Morgunblaðið - 09.02.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 1983
65
Gimur frá Oddgeirshólum í Hrsun-
gerðishreppis. Hann er elzti hrútur-
inn í sæðingastöúinni og enn svo
vinsæll, að hann annar ekki eftir-
spurn.
Guðmundur Sigurðsson með Þorra
frá Mávahlíð í Fróðárhreppi. í um-
sögn um Þorra segir m.a.: „...
Hann er metfé að allri gerð og lætur
lítið yfir sér, eins og flestar góðar
kindur gera.“
stjórn stöðvarinnar, sagði í
samtali við Mbl. að stöðin væri í
eigu búnaðarsambandanna á
Vesturlandi, Búnaðarsamband
Borgarfjarðar ætti helming
hennar, Búnaðarsamband Snæ-
fellinga fjórðung og Búnaðar-
samband Dalamanna fjórðung.
Búnaðarsamböndin byggðu
stöðina í Borgarnesi og fór sæð-
istaka þar fyrst fram árið 1978.
Áður var stöðin lengst af á
Hesti, en var flutt þaðan vegna
garnaveiki sem þar kom upp.
Sauðfjársæðingastöðin er í 160
fermetra húsi og því vel rúmt
um þá 13 útvalshrúta sem þar
eru. Auk hrútahúss og hlöðu er í
húsinu aðstaða til sæðistöku og
afgreiðslu sæðis auk rannsókn-
arstofu. Guðmundur sagði að
alltaf bættust fleiri og fleiri
bændur í hóp þeirra sem notuðu
sæði frá stöðinni, hver bóndi
tæki yfirleitt sæði í 10 til 50 ær
og sagðist hann reikna með að
um helmingur sauðfjárbænda á
félagssvæði búnaðarsamband-
anna á Vesturlandi notaði sæði
frá henni. í vetur voru afgreidd-
ir um 6.000 sæðisskammtar frá
stöðinni. Um 1.850 fóru á Snæ-
fellssnes sem er um 5% af fjár-
fjölda þar, 1.100 fóru í Dalasýslu
sem er um 3% af fjárfjölda þar,
og um 2.000 fóru í Borgar-
fjarðarhérað sem eru um 3,5%
af fjárfjölda þar, auk þess fóru
um 1000 skammtar annað, aðal-
lega á Vestfirði. Guðmundur
sagði, að ástæðurnar fyrir því
að þátttaka bænda væri ekki al-
mennari væru misjafnar, en ef-
laust væri verðið á sæðinu í
hærra lagi. En árangurinn sagði
hann að væri ótvíræður og mun
meiri heldur en þessar tölur
segðu til um, því bændur létu
sæða bestu ærnar og settu frek-
ar á lambhrúta undan sæðinga-
stöðvahrútunum þannig að kyn-
bæturnar héldu stöðugt áfram.
Einnig væri nokkuð um það að
bændur, sem ekki létu sæða hjá
sér, keyptu lambhrúta undan
sæðingastöðvarhrútunum hjá
nágrönnum sínum og nytu
þannig góðs af kynbótastarfinu.
Sæðingarnar eru fram-
kvæmdar á tímabilinu frá 5.
desember til þess 20., það er áð-
ur en almennar tilhleypingar
hefjast. 16 dögum fyrir sæðing-
Fori fri Halldórsstöðum í Ljósa-
vatnshreppi. Hann hefur sýnt ótví-
ræða forystuhæfileika, enda eru for-
eldrar hans báðir hreinræktaðar for-
ystukindur.
una kemur frjótæknirinn heim á
bæina og setur svamp í ærnar.
Svampur er settur í þær til að
stjórna gangmálum þeirra og
hefur það gefist vel. 14 dögum
síðar tekur bóndinn svampinn
úr og síðan kemur frjótæknirinn
tveim dögum seinna og sæðir.
Sæðið er tekið úr hrútunum á
sæðingastöðinni snemma að
morgni og notað samdægurs.
Bóndinn hefur áður pantað sæði
úr ákveðnum hrút, en þar sem
hrútarnir eru miseftirsóttir fá
bændurnir ekki alltaf ná-
kvæmlega það sem þeir hafa
beðið um og er þá reynt að senda
þeim sæði úr svipuðum hrút.
Guðmundur sagði að mjög
væri misjafnt á milli bæja hvort
ærnar festu fang við sæðinguna.
allt frá 30% til 90% árangur en
yfirleitt næðist 60—70% árang-
ur. Við tilhleypingar með venju-
legum hætti sagðist Guðmundur
telja um 90% árangur næðist.
