Morgunblaðið - 19.02.1983, Qupperneq 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
■ ■ Grein og viðtal um ferð til Hollywood, Los Angeles í boði American Film Institute ■ ■
Skömmu eftir nýliðin áramót fóru
5 ungir íslendingar sem numið
hafa kvikmyndagerð eða eru í
kvikmyndagerðarnámi í Banda-
ríkjunum til Hollywood — Los Angeles í
tengslum við Scandinavia Today. Var
þetta skemmtileg för þar sem þau fengu
að sjá og reyna ýmislegt óvenjulegt. Hér
á eftir fer grein eftir Ola Örn Andreas-
sen og viðtal við Karl Óskarsson sem
voru með í förinni. Þeir fóru ekki alveg á
sömu slóðir og hafa því frá mismunandi
hlutum að segja þó frásögnin skarist að
einhverju leyti.
Hópurinn staddur í „The Academy of Motion Pictures Arts and Sciences“ og halda þau þarna á Óskars
verölaunastyttu. Taliö frá vinstri: Karl, Gústi, Edda, Björn og Óli örn.
Hjá þeim „stóru“
í Hollywood
EFTIR ÓLA ÖRN ANDREASSEN
Ég var nærri farinn ad örvænta um að ég myndi ná í tæka tíð til
Los Angeles. Boðið átti að hefjast í Hollywood þann 4. janúar hjá
Amerísku kvikmyndastofnuninni (The American Film Institute) og
það var nú ekki beint glæsilegt að hefja ferðina með því að mæta of
seint. Ég átti pantað flug til Chicago 2. janúar og þaðan áfram
morguninn eftir til Los Angeles, en vegna leiðindaveðurs á
meginlandi Evrópu varð ekkert af flugi til Chicago þann daginn. Það
var ekki fyrr en sólarhring síðar sem Flugleiðavélin lyfti sér upp í
myrkrið og kuldann og tók stefnuna í vestur . . .
Það var í október á síðasta ári
en boð bárust um það að Ameríska
kvikmyndastofnunin (AFI) í sam-
vinnu við bandarísku Scandinavia
today-nefndina, vildi bjóða fimm
íslenskum aðilum, þ.e. kvikmynda-
Kerðarnemum og kvikmynda-
gerðarmönnum ásamt 23 öðrum
frá hinum Norðurlöndunum til
Hollywood. Meginmarkmiðið var
að kynna fyrir okkur nám við
bandaríska kvikmyndagerðar-
skóla og þá aðallega hjá AFI. Til
þátttöku völdust af íslands hálfu
þau Björn Emilsson sem stundar
nám í kvikmyndagerð í Los Angel-
es, Edda Sverrisdóttir sem er við
nám í listaskóla í San Fransisco,
Agúst Baldursson sem er við nám
í kvikmyndagerð í New York, Karl
Óskarsson kvikmyndatökumaður
og svo undirritaður.
Við þrír síðastnefndir urðum
samferða vestur og það voru því
þrír þreyttir og slæptir íslend-
ingar sem mættu hjá AFI í Holly-
wood að morgni þess 4. janúar eft-
ir næstum samfellda ferð til
Kyrrahafsstrandarinnar. Björn og
Edda voru þegar mætt á staðinn.
Þessa vikuna var okkur ætlað að
fylgjast með og taka þátt í námi
kvikmyndagerðarnema við AFI.
Það var sól og sumarveður þennan
fyrsta morgun okkar þarna vestra
og 25° hiti og átti eftir að hlýna er
leið á vikuna. Þessi fyrsti dagur
okkar hófst með því að okkur var
sýnd mynd Fellinis “8 ¥2“ af
myndbandstæki. Sum atriðin voru
skoðuð aftur og aftur og var
myndin þannig brotin til mergjar.
Þessi kennslutækni var mikið not-
uð þarna og var þá um að ræða
bæði myndir eftir þekkta kvik-
myndaleikstjóra og svo nemend-
urna sjálfa. Annars kom það
nokkuð á óvart hversu mikil
áhersla er lögð á notkun mynd-
bandstækja í þeim skólum er við
kynntumst. T.d. eru eingöngu not-
uð myndbönd við upptökur á verk-
um nemenda við AFI fyrra árið af
tveggja ára námstíma.
