Morgunblaðið - 19.02.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1983
87
„Á engan hátt sérstakur“
— Hvernig kanntu því þá þegar
þér er líst sem gítarsnillingi?
„Já, ég veit það nú ekki. Þetta er
bara spurning um tónlist og
tónsmíðar frá mínum bæjardyr-
um séð. Ég er bara eins og hver
annar tónlistarnemandi. Eftir því
sem ég læri meira þeim mun betur
geri ég mér ljóst hversu lítið ég
kann. Eg er á engan hátt neitt sér-
stakur. Allt í lagi, ég lagði hart að
mér við gítarnámið og sofnaði
bókstaflega með gítarinn í kjöltu
mér, en þetta er fyrst og fremst
spurning um mikla æfingu. Maður
þarf að spila og spila og spila og
spila og ... Sjáðu til, ég get vel
lifað í nokkra daga án þess að
snerta gítarinn, en ekki lengi. Ég
verð órólegur og þar kemur að því
að ég verð að spiia. Svo einfalt er
það.“
Talið barst að því, að frami
Knopflers í tónlistinni virtist ekki
skipta hann svo ýkja miklu máli.
Hann hefði mörg markmið í lífinu
og tónlistin væri bara eitt af
mörgu. Sú spurning var síðan lögð
fyrir Mark hvort hann fyndi mjög
fyrir álagi og þeirri ábyrgðartil-
finningu, sem jafnvel væri troðið
upp á hann fyrir það eitt að vera
þekktur tónlistarmaður.
„Já, oftlega geri ég það og er
síður en svo sáttur við þennan
framgangsmáta. Stundum er hann
hreint og beint fáránlegur og
dónalegur. Ég hef ekkert á móti
því að axla minn hluta eðlilegrar
ábyrgðar, rétt eins og kaupmaður-
inn á horninu. En að hlaða á mig
einhverri ímyndaðri og tilbúinni
ábyrgð fyrir það eitt að vera
þekktur, er hlutur sem ég sætti
mig ekki við.
Fyrir nokkru kom t.d. ungur
strákur inn í búningsklefann hjá
okkur fyrir tónleika, kastaði sér á
hnén og virtist líklegur til til-
beiðslu. Ég skipaði honum þegar í
stað á fætur og spurði hann hvern
andskotann hann meinti með
slíkri framkomu. Maður kemur
ekki svona fram við einn eða
neinn.
Stundum fáum við líka bréf, sér
í lagi frá Ameríku, þar sem fólk,
sem er á „trippi" skrifar okkar
þvílíka djöfulsins vitleysu, að engu
tali tekur. Ræðir um heima og
geima án nokkurs samhengis. Eitt
sinn lenti ég líka í því þegar ég
vann að plötu með Bob Dylan, að
fólk kom úr hinum og þessum
fjarlægu ríkjum og tjaldaði fyrir
utan hljóðverið. Þvílíkt og annað
eins.“
„Reynslan bjargaði mér“
— Hefurðu tekið eftir breytingu á
sjálfum þér í kjölfar alls þess, sem
gerst hefur hjá Dire Straits
undanfarin fimm ár?
„Nei, það held ég ekki. Fyrst og
fremst fyrir þá sök, að ég var 28
ára, en ekki 18, þegar ævintýrið
hófst. Ég var búinn að vinna á
dagblaði í tvö ár, ég hafði verið í
háskóla, ég hafði kennt í þrjú ár
og unnið á bóndabæ og guð má
vita hvað áður en ævintýrið hjá
Dire Straits hófst, þannig að ég
hafði haldgóða reynslu í poka-
horninu. Ég er ekki að segja með
þessu, að ég viti einhver ósköp.
Reyndar veit ég ósköp lítið og alls
ekkert um tónlist þó það kunni að
hljóma ankannanlega. Málið, er
bara, það að hefði ég verið 18 ára,
en ekki 28, hefðum við aldrei hald-
ið út svona lengi. Við hefðum gef-
ist upp, og orðið ein af þessum
fjölmörgu hljómsveitum, sem
aldrei urðu meira en efnilegar."
Margt hefur gerst og mikið vatn
runnið til sjávar frá þeim tíma er
Dire Straits tóku upp sitt fyrsta
„demo-tape“ fyrir 120 pund á fjög-
urra rása tæki. Það virðist líka
óralangur tími frá þeim dögum er
hljómsveitin fékk af og til inni á
knæpum í suðaustur-hluta Lund-
úna. Mark var að því spurður
hvort hannsæi eftir einhverju,
sem hann hefði gert á þessum
fimm árum og hvort hann kysi að
hafa breytt öðruvísi ef hann ætti
þess kost að byrja upp á nýtt.
„Jú, mikil ósköp, ég myndi haga
þessu öðruvísi í ljósi þeirrar
reynslu, sem við höfum aflað
okkur, sem hljómsveit. Við héld-
um t.d. ótölulegan fjölda tónleika
á fyrstu árum ferilsins og það var
þreytandi, auk þess sem það rugl-
aði okkur í ríminu. Svo græddi Ed
heil ósköp á þessum tónleikum
okkar í þá daga.“
„Of mikid á of
skömmum tíma“
„Ég er nú kannski ekki alveg
sammála þessu,“ segir umbinn og
hlær. „Tónleikahaldið var í sjálfu
sér hægt að sætta sig við, þótt þétt
væri leikið, en það voru þessi níu
milljón blaðaviðtöl og 47.000 sjón-
varpsþættir, sem voru alveg að
gera út af við hljómsveitina."
