Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 47 Algengasta íslenska heltlö á þeim kvilla sem ætlunin er að lýsa stuttlega í þess- ari grein er unglingabólur. Gelgju- bólur er nær jafn algengt. Erlenda nafnið á sjúkdómnum er „acne“ eða „acne vulgaris". Eins og meö marga aðra sjúkdóma, a.m.k. húösjúkdóma, vantar tilfinnanlega betra heiti á íslensku yfir þennan kvilla. fólk milli þrítugs og fertugs er ekki ánægt með aö hafa gelgju- bólur og oft tekur langan tíma að útskýra fyrir því aö þessi kvilli sé alls ekki bundinn viö unglingsárin, eins og nafniö bendir til. Hins veg- ar má segja að nafnið sé brúklegt þar sem þessi húösjúkdómur byrj- ar langoftast á kynþroskaaldri og er líka aö langmestu leyti bundinn viö þaö aldursskeið. Bólur eru ef til vill betra orð, eöa jafnvel horm- ónabólur, þar sem oröiö hormón hefur náö nokkuð öruggri fótfestu í málinu. Ef til vill kæmi til greina aö taka upp nýyrðið akni. Frá gamalli tíö hefur veriö gert lítiö úr unglingabólum og er svo enn í dag, sjúkdómurinn talinn ómerkilegur, standa stutt yfir, læknast af sjálfu sér og engrar meðferöar þörf. Er þetta slæmt, því aö leiöa má rök aö því aö eng- inn sjúkdómur valdi eins mörgu fólki á aldrinum frá 13 til 25 ára jafn mikilli vanlíöan. Krakkar á kynþroskaskeiöi, sem eru svo heppin aö vera meö hreina og fal- lega húö, gera sér fæstir grein fyrir því hvílíkur kross það er aö vera meö svæsnar bólur. Þeir unglingar sem eru með þennan sjúkdóm á háu stigi geta tæpast stundað sund eða leikfimi af ótta viö aö djúp kýli springi á baki eöa bringu og út velli blóö og gröftur, eöa veigra sér viö aö sækja skóla- skemmtanir alsettir graftarbólum á andliti og hálsi. Slíkt skilur ef til vill ekki aöeins eftir djúpar og Ijótar skemmdir í húðinni, heldur kannski varanleg ör í sálinni líka. Ekki hjálpar þaö aö sjúkdómurinn er hvaö algengastur og svæsnast- ur einmitt á því aldursskeiöi sem áhuginn er hvaö mestur á því að ganga í augun á hinu kyninu. Þaö er þess vegna mjög illa gert aö gera lítiö úr þessum kvilla meö háðsglósum og kerlingarbókaráö- leggingum, eins og lengi hefur tíðkast. Nær væri aö foreldrar hvettu unglinga til þess aö leita sér lækninga, en nú oröiö er margt hægt að gera til aö bæta sjúk- dóminn og miklu meira en hægt var fyrir aöeins þrjátíu árum. Unglingabólur eöa acne vulgaris er króniskur bólgusjúkdómur í hár- sekkjum og fitukirtlum húöarinnar. Hann getur komiö fram hvar sem er á líkamanum þar sem hár vex, en aöallega í andliti, á baki og bringu. Orsök sjúkdómsins er ekki þekkt en um kynþroskaskeiö eykst mjög starfsemi fitukirtlanna í húð- inni og ber mest á þessu á fram- angreindum stööum. Jafnframt gerist þaö hjá þeim sem fá bólur aö opin á göngunum frá fitukirtlun- um stíflast, olían úr þeim kemst ekki óhindrað út á yfirboröiö, eins og hún á aö gera og óeðlilega mik- ill bakteríugróöur veröur í fitukirtl- um og aöliggjandi hársekkjum, eins og gjarnan vill veröa viö hvers konar stiflur í líkamanum. Sérstök hormón, sem kölluð eru androgen, valda þessum breytingum i húö- inni, og hallast menn aö þvi aö þeir sem fá bólur séu á einhvern hátt óeölilega viökvæmir fyrir þessum hormónum. Flestir eru sammála um þaö að arfgengir þættir ráöi mjög miklu um þaö hverjir fái bólur og hverjir ekki og sömuleiöis hversu svæsnar þær veröa og erf- iðar