Kennararnir við AFI eru ekki af
verri endanum — allir hafa þeir
hlotið eldskírn sína við störf í
kvikmyndagerð utan skólans og
vinna þeir flestir við kvikmynda-
iðnaðinn annaðhvort sjálfstætt
eða fyrir stóru kvikmyndafélögin
jafnhliða kennslunni og má þar
nefna nöfn eins og Robert Boyle,
Robert 0. Kaplan, Daniel Petrie,
Howard Schwartz og Robert Wise
svo einhverjir séu nefndir.
Þarna var hluti námsins að
horfa á nýlegar kvikmyndir og
síðan voru þær teknar og „krufn-
ar“. Oft kom þá einhver sem haföi
unnið að gerð myndarinnar t.d.
stjórnandi, kvikmyndatökumaður
eða leikari og tók þátt í umræðum
um myndina, tilurð hennar og
framkvæmdir við hana auk þess
sem viðkomandi fékk yfirleitt á
sig mikið magn af spurningum
sem hann reyndi að svara eftir
bestu getu.
Þessa vikuna bauðst okkur m.a.
aó sjá nýjustu mynd Costa
Gavras, „Missing". Eftir þá sýn-
ingu kom annar aðalleikari mynd-
arinnar Jack Lemmon til okkar og
ræddi við okkur og sat fyrir svör-
um. Jack Lemmon kom fyrir sjón-
ir sem alúðlegur, næmur og alþýð-
legur maður sem lagði sig allan
fram um að svara spurningum
okkar eftir bestu getu. Hann er
alltaf jafnmikill æringi þó svo að
árin færist yfir — hann varð 58
ára nú í febrúar, og hefur leikið í
rúmlega 40 kvikmyndum sem hafa
gefið honum tvo „Óskara“ og sjö
tilnefningar til þess sama. Hann
sagðist vera orðinn mjög vandlát-
ur á hvaða verk hann tæki að sér
og miklu máli skipti hver væri
leikstjóri að viðkomandi verki.
Hann hefði t.d. hafnað öllum
leiktilboðum í heilt ár til þess að
geta unnið að „The China Synd-
rorne". Fyrir leik sinn í þeirri
mynd var hann tilnefndur til
Óskarsverðlauna, ... „svo stund-
um borgar sig að bíða“, eins og
hann sagði. Jack Lemmon sagði
ennfremur varðandi „Missing", að
það að vinna að mynd sem þessari
gæti skaðað feril hans. Það sýndi
fjöldinn allur af lesendabréfum í
blöðum og tímaritum víðsvegar
um landið ... og átti hann þá við
hin neikvæðu skrif, þar sem hann
var jafnvel ásakaður um föður-
landssvik og kommúnisma og
hann gæti alveg eins flutt til
Rússlands o.s.frv. ... „en ég tel
ekki að sá skaði vegi nærri eins
þungt eins og það að vita að ég sé
að vinna að einhverju sem ég tel
að sé geysilega þess virði ..."
Þessir tveir tímar sem okkur voru
ætlaðir með Jack Lemmon voru
fljótir að líða og eftir þriggja
stunda samveru kvaddi þessi
ágætis maður okkur.
Þessa vikuna voru tímar í gerð
kvikmyndahandrits og leikstjórn,
auk þess sem á hverjum morgni
voru myndbandsupptökur nem-
enda skoðaðar og þótti okkur nú
svona og svona um árangurinn.
Kennarinn var ekkert að skafa
utan af hlutunum ef honum sýnd-
ist svo og vakti það athygli mína
að viðkomandi leikstjóra var ekki
ætlað að svara fyrir sig né heldur
að útskýra myndefnið. En menn
reyndu auðvitað að gera sitt besta,
því að það er dæmt eftir árangri
fyrra árs hvort nemandi heldur
áfram síðara árið eður ei. Þó þótti
okkur dálítið súrt í broti að fá ekki
tækifæri til að fylgjast með nem-
endum í verklegum fögum en það
var ekki á dagskránni að þessu
sinni.
Okkur hafði verið tjáð áður en
við fórum í þessa ferð að við
myndum hitta þá félaga Steven
Spielberg („E.T.") og George Luc-
as („Star Wars“) ef af einhverjum
orsökum sem ég kann ekki skýr-
ingu á þá varð ekkert úr því.
Hinsvegar hittum við aðra góða
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Þar snýst
allt um
peninga
RÆTT VIÐ KARL ÓSKARSSON
Þad hlýtur að vera mikil upplifun fyrir ungt
kvikmyndagerðarfólk að fá að skyggnast inn
í hinn undraverða heim kvikmyndanna í
Hollywood - Los Angeles, þessari
þungamiðju kvikmyndaiðnaðarins, þar sem
að allt getur gerst og ekkert er ómögulegt.
