Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 1
Föstudagur 18. febrúar - Bls. 33-56 Morgunblaöiö/RAX. Fjölskylduráðgjafar hafa komist aö raun um að það eru ýmsar ástæður fyrir því að fram kemur öfugsnúin valdaskipting fjölskyldunni þ.e. þegar húsbóndinn á heimilinu er nokkrum númerum of lítill til að geta klæðst raunverulegum fullorðinsfötum. HVER STJÓRNAR Á ÞÍNU HEEMILI? Valddreifing innan fjölskyldunnar er einn af þeim þáttum, sem fjölskylduráðgjafar fylgjast grannt með, því innan fjölskyldunnar skiptir það máli hver segir hverjum fyrir verkum. Það er mönnunum eðlilegt að koma á með sér kerfum með mismunandi valdskiptingu, hvort sem um er að ræða ríkisstjórn, félaga- samtök, skóla eða innan fjölskyldunnar. Á heimilinu tökum við valdskiptinguna sem sjálfsagðan hlut, án þess að hugsa nánar út í það. Ef við verðum til dæmis vitni að því, að kona skipar barni að drekka nú strax úr mjólkurglasinu sínu, þá drögum við eins og ósjálfrátt þá ályktun að hún sé móðirin og þetta sé hennar barn. Ef við sæjum hlutunum snúið alveg við — að barnið væri að skipa móðurinni að drekka morgunkaffið sitt — myndum við strax fá vissar grunsemdir um að ekki væri allt með felldu. Fjölskylduráð- gjafar hafa komist að raun um, að þess háttar öfugþróun í hlutverkaskipaninni, umsnúin valdaskipting, séu algeng einkenni hjá þeim fjölskyldum, þar sem barn hegðar sér illa og er í hæsta máta ústýrilátt, en það eru ýmsar ástæður til þess, að fram kemur öfugsnúin valdskipting í fjölskyldunni. Það kann að vera að foreldrar leiði hjá sér að taka af skarið, af því að þeir hafi vissa sektarkennd, eða þeir vilji síst af öllu eiga á hættu að líkjast eigin foreldrum og uppeldisaðferðum þeirra. I blaðinu eru nefnd dæmi um óeðlilega hlut- verkaskipan í fjölskyldunni og hvernig unnt er að færa foreldrum fullan myndugleik sinn aftur, en laun slíks erfiðis eru allajafna betra og hamingjusamara líf fyrir hvern og einn meðlim fjölskyldunnar. Unglingabólur Hvað er til úrbóta? Flestir kannast við þann kvilla sem nefndur hefur verið gelgjubólur eða unglingabólur. Frá gamalli tíð hefur litið verið gert úr unglingabólum, en þær hafa valdiö mörgum ómældum áhyggjum. Sæmundur Kjart- ansson húðsjúkdómalæknir seg- ir frá helstu einkennum og hvað hægt er að gera til úrbóta. Hárið Himinháar sátur eða rennislétt ... Hárið hefur löngum verið tal- iö ein aðalhöfuöprýði kvenna og áhyggjuefni karla. Við tíndum saman ýmsa fróö- leikspunkta um háriö, úr hverju það er, hversu mörg hár eru aö meðaltali í hársveröinum, um- hirðu hársins í dag og hér áður fyrr. Mvnt 37 Fiármál fiölskvldunnar 40 Siónvarp næstu viku 44/45 Spurt og svarað 38/39 Frímerki 43 Útvarp næstu viku 46 Heimilishorn 38/39 Hvað er að gerast? 42 Myndasögur 48 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.