Morgunblaðið - 19.02.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
75
Leifur Blumenstcin fyrir framan Iönaðarmannahúsið og Búnaðarfélagshúsiö
við Tjörnina, sem nú er að Ijúka viðgerð á. Húsin eru friðlýst með B-friðun.
Nú þegar pallarnir hafa verið teknir af húsunum sést hve falleg þau eru eftir
viðgerðina. i.jpsm. ói.K.Mag.
unum 1968—69. Annað hús við
Tjörnina, hús Sigurðar Briem
póstmeistara í Tjarnargötu 20, var
næst á dagskrá. Endurbyggt utan
og innan. Borgin hafði keypt þetta
hús 1971 og fóru viðgerðirnar
fram á árunum 1973—74. Um
sama leyti var tekið alveg í gegn
að utan húsið á Fríkirkjuvegi 11,
sem borgarsjóður hafði keypt 1963
af templurum og hafði staðið til
að þar yrði byggt Seðlabankahús.
Thor Jensen lét reisa þetta glæsi-
lega hús 1908 ásamt veglegum úti-
húsum og fékk Einar Erlendsson
til að gera teikningar að því að
sinni fyrirsögn. Þetta var glæsi-
legt hús með 16 herbergjum, eld-
húsi, búri og tveimur snyrtiher-
bergjum. Seinna endurbyggðum
við svo listihúsið í garðinum, sem
var illa fárið.
Samfelld verkþekking
— Viðgerðirnar á Fríkirkjuvegi
11 önnuðust feðgarnir Böðvar
Bjarnason og sonur hans Böðvar
byggingarmeistari, heldur Leifur
áfram. Og það skemmtilega er,
sem kom sér ákaflega vel þegar
þurfti að láta allt halda sér eins og
það hafði verið, að Böðvar Bjarna-
son lærði hjá Þorláki ófeigssyni,
sem hafði unnið við hús hjá bygg-
ingarmeistaranum Steingrími
Guðmundssyni þegar það var
byggt. Þeir kunnu því handtökin
eins og þau höfðu verið. En Bjarni
Böðvarsson, bróðir Böðvars, sem
er verktaki hér í borginni, hefur
sérhæft sig í svona endurbyggingu
gamalla húsa og er alfarið við það.
Hefur m.a. unnið fyrir Þjóðminja-
safnið. Hann hefur tekið ýmis
þessara verkefna fyrir borgina
samkvæmt verksamningi. Það er
einmitt hann sem nú er að vinna
við húsin í Lækjargötu 14A og B.
Þetta er auðvitað alveg ómetan-
legt að hafa svona samhengi i
verkkunnáttu.
— Hefur hann tekið turninn
líka?
— Nei, turninn er endurbyggð-
ur af trésmið borgarinnar. Magn-
ús Björnsson trésmiður hefur
endurbyggt alla turnana okkar
þrjá. Söluturninn á Lækjartorgi,
Listihús Thors Jensen og Turninn
á Iðnaðarmannahúsinu. Og vegna
þess að þú hafðir orð á því að hann
væri nú búinn að fá nýja kopar-
klæðningu, þá er rétt að geta þess
að turninn var upphaflega með
galvaníseruðu blikki, en til þess að
ekki yrði að endurnýja þetta á
20—30 ára fresti, lagði ég til og
fékk leyfi hjá húsafriðunarnefnd
til að koparklæða turninn og einn-
ig að hafa kórónuna ofan á honum
úr kopar. Hann er alveg eins og
hann var, nema hvað skipt er um
málm.
— Liggur ekki mikil vinna í
heimildasöfnun um það hvernig
húsin hafa verið uprunalega, til að
vita hvort einhverju hefur verið
breytt?
— Jú, þegar mörg af þessum
húsum borgarinnar voru að henn-
ar beiðni friðlýst með B-friðun 25.
apríl 1978, þá höfðum við alltaf
unnið að viðgerðum í þeim anda
og í samvinnu við húsafriðunar-
nefnd og héldum þvi að sjálfsögðu
áfram. A árunum 1976—77 var ha-
ldið áfram og þá tekið fyrir húsið i
Tjarnargötu 33, núverandi Tjarn-
arborg. Það teiknaði Rögnvaldur
Ólafsson arkitekt fyrir Hannes
Hafstein árið 1908. Og í framhaldi
af því verki var skipt um járn á
Gamla barnaskólahúsinu og yfir-
farinn gluggaumbúnaður og
gluggar. Þetta hús er frá 1898 og
suðurálman frá 1907. Þess má geta
að ekki bar á fúaskemmdum nema
undir einum glugga á suðurhlið.