Hann sagði að engar rannsóknir
hefðu verið gerðar á því af
hverju þetta væri svona mis-
jafnt á milli bæja, en ljóst væri
að bæði fóðrun og hitastig í fjár-
húsum hefði þar áhrif.
Samstarf er á milli sæð-
ingastöðvanna þriggja sem í
landinu eru, þær eru á Akureyri
og í Laugardælum auk Borgar-
ness. Guðmundur sagði að á
stöðvunum væru valdir kyn-
bótahrútar og stefnt væri að því
að þeir hefðu fengið afkomenda-
dóm en stundum væru þeir þó
teknir yngri á stöðvarnar.
Stöðvarnar skiptust síðan á
hrútum. Guðmundur sagði að
stöðvarnar hefðu fengið hrúta
frá Hesti tvö síðastliðin haust,
sagði hann að þeir væru hafðir í
einangrun á Bæ í Bæjarsveit á
sumrin en væru teknir á stöðv-
arnar á haustin. Þetta sagði
hann að væri mikilvægt fyrir
stöðvarnar því Hestféð væri
mjög vel gert fé sem ástæða
væri til að sækjast eftir í kyn-
bótastarfinu en hingað til hefði
það ekki mátt vegna garnaveik-
innar sem þar er.
Guðmundur sagði að rekstur
sæðingastöðvarinnar hefði
gengið fremur illa hingað til.
Stöðina hefði þurft að flytja frá
Hesti vegna garnaveikinnar og
það ráð hefði verið tekið að
byggja hana upp í Borgarnesi en
það hefði verið dýrt. Nú sagði
Guðmundur að stöðin væri þó
komin yfir verstu erfiðleikana
vegna byggingarkostnaðarins,
ekki síst vegna aukinnar til-
trúar bænda á starfið og eins
hefðu búnaðarsamböndin lagt
fram fé til að greiða niður bygg-
ingarskuldirnar.
HBj.
Hermanns Jónassonar eftir, sendi
ég öllum sendinefndum á ráð-
stefnunni í Genf 1958 doktorsrit-
gerð mína. íslenska sendinefndin
lét þá þær fréttir berast frá sér í
símskeyti til landsins, að dokt-
orsritgerðin um 50 sjómílur hefði
spillt málstað íslands. Ofsóknirn-
ar héldu sýnilega áfram, en ekki
meira um það.
Landhelgin var síðan færð út í
12 sjómílur í stað 16 eða 24, eins
og Lúðvík Jósepsson þá sjávarút-
vegsráðherra hefur sagt mér, að
komið hefði þá til mála. Til dæmis
vildi Þorvaldur Þórarinsson, þjóð-
réttarfræðingur, að farið yrði út í
24 sjómílur. Þjóðréttarfræðingur-
inn Hans Andersen o.fl. misvitrir
menn fengu því hins vegar ráðið,
að landhelgin var ekki færð út í
nema 12 sjómílur.
Þann 1. mars 1970 var gefið út
nýtt verk eftir þjóðréttarfræðing-
inn: Fiskveiðilandhelgi íslands.
Greinargerð. Auðvitað var hún líka
gefin út sem trúnaðarmál.
Þar er gerð grein fyrir barátt-
unni fyrir því, að 12 sjómílna fisk-
veiðilandhelgi yrði gerð að al-
þjóðalögum 1958. Auðvitað ekkert
minnst á afstöðu Hermanns Jón-
assonar. Þar segir á bls. 61: „Há-
mark fiskveiðilögsögu, þar sem
strandríki megi útiloka erlenda
menn frá fiskveiðum, er nú talið 12
mílur (á auðvitað að vera sjómílur,
leiðrétting mín). Einhliða útfærsla
umfram þau takmörk — án sér-
stakrar stoðar í milliríkjasamningi
eða samþykkt — mundi ekki vera í
samræmi við þjóðarétt.**
Höfundi þessa dæmalausa fróð-
leiks, þjóðréttarfræðingnum þótti
sýnilega rétt að hnykkja á grein-
argerð sinni, því á bls. 61 segir:
„Kinhliða útfærsla fiskveiðitak-
markana umfram 12 sjómflur mundi
ekki vera í samræmi við alþjóða-
lög.“
En hér er ekki allt sagt, því að í
þessari dæmalausu greinargerð
gætir svo furðulegs samsetnings
varðandi landhelgi Islands, að
slíks munu engin dæmi. Þannig
gerði þjóðréttarfræðingurinn ráð
fyrir því, að erlendum þjóðum yrði
veitt heimild til þess að stunda
fiskveiðar að vissu marki á land-
grunni íslands að 12 sjómílna
landhelginni í samræmi við afla-
magn fyrri ára. f fáum orðum
sagt, að komið yrði á kvótakerfi í
þágu útlendinga á íslandsmiðum.
