Morgunblaðið - 19.02.1983, Page 2
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
r/^/y
,1
Eins og skáldið sagði...
„Oll erum vid í ræ.sinu, en sum okkar eru að horfa á stjörnurn-
ar.“
(Oscar Wilde)
Kosinski og herra Chance
í viðtali við rithöfundinn
Jerzy Kosinski sem nýlega
birtist í Dagens Nyheter
fjallar hann m.a. nokkuð um
aðalpersónuna í sögunni
„Fram í sviðsljósið", sem
komið hefur út á íslensku,
en kvikmynd eftir sögunni
með Peter heitnum Sellers í
aðalhlutverki hefur verið
sýnd hér í marga mánuði.
Kosinski segir eitthvað á
þessa leið:
„Mr. Chance, Chauncey
Gardiner, er að miklu leyti
alger andstaða við aðalper-
sónurnar í hinum sögunum
mínum, en hann er þó eins
og þær, í andstöðu við sam-
Aukinn og endurbættur Joyce
EINS og kunnugt er, m.a. af
frábærum írskum sjónvarps-
þáttum, hefði írska skáldið Jam-
es Joyce orið hundrað ára á
þessu ári, hefði hann lifað. Af
því tilefni hafa menn hér heima
og úti í löndum efnt til margvís-
legra athafna og framkvæmda.
Hér heima er því nú komin út
hjá Máli og menningu bókin „í
Dyflinni" (Dubliners), smásögur
skáldsins í þýðingu Sigurðar A.
Magnússonar.
Eitt af því sem menn hafa gert
sér til hátíðabrigða af þessu til-
efni í útlendum bókmennta-
heimi, er að endurútgefa verk
Joyce og bækur um hann
streyma um bókadálka blaðanna
eins og lækir í vorleysingum,
margir og hver öðrum líkir, enda
allir fullir af vatni.
Nýlega sendi Oxford útgáfu-
fyrirtækið í Englandi frá sér
aukna og endurbætta útgáfu á
ævisögu Joyce eftir Richard
Ellmann frá árinu 1959 og með
öllum viðbótunum er bókin nú
orðin litlar 887 blaðsíður. Að
frátöldum nýjum ljósmyndum
þykir sá fróðleikur hvað
skemmtilegastur í viðbótinni, að
Joyce mun hafa átt í einhverju
ástarsambandi við Gertrude
nokkra Kaempffer árið 1916. Að
„Hr. Joyce ... hefur veitt því
athygli, að það muni hafa verið
gerð bylting í Rússlandi í októ-
ber, 1917. Við nánari athugun
hefur hann þó uppgötvað að
Októberbyltingin átti sér stað í
nóvember sama ár. Samkvæmt
þeim upplýsingum sem honum
hefur reynst unnt að afla sér
hingað til, er erfitt að dæma um
mikilvægi þessa atburðar og
hann óskar aðeins að láta þess
getið, að eftir undirskrift ritara
yðar að dæma, geti breytingarn-
ar ekki verið miklar."
(Byggt á The Sundav
Telegraph.)
öðru leyti er víst tíðindalítið á
þessum vígstöðvum, en þó þykir
svar Joyce við skriflegri spurn-
ingu frá „ritara Alþjóðasamtaka
byltingarsinnaðra rithöfunda"
hreinasti eðalsteinn, en þetta
svar hefur ekki birst áður.
Spurningin var þessi: „Hvaða
þýðingu hefur Októberbyltingin
haft fyrir þig sem rithöfund?"
Svar skáldsins er svolátandi, í
lauslegri þýðingu:
félagið, eða öllu heldur utan
þess og er dæmi um sér-
stæða afstöðu til þess. Hann
hefur aldrei þurft að fara út
í heiminn og afstaða hans
breytist í raun lítt þótt at-
burðirnir reki hann út.
Hann er ánægður með sjálf-
an sig, þar sem hann óskar
sér einskis og þráir ekkert.
Hann veit að um leið og
maður fer að þrá eitthvað
utan sjálfs sín er maður að
fórna nokkru af sjálfum sér.
Þess vegna er kynlíf honum
ómögulegt. Því í kynlífi þarf
maður á öðrum að halda,
verður að hugsa um ein-
hvern annan aðila en sjálfan
sig og það kostar vissan sál-
arfrið. Þráin er óvinur í
hans augum. Ólíkt því sem
hefur gerst með allar aðrar
söguhetjur mínar, þá hefur
enginn viljað heimfæra
hans eiginleika upp á mína
eigin persónu, hann er
reyndar einstæður í nútíma-
bókmenntum. Chance bend-
ir á nýja leið: Kannski þarf
maður ekki að fara út í
heim, kannski á maður bara
að vera kyrr með sjálfum
sér, sé þess nokkur kostur."
— Myndin var góð.
„Já, ég var hissa. Hún var
mjög vel heppnuð. Þetta er
líka mjög myndræn saga,
vel til þess fallin að vera
kvikmynduð."
— Ertu með fleiri kvik-
myndir á döfinni?
Jerzy Kosinski
„Sagan „Passion Play“
verður kannski kvikmynduð
bráðlega. Ég er búinn að
gera kvikmyndahandrit og
hef fengið leikstjóra til
verksins, nú er vandinn að
finna rétta leikara í hlut-
verkin. Það gæti reynst
strembið."
