Morgunblaðið - 19.02.1983, Síða 28

Morgunblaðið - 19.02.1983, Síða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983 Húsið í Tjarnargötu 20 hefur verið gert upp utan og innan og eru þar nú til húsa sálfræðideild skóla og íþróttafulltrúi borgarinnar. Löngu áður en viðgerð fór fram var búið að afleggja veggsvalir og útganginn í garðinn, eins og sjá má á þessari gömlu mynd. HUSGAGNA Höfði, sem nú er risnuhús Reykjavíkurborgar, var fyrsta gamla húsið sem borgin lét gera upp, á árinu 1968. Húsið kom hingað tilbúið frá Noregi 1909. mjög vel og myndarlega gert við húsin að utan, og vona ég að borg- arbúar séu ánægðir með þær við- gerðir sem fram hafa farið á hús- unum. — Er ekki erfitt að fá efnivið til að gera svona gömul hús upp eins og þau voru? — Nei, nei, þetta hefur mikið breyst. Þegar ég byrjaði á þessu var minna á markaðinum af slíku efni, en nú er þetta nánast mark- aðsvara hjá vissum fyrirtækjum. Eftirspurnin hefur vaxið svo mik- ið. Ég hefi ekki lent í neinum erf- iðleikum. Þó komið fyrir að ég hefi þurft að panta hluti erlendis frá í einstöku tilfellum. Til viðgerða utanhúss þarf mest við og báru- járn. En gæðunum hefur hrakað mikið. Járnið er nú valsað hér inn- anlands og völsun er ekki góð. Viðhorfin til þess að halda við gömlum húsum hafa breytzt svo mikið á þessum áratug. Orðinn al- mennur áhugi á því, sem gerir allt miklu auðveldara. Myndum er til dæmis haldið til haga. Þegar við vorum að byrja á endurbyggingu og viðgerð húsanna fyrir Reykja- víkurborg, sem var þarna í farar- broddi, þá var stundum verið að finna að því að fé væri eytt í slíkt. En þess háttar heyrist vart leng- ur. Til dæmis hefir enginn gagn- rýnt endurbygginguna á turninum á Iðnskólanum. Slíkir turnar eru mjög fáir hér á landi, nema helzt í kirkjum og fengur að halda í þá. Næst Grjótagata 4 — Hvað tekur svo við? Eruð þið farnir að undirbúa næstu verkefni á þessu sviði? — Það er verið að undirbúa endurbyggingu hússins í Grjóta- götu 4 og verður ráðizt í það verk með vorinu. Það hús átti mynd- skurðarmaðurinn Stefán Eiríks- son hinn oddhagi. Það er frá 1896, en Reykjavíkurborg keypti það 1973. Öll þessi viðgerðarverk eru unnin á vegum byggingadeildar borgarverkfræðings. Þar er gerð úttekt á húsunum, settar fram til- lögur um endurbyggingu og gerðar kostnaðaráætlanir um endurbygg- ingu hússins. Deildin hefur gert slíka áætlun um Bjarnaborg, en ekki hefur verið tekin afstaða til framkvæmda enn. Einnig hefur verið gerð kostnaðaráætlun um viðgerð á Franska spítalanum gamla við Lindargötu. Námsstefnur um við- hald og endurbyggingu Loks barst talið að vaxandi áhuga á því að vernda og halda við gömlum byggingum, sem m.a. kemur fram í áhuga á að fræðast um hvernig standa megi að verki. Leifur segir frá tveimur nám- skeiðum hjá Námsflokkum Hafn- arfjarðar, þar sem hann flutti er- indi ásamt fleirum og var mikil aðsókn að þeim. í fyrravetur efndi Trésmiðafélag Reykjavíkur líka til 30 tíma námskeiðs um endurbygg- ingu gamalla húsa. Var það á veg- um Fræðslumiðstöðvar iðnaðarins og sóttu það 25—30 manns. Og nú í vetur hafa verið haldnar á vegum Byggingaþjónustunnar og Fræðslumiðstöðvar iðnaðarins tvær námsstefnur og ráðgerðar fleiri úti um land. Fyrri náms- stefnan um viðhald og endurbygg- ingu gamalla húsa var í nóvember sl. á Akureyri og sú síðari í des- ember í Reykjavík. Flutti Leifur þar fjóra fyrirlestra og sýndi myndir. Fjallaði um: Timburhús- ið, járnvarið timburhús, viðbótar- einangrun, endurbyggingu gam- alla húsa í eigu Reykjavíkurborg- ar og var vettvangskönnun í sam- bandi við það. Hafa námsstefn- urnar verið vel sóttar af eigendum og fulltrúum þeirra, tækni- mönnum, bæjarfulltrúum, iðnað- armönnum og áhugafólki og staðið í tvo daga. Stendur til að sams- konar námsstefnur verði haldnar í Stykkishólmi, Keflavík, Egils- stöðum og ísafirði, og endurtekin námsstefnan í Reykjavík. Virðast því að mestu að baki deilur um hvort varðveizla og viðhald gamalla húsa sé æskileg og áhuginn beinist nú að því hvernig það verði bezt gert. Málið komið í eðlilegan og hávaðalausan farveg. IDAG Smiðjuvegi 6 - Sími 44544 Tölvusímar Tíu númera minni (16 stafa). Endurhringir síöasta númer sjálfvirkt ef þaö er á tali. Biötakki o.s.frv. Sjón er sögu ríkari. Verð frá kr. 1.773. VERSLIÐ I SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.