viöureignar. Þessir orsaka- þættir eru alltof flókiö fyrirbæri til þess aö ræöa þá itarlega í stuttri tímaritsgrein. Þrátt fyrir mjög um- fangsmiklar rannsóknir, aöallega síðustu tvo áratugi, er margt enn- þá óútskýrt í sambandi viö þaö hvernig bólur myndast. Kenningar um aö gosdrykkjaþamb eöa sælg- ætisát eigi þarna hlut aö máli hafa ekki verið sannaðar. Unglingabólur eru mjög algeng- ur sjúkdómur, um $0—90% fólks á gagnfræöaskóla- og menntaskóla- aldri hafa þær í einhverri mynd. Varla er hægt aö tala um sjúkdóm nema bólurnar séu þrálátar og svæsnar, en sem betur fer er ekki nema lítill hluti af heildinni sem fær sjúkdóminn í því formi. Bólurnar eru nánast jafnalgengar hjá báö- um kynjum, þær ná fyrr hámarki hjá stúlkum, eöa um 14 ára aldur, en um 16 ára aldur hjá drengjum. Algengara er þó aö sjá mjög svæsnar bólur hjá karlmönnum. Allir kannast viö einkenni sjúk- dómsins, þau blasa viö flestum daglega. Talaö er um aö einhver hafi feita húö, óhreina húö, lokaða húö, bólótta húö, graftarbólur, aö einhver sé bólugrafinn eöa meö graftarkýli og loks djúpar graftar- ígeröir. Einnig er talað um grófa húö og er þaö kannski einna mest áberandi í bóluútbrotum aö opin á hársekkjunum eru stór og útvíkk- uö, svokölluö follikel-op. Ber mest á þessu, eins og öörum framan- greindum einkennum í húðinni, í andliti, aftan á hálsi, undir kjálka- börðum, á baki og bringu. Þessi op eru stífluð af uppþornaöri fitu Sæmundur Kjartansson (sebum) eða samblandi af þessari fitu og hornefni húöarinnar og eru eins og litlir naglar i húöinni meö svörtum haus. Almenningur kallar þetta fílapensla, hvernig svo sem það vandræðalega nafn er til kom- ið. Þessir nabbar eru líka kallaðir húðormar, enda ekki ólíkir ormum þegar þeir eru kreistir út úr húð- inni. Oft má ráöa af því hvernig þessum nöbbum er fyrir komiö í húöinni, hversu svæsnar bólur viö- komandi er meö og haga meöferð í samræmi viö þaö. Næstalgeng- asta einkenniö eru hvítleitar smá- bólur og er andlitið, bringan og jafnvel bakiö stundum alsett þess- um öröum. Ef stungiö er á þessum bólum má kreista út úr þeim hvítan massa eins og smurost úr túbu. Þeim sem hafa mikið af þessum örðum hættir öðrum fremur til að fá slæmar bólur. Önnur einkenni og svæsnari en svartir og hvítir nabbar í húöinni eru rauðar bólur og gulleitar graftarbólur, sem all- flestir bólusjúklingar fá meira eöa minna af, og þeim mun meira eftir því sem sjúkdómurinn er svæsnari. Loks eru svo djúp kýli eöa blöðrur (cystur), fullar af þunnfljótandi gul- leitum greftri, sem sjást viö svæsn- ustu tegundir af bólusjúkdómnum, valda mestum skemmdum i húö- inni og skilja eftir Ijótustu örin. Þegar talaö er um aö einhver sé alsettur örum í andliti, þá er þaö næstum alltaf eftir bólur. Þegar sjúkdómurinn er einu sinni byrjað- ur þá er ýmislegt sem getur haft áhrif á hann svo sem andleg streita (versnar t.d. oft rétt fyrir próf). Hjá stúlkum, og konum yfirleitt, versn- ar hann iðulega rétt fyrir tíöir. Hjá fólki með flogaveiki geta bólurnar orðið sérlega slæmar. Loftslag hefur töluverð áhrif og er áberandi hve mörgum batnar viö dvöl á sól- ríkum stööum. Flestir eru mun betri yfir sumarið. Yfirleitt hætta bólur aö myndast fyrir 25 ára ald- ur, þær eru samt algengar á baki hjá karlmönnum fram á miöjan aldur og hjá konum á höku og undir kjálkabörðum fram yfir