Morgunblaðið - 19.02.1983, Side 11

Morgunblaðið - 19.02.1983, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 „StíT komið á spjöld sögunnar — eftir Gunnar Stein Pálsson MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Gunnari Steini Pálssyni: „Takk fyrir myndarlega um- fjöllun um 100 ára afmæli Fram- tíðarinnar síðustu daga. Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að fléttast inn í þessi skrif en e.t.v. mistekist að gera mig skiljanlegan í viðtali sem við mig birtist. Þess vegna bið ég ykkur fyrir eftirfar- andi bragarbót: Ég rifjaði upp afsögn forvera míns í forsetastarfi en mistókst greinilega illilega að koma að öll- um þeim stíl og glæsileika sem einkenndi atburðinn. Hið sanna er að forveri minn hafði einkar skemmtilegt lag á að finna leiðir til þess að framkvæma hlutina með eftirminnilegri viðhöfn og af- sögn hans var á sama hátt þess eðlis að mikilvægt er að „stíllinn" haldi sér á spjöldum sögunnar. Er að því kom að honum þótti tími til kominn að láta af störfum lék hann meistaralega á annars skothelt kerfi við prentun atkvæðaseðla, laumaði þeim síðan af alkunnri kænsku í kjörkassann og er tryggt var að aldrei mundi upp komast sté hann í pontu af ómældum virðuleik, lýsti sig sek- an af „glæpnum", leiðrétti úrslit atkvæðagreiðslunnar og sagði af sér. Einmitt á þessari stundu náði litríkt forsetastarf hans hápunkti sínum, þéttsetinn fundarsalurinn varð agndofa af hrifningu en þrátt fyrir miklar fortölur stóð hinn ástsæli forseti harður á þeirri ákvörðun sinni að segja af sér frekari embættisstörfum. Glæsi- leikinn var í hámarki, forsetinn var ótvíræður sigurvegari, brellan var fullkomin og höfuðpaurinn ákvað það einn og sjálfur að nú skyldi leiknum hætt. I lokin langar mig svo að leið- rétta þann smávægilega misskiln- ing Morgunblaðsins að í ræðu- keppni fyrrverarldi forseta Fram- tíðarinnar hafi ég valið mér það hlutskipti að mæla fyrir dauða- refsingu. Svo kaldrifjaður verð ég 59 vonandi aldrei, en í ræðukeppni er dregið um fyrirfram ákveðið efni, sem helst öíl krefjast þess að menn tali þvert um hug sér. Og auðvitað gerði ég mitt allra besta til þess að sannfæra fundarmenn um ágæti dauðarefsingar — von- andi algjörlega án árangurs!" MetsöluUadá hverjum degil UM HELGINA — 1983 ÁRGERÐIRNAR OPIÐ: LAUGARDAG FRÁ KL. 10.00 -17.00 SUNNUDAG FRÁ KL. 13.00 -17.00 MITSUBISHI C0LT - LANCER F C0RDIA - TREDIA CALANT - SAPP0R0 Sýnum einnig TURBO-linuna frá MITSUBISHI ZwdSYNING ENCINN BÝÐUR MEIRA ÚRVAL 4WD - PAJERO 4WD - L 200 4WD - NÝR L 300 IhIheklahf JJJj Laugavegi 170 -172 Sími 212 40 .iJaM...*'_______________________ GENERAL^P ELECTRIC KENWOOD RAFTÆKJADEILD KENWOOD Fra Ki- * [ulHEKLA s *' " Laugavegi 170 -172 Sír VHF Sími 212 40 SÓLARLAMPAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.