Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 dtti enga t-ölu, s\jo ég Kl'ippti hrvappacjatife burt." „Vonandi heldur Þjódkirkjan áfram að eiga þá djörfung til náðar Guðs að fela honum ungbörn í skírninni. Slæmt væri, ef menn tækju sér það vald að hindra aðra menn í að njóta skírnarnáðarinnar.“ Ást er ... ... aö láta af öllu naggi. TM Rtg. U.S. P>L Off -aK rlghts mumi •1982 Los AngMw Tm« Syndlcate Er það í hjúskaparmiðluninni. Sendu mér til reynslu handfljótan mann. Með morgunkaffinu Er nokkuð sameiginlegt með stór- þvotti og stórvinningi? HÖGNI HREKKVlSI Skírnin er sáttmáli Guðs við manninn Olafur Jóhannsson skrifar: „Velvakandi! Ég vil þakka Sóleyju Jónsdóttur fyrir athugasemd hennar í Velvak- anda nýverið. Gott er að fá viðbrögð lesenda við efni síðunnar „Á Drott- insdegi". nú ætla ég að svara athuga- semdinni, en tek áður fram, að ég hyggst ekki standa í frekari skrifum um málið, nema sérstakt tilefni gef- ist. Þeim er vorkunn, sem misskilja Matt. 28:19 og segja að talað sé um að skíra lærisveinana. En á frum- málinu, grísku, stendur: Farið og gerið allar þjóðirnar að lærisveinum skírandi ... og kennandi ... þ.e.a.s., skírnin + fræðslan gera menn að lærisveinum Krists, en ekki er um að ræða, að gera menn fyrst að læri- sveinum, og skíra þá og kenna þeim eftir það. Islenska Þjóðkirkjan hefur leitast við að fara eftir þessum fyrirmælum Krists. Börnin eru skírð, og síðan eiga þau kost á fræðslu í kristinni trú. Sóley segir, að Biblían tali hvergi um að skíra eigi ungbörn. Það er rétt, að það er hvergi tekið fram sérstaklega. En hvergi er heldur tek- ið fram, að ekki eigi að skíra ung- börn. Hvergi í öllu Nýjatestament- inu er sett neitt aldurstakmark skírnarþega. Það er því manna boð- orð að krefjast ákveðins aldurs og þroska til að mega þiggja náð Guðs í heilagri skirn. Postulasagan er saga með dæmum úr frumkirkjunni, og er langt því frá að hún segi frá öllu sem gerðist fyrstu áratugina eftir upprisu Drott- ins. Þess vegna er mjög rangt að álykta sem svo, að lýsingar hennar eigi að vera fyrirmynd alls starfs kristinnar kirkju á öllum tímum. Má m.a. benda á, að Orígenes kirkjufað- ir, fæddur um 185 e.Kr., segir barna- skírn hafa verið tíðkaða í kirkjunni frá tíma postulanna, en þeir létu flestir lífið á næstu 30 árum eftir upprisu Drottins. Mark 10:13—16 er lesið í skírnar- athöfnum Þjóðkirkjunnar vegna þess, að þau vers geyma frásögn af því, hvernig frelsarinn tók á móti þeim, sem menn úrskurðuðu of mikla Skrifið eða hringið Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þættin- um um hvaðeina, sem hug- ur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11—12 mánudaga til föstudaga. Meðal efnis, sem vel er þeg- ið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frá- sagnir, auk pistla og stuttra greina. Æskilegast er, að bréf séu vélrituð. Nöfn og nafnnúmer þurfa að fylgja öllu efni til þátt- arins. óvita til að geta meðtekið blessun hans. Hann sagði, að enginn gæti tekið á móti Guðsríki nema eins og barn! Þ.e.a.s., við áorkum engu með getu eða hæfni okkar, heldur getum einungis þegið þá óverðskulduðu gjöf em Guð býður okkur í friðþægingu Krists. Forsendur