Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.02.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1983 55 f ÍU ' ií !Í VáL?AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI HiEja®™* mm Verða bankar og lífeyrissjóð- ir stærstu íbúðareigendurnir? Arnór Kagnarsson skrifar: Nú er ljóst að lífdagar ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsens eru senn taldir. Stærsta verkefni þessarar ríkisstjórnar var hið sama og þeirra ríkisstjorna sem áður höfðu setið, þ.e. að kveða niður verðbólgudrauginn. Þeir sem best til þekkja segja að nú stefni verðbólgan í þriggja stafa tölu á þessu ári. Hér á árum áður var verðbólgan ein helzta hjálp- arhella unga fólksins sem var að koma þaki yfir höfuðið og var ég einn þeirra. Brunnu óverðtryggð- ar fjárhæðir upp á nokkrum ár- um og fyrr en varði voru árs- greiðslur orðnar smámunir af tekjum fólks. Þá kom að því að öll lán urðu verðtryggð. Lífeyris- sjóðirnir voru að fara á hausinn vegna gjafvaxtanna og sparifé þeirra sem voru illa upplýstir brann upp. Nú er öldin önnur og svo komið að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa sagt (sjá Velvakanda 11. sept. 1982) að þeir sem standi í n.vbyggingum annars staðar á landinu en á Stór-Reykjavíkur- svæðinu séu ekki „normal" ef svo má að orði komast. Þar hækka lánin samkvæmt lánskjaravísi- tölu meðan nýbyggingin hækkar í verði á frjálsum markaði um Lengi lifi verd- bólgan, vaxi hún og dafni á nýja árinu 40—50% af vísitölunni. Á næstu misserum má búast við því að mál fari að koma upp, þar sem ódýrara er fyrir húsbyggjendur að ganga út úr húsum sínum og segja lánardrottnum að hirða þau. A verðbólgudraugnum eru ýmsar hliðar. Persónulega vona ég að verðbólgan verði sem mest miðað við núverandi ástæður og skal ég skýra það nánar. Miðað við núverandi skattareglur sem gilda eru greidd 62,1% gjöld af tekjumörkum yfir u.þ.b. 200 þús- und krónur. Þetta þýðir það að duglegur verkamaður kemst í hæsta skattþrep, hvað þá iðnað- armenn og háskólamenntaðir menn. Menn fá því mjög háa skatta og vegna þess að þeir eru greiddir eftirá er það hagur minn og margra fleiri að launin hækki sem allra mest milli ára. Þá er komið upp gamla dæmið sem var svo þægilegt þegar verið var að kaupa íbúðarhúsnæðið hér á ár- um áður, að skattarnir brenna upp í verðbólgunni. Loks langar mig að brydda að- eins upp á skattamisréttinu sem nú er og er mér nærtækt. Ef við gefum okkur tvö dæmi þar sem báðar fjölskyldurnar eru hjón með eitt barn. Annars vegar vinnur bóndinn fyrir 450 þús. kr. launum þ.e. hefir verulega góð laun. Hann vinnur myrkranna á milli og barnið þekkir hann varla. Yfir helmingur af tekjunum fer í hæsta skattþrep en í hinu dæm- inu vinna hjónin bæði úti, eru í sæmilegri vinnu — vinna 8 tíma á dag og hafa hvort um sig 220 þús- und kr. tekjur. Sömu tekjur í sameiginlegan sjóð en engar tekj- ur í hæsta skattþrep. Er þetta eðlilegt? Að lokum langar mig að taka undir orð Halldórs Ásgrímssonar sem hann viðhafði í sjónvarpinu sl. mánudagskvöld, þar sem hann vildi veita miklu meira fé til skattarannsókna og eftirlits. Ég tel að fjórfalda ætti í skatta- rannsóknarlögreglunni og er ekki í vafa um að þessir menn myndu vinna fyrir árslaunum sinum á þremur vikum. „Hvernig er þetta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna? Miðað við mann- fjölda höfum við Islendingar eitt heilt atkvæði, en sami fjöldi Kínverja ekki nema einn fjögurþúsundasta úr atkvæði.