fer- tugt. Flestir sem þjást af bólum vilja auðvitað fá skjótan og varanlegan bata, en á slíku er ekki völ enn sem komið er. Meóferðin miðast viö aö halda sjúkdómnum niöri eins og hægt er gegnum unglingsárin og reyna að hindra þannig sérstak- lega aö andlitið afskræmist af ör- um. Fleyndar myndast einnig oft djúp og Ijót ör á baki og bringu sem geta verið til mikilla lýta og því er æskilegt aö reyna aö koma í veg fyrir þau. Þaö eru aöallega fjórir þættir sem meðferðin beinist aö: 1. Aö fjarlægja olíuna sem fitu- kirtlarnir framleiöa allt of mikið af. 2. Aö opna húðina, þ.e. opin á hársekkjunum sem eru stífluö. 3. Aö minnka bakteríugróöur í fitukirtlunum og hársekkjunum. 4. Aö draga úr bólgunni sem kemur í kjölfar þess aö hársekkur springur. Ýmis ágæt efni eru á boðstólum til þess að hreinsa fitu af húöinni og fást bæöi í apótekum og á snyrtistofum. Til þess aö opna húöina þarf aö láta hana flagna hæfilega mikiö. Efni sem henta vel til þess og sérstaklega mætti nefna er áburöur, sem inniheldur tretinoin (A-vítamínsýru) og efni sem heitir benzyl peroxid. Hvort tveggja eru mjög þrifaleg lyf, en geta veriö ertandi fyrir húðina og þarf þess vegna aö nota meö gát. Húöhreinsun á snyrtistofu er í flestum tilfellum gagnleg og jafn- framt eru gefnar góöar leiðbein- ingar um hreinsun húðarinnar. Reglulegur þvottur meö volgu vatni og sápu er talinn gera veru- legt gagn, og einnig almennt hreinlæti. Sömuleiðis má gjarnan nota sótthreinsandi sáraspritt eöa própanól. Utfjólubláir geislar (há- fjallasól) tvisvar eöa þrisvar í viku geta hjálpaö verulega og fleira mætti telja upp. Þaö sem hefur þó alveg valdiö straumhvörfum í meö- feröinni á unglingabólum síðasta aldarfjóröunginn er tetracycUne. Þetta er fúkkalyf sem er yfirleitt í hylkjum og eru tekin 1—4 hylki á dag, eftir því hversu svæsnar ból- urnar eru. Þessari meöferö þarf oft aö halda áfram í margar vikur. Rétt er aö muna eftir því, ef gleymast skyldi að taka það fram, aö kona sem er ófrísk eöa meö barn á brjósti á ekki aö taka tetracycline, en þá má gefa annaö fúkkalyf sem nefnist erythromycin í staöinn og verkar mjög svipaö. Þaö hefur einnig veriö notaö útvortis í Bandaríkjunum, en fæst ekki í því formi hér á landi. Rétt er taka fólki vara fyrir þvi að kreista bólur. Ef það vill endi- lega gera það, þá er betra aö hita húöina fyrst i gufu, eöa meö heit- um vatnsbökstrum, og í staöinn fyrir að kreista bólurnar meö fingr- unum aö gera þaö fremur með litlu áhaldi sem fæst í búöum og er ódýrt. Er lítiö op á öörum enda þess og ganga svartir nabbar auö- veldlega út um opiö þegar þrýst er á húðina. Stööugt er unniö að rannsókn- um á unglingabólum og miklar vonir bundnar viö lyf sem er af- brigöi af A-vítamínsýru, kallaö 13-cis-retinoin sýra, en rannsókn- ir í Bandaríkjunum hafa sýnt, aö þetta efni er afar áhrifaríkt, í inn- tökuformi, gegn bólum. Lyfiö er komið á markaö í Bandaríkjunum. Nú hefur verið drepiö lauslega á þaö helsta í bólumeöferö eins og hún er í dag. Vonandi kemur þetta einhverjum að gagni, en allt of margir líöa alla ævi fyrir Ijót ör, oft vegna ófullnægjandi meðferðar á unglingsárum. Grein þessi birtist áöur í tíma- ritinu Heilbrigðismál 2. tbl. 1982. Sæmundur Kjartansson læknir er sérfræóingur i húö- og kynsjúk- dómum og starfar í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.