Við ræddum við Karl Óskarsson
er heim kom um það sem á daga
hans hafði drifið og það helsta,
sem hafði vakið athygli hans.
„Við bjuggum öll á hóteli rétt
hjá Sunset Boulevard (sem er að-
algatan í Hollywood) og áttum við
margar góðar stundir saman,“
segir Karl í upphafi frásagnar
sinnar.
„Fyrstu vikuna kynntumst við
American Film Institute (AFI),
sem er líklega einn af bestu
kvikmyndaskólum í heimi. Skól-
inn er staðsettur í hæðum Holly-
wood. Var okkur skipað í bekk í
skólanum og hlýddum þar á fyrir-
lestra, sem sumir voru skipulagðir
sérstaklega vegna veru okkar þar.
Meðal þeirra, sem ræddu við
okkur, var leikarinn Jack Lemm-
on, en áður en hann hóf máls, þá
horfðum við á sýningu kvikmynd-
arinnar „Missing“, sem hann leik-
ur í ásamt Sissy Spacek og nú er
verið að sýna á kvikmyndahátíð-
inni hér.“
Hvernig leist þér á Jack Lemm-
on?
„Hann er afar alþýðlegur og
skemmtilegur maður og virtist
leggja sig fram um að svara
spurningum okkar á einlægan og
persónulegan hátt:
Meðal þess sem bar á góma voru
samskipti hans, sem leikari, við
leikstjóra. Kvaðst hann leggja
mikla forvinnu í hlutverk sín og
vinna mjög náið að þeirri vinnu
með leikstjóranum og kom það
fram, að hann velur mjög vand-
lega hlutverk sín og þá leikstjóra
sem hann vinnur síðan með. Þá
lýsti hann því hve erfitt það gæti
verið fyrir leikara að skipta um
ímynd og tók sjálfan sig sem
dæmi um það. Hann hefði verið
þekktur sem grínleikari og síðan
farið út í alvarleg hlutverk og
hefði hluti kvikmyndahúsagesta
átt erfitt með að taka honum sem
slíkum. Broti af viðræðum okkar
við Jack var sjónvarpað af CBS í
stuttri kynningu á heimsókn
okkar.
Annar minnisstæður maður,
sem þarna hélt fyrirlestur var
Walter Murch. Hann fékk óskars-
verðlaun fyrir hljóð í kvikmynd
Francis Coppola, „Apocalypse
Now“. Hann ræddi meðal annars
um framtíð kvikmyndanna og þá
hröðu þróun, sem nú á sér stað
varðandi myndbönd, kapalsjón-
varp og myndplötur. Sagði hann,
að sú kynslóð, sem fæddist á árun-
um 1946—56 og væri nú óðum að
stofna fjölskyldur og gegndi nú
þegar ýmsum lykilstöðum í
bandarísku þjóðfélagi, væri sá
hópur, sem fjárfesti langmest í
hinum nýja tæknibúnaði, og ætti
þar af leiðandi eftir að hafa áhrif
á gerð og inntak þeirra kvikmynda
sem framleiddar yrðu í nánustu
framtíð. Tæknibyltingin færði
kvikmyndunum þannig nýjan
áhorfendahóp.
Walter sagðist einnig sjá fyrir
sér sjónvarpsskerma, sem myndu
þekja heila stofuveggi framtíðar-
heimilisins og fleiri myndræna
möguleika. Þá yrði jafnvel hægt
að vera áskrifandi að ákveðnu út-
sýni, það er að segja að sjónvarpað
yrði beint frá kvikmyndavél í
kyrrstöðu og beint til dæmis að
ákveðnu götuhorni í New York eða
fallegu útsýni í svissnesku Ölpun-
um. Þannig gæti fólk verið í nán-
um tengslum við það sem er að
gerast einmitt á þessari stundu,
alveg eins og það væri að horfa út
um gluggann heima hjá sér, þrátt
fyrir mikla fjarlægð frá hinu
raunverulega myndefni. Kvað
hann þetta ætti eftir að skapa ný
viðhorf til kvikmyndagerðar, bein-
ar útsendingar kæmu til með að
veita nýja möguleika og umfang
og kostnaður tækjanna ættu eftir
að gera það mögulegt fyrir al-