Morgunblaðið - 19.02.1983, Page 21

Morgunblaðið - 19.02.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 69 Vélhestur, sem notaður var til að auövelda kvikmyndatöku. Ástand Þetta hús stóð í björtu báli, en þegar betur hans er dæmi um breytta tíma í Hollywood — vestrinn er ekki lengur í var aö gáð, þá reyndist eldurinn koma úr til tísku. þess gerðum ofnum á bakhlið þessarar leikmyndar. „Háaloftiö" hjá þeim í Universal samanstóð m.a. af þessum margvís- Walter Hill, leikstjóri. legu flugvélahlutum, fallbyssum og kastala. Þvotturinn, úti á snúrunum, sem bærðist ekki hversu mikið sem hann blés. Óli Örn Andreassen (greinarhöfundur) kvikmyndagerðarmaður. Sviðsmynd úr „Ókindinni“. menning að tjá sig með kvik- myndavélinni. Hinn þekkti kvikmyndatöku- maður Lazlo Kovacs ræddi svo við okkur um ýmis tæknileg atriði og uppljóstraði atvinnuleyndar- málum, eftir að við höfðum horft á kvikmynd hans, „The Legend of Lone Ranger". Nýjasta myndin, sem hann hefur unnið að, heitir „Frances" með Jessicu Lange í að- alhlutverki og hefur hún hlotið mjög góða dóma. Hann hefur gert fleiri góðar myndir eins og „Easy Rider" og „New York, New York“, svo einhverjar séu nefndar, en hann er talinn einn af fimm bestu kvikmyndatökumönnum í USA. Hann er Ungverji að uppruna og hefur dvalið 15 ár í Bandaríkjun- um. Kovacs sagði okkur, að það hefði tekið sig 10 ár að vinna sig upp til núverandi metorða. Hann kynnti okkur fyrir ungum landa sínum, Koltaj að nafni, sem einnig er kvikmyndatökumaður, en sá kvikmyndaði „Mephisto", sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta erlenda kvikmyndin árið 1982. Það var gaman að kynnast Koltaj, sem nú er að vinna sig upp í þessum harða heimi og það var ekki laust við að maður hugsaði með sér, hvers vegna ætti ég ekki að geta þetta eins og hann?“ — Þetta seg- ir Karl sposkur á svip, eins og hann trúi þessu ekki alveg sjálfur, en hvað getur ekki gerst? En áfram með ferðasöguna. Eft- ir að hafa kynnst AFI var komið að kynningu á kvikmyndadeild UCLA, en þessir tveir skólar eru helstu útungunarstöðvar fyrir nýtt kvikmyndagerðarfólk í Bandaríkjunum. I UCLA var hópnum sýnd öll aðstaða og veitt innsýn í verk nemendanna. Við spurðum Karl að því, hvernig hon- um hefði litist á þessa tvo skóla. „Aðstaða er öll mjög góð og kennarar fyrsta flokks. En það sem ég var óánægður með hvað varðar kennsluna er hversu mikið nemendurnir eru látnir vinna með myndbönd en lítið með filmu. En filman reynir öðruvísi á kvik- myndagerðarmanninn, forvinnan þarf að vera nákvæmari og er þvi þroskavænlegt að vinna með filmu í stað myndbanda, sem alltaf er hægt að taka ofaní, ef eitthvað mistekst. Að þegar skuli vera far- ið að nota myndbönd svona mikið í skólum flýtir þróuninni, sem endar að sjálfsögðu með því, að við notum myndbönd eingöngu. Ég hef ekkert á móti myndböndum en eins og málin líta út nú, þá á myndbandið eftir tíu ára þróun til að ná gæðum filmunnar og það er sá aðlögunartími sem við þurfum, til að fara á milli þessara kerfa. Ég get þess vcgna ekki séð annað en að fjöldi bandarískra nemenda í kvikmyndagerð sé notaður sem ótímabær tilraunadýr í þessari þróun.“ Áður en lagt var upp í Holly- wood-förina, var hópnum sagt að taka með sér kvikmynd, sem þau höfðu unnið að en sýningarlengd hennar mátti ekki vera meira en 10 mínútur. „Ég tók með mér aug- lýsingamynd, sem ég gerði nýlega, en sá svo eftir að hafa ekki tekið kvikmyndina „Okkar á milli“, því Danirnir voru til dæmis með svo langa kvikmynd í pússi sínu,“ seg- ir Karl. En önnur mynd, sem hann hefur lokið töku á verður frum- sýnd í mars en það er kvikmyndin „Á hjara veraldar". Karl heldur áfram: „Þarna gafst tækifæri til að bera saman gæði kvikmynda frá hinum ýmsu kvikmyndaskólum á Norðurlönd- um. Ég átti von á betri árangri hjá þeim sem höfðu lært í „Drama- tiska Institutet" í Stokkhólmi, því sá skóli hefur verið talinn sá besti SJÁ NÆSTU SÍÐU Tveir frægír kvikmyndatökumenn: Laazlo Kovacs (t.v.) og Howard Schwartz. Hákarlinn kemur öslandi og um leiö hrikti í bílnum okkar og hann seig niöur undir vatnsboröiö, svo sumum varö ekki um sel!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.