Morgunblaðið - 23.02.1983, Side 3

Morgunblaðið - 23.02.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 35 Hjálmar Ólafsson formaður Norræna félagsins: Liðið ár eitt það starfsmesta í sögu félagsins á íslandi STJÓRN Norræna félagsins boðaði til blaðamannafundar fyrir skömmu og gerði grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi á næsta starfsári, og rifjaði jafnframt upp helstu viðburði á nýliðnu 60 ára afmælisári. Hjálmar Ólafsson, formaður félagsins, gat þess í upphafi að liðið starfsár hefði verið eitt hið starfsamasta í sögu félagsins. " Hjálmar Ólafsson formaður og Gylfi Þ. Gíslason varaformaður, glaðir á svip að liðnu góðu ári. Gylfi heldur á eintaki af Norrænum jólum 1982, en á borðinu liggur eintak af 25 ára gömlum Norrænum jólum. Nýja blaðið er í sama broti og það gamla. Liöiö afmælisár „Það er margs að minnast frá síð- asta starfsári," sagði Hjálmar. „I október var haldið upp á 60 ár af- mælið með tveimur hátíðafundum, formannaráðstefnu og kynningar- sýningu á vinabæjasamstarfinu. Hátíðin fór fram í Norræna húsinu og á Hótel Sögu og þótti takast vel. Og í tengslum við afmælið var boðið hingað til lands Héðni Klein, fyrr- um lögþingsmanni í Færeyjum. Hann hélt hér fyrirlestra og tók þátt í viðræðum um nánari menn- ingarsamskipti Færeyinga og Is- lendinga. Þá kom hér einnig form- aður Norræna félagsins í Færeyj- um, Bárður Jákupsson, og færði Norræna féiaginu fagurt og tákn- rænt málverk eftir sjálfan sig. Niðurstaða menningarviðræðnanna var meðal annars sú að unnið skyldi að því að stofna sjóði í líkingu við Grænlandssjóðinn íslenska til efl- ingar samvinnu þjóðanna í menn- ingarmálum. Ennfremur var ákveð- ið að Norrænu félögin í báðum lönd- unum skyldu stefna að því að efna til námskeiða fyrir móðurmálskenn- ara. Á liðnu sumri heimsóttu 100 Is- lendingar Eystri-byggð á Græn- landi á vegum Norræna félagsins. Var farið í tilefni af miklum hátíða- höldum sem Grænlendingar stóðu að vegna þess að talið er að 1000 ár séu liðin síðan Eiríkur rauði fór fyrstu för sína til Grænlands. Gefin var út hljómplatan „Eins og gengur“ með söngtextum Sigurðar Þórarinssonar. Forsaga þess er sú að Norræna félagið í Reykjavik efndi til dagskrár í tilefni sjötugs- afmælis Sigurðar Þórarinssonar á sl. árL Þar voru eingöngu fluttir söngtextar eftir Sigurð. Veruleg vinna var lögð í undirbúning dagskrár þessarar og varð að ráði að gefa söngvana út á hljómplötu. Norræna félagið er útgefandi plöt- unnar. Þá var í sumar haldið námskeið í samfélagsfræðum á vegum félags- ins. Var námskeiðið haldið að Hvanneyri í Borgarfirði. Svæða- skrifstofan á Egilsstöðum starfaði með svipuðum hætti og áður. Haft var samband við skóla og aðrar stofnanir, sent út fréttabréf og ýms- ar upplýsingar, meðal annars um bækur sem skrifstofan hefur í um- boðssölu frá norrænum stofnunum. Og svæðaskrifstofan hefur staðið fyrir kynningu á Norðurlandaráði og stofnunum þess, svo og starfsemi Norræna félagsins. Farið var í margar ferðir á árinu og skólar og klúbbar heimsóttir. Eins hafa far- andsýningar farið á milli deilda fé- lagsins. Skrifstofa Norræna hússins hefur undanfarið veitt upplýsingar um lýðháskóla á Norðurlöndum og greitt fyrir nemendum á ýmsan hátt. Á skólaárinu 1982—83 stunda 92 nemendur nám við norræna lýð- háskóla, flestir í Danmörku. Norræn jól Á árunum 1941 til 1954 gaf Nor- ræna félagið út ritið Norræn jól, sem hafði það hlutverk að minna á helgi jólanna og tengja þá böndum sem trúðu á gildi norræns sam- starfs. Útkoma Norrænna jóla lá niðri í 25 ár, en um síðustu jól var þráðurinn tekinn upp aftur og ný Norræn jól sáu dagsins ljós. Gylfi Þ. Gíslason ritar formála í Norræn jól 1982 og segir þar meðal annars: „Norræna félagið skiptist í deild- ir, sem starfa á ýmsum stöðum í landinu. Langfjölmennust er Reykjavíkurdeildin. Fjárhagur heildarsamtakanna og hennar hefur verið sameiginlegur. Ifyrra var hins vegar ákveðið, að frá byrjun þessa árs skyldi Reykjavíkurdeildin hafa sjálfstæðan fjárhag, eins og aðrar deildir heildarsamtakanna. I fram- haldi þess varð það ein fyrsta ákvörðun stjórnar Reykjavíkur- deildarinnar að hefja aftur útgáfu Norrænna jóla og senda ritið öllum félögum deildarinnar án endur- gjalds. Þannig vill stjórnin tengja félagana gömlum og góðum bönd- um, með ósk um, að norrænn sam- hugur megi eflast á Islandi.