Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 49 Eddie Fisher + Kddie Fisher hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann hrapaði ofan af stjörnuhimninum sem söngvari. Hann er hins vegar mjög ánægður með velgengni dóttur sinnar, Carrie, sem slegið hefur í gegn á Broad- way og er spáð bjartri framtíö. Eddie fór á sínum tíma frá móður Carriear, Debbie Reynolds, til að taka saman við Liz Taylor, en nú býr hann einn og yfirgefinn. Þá sjaldan hann sést er hann í fylgd dóttur sinnar, en hún hefur stutt hann með ráðum og dáð í baráttu hans gegn áfenginu og eiturlyfjum. Eubie Blake látinn + Eubie Blake, sá síðasti og einn af mestu rag-time- tónskáldunum, lést nú fyrir nokkru, aðeins fimm dög- um eftir aö þúsundir tónlistarmanna og annarra New York-búa höfðu haldið 100 ára afmæli hans hátíðlegt. Eubie Blake samdi meira en 1.000 lög og m.a. „Mem- ories of You“ og „I’m just wild about Harry“. Foreldrar Eubie Blakes voru þrælar á ungum aldri og öldin tuttugasta var ekki gengin í garð, þegar Blake var farinn að geta sér gott orð sem píanisti á hóteli í Baltimore. Árið 1921 tók Blake höndum saman við söngvasmiðinn Noble Sissle og settu þeir upp fyrsta „svarta söngleikinn" á Broad- way, „Shufflin Away“. fclk í fréttum Burt Lancaster + Burt Lancaster lætur engan bilbug á sér finna þótt hann sé að verða sjötugur og segist ekkert vera á þeim buxunum að setjast í helgan stein. Nú síðast lék hann í sjónvarpsmyndinni um Marco Polo, sem gert hefur stormandi lukku og þá ekki síst hann sjálfur í hlutverki páfans. Burt Lancaster hóf feril sinn sem sirkuslistamaður en fór snemma út í kvikmyndirnar. Hann á fimm börn og er marg- faldur afi eins og eðlilegt er en þau hjónin, Norma og hann, skildu fyrir 14 árum. Síðan hefur Burt búið með einkaritara sín- um, Jackie Bone. Á þessari mynd er Burt með leikkonunni, Amöndu Plummer, dóttur leik- arans Christopher Plummer, en hún hefur að undanförnu leikið á Broadway. + Bo Derek, það fagra fljóö, leitar nú dyrum og dyngjum að viðeigandi mótleikara í myndina Bolero, sem bráðum verður hafist handa við. Hann á að vera hár og karlmannleg- ur enda á hann að verða ástfanginn af Bo í myndinni. Þegar síðast frétt- ist hafði leitin engan árangur borið. COSPER Er vekjaraklukkan þín biluð? Hafðu engar áhyggjur, ég skal koma til þín í fyrramálið og sjá til þess að þú vaknir. Dalakofinn tískuverslun Linnetstíg 1, Hafnarfirði Vorum að taka fram kjóla í fjölbreyttu úrvali. Kvöld- kjóla, vor- og sumarkjóla, fermingarkjóla, kjóla í yfir- stæröum og samkvæmis-buxna samfestinga. Hinn sprenghlægilegi gamanleikur KASLIll í KASSAIVM verður enn á fjölunum, vegna mikillar aösóknar laugardags- kvöld kl. 20. Ath. breyttan sýningartíma. Þriðjudag kl. 20.30. Miöasala frá 17—19 daginn fyrir sýningardag og frá kl. 17.00 sýningardag. Miöapantanir í síma 16444. SÍÐAST SELDIST UPP. r/v Velkomin um borð Enn einu sinni kitlum við bragðlaukana Sýnishorn af okkar frábæru rétturr 1 kvöld Laugardagskvöld Rússneskur kavíar Sniglar og ristaðir kóngssveppir í m/Blims. rjómasósu. Svinseyru m. Tartarsosu. Innbakaður nautahryggsvöðvi Russneskur iambakule. ,■ sa|thjup m/broccoli í ostasósu. „ , Biaka- Ferskjur í kampavínshlaupi og rjóma. Krækiberiaskyrterta. Hollenski söngvarinn Raymond Groenendaal V/ frá Antillueyjum skemmtir gestum í kvöld og annað kvöld. Jón Möller leikur á píanóið í takt við öldunið. bnginn gleymir málsverði um borð í Rán. Veitingahúsið Skólavörðustíg 12, sími 10848. I Metsö/uNaó cí hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.