“ Tilheyrir lýðræði og jafnrétti að gæta þess að nokkurt jafnvægi sé á milli eininga þjóðfélagsins Þessir hringdu Fyrirspurn til Landsbankans Kristján Guðmundur Krist- jánsson hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Eins og margir hafa vafalaust tekið eft- ir stóð Landsbankinn um tíma fyrir því að aðstoða aldrað fólk sem kom í aðalbankann við Austurstræti og leiðbeina því eftir þörfum hverju sinni. Bún- aðarbankinn tók upp sams kon- ar þjónustu fyrir aldraða og stendur hún enn til boða. Mér virðist hins vegar sem Lands- bankinn hafi lagt þessa starf- semi niður, þó að ég eigi erfitt með að trúa því að svo geti ver- ið. Leyfi ég mér því að beina þeirri fyrirspurn til bankans, hvað rétt sé í þessum efnum. Hálfsársúthald — heilsárslaun Stcingrímur Sigurjónsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég er algjörlega sam- mála því sem fram hefur komið í þessum dálkum um að fækka eigi þingmönnum svo að um muni. Það sést best þegar farið er að skoða fjölda úthaldsdaga á Alþingi. Starfstíminn er liðlega hálft ár hverju sinni, eða sex mánuðir, því að fjórir mánuðir fara i sumarhlé, einn í jólaleyfi og annar í páskaleyfi. Þingmenn þiggja heilsárslaun engu að síð- ur og tel ég það algera ofrausn, þegar um er að ræða 60 manns, hvað þá fleiri. Þess vegna er það mitt ráð, eins og margra ann- arra, að fækka beri þingmönn- um verulega, en auka aftur á móti hagræðingu í störfum þessarar stofnunar og lengja út- haldið. H. Kr. skrifar: „Undanfarið hefur mátt lesa í Morgunblaðinu ýmis gífur.vrði vegna þess, að misjafnlega margir kjósendur standa að baki hverjum alþingismanni. M.a. var spurt af hverju vitavörðurinn á Horni ætti að hafa 5 atkvæði móti einu atkvæði vitavarðarins á Reykjanesi. — Und- arlegt að vitavörðurinn á Reykja- nesi skyldi flytja frá sínum 5 at- kvæðum og sækjast eftir því að hafa bara eitt. Hvernig er þetta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna? Miðað við mannfjölda höfum við íslendingar eitt heilt atkvæði, en sami fjöldi Kínverja ekki nema einn fjögurþús- undasta úr atkvæði. Jafnaðarhetj- urnar okkar hljóta að roðna af blygðun og smán, þegar þær hug- leiða þetta. Hvert fylki í Bandaríkjunum á tvo þingmenn í öldungadeild þings- ins í Washington. Hvað skyldu íbú- ar Nevada hafa mörg atkvæði gegn einu atkvæði Kaliforníubúa, að ekki sé talað um Alaska? Vestfirðingar og Austfirðingar eru hvorir um sig sérstök heild, ein- ing í fslenzku þjóðfélagi, rétt eins og Reykvíkingar og Reykjanesbúar. Það tilheyrir lýðræði og jafnrétti, að gæta þess að nokkurt jafnvægi sé milli slíkra eininga. Þeir, sem hafa tilfinningu fyrir því, að héruð séu einingar, skilja þetta. Hins vegar hefur oft og víða borið lítinn árangur að ræða slíkt i þéttbýliskjörnum stórra höfuð- borga. Þvi eiga afskekktir útkjálkar löngum erfitt í baráttu við mið- stöðvarvald. Svo er, og hefur verið, viða um lönd.“ GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Hann er að fara eitthvert. Rétt væri: Hann er að fara eitthvað. Prófkjör Sjálfstæóisflokksins í Reykjaneskjördæmi 26.-27. febrúar 1983 Stuðningsmenn Ólafs G. Einarssonar hafa opnað skrifstofu aö Skeiðarási 3, Garðabæ (húsi Rafboða hf.). Skrifstofan veröur opin kl. 17—22 virka daga og kl. 13—19 um helgar. Sími 54555 Kínverskir réttir um helgina föstudags- laugardags- og sunnudags kvöld Fyrir þá sem kunna aö meta fisk, fjölbreytt úrval sjávarrétta meðal annars okkar margumtalaöa fiskisúpa. Kaffívagnínn Grandagaröi, sími 15932. ALLTAF A LAUGARDÖGUM ALLRA KVENNA VAR HÚN KÆNST Samtal viö Þórunni Sigurðardóttur um GUÐRÚNU, leikrit sem hún hefur skrifað og leikstýrir hjá L.R. HARMLEIKUR GUÐA OG MANNA Helgi Hálfdanarson rekur baksvið at- burða í Oresteiu, þríleik Æskýlosar, sem bráölega verður sýndur í Þjóð- leikhúsinu. ÞRIÐJA AUGA EMILE ZOLA Grein í tilefni sýningar á Ijósmyndum þessa fræga rithöfundar. Vönduð og menningarleg helgarlesning AUGL YSlNGAStofa kristinar hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.