Um leið var viðgerðin á Söluturn-
inum í gangi. Nú og 1979 til 1981
fóru fram viðgerðir á húsinu á
Njálsgötu 9, sem ég kom lítið
nærri, og utanhússlagfæringar á
Tjarnargötu 11, sem ekki er að
vísu friðlýst hús. Þetta er tveggja
íbúða timburhús frá 1906, sem
Eiríkur Bjarnason járnsmiður
byggði, en borgin eignaðist á ár-
unum 1952—59. Svalir voru m.a.
endurbyggðar á þetta hús. Þá tóku
við Lækjargötuhúsin 1980, eins og
við vorum að tala um. En auk
þessara húsa, sem eru í sérflokki,
hafa verið tekin til viðgerðar hjá
borginni og endurnýjunar önnur
hús og yngri, sem eru fínar bygg-
ingar þótt þau falli ekki í sama
flokk. Má þar nefna Gasstöðvar-
stjórahúsið við Hverfisgötu 115,
sem er aldamótahús og svo hús
Jóns Ásbjörnssonar á Ásvallagötu
14, og húsið á Sólvallagötu 10 frá
1930, en þessi hús eru öll í eigu og
notkun Reykjavíkurborgar.
Lækjargötuhúsin
frá 1906
— í öllum þessum húsum er
tekið mjög mið af upphaflegri
gerð þeirra, þótt ekki sé það að
innan látið koma niður á notagildi
þeirra við nútímaaðstæður, heldur
Leifur áfram. Þegar um elstu hús-
in er að ræða, eins og t.d. Búnað-
arfélagshúsið og Iðnaðarmanna-
húsið í Lækjargötu, byrjar maður
á því að leita allra tiltækra heim-
ilda um uppruna þeirra og gerð.
Byrjar í Skjalasafni Reykjavíkur,
þar sem er m.a. að finna afrit af
bókum byggingarnefndar Reykja-
víkur og brunavirðingar, sem eru
mjög góðar heimilidir. Fundar-
gerðir Iðnaðarmannafélagsins frá
þessum tíma eru til og góðar
heimildir, og ég hefi farið yfir þær
allar. Svo er oft upplýsingar og
lýsingar að fá í ævisögum. I þessu
tilfelli fann ég upplýsingar í bók-
inni „Smiður í þremur löndum"
eftir Finn Thorlacius og í bókum
Árna Óla. Og gamlar myndir eru
vitanlega mjög gagnlegar. Vil ég
nota tækifærið til að hvetja fólk,
sem veit eitthvað um þessi hús
sem við erum að gera upp og kynni
að eiga gamlar myndir, að setja
sig í samband við mig, og eins ef
upplýsingar eru til um hvaða
iðnmeistarar byggðu þau.
— Og hvers hefurðu orðið vís-
ari um húsin í Lækjargötu 14?
— Þessi hús eru bæði byggð
1906, annað af Iðnaðarmannafé-
lagi Reykjavíkur og hitt af Búnað-
arfélaginu. í heimildum eru til-
greindir tveir höfundar. Árni Óla
segir að höfundur sé Rögnvaldur
Ólafsson arkitekt. En Finnur
Thorlacius, sem var lærlingur hjá
Einari J. Pálssyni trésmíðameist-
ara Iðnaðarmannahússins, segir f
minningum sínum að Einar hafi
teiknað það. Hefur hann óneitan-
lega verið í beinni snertingu við
það, þar sem hann vann við húsið.
Sami maður hefur teiknað bæði
húsin, en trésmíðameistari Búnað-
arfélagshússins var Steingrímur
Guðmundsson. f byggingarnefnd
hússins var á sínum tíma alltaf
verið að fara yfir teikningar og er
það bókað, en höfundurinn er
hvergi nefndur. Ekki þótt taka
því. Allir hafa vitað hver hafði
gert framlagðar teikningarnar.
En bæði Rögnvaldur ólafsson
arkitekt og Jón Þorláksson verk-
fræðingur voru í nefndinni. Af
húsinu hefi ég haft mjög góðar
myndir og veit því hvernig það var
að ytra útliti. Þessi hús áttu að
rýma fyrir áformuðu nýju ráðhúsi
við Tjarnarendann og keypti borg-
in þau á árinu 1965 að undanskil-
inni baðstofu Iðnaðarmanna í
þeirra húsi. Húsin voru því um
árabil látin drabbast niður, þar
sem þau áttu að hverfa. Og þegar
byrjað var á endurbyggingu þeirra
utanhúss á árinu 1980 reyndust
vera miklar fúaskemmdir í turni
og fyrir neðan turnbygginguna.
