Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 13
SJONVARP DAGANA 19/2-26 Þriggjamannavist Á laugardagskvöld í næstu viku verður sýndur fyrsti þáttur- inn í nýjum breskum gamanmyndaflokki, Þriggjamannavist, (Tom, Dick and Harriet), en alls eru þættirnir sex talsins. í aðalhlutverkum eru Lionel Jeffries, lan Ogilvy og Bridgit For- syth. — Eftir 40 ár fær Tómas Maddison langþráða lausn af klafa hjónabandsins. Hann sest að hjá syni sínum og tengda- dóttur til að eyða þar áhyggjulausri elli, ungu hjónunum til mestu skapraunar. — Á myndinni sem hór fylgir með eru f.v. Tom Jeffries (Tom), lan Ogilvy (Dick) og Bridgit Forsyth (Harr- iet). Rolling Stones Á miðvikudagskvöld verður sýnd mynd frá norska sjónvarp- inu, Rolling Stones. Þetta eru svipmyndir frá hljómleikum bresku hljómsveitarinnar „The Rolling Stones“ í Gautaborg i júní 1982. Einnig eru rifjuð upp gömul vinsæl lög hljómsveitar- innar, rætt við Bill Wyman bassaleikara, Peter Wolf og fleiri Frá liðnum dögum Á laugardagskvöld í næstu viku verður sýnd þriggja stundarfjórðunga löng dagskrá sem sjón- varpið hefur látið gera. Frá liðnum dögum, minningar frá fyrstu dögum sjónvarpsins. Umsjón og stjórn annaðist Tage Ammendrup. Kynnir er Sigríður Ragna Sigurðardóttir. — Brugðið verður upp gömlum svipmyndum og rætt viö listamenn sem þar koma fram. Þá lítur inn stúlka sem fæddist rétt áður en fyrsta sjónvarpsútsendingin hófst, 30. september 1966. Sigfús Halldórsson og Elín Sigurvinsdóttir flytja nýtt lag eftir Sigfús. Ólafur Gaukur og Svanhildur flytja lag sem Ólafur Gaukur samdi fyrir þáttinn. Auk þess koma fram Ragnar Jónsson, píanóleikari, Björgvin Halldórsson, Gunnar Þórðarson og Guðlaug Úlfarsdóttir. Loks sýna Modelsamtökin undir stjórn Unnar Arn- grímsdóttur vor- og sumartískuna 1983 og rifja upp fyrstu tískusýninguna í sjónvarpssal 1966. — Á myndinni sem hér fylgir með eru Sigríður Ragna Sigurðardóttir sem kynnir dagskrána og Guðlaug Úlfarsdottir. m^mmmmmammmmmm L4UGARD4GUR 19. febrúar 16.00 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. 18.00 Hildur Fimmti þáttur. Dönskukennsla í 10 þáttum. 18.25 Steini og OUi Konuríki. Skopmyndasyrpa með Stan Laurel og Oliver Hardy. 18.45 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Löður Lokaþáttur Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.00 Loftfarið Zeppelin (Zeppelin). Bandarísk sjón- varpsmynd frá 1971. Leikstjóri Etienne Perier. Aöalhlutverk: Michael York, Elke Sommer, Peter Carsten og Marius Goring. í fyrri heimsstyrjöld er bresk- um liðsforingja af þýskum ætt- um falið að útvega upplýsingar um loftfór Þjóðverja. Hann verður leiðsögumaður um borð í Zeppelin-loftfari í ránsferð til Skotlands. Þýðandi Björn Baldursson. 22.40 Taglhnýtingurinn (II conformista) Endursýning. Itölsk bíómynd frá 1970 gerð eftir skáldsögu Albertos Mora- via. Handrit og leikstjórn: Bernardo Bertolucci. Aðalhlutverk Jean Louis Trint- ignant. Sagan gerist skömmu fyrir síð- ari heimsstyrjöld. Ungur heim- spekikennari er sendur til Par- ísar í erindagerðum fasista- flokksins. Myndin er ekki við hæfí barna. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. Áður sýnd í Sjónvarpinu 16. desember 1978. 