Morgunblaðið - 19.02.1983, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.02.1983, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 65 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Þá er sá dýrðartími upprunn- inn, að hrogn liggja á bökkum fisksalanna og bíða eftir að vera keypt og matreidd. Um mat- reiðslu þeirra þarf kannski ekki að hafa mörg orð, bara setja þau í pott og sjóða, bera svo fram með soðnum kartöflum og smjöri. Og ekki má þá gleyma vænum lifrarbita. En það er með hrogn eins og annað góðgæti, að þau bjóða upp á fjölbreytni í matreiðslu, svo enginn þarf að vera þreyttur á þeim, þó þau séu höfð á borðum einu sinni eða tvisvar í viku þennan stutta tíma sem þau fást. Hrogn hafa þann mikla kost að þau bragðast jafn vel hvort sem er heit eða köld. Ef þau eru matreidd á annað borð er sjálf- sagt að hafa skammtinn rífleg- an svo þið eigið afgang í álegg eða í annan heitan rétt. Góða skemmtun! Ofnbökuð hrogn í stað þess að sjóða hrogn, er tilvalið að vefja þau í smurðan álpappír eða í smjörpappír, e.t.v. ásamt grænum jurtum og pipar, og baka. Þau þurfa um 1 klst. við 200°. Á þennan hátt verða hrognin bragðmikil og áferðin þétt, því engin bragðefni fara út í ónotað soð og vatn kemst hvergi að. Það er ekki hægt ann- að en að mæla mjög með þessari aðferð. Hrogn í bollur eða gratin Hrá eða soðin hrogn er hægt að nota í bollur. Það er hægt að hræra saman kartöflustöppu, hrognum, eggjum og kryddi, t.d. grænum jurtum, pipar og músk- atí. Blandan á að vera fremur föst í sér, svo auðvelt sé að eiga við hana. Bollurnar eru steiktar á pönnu, djúpsteiktar eða bak- aðar í ofni. Einnig er hægt að nota hrogn, hrá eða soðin, í gratin með fiski. Hrogn og hrísgrjón Hrogn og hrísgrjón fara ekki aðeins vel í munni og stuðla skemmtilega, heldur á þetta tvennt einkar vel saman. Hér kemur ein hugmynd. Sjóðið 4 dl af hýðishrísgrjón- um í álíka miklu af vatni. Látið suðuna koma upp fljótt og vel og lækkið þá hitann, svo vatnið malli rólega. Látið sjóða þannig undir loki í um 20 mín., eða þar til grjónin hafa sogið vatnið í sig og eru orðin hæfilega soðin, mjúk og þurr. Ef þau standa of lengi og festast við botninn, tak- ið þau þá af hitanum, dreypið um 2 msk af köldu vatni yfir og látið standa í nokkrar mín. Þá losna þau frá pottinum. Skerið 1—2 gulrætur í þunnar sneiðar og látið mýkjast í 1—2 HROGN ml af olíu eða smjöri. Skerið ein- ar soðnar hrognabrækur í bita og látið stikna með gulrótunum, svo hrognin hitni í gegn. Bætið hrísgrjónum í og e.t.v. meira af smjöri eða olíu, blandið 2—4 msk af söxuðum kapers saman við, látið allt hitna vel og berið fram. Það er tilvalið að nota meira af grænmeti eða aðrar tegundir. Paprika, sellerí, blaðlaukur, laukur, frystar baunir, hvítlauk- ur, allt sómir þetta sér vel í þessum rétti. Magnið hér að ofan ætti að metta 3—4. Reykt hrogn Við Miðjarðarhafið salta þeir, reykja og þurrka hrogn. Það eru einkum Grikkir og Tyrkir sem kunna vel að meta þetta hnoss- gæti. Hrogn kallast tarama á grísku og tyrknesku. Grikkir salta þau stundum og þurrka og kalla botargo. Það væri reyndar forvitnilegt að vita, hvort ekki var eitthvað gert af því áður fyFr að geyma hrogn, t.d. með því að salta þau eða herða. Það er afbragðs hugmynd að taka Miðjarðarhafsbúa sér til fyrirmyndar og reykja hrogn. Og það þarf ekki að vera flókin framkvæmd. í Veiðimanninum, og kanr.ski í fleiri sportvörubúð- um, hafa fengizt sænskir reyk- kassar, á stærð við skókassa. Þessir kassar eru sérstaklega hugsaðir til þess að hafa í pússi sínu í leiðangur að tæru fjalla- vatni, þar sem fiskur er veiddur og síðan reyktur í kassanum. En við þurfum ekki annað, núna á þessum árstíma, en að verða okkur úti um kassa, labba út í fiskbúð og festa fé okkar í hrognum. Eftirleikurinn er ein- faldur, þegar heim er komið, því ágætar leiðbeiningar fylgja kassanum og reykspænir eða sag. Og þó, það er aldrei neitt einfalt þegar þarf að nota spritt við matargerð. Það er nefnilega kynt undir kassanum með spritti, svo þið þurfið að finna þann sem er með minnst rautt nef í fjölskyldunni, láta hann