— Hvað með sjálfan þig?
„Nei. Ég fékk meira en
nóg af því að leika í kvik-
myndinni „Reds“. Slíkt geri
ég aldrei oftar. Ég vil frekar
skrifa bækur, hlusta á rokk-
tónlist og leika hesta-póló.“
— Þýtt og endursagt úr DN.
Viðtal: J. Sjöström.
Hugsandi hjarta
Umsjón:
Sveinbjörn I. Baldvinsson
í lok síðasta árs kom út í
Hollandi dagbók Etty Hilles-
um en hún var ung kona þeg-
ar heimsstyrjöldin síðari
braust út og líkt og aðrir
gyðingar var hún flutt í
Góðar sölur í
Þýskalandi
Það er ekki mjög algengt að
norrænir rithöfundar eigi miklu
láni að fagna á hinum alþjóð-
lega bókamarkaði. Þó nær
stundum einn og einn að kveða
sér hljóðs utan Norðurland-
anna. Nokkrir íslenskir höfund-
ar hafa afrekað það, t.d. Hall-
dór Laxness, Gunnar Gunnars-
son, Jóhann Sigurjónsson, Jón
Sveinsson (Nonni) og Krist-
mann Guðmundsson, en allir
þessir höfundar hafa m.a. feng-
ið verk sín útgefin í Þýskalandi
og er það algengur hápunktur á
ferli rithöfunda frá okkar
heimshorni.
Um þessar mundir hefur
danskur rithöfundur átt bók á
metsölulista Spiegel-tímarits-
ins í Þýskalandi í samfellt tvö
ár, en deila má um hversu
merkar bókmenntir eru þar á
ferðinni. Þessi maður er grínist-
inn kunni, Willy Breinholst, en
um þessar mundir er bók hans,
„Hallo, hier bin ich!“ í fyrsta
sæti Iistans. Auk þess á hann
svo fjórar aðrar bækur á listan-
um, en síðustu tvö árin hafa
ekki aðrir norrænir skrifarar
komist þar á blað en kvik-
myndastjörnurnar Liv Ullman
og Ingrid Bergman. Ævisögur
þeirra gerðu þar stuttan stans.
Það er ekkert einfalt mál að
koma bók á þennan lista því í
viku hverri munu um það bil 30
þúsund þýskir bókatitlar keppa
um þessi tíu sæti. Af Breinholst
er það ennfremur að segja, að
útgáfuréttur á öllum þessum
metsölubókum hans og fleirum
til hefur nýlega verið seldur
einu stærsta bókaforlagi í
Bandaríkjunum, Simon &
Schuster.
En á meðan Breinholst situr
með fimm bækur á metsölulist-
anum í Spiegel, verða viður-
kenndir spámenn ritlistarinnar
að láta sér lynda að komast ekki
þar á blað. Þeirra á meðal eru
Hemingway, Somerset Maugh-
am, Tolkien, Thomas Mann,
George Orwell, Stefan Zweig og
Heinrich Böll. — 0 tempora, o
mores! mundi nú einhver segja.
Bestsellerautor
Willy Breinholst
5 Spiegel-Bestseller-Titel
in einer Woche.
iWiDliHilibvl.
BESTSEllER
1 S^h-°htb.nich
Bastei-Lubbe (60024j-
0 ^!ChMáma - Hallo Papa
# Rastei-Lubbe (600 ---
1
Brelnholst
Guck ma,i Í*a?£nn59l
^ Rasiei-Lubbe j600b9j—
Breinholst:
Liebe macht Spað
Bastei-Lubbe (6007U)
Úrklippa, sem sýnir auglýsingu frá útgefanda bóka Breinholst i Þýskalandi.
fangabúðir og þaðan í út-
rýmingarbúðir og átti hún
ekki afturkvæmt þaðan.
Skylt er að taka fram að
þetta er nú að nokkru leyti
byggt á ágiskun, þar eð rit-
vallarstarfsmönnum hefur
ekki auðnast að afla sér
óyggjandi upplýsinga um
ævilok þessarar ágætu konu.
Alltént er það svo að Etty
Hillesum var nær algerlega
óþekkt nafn í Hollandi þar
til dagbók hennar úr stríðinu
kom út í fyrra, en hún hefur
vakið geysilega athygli og er
jafnvel talað um að hér sé á
ferðinni einhver merkasta
bók um þetta efni síðan
Dagbók Önnu Frank kom út.
Þessi bók heitir á frummál-
inu „Het Verstoorde Leven“
sem á íslensku merkir
eitthvað nálægt „Röskun á
lífi“ og hefur selst í stórupp-
lagi og er í þann veginn að
koma út á ensku.
Skrif Etty lágu á kistu-
botni í nær fjörutíu ár, áður
en nokkur fékkst til að gefa
þau út, en nú þegar er komin
út bók númer tvö, en það er
bók sem hefur að geyma bréf
sem hún skrifaði í fangabúð-
unum Westerbork, en þangað
voru hollenskir gyðingar
sendir áður en þeir voru
fluttir í útrýmingarbúðir í
Þýskalandi og ber nýja bókin
nafnið „Het Denkende Hart
van de Barak“ á frummálinu,
sem útleggst á íslensku
„Hugsandi hjarta fangabúð-
anna“.