00.30 Dagskrárlok. SUNNUD4GUR 20. febrúar 16.00 Sunnudagshugvekja Séra Jón Bjarman flytur. 16.10 Húsið á sléttunni Hlöðubruninn Þýðandi Óskar Ingimarsson. 17.00 Listbyltingin mikla 6. Horft af brúninni I þessum þætti fjallar Robert Hughes einkum um expression- ismann í málaralist Þýðandi Hrafnhildur Schram. Þulur Þorsteinn Helgason. 18.00 Stundin okkar Umsjónarmaður Bryndís Schram. Upptöku stjórnar Viðar Vík- ingsson. 18.55 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sjónvarp næstu viku Umsjónarmaður Guðmundur Ingi Kristjánsson. 20.50 Glugginn Þáttur um listir, menningarmál og fleira. Umsjónarmaður Sveinbjörn I. Baldvinsson. 20.30 Eldeyjarleiðangur 1982 Þessi kvikmynd er sú fyrsta sem gerð hefur verið um Eldey út af Reykjanesi. Sjónvarpið lét taka hana þegar Árni Johnsen fór með leiðangur í eyna, m.a. skipaðan bjargmönnum úr Vest- mannaeyjum. Leyfí Náttúru- verndarráðs þurfti til að klífa eyna þar sem hún er friðlýst. Þar er ein allramesta súlubyggð í heimi og eyjan sjálf merkilegt náttúruundur, þverhnípt 70 metra hátt standberg. Tilgangur fararinnar var auk kvikmynd- unar vísindalegs eðlis. Tekin voru jarðvegssýni og fjöldi súlu- unga merktur. Árni Johnsen samdi texta og er þulur. Kvikmyndun: Páll Reynisson. Hljóð: Jón Arason. Umsjón og stjórn: Örn Harðar- son. 22.10 Kvöldstund með Agöthu Christie 6. Jane í atvinnuleit Aðalhlutverk Elizabeth Garvie og Andrew Bicknell. Ungri stúlku býðst ævintýralegt starf og svimhá laun — enda reynast vera maðkar í mysunni. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.05 Dagskrárlok. AihNUD4GUR 21. febrúar 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni 20.40 íþróttir Umsjónarmaður Steingrímur Sigfússon. 21.15 Já, ráðherra Þriðji þáttur. Niðurskurður. Breskur gamanmyndaflokkur. Aðalhlutverk: Paul Eddington, Nigel Hawthorne og Derek Fowlds. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 21.45 Framlengdur leikur (Förlángd tid). Finnsk sjón- varpsmynd. Efnið er sótt í sögu eftir Hellevi Salminen. Leik- stjóri Hannu Kahakorpi. Aðal- hlutverk: Heikki Paavilainen og Pekka Valkeejárvi. Myndin lýsir þrotlausum æfíng- um, kappleikjum og framavon- um tveggja ólíkra pilta í sigur- sælu körfuknattleiksliði. Þýð- andi: Kristín Mántylá. (Nord- vision — Finnska sjónvarpið) 22.50 Dagskrárlok ÞRIÐJUDAGUR 22. febrúar 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sögur úr Snæfjöllum Barnamynd frá Tékkóslóvakíu. Þýðandi Jón Gunnarsson. Sögu- maður Þórhallur Sigurðsson. 20.40 Líf og heilsa Geðheilsa — Fyrri hluti f þessum þætti verður fjallað um geðsjúkdóma og skilgrein- ingu þeirra, tíðni, áhættuþætti og fyrirbyggjandi aðgerðir. Rætt verður við sjúklinga og vandamenn þeirra um fordóma gagnvart geðsjúklingum. Sérfræðilega aðstoð veittu læknarnir Sigmundur Sigfússon og Högni Ólafsson, auk fleiri sem tengjast geðheilbrigðis- þjónustu. Umsjón og stjórn: Maríanna Friðjónsdóttir. 21.35 Útlegð Sjötti þáttur. Hanns. Þýskur framhaldsflokkur í sjö þáttum. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.30 Á hraðbergi Viðræðuþáttur í umsjón Hall- dórs Halldórssonar og Ingva Hrafns Jónssonar. 23.25 Dagskrárlok A1IÐMIKUDAGUR 23. febrúar 18.00 Söguhornið Umsjónarmaður Guðbjörg Þór- isdóttir. 