Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 UNBLAÐSINS 672 krabbameín voru greind á Lslandi á árinu 1981 Hér birtast svör viö fyrstu spurningunum sem bárust vegna hinnar nýju lesendaþjónustu Mbl. í samvinnu viö Krabbameinsfélag Is- lands og Hjartavernd. Eins og fram kom í frétt í Mbl. sl. sunnudag er hægt aö líkja þessum sjúkdómum viö farsóttir, þar sem tvö af hverjum þremur dauðsföllum má rekja annað hvort til krabba- meins eöa hjarta- og æðasjúkdóma. Lesendur eru hvattir til aö notfæra sér þessa þjónustu og spyrja um allt sem varðar þessa sjúkdóma, en símatími er frá 11—12 alla virka daga, síminn 10100. Aldur krabba- meinssjúklínga Er krabbamein sjúkdómur gamals fólks? Dr. G. Snorri Ingimarsson, læknir, svarar: Meöalaldur þeirra Islendinga sem fá krabbamein er um 64 ár og eru konurnar nokkru yngri en karl- arnir. Nokkur munur er á aldri viö greiningu eftir því hvar meiniö er. Karlmenn sem fá krabbamein í blööruhálskirtil eru aö meðaltali 75 ára, konur sem fá brjóstakrabba- mein eru um sextugt en meðalald- ur þeirra sem fá leghálskrabba- mein er 52 ár (sjá meöfylgjandi töflu). Hins vegar geta krabbamein fundist í fólki á öllum aldri, þó þau séu mun algengari hjá eldri en yngri. Af þeim 672 krabþameinum sem greind voru á árinu 1981 voru aðeins 14 (2%) í fólki undir tvítugu, 54 (8%) á aldrinum frá tvítugu til fertugs, 144 (21%) frá fertugu til sextugs, 323 (48%) á aldrinum frá sextugu til áttræðs og 137 krabba- mein (20%) voru í fólki sem var áttrætt eða eldra. Þetta er byggt á uþþlýsingum úr Krabbameins- skránni. Lifrarbólga og lifrarkrabbamein Um síðustu helgi birtust fréttir sem skilja mátti þannig að fundið væri bóluefni gegn lifrarkrabba- meini. Hvað er hæft í þessu og hvaða þýðingu hefur þetta fyrir íslendinga? Sigurður Björnsson, sérfræð- ingur í lyflækningum krabba- meina, svarar: Hér á landi er lifrarkrabbamein sjaldgæft (innan viö tíu ný tilfelli á ári), en meðal ýmissa þjóða í Afr- íku og Asíu er þetta mjög algengt krabbamein. Sýnt hefur veriö fram á aö þeir sem hafa fengið vissa tegund lifrarbólgu (Hepatitis B) eru í meiri hættu en aðrir á að fá krabbamein í lifur. Hins vegar er ekki þar með sagt að sú veira sem veldur þessari lifrarbólgu valdi krabbameini. í sjálfu sér er það merkilegt að sérfræðinganefnd á vegum Al- þjóöa heilbrigðisstofnunarinnar telur mögulegt að bólusetja gegn þessari lifrarbólgu, en það hefur ekki mikil áhrif hér þar sem aðeins örfáir greinast meö lifrarþólgu. Hefur ekki farið í krabbameinsskoóun Kona, sem er 27 ára og býr í Reykjavík, spyr hvers vegna hún hafi aldrei fengið boð um að mæta í skoðun hjá Krabbameins- félaginu. Dr. Kristján Sigurðsson, yfir- læknir Leitarstöðvar Krabba- meinsfélagsins, svarar: Að því er stefnt að allar íslensk- ar konur á aldrinum frá 25 ára til 69 ára fái bréf frá Leitarstöðinni á tveggja til þriggja ára fresti þar sem þeim er boðð að koma í leg- hálsskoöun og brjóstaskoðun. Utan Reykjavikur hefur tekist að halda þessum tímamörkum nokk- urn veginn. Vegna ófullnægjandi aðstöðu í Leitarstöðinni við Suður- götu í Reykjavík hefur því miöur þurft að líða lengri tími en þrjú ár milli innkallana. Úr þessu verður hægt að bæta þegar starfsemi Krabbameinsfélagsins flytur í nýtt húsnæði að Reykjanesbraut 8, en það verður sennilega í lok þessa árs. Undanfarna mánuöi hafa verið send innköllunarbréf til þeirra kvenna í Reykjavik og nágrenni sem aldrei hafa komið í skoðun eða ekki mætt síöustu fjögur árin. Þessar konur eru hvattar til að sinna kalli Leitarstöðvarinnar og panta sér tíma í síma 21625. Þær konur sem orðnar eru 25 ára og hafa af einhverjum ástæðum ekki fengiö bréf frá Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins eru einnig hvattar til aö panta skoðun. Sjaldgæft brjóstamein Oft er talaö um krabbamein í brjóstum kvenna, en finnst slíkt mein einnig í brjostum karla? Leitað var svara hjá Hrafni Tul- inius, yfirlæknir Krabbameins- skrárinnar: Á árunum 1955—1981 ( 27 árum) var greint brjóstakrabbamein hjá 11 körlum hér á landi og voru þeir á aldrinum frá 55 til 84 ára. Rúmlega 1400 konur voru greindar með slíkt mein á sama tímabili. Þetta er í samræmi við reynsluna erlendis en þar er talið að tíðnin hjá körlum sé um 1% af tíöninni meðal kvenna. Umbúðir utan um ost „Mér hefur veriö sagt að þær loftþéttu umbúðir sem eru utan um osta séu krabbameinsvald- andi. Er þetta rétt? Og þar sem loftþéttar umbúðir eru utan um mikinn hluta matvæla í dag, eru þær hættulegar heilsu manns?