Morgunblaðið - 19.02.1983, Side 15

Morgunblaðið - 19.02.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 63 Fjarvistir eru orðnar dragbítur á framleiðslu í mörgum verksmiðjum ... og orsök þessara fjarvista er nánast eingöngu ofneysla áfengis. — LESTIR Verkalýðurinn seilist sífellt tíðar til flöskunnar. var brugðið á það ráð að hegna mönnum fyrir fjarvistir af völdum drykkjuskapar. Hegn- ingin er fólgin í því, að fólk fær ekki kauphækkun í heilt ár, missir sæti sitt á biðlistum eft- ir íbúð eða bílskúr, fær ekki sumarleyfi né heldur fær það að skipta um starf, ef það æskir þess. Það er ekki einungis í at- vinnulífinu, þar sem harður áróður er rekinn fyrir bindindi. í bæjum og borgum starfa sér- stakir klúbbar bindindismanna, sem leitagt við að veita hver öðrum siðferðilegan stuðning. Erfitt er að meta, hver verð- ur árangur nýjustu herferðar- innar gegn drykkjuskap í Sov- étríkjunum. Þarna rekast á mismunandi hagsmunir ríkis- ins, því drjúgur hluti af tekjum þess kemur frá sölu á áfengi. Vestrænir sérfræðingar telja, að skattur á áfengi í Sovétríkj- unum færi stjórnvöldum ríf- lega 10% af ríkistekjunum og um það bil 4% af beinum og óbeinum sköttum, sem borgar- arnir greiði, séu vegna áfengis- kaupa. Líklega er erfitt að fá hinn almenna borgara í Sovétríkjun- um til að trúa því, hvílíka hættu áfengi getur haft í för með sér fyrir einstaklingana og þjóðina í heild. Öldum saman hafa Rússar hvorki getað glaðst eða hryggst almennilega nema áfengi hafi verið haft um hönd. En það sem vitað er um drykkju í Sovétríkjunum bend- ir eindregið til þess að áhyggjur af henni séu ekki út í bláinn. Ríkisstjórnin hefur engar tölur birt, sem draga má af raunhæf- ar ályktanir, en talið er að áfengisneyzla hafi tvöfaldast á árunum 1960—1976. - MARK FRANKLAND AUSCHWITZ-BIRKENAU: Árum saman runnu járnbrautar- vagnarnir gegnum þetta hlið. Þeir voru hver og einn troðfullir af konum, körlum og börnum sem nánast með tölu báru þama beinin. geta dregið andann örlítið leng- ur. Þegar líður á kvöldið mettast loftið í klúbbherberginu af reyknum af ódýrum sígarettum. Sumir eru háværir og æstir en aðrir tala í lágum hljóðum. í augum ókunnugra er klúbbur- inn líkastur elliheimili þar sem saman er komið lúið fólk, sem ekkert á eftir nema endurminn- inguna. Það er ennþá í Ausch- witz, sálin varð eftir þar þegar búðirnar féllu í hendur Rússa árið 1945. Þjóðverjar notuðu Wiacek sem tilraunadýr í „læknisfræði- legum tilgangi" og hann hefur verið spítalamatur meira eða minna allt frá stríðslokum. For- tíðin er honum allt, nútíðin skiptir litlu máli. Þess vegna hefur ólgan í pólsku þjóðlífi lítil áhrif á hann og félaga hans. Þeir eru sérstakir, eiga ekki samleið með öðrum. Það er rétt sem þeir segja, þeir hafa fengið að kynnast mannlegu eðli. „Ég get ekki stöðvað skálft- ann innan í mér,“ segir Jozef Wiacek. — ROGER BOYES HUNGURVOFAN Sulturinn gerir þau sljó og sinnulaus Er maður gengur um þorp í einhverju þróunarlandanna leitar ef til vill á hann sú hugsun, að fátæktin í heiminum sé ekki eins mikil og af er látið. Börnin bera yfirleitt ekki næringarskort- inn utan á sér, og allt