„Við reyndum að gera allt of
mikið á of skömmum tíma,“ segir
Mark og tekur við stjórninni á ný.
„En þegar á heildina er litið, heid
ég að ég sé þokkalega sáttur við
þróun mála þessi fimm ár. Ég er
svo ánægður með allt núna, að það
er næstum skelfilegt á köflum."
Við skulum slá botninn í viðtal-
ið við Mark Knopfler með þessari
spurningu Dave Lewis:
Ég held það hafi verið Bertram
Russell, sem sagði eitt sinn, að
hver sá sem tæki starf sitt alvar-
lega væri asni. (Reyndar var það
ekki alveg á þessa leið, heldur
sagði hann, að væri hann læknir
myndi hann ráðleggja þeim sjúkl-
ingum sínum, sem tækju starf sitt
alvarlega, að fara í sumarfrí.)
Tekur þú starf þitt alvarlega?
„Nei, af og frá. Ef ég gerði það
væri ég í tónlistarnámi. Ég er
bara svo latur, að ég myndi aldrei
nenna að leggja slíkt nám fyrir
mig. í rauninni skammast ég mín
fyrir að geta ekki vaknað klukkan
sjö á morgnana eins og margt
listafólk og unnið að sjálfstæðri
sköpun. Ég gæti slíkt aldrei. Ég
reyni heldur ekkert að flagga lög-
um mínum framan í vini og
vandamenn. Þau bara verða til í
ró og næði.“
Mark Knopflcr, hinn frábæri gítar
leikari Dire Straits.
Mezzoforte komin í 14.
sætið hjá Record Mirror
— breiöskífa flokksins í 2. sæti soul-lista Black Echo
Ekkert lát virðist ætla að verða
á sigurgöngu Mezzoforte á diskó-
lista enska vikuritsins Record
Mirror. Tveggja laga plata þeirra
fimmmenninga hefur þotið med ör-
skotshraða upp listann og situr í
þessari viku í 14. sæti hans. Ekki
sakar að geta þess, að Mezzoforte
kom beint inn í 67. sæti fyrst (alls
eru 85 plötur á listanum), þaut
þaðan í 40. sætið og í þaö 27. í
síöustu viku. Nú er það sumsé sæti
númer 14. Harla glæsilegt hjá
sveinunum.
Eins og skýrt var frá á Járn-
síðunni um síðustu helgi fór Jó-
hann Ásmundsson, bassaleikari
Mezzoforte, út til Englands á
þriðjudag til viðtala við útvarp
og tfmarit. Járnsíðan hefur
fregnað, að bæði Capital Radio,
stærsta óháða útvarpsstöðin á
Bretlandseyjum, svo og BBC 1
hafi rætt við hann nú þegar.
Velgengninni lýkur ekki þar
með. Breiðskífan „Surprise,
Surprise" situr nú í 2. sæti soul-
listans hjá tímaritinu Black
Echo, en það sérhæfir sig í um-
fjöllun um þá tegund tónlistar.
Maður bíður bara spenntur eftir"
frekari framvindu mála.
Björk Guðmundsdóttir er fáum lík á sviði.
Hálf-endasleppt
„sjó“ í Broadway
Það varð hálf endasleppt kvennakvöldið hjá SATT í Broadway á fyrra
sunnudagskvöld. Ragga Gísla í Grýlunum varð að þjóta af landi brott með
litlum fyrirvara til að Ijúka við hljóðblöndun á plötu Grýlanna og því varð
ekki af fyrirhugaðri þátttöku þeirra í tónleikunum. Fyrir vikið varð heldur
ekkert af því, að Egill Olafsson, Stuðmaður, syngi með þeim nokkur vel valin
lög.
Bakkabræður (Bergþóra Arna-
dóttir, Gná Gunnarsdóttir og
Anna María, ásamt Gísla Helga-
syni) tróðu fyrstar upp og skiluðu
sínu með ágætum. Tónlistin
dæmigerð vísnatónlist, en undir-
ritaður er tæpast dómbærastur á
hvað er gott og hvað slæmt í þeim
efnum.
Tappi tíkarrass tók þvínæst við
og flutti fjöldamörg lög, jafnt ný
sem gömul. Björk Guðmundsdótt-
ir undirstrikaði rétt eina ferðina,
að fáir söngvarar landsins komast
með tærnar þar sem hún hefur
hælana, hvað sviðsframkomu
snertir.
Að leik Tappa tíkarrass loknum
tók Egill Ólafsson við með píanó-
leik og mónólógum. Tókst ágæt-
lega upp þótt stundum væri hann
orðinn býsna langorður.
