Morgunblaðið - 19.02.1983, Qupperneq 36
84
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
___________________________________________« IMZ UniHfMl Pr«»» StlUIMH
y, JaItu penr\cxy\ samcx lit i dökkbrónu ?"
Ast er ...
22.
o
.. aðfá daglegan skammt.
TM Rea U.S. Pat. Otf.-all riflhts reserved
©19Q3 Los Angetae Times Syndicate
Ilrengur minn við verftum að gcra
svo margt í lífinu sem okkur mis-
líkar en kysstu nú hana frænku!
Með
morgunkaffinu
Ég gerðist sjómaður vegna þess
hve leiður ég var orðin á máln-
ingarvinnunni.
HÖGNI HREKKVISI
Eru þetta rétt viðbrögð við
rekstrarerfiðleikum SVR?
Jeffrey Cosser skrifar:
„Mér þykir einkennilegt, hve
lítið hefur verið um opinberar
umræður í blaðinu um rekstrar-
erfiðleika SVR. Verðhækkun-
armálið var afgreitt sómasam-
lega fyrir stuttu (þó ekki fyrr en
SVR hafði tekið óhóflega há far-
gjöld í h.u.b. tvær vikur), en síð-
an hafa afsláttarmiðar verið
ófáanlegir.
í Mbl. 12. febr. er haft eftir
borgarstjóra að samhliða verð-
hækkuninni, um 25%, séu
„niðurskurður á leiðum og fleira
þess háttar" í undirbúningi, og í
bréfi forstjóra SVR (sama dag)
er talað um viðunandi rekstr-
argrundvöll sem skilyrði fyrir
umbótum.
Tóninn í yfirlýsingunni um
fargjaldahækkunina og viðbrögð
borgarstjórans við lögbanni
lýsa, að mínu mati, frekar
vonbrigðum yfir að hafa orðið að
láta í minni pokann fyrir verð-
lagsyfirvöldum heldur en
áhyggjum yfir þjónustu og fram-
tíð SVR. Vegna deyfðar í um-
ræðum manna á milli mætti vel
álykta að málið væri fjarlægt
pólitískt þrætuepli, sem kæmi
almenningi ekki við. En þetta
með niðurskurð og afnám af-
sláttarmiða er hvort tveggja at-
riði sem allir ættu að gefa gaum.
Bæði er að þetta virðast fyrst og
fremst vera refsiaðgerðir sem
beint er gegn almenningi, eins og
hann beri þarna einhverja
ábyrgð, en ekki síður hitt, að
hann getur ekki rönd við reist.
En mér er spurn, hvort þessar
ráðstafanir séu réttu viðbrögðin
við rekstrarerfiðleikum fyrir-
tækisins, og hvort þeir sem grípa
til svona ráðstafana og taka
ákvarðanir um rekstur SVR hafi
kynnt sér málið nægilega frá
sjónarhóli neytandans, eða at-
hugað önnur úrræði en niður-
skurð og verðhækkun?
í höfuðborginni fara umferð-
arvandamál vaxandi og skortur
er á bílastæðum. Gangandi fólki
er oft gert lífið leitt vegna bíla-
fjölda meðfram götum og vegna
þess hve mörgum bílum er lagt á
gangstéttum (og þetta kemur
sérstaklega illa við fólk með
barnavagna). Það er sorglegt að
hugsa um allan þann óþarfa-
kostnað, sem bæði einstaklingar
taka á sig og þjóðin í heild,
vegna bensíns sem er eytt á
hverjum degi á þúsundum bíla
sem ekið er ýmist langt eða
stutt, aðeins til þess að fólk kom-
ist til vinnu og heim aftur.
Úr öllum þessum óþægindum
og allri þessari eyðslusemi
mætti stórlega draga, svo ég tali
nú ekki um að fækka mætti um-
ferðarslysum og minnka umferð-
aröngþveitið með því einfaldlega
að auka þjónustu SVR, halda
fargjöldum niðri, auka ferða-
tíðni og fjölga akstursleiðum. Ef
fólk gæti verið visst um, að biðin
eftir næsta vagni úti í kuldanum
stæði aldrei lengur en í fáeinar
mínútur; að unnt væri að skipta
um vagna án tafar og að fargjald
væri hagstætt, mundi það trú-
lega fara að skilja bílinn eftir
heima og nota vagnana í stór-
auknum mæli. Að sjálfsögðu
þyrfti að undirbúa slíkt með
auglýsingaherferð og sjá svo um,
að allir hefðu aðgang að þessari
þjónustu. Útgjöld yrðu mikil í
fyrstunni, en mundu skila sér
innan skamms.