“ Magnús Jóhannesson, dósent í lyfjafræöi við Læknadeild Hl, svarar: „í því plasti sem m.a. er notað utan um osta, eru sérstök mýk- ingarefni sem hafa legið undir grun um að vera krabbameinsvaldandi. Fyrir u.þ.b. ári var haldin ráöstefna í Bandaríkjurium þar sem um þessi efni var fjallað sérstaklega. Ákveð- ið var að taka þessi efni ekki af markaðinum, þar sem ekki var hægt að sýna fram á óyggjandi skaðsemi þeirra. í gangi eru heil- miklar athuganir á þessu máli og þessi efni eru áhyggjuefni sérfræð- inga. Islensk heilbrigðisyfirvöld fylgjast náið með því sem fram kemur í þessum athugunum, en þær hafa aðallega farið fram á síð- ustu tveim árum.“ Farsótt nútímans Hvað veldur því aö hjarta og æða- sjúkdómar sem áður fyrr voru mjög fátíðir eru nú orðnir nánast að farsótt? Nikulás Sigfússon yfirlæknir hjá Hjartavernd svarar: „Til að svara þessari spurningu hafa rannsóknir á stórum hópum fólks reynst gagnlegar. Þær hafa leitt í Ijós að fylgni er milli vissra svonefndra áhættuþátta og hjarta- og æðasjúkdóma, þ.e. ef áhættu- þátturinn er til staðar eykur það líkindi þess að hjarta- og æöasjúk- dómur sé til staðar eða muni þró- ast. Eins og þekkingu er nú háttaö er taliö að þrír áhættuþættir séu mikilvægastir, þ.e. háþrýstingur (hækkaður blóöþrýstingur), hækk- uö blóðfita (kolesterol) og síg- arettureykingar. Ýmsir aðrir áhættuþættir virðast hafa minni þýðingu, t.d. hreyfingarleysi, streita, offita, o.fl. Hóprannsókn Hjartaverndar, sem staðið hefur síöan 1967, hefur veitt okkur vitneskju um áhættu- þætti meðal okkar íslendinga. Helstu áhættuþættir okkar eru: há blóöfita, hækkaöur blóöþrýstingur og sígarettureykingar, en einnig eru offita, skert sykurþol og lítil lík- amleg áreynsla áberandi áhættu- þættir. Ýmsar rannsóknir benda til þess að hafa megi áhrif á tíðni hjarta- og æöasjúkdóma með því að beita gagnráðstöfunum gegn hinum ýmsu áhættuþáttum, t.d. lækka blóöþrýsting með viðeigandi meö- ferö, lækka blóðfitu meö breyting- um á mataræöi, hætta reykingum og auka líkamlega þjálfun. Þaö er lítill vafi á því að með markvissum aðgeröum mætti verulega fækka þessum áhættu- þáttum meöal fólks og þannig draga úr tíðni hjarta- og æða- sjúkdómanna." Hvaðer Hjartavernd? Hverskonar stofnun er Hjarta- vernd, og hvaöa starfsemi fer þar fram? Stefán Júlíusson fram- kvæmdastjóri hjá Hjarta- vernd svarar: „Hjartavernd er landssamtök hjarta- og æðaverndarfélaga, og hefur nú rekið rannsóknarstöö í Lágmúla 9 í Reykjavík á annan tug ára. Hlutverk stöðvarinnar er að rannsaka fólk samkvæmt úrtaki úr þjóöskrá, aðallega meö tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma. Fleiri heilsufarsþættir eru þó teknir til at- hugunar, t.d. sykursýki og gláka svo eitthvað sé nefnt. Þegar rann- sókninni var hleypt af stokkunum árið 1967 var grundvöllur hennar lagöur í samráði við Alþjóðaheil- brigðisstofnunina. Rannsóknar- stöð Hjartaverndar er ekki lækn- ingastofnun, hún er rannsóknar- og leitarstöð. Verði hins vegar ein- Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Hún leikur Kristínu í Dallas Mary Frances Crosby heitir unga stúlkan, sem leikur Kristin systur Sue Ellen Ewing í Dallas-þáttunum. Hún hreppti þetta hlutverk tvltug aö aldri og þótti meiri háttar sigur fyrir lítt reynda leikkonu. Glæsileg er hún unga stúlkan, einkadóttir Bing Crosby og seinni konu hans Kathryn. Bing Crosby átti fjóra syni met fyrri konu sinni, og