt sýnist mér þetta vera samkomu-
lagsatriói og spurning um tillitssemi
og samstarfsvilja aðilja fremur en
tilefni til fyrirfram fordæmingar að
óreyndu.
Hvers vegna for-
dæming að óreyndu?
Fulltrúar frá Akstursíþrótta-
ráði hafa fylgst með ralli, sem
Bernhard hélt í Afríku í haust.
Umsögn þeirra hef ég heyrt og um
leiðir, sem Bernhard hefur áhuga
á í sumar. Flestar þeirra, eins og
til dæmis Spengisandur, sýnast
mér ekki skapa nein óleysanleg
vandræði. Ég hef efasemdir um
nokkra kafla, þó ekki hina sömu
og Náttúruverndarráð, og því ætti
að vera hægt að breyta, ef þarf.
Mér sýnist ekki rétt, að vísa
manninum að óreyndu á dyr. Hon-
um hefur tekist vel upp við að
halda svipuð mót í þremur heims-
álfum og ekkert fráleitt að hann
fái að halda hér keppni í sumar til
reynslu, ekkert síður en mönnum
sýndist rétt að leyfa töku viðamik-
illa kvikmynda á viðkvæmum og
fögrum stöðum. Hinir fögru staðir
verða oft fyrir vali, vegna þess
fegurðar- og landkynningargildis,
sem þeir hafa fyrir viðkomandi
mynd. Þetta er spurning um vilja
óg framkvæmd.
•• Ef rallbílar eiga ekki heima í
íslenskri landkynningarmynd, þá
eiga geltandi byssur í glæpamynd-
um eða öskrandi frummenn og
villidýr það ekki heldur.
Og ekki heldur jepparnir, trukk-
arnir og hópferðabílarnir, sem
rjúfa öræfakyrrðina, en eru nauð-
synlegir til þess að fólk geti notið
fegurðar landsins.
Ekki skal standa á mér aö leggj-
ast gegn stórri, alþjóðlegri rall-
keppni hérlendis eða setja mótshald-
ara harða kosti, ef reynsla af henni
gefur tilefni til.
Ljúfur hávaði?
Að lokum þetta: Þótt vélarháv-
aði í eftirlitsþyrlu eða bíl land-
varðar eigi einhvern daginn eftir
að rjúfa öræfakyrrðina, verður
það vonandi ljúfur hávaði í eyrum
náttúruverndarmanna, sem vilja
hindra spellvirkja í að eyðileggja
verðmæti landsins.
Kannski er ekki óhugsandi að
umhverfisverndarmenn muni þá
hugsa hlýtt til ferðamannanna,
landkynningarmannanna, — og
jafnvel rallaranna, sem skópu
beint og óbeint tekjurnar til
þyrlukaupanna.
Við eigum örfá
eintök eftir af þessum
frábæru jeppum árgerð '82.
8cyl. 318 ci. Sjálfskiptur
með aflstýri, aflbremsum
og Deluxe innréttingu.
Bjóddu veðurguðunum
byrginn - á
Oodac Ramcharocr SE '82
Tryggðu þér einn,
- strax í dag.
JÖFUR HF
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600