okkar, skilningur, þekking og þroski skipta alls engu máli! Við vinnum á engan hátt að sáluhjálp okkar með verkum eða hjartalagi, heldur gerir Guð allt sem gera þarf. Frá upphafi hefur kristin kirkja litið á skírnina sem gjöf Guðs, en ekki verk manna. Skírnin er sátt- máli Guðs við manninn — skuld- binding Guðs gagnvart manninum. Hún felur í sér fyrirgefningu synda og sátt við Guð. Hún er rétt að okkur sem gjöf, og annað hvort lifir skírð- ur maður í skírnarnáðinni eða hafn- ar henni. Vonandi heldur Þjóðkirkjan áfram að eiga þá djörfung til náðar Guðs að fela honum ungbörn í skírn- inni. Slæmt væri, ef menn tækju sér það vald að hindra aðra menn í að njóta skírnarnáðarinnar. Ekki væri síðra, að aðrir söfnuðir hættu að byggja á þeim sandi, að barnaskírn sé óbiblíuleg. A.m.k. þeir, sem vilja byggja á náð Guðs einni saman, en telja verk manna ekki bæta neinu við fullkomið friðþæg- ingarverk Krists. PS: Ég veit ekki um neinn kristinn söfnuð, sem framkvæmir skírn ná- kvæmlega á þann hátt, sem frá er sagt í Post. 8:36—39 og frú Sóley vitnar til.“ Jákvætt lifandi viðhorf Haukur Eggertsson skrifar: „Ég var á leiðinni heim í bílnum mínum kl. rúmlega 18.00 fimmtu- daginn 10. febrúar sl., opnaði út- varpið og heyr: Þáttur um neyt- endamál; viðtal Önnu Bjarnason við Sigríði Haraldsdóttur, deildar- stjóra neytendamáladeildar. Ég skal viðurkenna, að ég hlust- aði ekki á allan þáttinn, en dálítið fannst mér á því bera hjá spyrj- anda, að leitað væri eftir hinum neikvæðu viðhorfum. Það hefur þótt nokkuð ríkur fréttamanna- stíll, og venjulegast ekki staðið á þeim svörum, sem eftir var kallað. Það stóð ekkert á svörum hjá Sig- ríði. Þau voru glögg og báru vott um góða þekkingu á viðkomandi málum. Ekkert legið á því, sem bet- ur mátti fara, og full viðurkenning á því, að ekki séu allir hlutir í lagi. Hins vegar var viðhorfið jákvætt. Látið í ljós, að þrátt fyrir ýmsa annmarka, værum við hér í betra þjóðfélagi en víðast hvar annars staðar finnst; yfirleitt mikið og gott vöruval, þar sem neytendur ættu kost á að kaupa það hag- kvæmasta, og stórkostleg framför hefði orðið á því hin síðari ár. Eft- irtektarverðust voru ummælin um leikföng barnanna, sem nú væru al- Sigríður Haraldsdóttir mennt hentug og endingargóð. Það var að sjálfsögðu viðurkennt, að yf- irleitt hefðu framleiðendur og selj- endur betri aðstöðu en kaupendur (neytendur), enda ættu þeir að vita betur deili á því, sem selt væri. En allt væri þetta í framför. Niðurstaða: Þarna var ekki nöld- urtónninn, heldur jákvætt, lifandi viðhorf, án þess þó að horfa fram hjá því, sem betur mætti fara og laga þarf. Hafi Sigríður Haralds- dóttir þakkir fyrir. Við hin, þessir daglegu nöldrarar, ættum að taka hana okkur til fyrirmyndar, og þeir spyrlar, sem koma fram í fjölmiðl- um, þurfa líka að vita, að það er hægt að leita eftir fleiru en rausi um hið ómögulega og illa, án þess að frá minni hendi felist dómur um það, að Anna Bjarnason hafi geng- ið lengra í sínum spurningum en sæmilegt megi telja. En stundum (oft?) eru spurningarnar: Er ekki ákaflega illa að ykkur búið og aðstað- an slæm?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.