tvo syni og þessa eina dóttur með þeirri seinni Albræður Mary eru Harry, sem er einu ári eldri en hún, og reynir einn- ig fyrir sér á leiksviðinu, og Natan, sem er tveim árum yngri en hún, hann er háskólanemi og mjög efni- legur golfleikari. Mary segir það aðallega hafa komið í hlut móður þeirra að ala upp börnin, Bing Crosby var orðinn 55 ára gamall þegar einkadóttirin fæddist. Fjölskyldan bjó ( útborg San Francisco, Hillsboro, vfðs fjarri samkvæmislífi því, sem oft er sett í samband við þekkta kvikmynda- leikara og stjörnur. Dóttirin segir, að eiginlega hafi faðir sinn alls ekki vitað hvernig um- gangast átti telpu, hafði af því enda enga reynslu. Hún varð þvi eins og ein af strákunum, lék sér eins og þeir og var I veiðitúrum og á skytt- eríi með föður sínum. Þegar Mary Frances var 13 ára gömul bauðst henni ársdvöl á mannmörgu mexíkönsku heimili sem skiptinemi. Móðir hennar var þvl fylgjandi að hún færi, en faðir hennar var því mótfallinn. Fyrstu fjóra mánuðina I Mexlkó svaraði faðir hennar hvorki bréfum né símhringingum frá henni, en hún hélt áfram að skrifa og segja hon- um frá öllu því, sem á daga hennar dreif. En dag nokkurn hringdi Bing Crosby til dóttur sinnar, og bað hana um að gera það fyrir sig að koma heim, hann ætti að ganga undir erfiða skurðaðgerð. Hún varð aö sjálfsögðu við bón föður síns. Aðgerðin heppnaðist vel og Mary gat haldið áfram skólagöngunni í Mexikó. Eftir aö námstlmanum lauk hélt Bing Crosby áfram að láta ( Ijósi vanþóknun slna á þessari árs- dvöl dótturirinar i Mexikó, en jafn- framt hafði hann gaman af að segja hverjum sem heyra vildi, að dóttir hans talaði mjög vel spænsku. Mary hóf nám við háskóla, Uni- versity of Texas I Austin, mjög ung en gafst upp á náminu eftir nokkurn tíma. Hún vildi verða leikkona og 17 ára að aldri hóf hún nám við Con- servatory Theater i San Francisco, ekki mjög langt frá því þar sem þau bjuggu. Námið hóf hún meö samþykki foreldra sinna, en faðir hennar tók fram, að ef hún ætlaði að verða leikkona, yrði hún það án sinnar hjálpar, hún yrði sjálf að koma sér á framfæri. Það var á meðan á þessum námstima stóð, að Mar.y fór með foreldrum sínum til New York og þar kynntist hún ungum manni, Barclay Lottimer, sem fékk það hugboð að vel myndi fara á með Mary og bróður slnum Eb, en sá síðarnefndi var við nám í University of California I Santa Cruz. Er skemmst frá þvi að segja, að ungi maðurinn kom því til leiðar að þau næðu saman. Þegar Mary kom aft- ur til Kaliforniu hringdi Eb Lottimer og næstu tvær vikurnar töluðu þau stanslaust saman (slma. Mary seg- ir, að hún hafi orðið hrifin af honum áður en hún sá hann, henni fannst hann fyndinn og skynsamur og þau töluðu um allt milli himins og jarðar. Þau voru ekki sammála um alla hluti, þau deildu og ræddu málin fram og til baka. Það var svo 14. janúar 1976 að þau ákváðu að hittast miðja vegu milli heimila sinna, þ.e. (miðja vegu) milli Santa Cruz og San Francisco, á ströndinni þar og höfðu þau bæði með sér nesti. Þau komu nákvæm- lega á sama tima á bílastæðið, komu auga hvort á annað og urðu ástfangin á stundinni, að sögn. Nokkrum mánuðum seinna lang- aði Mary til að kynna þennan unga mann fyrir föður slnum og sagði við hann: „Pabbi það kemur vinur til hádegisverðar, hann er mér mjög kær og ég vona aö þú takir honum vel.“ Lýsing dótturinnar á hádegis- verðarboðinu er á þessa leið: „Pabbi kom niður, var kynntur fyrir unga manninum og sagði: „Komdu sæll,“ kveikti sföan á sjónvarpinu og horfði á hornaboltaleik (base- ball) allan matartfmann." „En,“ segir Mary Crosby, „ég sá að pabbi gaf Eb gætur þegar borðbænin var lesin og hann fylgdist með honum þegar hann gerði krossmarkið." Ungi maðurinn, Eb Lottimer, er sonur hagfræðings ( Virginfu og er sjálfur söngvari og tónskáld. Hann segist ekki beint hafa verið hræddur við Bing Crosby við fyrstu kynni, segist skilja föðurinn að Ifta horn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.