18.10 Stikilsberja-Finnur og vinir hans Hertoginn og fylgifískur hans. Framhaldsflokkur eftir sögu Marks Twains. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.35 Hildur Fimmti þáttur dönskukennslu endursýndur. 19.00 Á skíðum Annar þáttur skíðakennslu Sjónvarpsins. í þessum þætti verða m.a. kenndar plógbeygjur og ýmsar æfíngar tengdar þeim. Umsjónarmaður Þorgeir D. Hjaltason. Síðasti þáttur verður á dagskrá Sjónvarpsins mið- vikudaginn 2. mars kl. 19.00. 19.20 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.35 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Líf og heilsa Geðheilsa — Síðari hluti Áfram verður fjallað um geð- sjúkdóma og nú fyrst og fremst ýmiss konar meðferð og lækn- ingu þessara sjúkdóma. Umsjón og stjórn: Maríanna Friðjóns- dóttir. 21.35 Dallas Bandarískur framhaldsflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.20 Rolling Stones Svipmyndir frá hljómleikum bresku hljómsveitarinnar „The Rolling Stones“ í Gautaborg í júní 1982. Einnig eru rifjuð upp gömul, vinsæl lög hljómsveitar- innar, rætt við Bill Wyman bassaleikara, Peter Wolf og fleiri. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 23.10 Dagskrárlok FÖSTUDKGUR 25. febrúar 17.45 ísland — Spánn Bein útsending um gervihnött frá heimsmeistarakeppninni í handknattleik í Hollandi. 19.15 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfínni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Skonrokk Dægurlagaþáttur í umsjón Eddu Andrésdóttur. 21.15 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Bogi Ágústsson og Ólafur Sigurðs- son. 22.20 Annarra fé (L’argent des autres) Ný frönsk bíómynd. Leikstjóri Christian de Chalonges. Aðal- hlutverk: Catharine Deneuve, Jean-Louis Trintignant, Michel Serrault og Clause Brasseur. Annarra fé er spariféð, sem fal- ið er bönkum og sparisjóðum til ávöxtunar. Myndin greinir frá bankastarfsmanni, sem sakað- ur er um misferli, og heyr harða og tvísýna baráttu til að bera af sér sakir. Þýöandi Ragna Ragn- ars. 00.10 Dagskrárlok L4UG4RD4GUR 26. febrúar 16.00 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. 18.00 Hildur Sjötti þáttur dönskukennslunn- ar. 18.25 Steini og Olli Verðir laganna. Skopmynda- syrpa með Stan Laurel og Oliv- er Hardy. 18.45 Enska knattspyrnan 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Þriggjamannavist (Tom, Dick and Harriet). Nýr flokkur. Fyrsti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í sex þátt- um. Aðalhlutverk: Lionel Jeffri- es, Ian Ogilvy og Bridgit For- syth. 21.00 Frá liðnum dögum Minningar frá fyrstu dögum Sjónvarpsins. Kynnir er Sigríð- ur Ragna Sigurðardóttir. Brugð- ið verður upp gömlum svip- myndum og rætt við listamenn sem þar koma fram. 21.45 Tomas Ledin (The Human Touch.) Dægur- lagaþáttur með sænska söngv- aranum Tomas Ledin og hljóm- sveit, ásamt Agnethu úr ABBA. 22.10 Bréfíð (The Letter.) Ný bandarísk sjónvarpsmynd gerð eftir sam- nefndri smásögu Somerset Maughams. Leikstjóri John Erman. Aðalhlutverk: Lee Rem- ick, Jack Thompson, Ronald Pickup, Ian McShane og Christ- opher Cazenove. Myndin gerist í Malasíu meðan landið var bresk nýlenda. Þar heyrði Maugham sögu þessa sjálfur. Eiginkona virts borgara verður elskhuga sínum að bana. Konan ber við sjálfsvörn en leynilegt bréf til elskhugans verður til að flækja málið. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.50 Dagskrárlok Framlengdur leikur Á mánudagskvöld veröur sýnd finnsk sjónvarpsmynd, Fram- lengdur leikur (Förlángd tid). Efnið er sótt í sögu eftir Hellevi Salminen. Leikstjóri er Hannu Kahakorpi, en í aðalhlutverkum Heikki Paavilainen og Pekka Valkeejárvi. — Myndin lýsir þrot- lausum æfingum, kappleikjum og framavonum tveggja ólíkra pilta, Oopee og Urpo, sem leika í sigursælu körfuknattleiksliði. — Á myndinni eru f.v. Timo Toikka (Oopee), Heikki Paavilainen (Urpo) og Harri Tirkkonen (þjálfarinn). A föstudagskvöld í næstu viku verður á dagskrá ný frönsk bíómynd Annarra fé (L’argent des autres). Leikstjóri er Christian de Chalonges, en í aðalhlutverkum Catharine Deneuve, Jean-Louis Trintignant, Michel Serrault og Claude Brasseur. — Annarra fé er spariféð, sem falið er bönkum og sparisjóðum til ávöxtunar. Myndin greinir frá bankastarfsmanni, sem sakaður er um misferli og heyr haröa og tvísýna baráttu til að bera af sór sakir. — Á myndinni eru m.a. Catherine Deneuve, Jean-Louis Trintignant og Claude Brasseur í hlutverkum sínum. / / rj'Mf ' Í Verður elskhuga sínum að bana Á laugardagskvöld í næstu viku verður sýnd ný bandarísk sjónvarpsmynd, Bréfið (The Letter), sem gerð er eftir samnefndri smásögu Somerset Maughams. Leikstjóri er John Erman, en í aðalhlutverkum Lee Remick, Jack Thompson, Ronald Pickup, lan McShane og Christopher Caz- enove. — Myndin gerist í Malasíu meðan landið var bresk nýlenda. Þar heyrði Maugham sögu þessa sjálfur. Eiginkona virts borgara veröur elskhuga sínum að bana. Konan ber við sjálfsvörn, en leynilegt bréf til elskhugans verður til að flækja málið. — Á myndinni hér fyrir ofan eru Lee Remick (Leslie Crosbie), Jack Thompson (Robert Crosbie) og lan McShane (Jeff Hammond). ■ Annarra fé GUÐAÐA SKJAINN dóttir fyrrgreinds Garys og konu hans að því að best er vitað. Lúsí er trúlofuð Alan nokkrum Beam, sem er lögfræðingur að mennt og hjálparkokkur J.R. Hann ætl- ar sér að giftast stúlkunni, ekki vegna þess að hann elskar hana, heldur vegna þess að J.R. bað hann um að gera það. Hann bað hann um að gera það í þeirri von að Lúsí flyttist af búgarðinum, en þá slitnar það litla samband sem Gary hefur við Ewingana. Vinnumaðurinn á Southfork, Ray Krebbs, á ekki heldur sjö dagana sæla hvað varðar til- hugalífið. Hann er svo ástfang- inn af stjórnmálaskörungi nokkrum (sem er kona til allrar hamingju) að hann vill ekki gift- ast henni. Það virðist ekki auð- velda málið að stjórnmálaskör- ungurinn er yfir sig ástfangin af Ray þessum. Honum bara finnst hún vera of góð fyrir sig. Enn er ógetið systur Sue Ell- enar, Cristine að nafni, sem er viðhald J.R. Hún þjáist af valda- og gróðafíkn auk þess sem hún virðist hafa snert af brókarsótt. — Þetta er ekki saga tveggja systra, þeirra Jessicu Tate og J.R. myndi glaður selja móður sína, Miss Ellý, ef Mary Cambell — þetta er miklu hann fengi nógu gott verð fyrir hana. fyndnara ... Arnaldur Pamela og Bobbý. Hjónaband þeirra er í rúst aðal- lega vegna þess að Pamela vinnur svo mikið. Ewingsfjölskyldan (fyrir þá sem ekki fylgjast meó) Á