Á bls. 45 í greinargerðinni segir:
„Rætt hefur verið um að kvóti ís-
lands yrði 60% og íslendingar gætu
keppt við aðrar þjóðir um hin 40%.“
Ekki segir við hverja utanríkis-
ráðuneyti íslands hafi rætt, vænt-
anlega Breta.
Hér var nánast um sölu réttinda
íslensku þjóðarinnar að ræða. —
Strandríkið, í þessu dæmi Island,
skyldi beygja sig fyrir þeim, og
viðurkenna, að þau ættu hér rétt
til fiskveiða. — Seinni greinar-
gerðin er með sama marki brennd
og hin fyrri en síður birtanleg en
hún, höfundarins vegna.
Af vissum ástæðum komst ég að
þessari fyrirhuguðu uppgjöf og
háskalegu fyrirætlunum. Það var
skuggalegt að þurfa að ganga með
þetta trúnaðarmál á samviskunni
án þess að mega vara þjóðina við.
En mér varð þetta kunnugt haust-
ið 1970. Ég beið óþreyjufullur ein-
hvers tækifæris til þess að vara
íslensku þjóðina við þeim háska,
sem vofði yfir.
Hin dæmalausa
undansláttarræða
Svo kom hin fræga undanslátt-
arræða þjóðréttarfræðingsins og
ambassadorsins í útvarpi 1. des.
1970, þar sem endurtekið var, að 12
sjómflna landhelgin væri það mesta,
sem íslenska þjóðin gæti gert sér
vonir um. Þá gat ég gert fyrir-
spurnir í miðstjórn Alþýðuflokks-
ins til utanríkisráðherra, Emils
Jónssonar, um, hvort ekki yrði
neitt frekar að gert en að búa að-
eins að 12 sjómílum og hvort ráð-
herrann vildi ekki taka upp bar-
áttu fyrir 50 sjómílum.
Siðlaus míIliríkjapólitík
Þegar Emil Jónsson, utanríkis-
ráðherra, gaf ekki skýr svör og
taldi 50 sjómílna kröfuna „sið-
lausa ævintýrapólitík", líkt og hann
sagði í útvarpsumræðum nokkru
síðar, var mælirinn fullur. Mér
var ómögulegt að eiga lengur sam-
leið með þeim, sem hvorki þorðu
né treystu sér til að reka þýð-
ingarmesta mál íslensku þjóðar-
innar með hætti, sem mér þótti
réttur. Sagði mig því úr Alþýðu-
flokknum. Menn geta leitt getum
að því, hvaðan sú skoðun ráðherr-
ans var komin, sem líkti útfærslu
landhelginnar við „siðlausa ævin-
týrapólitík**. Það skyldi þó ekki
hafa verið skoðun ráðunautsins,
þjóðréttarfræðingsins og
ambassadorsins.
Þá voru liðin 28 ár frá því ég
hafði sett fram kröfu til a.m.k. 5
sjóm. landhelgi við Parísarhá-
skóla. Enginn hafði til þessa tekið
undir þær kröfur opinberlega.
50 sjómílna landhelgi
Nú gerðu Framsóknarflokkur-
inn og Alþýðubandá'lagið 50 sjó-
mílna landhelgi að kosningamáli
og unnu í þeim kosningum. Þjóðin
skildi nauðsyn þeirra aðgerða. Þar
kom að sjávarútvegsráðherra
nýrrar ríkisstjórnar, Lúðvík Jós-
epsson, lét færa landhelgina út í
50 sjóm. Það var langsamlega þýð-
ingarmesta og heilladrýgsta
ákvörðunin í landhelgismálinu,
fyrr og síðar.
Nýtt þorskastríð hófst. Bretar
og Vestur-Þjóðverjar kærðu út-
færsluna til Alþjóðadómstólsins í
Haag. Ríkisstjórn íslands lagði þá
— því miður ekki — í að mæta
fyrir Alþjóðadómstólnum og var
það hörmulegt. Mun tilvist samn-
ings þess, sem gerður hafði verið
að tilhlutan Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks í Osló 1961 hafa ráð-
ið því. Ákvæði samnings þessa
voru slík, að ef ekkert var að gert
mátti túlka þau Bretum og
V-Þjóðverjum meir í hag en efni
stóðu til.