er svo frið- sælt. En ekki er allt sem sýnist. Samkvæmt nýlegri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna (UNICEF) sligar nú ósýnilegur næringarskortur þjóðir þriðja heimsins. Skýrsl- an ber heitið „Ástand barna heimsins, 1982—1983“. Fyrstu merki þess að börn fái ekki nóg að borða eru þau, að þau hafa sáralitla orku, að því er segir í skýrslu UNICEF. Þar af leiðir að þau geta ekki leikið sér og athafnað sig á svipaðan hátt og heilbrigð börn um allan heim. Þegar barn situr tímunum saman hreyfingarlaust undir tré, getur það virzt fjarska eðlilegt. Hins vegar þjáist það venjulega af næringarskorti. Allan Berg, háttsettur ráð- gjafi í næringarfræðum við Al- þjóðabankann, segir eftirfar- andi: „Þegar börn eru vannærð, sljóvgast þau og athafnasemin dvínar. Afleiðingarnar eru þær að þau fara á mis við örvandi leiki og tækifæri til að draga lærdóma af reynslunni." Af hverjum 100 börnum þjást 15 af alvarlegum nær- ingarskorti, sem ekki verður vart í útliti þeirra. Aðeins 1% barna eru augljóslega van- nærð. Á árinu 1982 létust 15 milljónir barna í heiminum af völdum næringarskorts, og var það vitaskuld skelfilegra en SKJÁRINN Æ fleiri ítalir slökkva á ríkis- sjónvarpinu Ríkisútvarpið á Ítalíu (RAI) kvartar nú sáran yfir sam- keppni frá einkaaðilum, enda hefur nýleg könnun um sjónvarpsnotkun ítala leitt í Ijós, að stofnunin á mjög í vök að verjast. 600 sjónvarpsstöðv- ar í einkaeign eru starfræktar í land- inu, en fjórar einkastöðvar, sem ná til yztu endimarka landsins, hafa einkum reynzt RAI skeinuhættar. Fyrsta sjónvarpsstöðin í einka- eign hóf útsendingar með ólögleg- um hætti árið 1976, og náðu send- ingarnar aðeins til lítils hluta landsins. Hæstiréttur lagði bless- un sína yfir þessa starfsemi, er hann kvað upp þann dóm, að lög, er bönnuðu rekstur einkastöðva og sett voru 1975, brytu í bága við anda stjórnarskrár landsins. Eftir að dómur þessi var birtur, hafa sjónvarpsstöðvar sprottið upp eins og gorkúlur. RAI óttast einkum samkeppni frá stóru sjónvarpsstöðvuuum, sem senda út um landið allt, en þar er fremst í flokki hin öfluga rás 5 í Mílanó. Hún sendir út næstvinsælustu kvölddagskrána á Ítalíu, en á hana horfa að jafnaði 15 milljónir manna. Það er stærri hópur en sá er horfir að jafnaði á RAI 2. RAI 1 er ennþá vinsælasta sjón- NIDO Mjólkurduftið gerir illt verra. Það er einmitt dós af þessu óþurftarefni sem sú litla ber á höfðinu. nokkuð annað, sem átti sér stað á árinu. En þrátt fyrir allt virðist nú glampa á dálítinn vonarneista. James Grant, framkvæmdastjóri Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, telur að nú sé unnt að ná „skjótum og ótrúlegum" ár- angri í baráttunni gegn nær- ingarskorti og heilsuleysi barna. Grant segir að hægt sé að koma í veg fyrir helming dauðsfalla og bjarga a.m.k. lífi 20.000 daglega fyrir tilstuðlan dragbítur á ítalska ríkissjónvarpinu. varpsrásin á Italíu. Á síðasta ári hóf ríkissjónvarpið útsendingar á þriðju rásinni og var henni eink- um ætlað að mæta samkeppni frá auglýsingasjónvarpi víða út um landið. Þetta fyrirtæki heppnaðist þó ekki sem skyldi, því að varla horfir nokkur maður á