taka nokkrar æfingar í sakleys- issvip, og senda síðan í apótek til að kaupa vænt sprittglas. Það er mælt með því að salta fiskinn, eða það sem þarf að reykja. Því má sleppa eða gera það mjög í hófi. Stráið gjarnan kryddjurtum í botninn með spónunum. Hrognin stikna varla í gegn við eina umferð í kassan- um. Annaðhvort er þá að reykja tvisvar eða að setja hrognin í 20—30 mín. inn í 200° heitan ofn. Hrognin eru sælgæti heit og ekki síðri köld. Þá 9—10 hrognlausu mánuði á ári er engin ástæða til að láta reykkassanum leiðast. Það er hægt að reykja bæði kjöt og fisk, t.d. kjúklinga og silung ... Hrognakæfa I Ef þið blandið saman 2 hlut- um af soðnum/ bökuðum/ reykt- um, köldum hrognum við tæp- lega 1 hluta af smjöri, þá eruð þið á góðri leið með að verða ykkur úti um eitt allra bezta álegg sem hægt er að hugsa sér. Piprið kæfuna og kryddið hana með múskati. Annað þarf ekki, sérstaklega ekki ef þið eruð með reykt hrogn. Hrognakæfa II í kæfuna hér að ofan getið þið blandað sítrónusafa, svo hann gefi frískandi keim. Saxað kap- ers sómir sér einkar vel í slíkri kæfu, einnig þurrkaðar, grænar kryddjurtir. Hrognakæfa III Auk þess að bragðbæta kæf- una eins og þegar hefur verið nefnt, þá gefa rækjur þessari kæfu eðalt bragð. Hafið þær heilar eða saxaðar. E.t.v. kýs einhver að nota þurrt hvítvín, þurrt sérrí eða þurrt, franskt vermút í stað sítrónusafa. Ekki má gleyma, að kæfan er ekki síður góð sem glæsilegur forréttur en álegg á brauð. Berið hana þá fram kalda í sneiðum. Hrognasalat Það er varla hægt að nefna tarama án þess að nefna taramasalata, en það er salat búið til úr reyktum og þurrkuð- um hrognum. Þá eru hrognin hrærð með ólífuolíu, hvítlauk, sítrónusafa og kryddi og bleytt brauð og síðan undið notað til að þykkja það. Við erum vanari að nota t.d. sýrðan rjóma í salöt og getum prófað okkur áfram með að hræra saman sýrðum rjóma og köldum hrognum, bragðbætt síðan eftir smekk og tilfinningu. Sósa meö heitum eða köldum hrognum Að síðustu fylgir svo upp- skrift að sósu úr sýrðum rjóma, sem hentar vel með heitum soðnum/ bökuðum/ reyktum hrognum eða með köldum hrognum, einum sér eða ofan á brauð, hrökkbrauð eða kex, t.d. ef þið hafið hrognarétt í forrétt. Sætsúrum, grænum tómötum er blandað saman við sýrðan rjóma og sósan krydduð með sinnepi og legi af sætu mango chutney (eða heilir bitar saxaðir í sósuna). í stað sætsúrra, grænna tómata er hægt að nota annað ámóta grænmeti, t.d. sætsúrar gúrkur. Legi af mango chutney má sleppa eða nota aðra kryddsósu í staðinn. Skammtur- inn er ríflegur fyrir 4. 2 dósir sýrður rjómi 4-5 sýrðir, grænir tómatar 1 msk sinnep, helzt franskt 1 tsk mango chutney-lögur 1. Saxið tómatana eða hakkið þá í kvörn. Blandið öllu saman og bragðbætið frekar eftir smekk, ef með þarf. Sellerírætur hafa fengizt und- anfarið, a.m.k. hjá Grænmetis- verzlun ríkisins. Ef þið hafið það gómsæti við höndina, þá rífið eða hakkið eins og Vs af rót sam- an við sósuna hér að ofan. Sell- erí er oftast frábær viðbót í flestan mat. Það er ekki hægt að skilja svo við sýrða rjómann, að ekki sé minnzt á og lofað hvað hann er orðinn miklu betri en áður var. Hann er nú mun þykkari og hæfir á allan hátt betur í matar- gerð og er frábær við suðu, t.d. í sósur. Einnig er það til bóta, að lokið á dósunum er hægt að nota áfram, ef ekki er tæmt úr dós- inni. Vonandi þarf ekki að brýna neinn að nota fremur sýrðan rjóma en olíusósu (majones) í hvers kyns kaldar sósur, ídýfur eða salöt og að nota hann í heit- ar sósur eða súpur bæði vegna bragðs og áferðar. Þannig má nota hann til að þykkja soð. Og í auglýsingum erum við rækilega minnt á, að fitan í honum er að- eins 18%. Hvernig sem á það er litið er sýrði rjóminn frábær vara, góður var hann en betri er hann núna ... LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN h.f. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI 85811 # Þorri kveður Þorrahlaðborð í sérflokki í Múlakaffi í kvoid eftir kl. 18.00. Gestum bjóðum við að borða baki brotnu fyrir kr. 170.- Hallarmúla. s

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.