Eins var vesturhlið Búnaðarfé-
tagshussins mikið skemmd af fúa
og bakstigahús var svo til ónýtt,
en suður-, austur- og norðurhliðar
voru alveg óskemmdar undir
bárujárninu og í þaki voru lítilleg-
ar fúaskemmdir við brunagafl. Að
þessu hefur svo verið unnið og á að
ljúka því í sumar. Steinbygging
hefur verið sett milli Iðnó og Iðn-
aðarmannahússins, og á að rífa
hana. Engin ákvörðun hefur verið
tekin um hvað eigi að gera mikið
við húsin að innan. í húsunum eru
nú leigjendur, Leikfélag Reykja-
TÖLVUFRÆÐSLA
Grunnnámskeið
um tölvur
Tilgangur námskeiösins er að gefa þátttakendum innsýn í
hvernig tölvur vinna, hvaöa mögule'ka þær hafa og hvernig
þær eru notaöar.
— Grundvallarhugtök í tölvufræöum.
— Stutt ágriþ af sögu tölvuþróunar-
innar.
— Lýsing helstu tækja sem notuö eru i
dag.
— Hugbúnaður og vélbúnaður.
— BASIC og önnur forritunarmál.
— Notendaforrit: Kostir og gallar.
— Æfingar á tölvuútstöövar og smá-
tölvur.
— Kynning á notendaforritum fyrir rit-
vinnslu og áætlanagerö.
LMðbviMndur:
Staöur Tölvufræðsla SFÍ,
Ármúla 36.
Tíml 7.—10. mars
kl. 13.30—17.30.
Ath.: Fræðslusjóður Verslunarmannafé-
lags Reykjavíkur greiöir þátttökugjald
fyrir félagsmenn sína á þessu námskeiði
og skal sækja um þaö til skrifstofu VR.
Þátttaka tilkynnist til
lagsins í síma 82930.
Stjórnunarfé-
A STJÚRNUNARFÉLAG
ISLANDS
SIÐUMULA 23 SIMI 82930
ERLENT NAMSKEIÐ
Markaös- og sölustjórnun
Tilgangur námskeiösins er aö gera grein fyrir helstu verk-
efnum viö markaös- og sölustjórnun i fyrirtækjum og
hvernig vinna má skipulega aö markaösmálum. Stefnt er aö
því aö þátttakendur geti tileinkaö sér helstu hugtök í mark-
aðsstjórnun og sjái dæmi um hvernig virk sölustjórnun skil-
ar góðum árangri.
Efni: Á námskeiöinu veröur m.a. farið
yfir eftirfarandi:
— Grundvallarþættir markaösstjórnunar.
— Skipulagning sölustarfseminnar.
— Persónuleg sölumennska í Ijósi
nýrra sjónarmiöa í markaösmálum.
— Mótun markaðsáætlunar.
— Raunverkefni og hópæfingar.
— Ný viöhorf í markaösmálum.
Þátttakendur: Námskeiö þetta er eink-
um ætlaö sölustjórum og þeim aöilum
sem ábyrgö bera á undirbúningi og
framkvæmd markaösmála í fyrirtækjum.
Johannet Bredal
cand. jur.
Leiðbeinendur: oie Hvidt Jenten, H.O.
Johannes Bredal cand. jur. Hann hefur starfaö viö inn-
kaupa- og sölustjórnun í ýmsum dönskum fyrirtækjum,
stjórnaö námskeiöahaldi fyrir danska iðnrekendafélagiö og
vinnumálasambandiö og rekur nú eigin ráögjafaþjónustu
ásamt Ole Hvidt Jensen.
Ole Hvidt Jensen H.D. Hann hefur starfaö viö markaðs-
stjórnun bæöi í stórum og smáum fyrirtækjum, og á árunum
1967—1979 sá hann um námskeiöahald í markaösmálum
fyrir danska iönrekendafélagiö og danska vinnuveitenda-
sambandiö. Hann rekur nú eigin ráögjafaþjónustu ásamt
Johannes Bredal.
Námskeiöiö fer fram á dönsku.
STAÐUR OG TÍMI:
Kristalssalur Hótels Loftleiöa 7. og 8. mars
kl. 08:30—16.30.
Þátttaka tilkynnist til
lagsins í síma 82930.
Stjórnunarfé-
A STJÓRNUNARFÉLAG
ISLANDS
SIÐUMULA 23 SÍMI 82930
vikur
Leiklistarskólinn í Búnaðarfélags- húsinu, og ekki vitað hvenær Reykjavíkurborg tekur húsin til eigin nota. En það hefur verið
SJÁ NÆSTU SÍÐU Áskriftarsíminn cr 83033