útsend- ingar RAI 3. Velgengni einkastöðvanna virð- ist byggjast á þvi, að þær senda út efni, sem mikilla vinsælda nýtur. Það eru teiknimyndir á daginn, framhaldsþættir á borð við Dallas á kvöldin og einnig kvikmyndir, sem gerast því klámkenndari eftir því sem nær dregur miðnætti. Einkastöðvarnar hafa tekið nýrra uppgötvana gegn næringarskorti. Á ári hverju látast fimm milljónir barna vegna vökvat- aps er líkaminn verður fyrir af vöidum langvarandi niður- gangs. Nýleg uppgötvun hefur leitt í ljós, að unnt væri að bjarga lífi flestra þessara barna með því að gefa þeim blöndu af salti, sykri og vatni. UNICEF segir, að nota eigi allar leiðir allt frá kaupmann- inum á horninu og að sjúkra- húsum til að hafa á boðstólum þetta nýja meðal, svo að mæð- ur geti keypt það handa börn- um sínum á viðráðanlegu verði. Þá hafa uppgötvazt fyrir skömmu nýjar aðferðir til að geyma bóluefni. Ennfremur eru nú ónæmisaðgerðir orðnar handhægari en áður var. Fimm milljónir barna deyja árlega, af því að þau eru ekki sprautuð gegn sjúkdómum á borð við mislinga. Ónæmisaðgerð kost- ar oft innan við hundrað krón- ur. Milljón barnslífum væri unnt að bjarga á ári hverju, ef mæðrum væri gerð grein fyrir kostum brjóstamjólkur. í fá- tækum samfélögum hafa pela- börn látizt unnvörpum, því að þau eru látin nærast á mjólk- urdufti, sem blandað er meng- uðu vatni. Það hefur einnig reynzt ár- angursríkt að hvetja mæður til að hafa þyngdartöflur uppi á vegg heima hjá sér og fylgjast þannig með því, hvort börn þeirra þroskast eðlilega. Um það bil tvær milljónir mæðra í 150.000 þorpum í Indónesíu vigta börn sín á vogum á mark- aðstorgum og skrifa vigt þeirra inn á sérstakar þyngdartöflur. Sannað þykir, að þessar töflur hafi átt sinn þátt í, að dregið hefur úr næringarskorti á þessum slóðum. — JOHN MADELEY vænan spón úr aski RAI. Afnota- gjöld nema tveimur þriðju af tekj- um RAI, en afganginn fær það af auglýsingum. Á síðasta ári fengu einkastöðvarnar 6,5 milljarða króna í auglýsingatekjur, en RAI þriðjungi minna. Viðbrögð RAI við þessari sí- harðnandi samkeppni hafa m.a. verið barátta fyrir auknu athafna- frelsi. Það vill láta afnema ýmis lagafyrirmæli um starfsemina, fá leyfi til að hafa rýmri auglýs- ingatíma og til þess að fram- kvæma ýmsar aðrar veigamiklar breytingar á dagskránni. Starfsmönnum RAI er þannig mjög umhugað um að fá að losna við flutning á fræðsluefni ýmiss konar, sem getur engan veginn keppt við teiknimyndir, hvað varð- ar vinsældir. Ennfremur vill það losna við flutning á pólitísku efni og kappræðum, sem því er óheim- ilt að hafna, en fáir kæra sig um að fylgjast með. Samkeppni ríkissjónvarpsins og einkastöðvanna hefur reynzt öll- um aðilum dýrkeypt. Fyrir bragð- ið hafa erlendar kvikmyndir og þá einkum bandarískar stórhækkað i verði, ennfremur annað vinsælt dagskrárefni eins og t.d. íþrótta- viðburðir. Allir virðast vera á einu máli um, að einhvers konar löggjöf um starfrækslu útvarps og sjónvarps sé nauðsynleg. Menn geta þó ekki komið sér saman um, hvernig sú löggjöf ætti að vera í smáatriðum. — PETEKJAROCKI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.