Salamöndrurnar sænsku, eða %
hlutar þeirra, tróðu því næst upp
og léku jass af fingrum fram við
góðar undirtektir. Vissulega vakti
það athygli að sjá tvær jafn færar
stúlkur meðhöndla saxófón og þá
ekki síður trommusettið af snilld.
Lokahnykkinn í samkunduna
rak jassöngkonan Oktavía Stef-
ánsdóttir ásamt kvartett Jass-
vakningar. Þarna var sveiflan
gamla góða í fyrirrúmi og ekki bar
á öðru en Oktavía syngi af kunn-
áttu, þótt stundum fyndist mér
hún fara dálítið hátt upp, jafnvel
óþarflega hátt, af söngkonu i þess-
ari tegund tónlistar að vera.
Reyndar var allsherjar „jam-
session" á eftir þessu atriði, en ég
hafði fengið nóg af jassinum að
þessu sinni og lét mig hverfa út í
náttmvrkrið.
— SSv.
Q4U verður á
skjánum í kvöld
Fyrsta plata Q4U á tveggja ára
ferli er væntanleg innan
skamms. Óhætt er að segja, að
tónlistin kemur stórkostlega á
óvart. Fyrir aðdáendur fjór-
menninganna er rétt að vekja at-
hygli á því, að Q4U kemur fram í
þættinum Glugginn í sjónvarpi í
kvöld. Þá er og væntanlegt viðtal
við sveitina á Járnsiðunni innan
skamms.
Wright hættur
í Pink Floyd
Við skýrðum frá þvi á Járnsíð-
unni í haust, að Pink Floyd hefði
endanlega lagt upp laupana í
kjölfar brottfarar Nick Wright,
hljómborðsleikara flokksins.
Fylgdi þá einnig sögunni, að Nick
Mason, trymbill, fylgdi í kjöifar-
ið.
Fregn þessi var á sínum tíma
borin til baka, en nú hefur það
verið staðfest, að Wright sé
hættur. Mason mun hins vegar
halda áfram og plata sveitarinn-
ar, The Final Cut, er væntanleg
innan skamms.
Plata Bubba á
lokastigi
Bubbi Morthens er nú að vinna '
við sólóplötu sína, sem að mestu
leyti mun verða „acoustic". Hefur
hann að undanförnu verið við
upptökur með hinum og þessum.
Á meðal þeirra, sem fram koma á
plötu hans, er a.m.k. einn, sem
víst er að á eftir að vekja mikla
athygli. Við segjum ekkert meira
að sinni.
Þá eru þrjár íslenskar plötur
frá Steinum til viðbótar á loka-
stigi. Áður höfum við sagt frá
Jóhanni Helgas.vni og Grýlunum,
en plata þeirra er mjög athyglis-
verð, en Björgvin Gíslason varð
einhverra hluta vegna útundan
hjá okkur um daginn. Hans plata
er einnig á lokastigi vinnslu.
Steinar Berg, forstjóri Steina
hf„ sagði ekki víst hvenær þessar
plötur kæmu út, en reikna mætti
með þeim öllum á tímabilinu
mars-maí.
Hávaðinn einn hefði
nægt til fjöldamorða
Síðastliðinn lostudag voru haldnir
rokktónleikar í Menntaskólanum við
Sund. Voru þeir liður í þorravöku skól-
ans. Tíu sveitir tróðu þar upp og í heild-
ina má segja, að tónleikarnir hafi verið
afar lélegir. Hávaðinn einn var slíkur,
að nægt hefði til fjöldamorða.
Vert er þó að geta tveggja sveita,
sem sluppu sæmilega frá sínu.
Svefnpurrkurnar var sveit fjögurra
12 ára stráka úr Vogaskólanum, sem
kom fram fyrsta sinni. Var þeim vel
tekið, einkum af félögum sínum úr
skólanum, sem fjölmenntu til að sjá
sína menn.
Ómíkron var þriggja manna
hljómsveit, sem aðallega „instru-
mental“-tónlist, en þó gerði einn
þeirra tilraun til að syngja í einu
laginu og var það meira en hægt var
að segja um söngvara hinna sveit-
anna.sem ekkert gerðu annað en að
öskra og garga. Því miður var
Ómíkron áttunda í röðinni og þá
höfðu flestir gefist upp og yfirgefið
salinn.
Fyrir sitt framlag fékk hver sveit
660 krónur, en óhætt er að segja, að
margar þeirra höfðu eytt meiri fjár-
munum í vimugjafa fyrir kvöldið.
Án þess að nefna nokkur nöfn var
virkilega leiðinlegt að sjá til sumra,
þar sem þeir komu fram og gátu vart
staðið í lappirnar.
Sveinn M. Árnason, yfirkennari,
sem hafði yfirumsjón með þorravök-
unni, var mjög óánægður með fram-
komu þessara aðila og taldi, að sum-
ir þeirra hefðu verið undir áhrifum
fíkniefna.
Er ömurlegt til þess að vita, að
menn treysti sér ekki til að koma
fram öðruvísi en undir áhrifum.
Slíkir menn ættu bara að halda sig
áfram í bilskúrunum og taki þeir það
til sin sem eiga. — I)P/— SSv.