Alþjóðadómstóllinn óvirtur
Þessi ákvörðun að hundsa Al-
þjóðadómstólinn er skuggi á ís-
lensku þjóðinni, sem seint verður
afmáður. Það er engum vafa
undirorpið að hefðum við rekið
landhelgismálið af festu og með
rökum fyrir Alþjóðadómstólnum
hefðum við unnið málið. Unnt er
að færa fullgild rök fyrir því, en
yrði of langt mál í blaðagrein. Sá
sem taka átti af skarið, þjóðrétt-
arfræðingurinn, brást skyldu
sinni.
Spyrja mætti: Til hvers berjast
fyrir setningu alþjóðalaga, ef Al-
þjóðadómstóllinn skyldi óvirtur?
Með útfærslunni í 50 sjómílur
voru erlendar þjóðir hraktar af
miðunum umhverfis landið, það
var því mikilvægasti áfanginn í
landhelgismálinu.
Seinna hlaut að koma að því, að
landhelgin yrði færð út í 200 sjó-
mílur, sem var eðlileg þróun; var
það að frumkvæði nokkurra
manna, sem báru þessa ósk þjóðr
arinnar fram við forustumenn
Sjálfstæðisflokksins, sem þá var í
ríkisstjórn. Féll það í hlut Matthí-
asar Bjarnasonar sjávarútvegs-
málaráðherra að framfylgja því.
Hins vegar er spurning, eins og
mál hafa snúist, hvort sú víðátta
sem almenn regla hafi verið betri
en sérstaða okkar með 50 sjómíl-
ur, en aðrar þá sem sagt með 12
sjóm. landhelgi.
Við getum velt því endalaust
fyrir okkur í hve marga áratugi
þróun landhelgismálanna hefði
stöðvast, ef stefna ambassa-
dorsins og þjóðréttarfræðingsins
og tiltekinna stjórnmálamanna
um að 12 sjómílna landhelgi skyldi
verða talin alþjóðalög, hefði orðið
ofan á í Genf 1958, eins og þeir
ambassadorinn og þjóðréttarfræð-
ingurinn, utanríkisráðherrann
o.fl. börðust fyrir þá.
Tvö söguleg nei
Islenska þjóðin stendur í þakk-
arskuld við tvö söguleg nei og í
báðum tilvikum var það gifta og
innsæi Hermanns Jónassonar for-
sætisráðherra, sem kom í veg fyrir
glapræðið.
Vafalaust er til bókun um þessa
afstöðu í gerðabókum ríkisstjórn-
arinnar. Hitt má líka vera, að
Hermann Jónasson hafi neitað
upp á sitt eindæmi. Sú afstaða olli
á sínum tíma mikilli reiði örfárra,
skammsýnna manna.
Um hitt nei Hermanns er óþarfi
að fjölyrða. Það er frægt langt út
fyrir landsteina, en það var gagn-
vart ágengni nasistastjórnar Hitl-
ers.
Það er hins vegar, eins og fyrr
segir, líkast því sem þjóðréttar-
fræðingurinn hafi verið einn að
verki í því að færa landhelgina út,
a.m.k. eins og samtalið birtist í
blaðinu.
Vafasöm meöferð staðreynda
Ef til vill er það hugarfar skýr-
ing á því, að í hinni fyrri leynilegu
og óbirtanlegu greinargerð var að
engu getið tilrauna manna eins og
Péturs Ottesen, alþingismanns, til
þess að fá landhelgina færða út.
Landgrunnslögin frá 1948 voru
ágæt á sinn hátt, en til lítils
gagns, ef sjálf landhelgin yrði ekki
færð út, en á þeirri hlið mála virt-
ist höfundur þeirra hafa lítinn
áhuga. Hins vegar virtist hann
jafnan láta sér vel líka, að þeir
sem börðust fyrir frekari útfærslu
yrðu á óvæginn hátt hafðir fyrir
rangri sök,
í fáum orðum sagt, voru það
lánaðar skrautfjaðrir, sem reynt
var að skreyta ambassadorinn og
þjóðréttarfræðinginn með í um-
ræddum blaðaviðtölum. — Það er
svo sem ekkí'hundrað í hættunni
þótt menn skemmti sér við slíkt;
en vafasama meðferð sögulegra
staðreynda getur söguþjóð ekki
látið viðgangast óátalið. Það er
aftur á móti alvörumál.