Morgunblaðið - 19.02.1983, Qupperneq 4
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
— Af hverju
— Allir bestu vinir minir hafa látiö líf sitt fyrir mig.
segir þú þad? — Ég hef sjálfur hengt þá. (1935.)
„Samúðogand-
styggð eru bannorð"
Um norska skopteiknarann Blix
í september síðastliðnum voru hundrað ár liðin frá fæðingu teiknarans Ragnvalds Blix, sem
án efa er sá teiknari á Norðurlöndum sem leikið hefur veigamesta hlutverkið í alþjóðastjórn-
málum. A stríðsárunum var hann hvað eftir annað nærri búinn að leiða Svía út í veruleg
vandræði á sviði milliríkjasamskipta, með beinskeyttum og miskunnarlausum skopteikning-
um sínum af þýskum nasistahöfðingjum, hinum norska Quisling og fleirum. Síðar varð Stalín
eftirlætis viðfangsefni hans. Blix eyddi flestum árum ævi sinnar í Þýskalandi, Danmörku og
Svíþjóð, en hann var þó jafn norskur og Harðangursfiðla, fæddur í Kristínaníu 12. september
árið 1882, sonur sálmaskáldsins Eliasar Blix.
„Til þess að vera góður skop-
teiknari, verður maður að vera
öldungis ískaldur gagnvart öllum
skoðunum og öllum mönnum.
Samúð og andstyggð eru bannorð.
Mestu skiptir þó að bera enga
virðingu fyrir yfirvöldum, hefðum
eða yfirleitt nokkru milli himins
og jarðar og ekki heldur neinu í
helvíti."
Svo mælti Blix tuttugu og
þriggja ára gamall í viðtali í
norska blaðinu Verdens Gang árið
1905, sem tekið var í tilefni að því
að hann var þá um það bil að slá í
gegn í París. Hann er því næst
spurður, hvort hann sé búinn að
koma sér upp þessari stöðu og
hann svarar bæði af hógværð og
sjálfsöryggi: „Ekki alveg, ennþá."
En hann átti eftir að ná á þenn-
an tind á næstu árum, einkum eft-
ir að hann hóf að teikna í eitt
þekktasta skoprit þessa tíma,
Simplicissimus, árið 1907, en það
var gefið út í Múnchen.
Eftir fimmtán ár fjarri heima-
slóðum hélt Blix aftur norður á
bóginn og bjó fyrst fáein ár í Ósló,
en settist síðan að í Kaupmanna-
höfn. I Noregi gaf hann út skop-
blaðið Exlex, en nafnið merkir
„utan laga“ og meðal þeirra sem
unnu við blaðið auk hans voru
mörg stórmenni andans, þeir
Georg Brandes, Knut Hamsun,
Martin Andersen Nexö, Johannes
V. Jensen og Sigurd Hoel.
En norræni markaðurinn
reyndist of lítill fyrir blað af þessu
tagi og Blix hóf að teikna fyrir
dagblöðin og þrjú skandinavísk
dagblöð birtu samtímis eftir hann
teikningar hans og texta, Dag-
bladet í Ósló, Berlingske Tidende í
Kaupmannahöfn og Göteborgs
Handels- og Sjöfartstidning, sem
þá var eitt áhrifamesta dagblað
sem gefið var út á Norðurlöndum.
Millistríðsárin voru Blix hrein-
asta gullnáma og eftirlætisefni-
viður hans voru svartstakkar og
brúnstakkar, Mússolíní og Hitler,
en þeir rauðu fengu líka sinn
skammt, Lenín og Stalín voru í
fastaliðinu. Efnið var óþrjótandi:
Stríðið í Eþíópíu, borgarastyrjöld-
in á Spáni, uppgangur nasismans,
afskiptaleysi Breta og Frakka.
Allt þetta varð Blix að yrkisefni í
myndum og beittum textum. Há-
stemmd mótmælaskeyti bárust til
utanríkisráðuneytanna í Dan-
mörku og Svíþjóð frá þýskum og
ítölskum stjórnvöldum. í Berlín
urðu myndir hans til þess að gerð
var húsleit hjá fréttaritara Berl-
ingske Tidende árið 1933 og
nokkrum árum síðar varð blaðið
að lofa danska utanríkisráðuneyt-
inu að framvegis yrðu ekki birtar
teikningar af „kóngi Ítalíu, Múss-
olíní eða Hitler".
Þetta minnkaði nokkuð mögu-
leika Blix, en þó tókst honum að
þyrla upp geigvænlegu moldroki í
ítölskum stjórnarskrifstofum með
teikningu af Haile Selassie
Eþíópíukeisara, þar sem hann
eggjaði sína menn til dáða með
orðunum: „Hver ykkar gæti lifað
Ragnvald Blix, 1932.
við þá skömm, að ítalir sigri nú í
orrustu í fyrsta sinn í sögunni."
Það var einkum ein skopteikn-
ing hans sem vakti reiði Hermans
Görings, en það var teikning af
Mússolíní, þar sem fasistaleiðtog-
anum voru lögð þessi orð í'munn:
„Ég get vel haft gaman af góðri
skopteikningu af sjálfum mér, en
Hitler, það er móðgum."
Göring greip til aðgerða. Hann
sendi harðort skeyti sem birtist í
Göteborgs Handels- og Sjöfarts-
tidning 8. febrúar 1933. í mörg ár
hékk það innrammað á ritstjórn-
arskrifstofunum.
Þegar Danmörk og Noregur
voru hertekin af Þjóðverjum, 9.
apríl 1940, var Blix í fríi í Noregi
og um leið og þessar fréttir bár-
ust, hraðaði hann sér yfir landa-
mærin til Svíþjóðar og vafalítið
bjargaði hann sér þar með frá um-
talsverðum óþægindum. Hann hóf
nú að teikna í Gautaborgarblaðið,
en í þetta sinn undir öðru nafni,
Stig Höök. í ljósi aðstæðna reynd-
ist stundum nauðsynlegt að taka
örlítið af broddinum úr textunum
sem Blix sendi með myndum sín-
um, því að öðrum kosti hefði blað-
ið hugsanlega verið bannað.
Nú hefur verið gefin út í Noregi
bók um þennan mikla norræna
listamann, til að minning hans
gleymist aldrei, minning manns-
ins sem beitti pennanum líkt og
sverði gegn harðstjórum samtíðar
sinnar.
SIB — þýtl og endur-
*agt úr A-Magasinet.
— Mamma, jólasveinninn er aö koma. — Þaö gerir ekkert til, hér er
ekkert meira að hafa. (1942.)
— Og svo fæ ég ekki einu sinni að skrifa sjaitur unair mmn «■„„)
dauðadóm. (1945.)