““ Næsta starfsár Um næsta starfsár hafði Hjálmar m.a. þetta að segja: „Stefnt er að því að halda sambandsþing Norræna fé- lagsins í Hveragerði og Ölfusi fyrstu helgina í októbermánuði i haust. Sambandsþing er haldið annað hvert ár og var í fyrsta sinn utan Reykjavíkur 1981, en þá var þingið í Munaðarnesi í Borgarfirði. Á þessu ári er gert ráð fyrir að kynna starfsemi Norðurlandaráðs í skólum og heimsækja deildir á Norðurlandi austanverðu, Vest- fjörðum og á Vesturlandi eftir því sem aðstæður leyfa. Stefnt er að því að efna til þriggja daga Grænlandsferða í sumar með leiguflugi FÍ. Og í tilefni af norræna umferðar- Morgunblaðið/KÖE öryggisárinu hvetur félagið meðlimi sína til að taka sem virkastan þátt í því að bæta umferðarmenninguna. Skólaárið 1983—84 er norrænt bókmenntaár og hefur félagið komið á fót nefnd til að starfa í tengslum við það. Þá er fyrirhugað að halda í sumar íslenskunámskeið fyrir Norður- kollubúa, eins og gert var í fyrra. Sérstök nefnd annast þetta starf og velur einnig þátttakendur á Fram- nesnámskeiðin í Svíþjóð, en þangað er 15 Islendingum boðið af Norræna félaginu í Norðurbotnum til að nema sænsku. Og ýmislegt fleira er á döfinni,“ sagði Hjálmar að lokum. Jean Claude Bertrand og Ólafur Guðmundsson hjá Landssambandi ís- lenskra akstursíþróttamanna halda hér á auglýsingaplakati fyrir stórrallið á íslandi. Því var dreift víðsvegar um Evrópu í um 3.000 eintökum. Ljósm. Mbl. (.unnlaugur R. hafa síðan meir en hálfan sól- arhring aflögu til að komast að næstu leið og skoða sig um. Keppendur og aðstoðarfólk mun dvelja í tjaldbúðum mikinn hluta keppninnar, en ég á enn eftir að spjalla við rétt yfirvöld um það hvar við megum slá upp tjaldbúð, á hverjum stað.“ Hvað er þátttökugjaldið mik- ið? „Það er 1000 dollarar á hvern bíl, en mótorhjólamenn borga í kringum 6—700 dollara. Islensk- ir þátttakendur þurfa einungis að greiða helming þessarar upp- hæðar.“ Nú er greinilegt að þú leggur gífurlegan kostnað í rallið, ertu að skipuleggja þetta af hreinum áhuga? „Já, ég get ekki sagt annað. Ég get ekki lengur snúið aftur. Fyrir tveimur mánuðum var ákveðið á fundi hér á landi að ráðast í þetta verkefni og því hófst ég handa við skipulagn- ingu. í Frakklandi er fjöldi fólks harðákveðinn í að koma ... því gæti ég tæpast sagt við það: Það verður ekkert rall. Það má segja að þetta sé fjárhagslega áhættu- söm atvinna, sem ég stunda, sem oftar en ekki hefur skilað sér vel þó þetta fyrsta rall mitt á ís- landi verði mér dýrt. T.d. í ralli sem ég sá um í Marokkó í mörg ár voru 40% gjaldeyristekna landsins komnar beint frá rall- inu. Þetta er ekki fyrir pen- ingana gert lengur hjá mér, ég hef oft tapað miklu fé, en þegar keppendur í röllum mínum koma til mín að þeim loknum og segja: „Bertrand, takk“. Það er frábær tilfinning," sagði Jean Claude Bertrand að lokum. G.R. Helgarfargjöld kr: 5.940 Söluskrifstofur okkar, umboðsmenn og ferðaskrífstofumar veita allar upplýsingar um m.a. ferðatilhögun, hótel og bílaleigubíla. FLUGLEIDIR Gott fólk h/á traustu félagi Þaðeru fáar^borgir erlendar^f ^jafn tengdar okkur og kærar og Kaupmannahöfn.Þaðan var okkur stjórnað, þar háðu fram- sýnir menn frelsisbaráttu þjóðar okkar, þangað sóttum við mennt unokkarog fyrirmyndir allra helst. En Köben er ennþá /S á sínum stað^f við sundið og þangað eigum við margt að sækja enn sem fyrr ^ Kynntu þér Kaup- mannahafnará- ætlun /Z Jf Flug- m leiða .¥

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.