Southfork-búgarðinum í Dall- as í Bandaríkjunum býr Ewing- fjölskyldan. Höfuð fjölskyldunnar er maður að nafni Jock Ewing. Hann er gamall skarfur og sam- band hans og konunnar hans, Miss Ellýjar, er heldur aumt þessa stundina. Það er vegna þess að áð- ur en Jock giftist Miss Ellý stóð hann í töluvert nánu sambandi við aðra konu. Sú er nú á geðveikra- hæli. Jock hefur annars litlar áhyggjur í lífínu og sama er að segja um Miss Ellý, sem er að jafna sig eftir skurðaðgerð vegna krabba í brjósti. Þau hjónin eiga sér þrjá sonu uppkomna. Elstur er maður að nafni Gary. Hann hefur ekkert saman við fjölskylduna að sælda vegna þess að fjölskyldan vill ekkert með hann hafa, sem er aftur vegna þess að asnanum varð það á að giftast fátækri skvísu, sem Jock og Miss Ellý leist ekkert á. Annars hefði hann orðið forstjóri olíufyrirtækisins, sem Ewing-fjölskyldan hefur sitt lifibrauð af. Forstjóri fyrirtækisins er aft- ur sonur númer tvö. Sá gegnir nafninu J.R. og er bölvaður skíthæll að upplagi. Hann held- ur framhjá konu sinni með syst- ur hennar, hatar Gary bróður sinn því hann gæti einn daginn komist aftur inn í fjölskyldufyr- irtækið og hatar litla bróður sinn líka af því sá er í fyrirtæk- inu. J. þessi R. er yfirleitt þannig gerður að hann myndi selja móð- ur sína, Miss Ellý, ef hann fengi sæmilegt verð fyrir hana. Sue Ellen heitir kona J.R. og var hér áður fyrr ein taugahrúga vegna þess hvernig maðurinn hennar hefur komið fram við hana. Hún leitaði á náðir sálfræðings, sem gerði hana þannig úr garði að hún fór að halda framhjá hús- bónda sínum með milljónera að nafni Dusty. Þau hjónin J.R. og Sue Ellen eiga sér son sem heitir J.R. jr. II eftir föður sínum. Lengi framan af voru áhöld um hver væri faðir snáðans. Sue Ellen hafði nefni- lega á sínum tíma haldið fram- hjá manni sínum með bróður svilkonu sinnar. Sá heitir Cliff Barnes og lengu héldu menn að hann ætti barn J.R.s. Svo varð þó ekki Barnes til mikillar skapraunar, en hann hefur til- einkað lífi sínu og starfi baráttu við Ewing-fjölskylduna, með litl- um árangri. Það hefur faðir hans einnig gert með jafnvel enn minni árangri. Ástæðan fyrir því að feðgunum er svona í nöp við Ewingana er óljós. Þó telja þeir sem gerst til þekkja að það sé vegna þess að Jock sveik Barnes eldri um einhverja olíu- dropa og tók auk þess frá honum konuna, sem hann elskaði og elskar enn, Miss Ellý. Bobbý heitir yngsti sonurinn í fjölskyldunni og er sá gull af manni. Hann er svo góður strák- ur að það þykir næsta líklegt að móðir hans, Miss Ellý, hafi átt hann í framhjáhaldi með erki- englinum Gabríel. Bobbý greyið á í ægilegum erfiðleikum með konu sína, Pamelu, að því er virðist vegna þess að hún vinnur svo mikið. Pamela þessi er systir Cliff Barnes. Hjónabandsörðug- leikar Bobbýs og Pamelu gætu einnig stafað af því að hún þorir ekki að eiga börn vegna þess að hún komst að því að börn, sem hún gæti vel eignast, gætu hlotið í vöggugjöf arfgengan sjúkdóm frá henni, sem gæti orðið þeim banvænn. Bobbý í öngum sínum leitar á náðir æskuvinkonu sinn- ar, Jennu, sem elskar hann, en hann hana ekki. Ewing-fjölskyldan á sér lítið sætt krútt, Lúsí að nafni, sem er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.