Morgunblaðið - 19.02.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
51
Dalvík:
Námsflokkarnir njóta vinsælda
Dalvík, 12. febrúar.
Á IINDANFÖRNUM árum hafa verið
starfræktir námsflokkar á Dalvík. Hef-
ur fólk getað sótt þangað ýmiss konar
tómstundanám. Mikill vöxtur hefur nú
hlaupið í sUrfsemi flokkanna, en nú í
haust fól skólanefnd skólastjóra Dal-
víkurskóla að athuga hvort möguleiki
væri á áfanganámi í námsflokkum. f
framhaldi af því var svo kosin 3ja
manna nefnd til að annast undirbún-
ing og skipulag á sUrfsomi náms-
flokka á Dalvík en í henni áttu sæti
auk skólastjóra Ólafur Sigurðsson,
kennari og fyrrum forstöðumaður
námsflokka, og Inga Benediktsdóttir,
fulltrúi í skólanefnd.
Nefndin hófst þegar handa og
gerði könnun á viðhorfi bæjarbúa til
starfsemi námsflokka og náði könn-
unin einnig til íbúa í Svarfaðardal og
á Árskógsströnd. Mikill áhugi virtist
vera meðal fólks á námi er gæfi ein-
hver réttindi svo og tómstundanámi.
Var því ákveðið að bjóða upp á stutt
námskeið í ýmiss konar tómstunda-
námi svo og áfanganám er gæfi ein-
ingar til aukins náms og er kennt
samkvæmt námskrá fyrir fram-
haldsskóla á Norðurlandi. Auglýst
var kennsla í ensku, íslensku,
stærðfræði, bókfærslu, vélritun,
smíðum, bókbandi og leðursmíði og
eru samtals 35 nemendur skráðir í
bóklegt nám og 27 í verklegt.nám. Þá
hafa námsflokkar tekið að sér að
annast námskeið fyrir starfsfólk
Dalbæjar, dvalarheimilis aldraðra,
og leikskólans á Dalvík. Eru þetta 2
námskeið og eru 22 nemendur skráð-
ir á þau. Munu því verða um 85 nem-
endur sem sækja nám í námsflokka
á Dalvík nú í vetur í einni eða fleiri
greinum.
Þess er vænst að í framtíðinni
verði hægt að starfrækja fleiri
áfanga í hinum ýmsu námsgreinum
þannig að fólk geti safnað sér
nokkru magni eininga til áframhald-
andi náms. Þá hefur einnig verið um
það rætt að standa að námskeiða-
haldi í samvinnu við fyrirtæki á
staðnum fyrir starfsfólk þeirra í
ýmsu er lýtur að störfum fólksins.
Gert er ráð fyrir að skipulag og
stjórnun námsflokka flytjist á hend-
ur grunnskólans á Dalvík en hingað
til hafa námsflokkar verið algjör-
lega aðskildir skólanum með eigin
forstöðumann. — Frtiuriurir.
626 4 dyra Saloon
Verðlaunabíllinn frá Japan!
Hinn nýi framdrifni MAZDA 626 er nýr
frá grunni og hannaður til að sinna
kröfum fólks á þessum áratug um bíl,
sem er rúmbetri, betur útbúinn, þægi-
legriíakstri og sparneytnari en sam-
bærilegir bílar, en samt ótrúlega ódýr.
3 mismunandi gerðir eru fáanlegar:
4 dyra Saloon, 2 dyra Coupe og 5 dyra
Hatchback; vélarstærðir eru tvær:
1.6 L 81 hö. DIN og 2.0 L 102 hö. DIN.
Þar sem eftirspurnin eftir þessum vin-
sæla bíl er geysileg erlendis munum
við aðeins fá takmarkaðan fjölda bíla á
þessu ári.
Tryggið ykkur því bíl sem fyrst.
BILABORG HF.
Smiöshöföa 23 sími 812 99