Þó að slíkar stórbreytingar
séu e.t.v. ekki framkvæmanlegar
í einu vetfangi, er eitt sem auð-
veldlega mætti prófa: að bæta
kvöld- og helgarþjónustuna. Það
að hafa ferðir aðeins á hálftíma
fresti er mjög umhendis fyrir þá
sem verða að taka strætisvagna
á þessum tímum. Eftirfarandi
dæmi lýsir _þessu e.t.v. betur en
mörg orð: Akveðin kvöld í viku
vinn ég í miðbænum. Um daginn
þurfti ég að taka strætisvagn
heim í Laugarnes. Ég kom niður
á Lækjartorg rétt fyrir kl. 10.00
og hafði því misst af fimmunni.
Næsta fimma var ekki væntan-
leg fyrr en eftir næstum hálf-
tíma, svo að ég ákvað að taka
tvistinn inn að Hlemmi. Ætlaði
ég síðan að taka áttuna þaðan,
en vissi ekki hvenær hún færi. Á
Hlemmi komst ég að því, að hún
færi ekki fyrr en eftir um 20
mínútur, og ákvað þá að ganga
frekar en bíða í svo langan tíma.
í biðskýlinu á Hlemmi sá ég
gamla konu með ungan strák.
Þau voru augljóslega búin að
bíða lengi eftir vagni og voru í
þann veginn að fara af stað
gangandi. Andrúmsloftið í
biðskýlkinu var sem oftar væg-
ast sagt óþægilegt vegna reykj-
arsvælu, áreitni óstýrilátra
unglinga og ofdrykkjumanna, og
þetta átti sinn þátt í því að kon-
an og strákurinn lögðu af stað.
Lengst af gengu þau á undan
Sjónvarpsumræður um láglaunabætur:
Við vissum svarið
svo sem fyrir fram
Margrét Matthíasdóttir skrifar:
„Velvakandi:
„Að kveldi 15. þ.m. horfði ég á
þáttinn „Kjarabót láglaunamanna
— kaupauki hátekjumannsa" Þar
upplýsti Þröstur Ólafsson, að í
raun væru þetta ekki láglauna-
bætur, heldur verðbætur á laun.
Þannig var lægsta viðmiðun
þeirra 25 þúsund króna árstekjur
1981. Þeir launþegar, sem þau
laun höfðu haft það ár, áttu rett á
að fá 500 krónur í verðbætur, en
þeir sem höfðu haft 75 þúsund
krónur í árslaun 1981, áttu eftir
þessu kerfi að fá 3.500 krónur í
verðbætur.
Að mínum dómi hefði þó verið
nær að snúa þessu alveg við, þann-
ig að þeir, sem fengu 25 þúsund
krónur í árslaun, fengju 3.500
króna bæturnar, en þeir, sem
fengu 75 þúsund kronur í árslaun
fengju 500 krónurnar. Þá hefði
fremur mátt mæla að þetta kæmi
fólki að gagni.
En með réttu hefði lægsta við-
miðun átt að vera enn lægri.
Nú, svo skaut Rafn Jónsson,
annar stjórnenda þáttarins, þeirri
ágætu fyrirspurn til Þrastar
Ólafssonar, hvort maður með 140
þúsund króna árstekjur 1981, sem
einn væri fyrirvinna heimilis er
samanstæði af hjónum með fjögur
börn, hefði fengið greiddar verð-
bætur. Og við vissum svo sem
svarið fyrirfram: Nei. Þetta voru
alltof háar tekjur til þeís.
En eftir áðurfengnum upplýs-
ingum Þrastar ólafssonar hefðu
hjón, sem bæði ynnu úti og hefðu
Margrét Matthíasdóttir
haft svipuð laun og þessi maður,
fengið greiddar verðbætur, meira
að segja með hæstu greiðslum um
3.000—3.500 kr. hvort, eða 6—7
þúsund krónur í heimilissjóð sinn
Finnst að íslenskir karl-
menn ættu að sitja fyrir
Gestur Sturluson skrifar:
„Heiðraði Velvakandi:
í þætti þínum var einhver að
skrifa nokkrar línur um tækni
frjógvun kvenna, þeirra er eiga
ófrjóa menn. Telur hann þetta
hæpna ráðstöfun, sem geti dreg-
ið dilk á eftir sér, þar sem óvilj-
andi systkinaástir gætu tekist.
Þarna er ég honum alveg sam-
mála og sýnist mér að þetta mál
hafi ekki verið hugsað til enda.
En það er annað sem mér
finnst dálítið furðulegt og það er
að vera að kaupa sæðið úr Dön-
um. Nú má enginn skilja orð
mín svo að ég hafi eitthvað á
móti Dönum. Ég hef ekkert
nema gott af þeim að segja og
allir þeir Danir sem ég hef
kynnst verið prýðismenn og
kynblöndun okkar við þá tekist
bara vel, að því er ég best veit.