Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983
Reynsluakstur:
Nýi Mazda 626 bfllinn hefur
mjög góða aksturseiginleika
Ríkuleg innrétting — Kraft- y
mikill — Loftrými mætti vera
meira — rými annars gott
Bílar
Sighvatur Blöndahl
HINN nvi Mazda 626, sem kynntur
var á dögunum og er nú kominn
hingað til lands, vakti þegar athygli
fyrir smekklegt útlit og skemmtilega
innréttingu. Bfllinn er í raun endur-
hannaður frá grunni og svipar í litlu
til forvera síns. Helztu breytingar
cru þær að nýi bfllinn er framdrif-
inn, með nýja þverstæða vél, hann er
rýmri en áður, sparneytnari, hljóðlát-
ari og mun straumlínulagaðri en sá
gamli, svo eitthvað sé nefnt, en auð-
vitað eru fleiri breytingar. A dögun-
um reynsluók ég nýju bílunum og er
ekki hægt að segja annað en að þær
breytingar, sem gerðar hafa verið,
séu mjög til bóta. Sérstaklega kemur
fimm gíra 2ja lítra bíllinn skemmti-
lega út.
ÚTLIT
Hvað útlit varðar er í raun um
þrjá mismunandi bíla að ræða,
tvennra dyra.fernra dyra og fimm
dyra, en hver þeirra hefur sín sér-
kenni. Tvennra dyra bíllinn er með
mesta sportbílslagið, enda mjög
straumlínulaga. Hefur vindstuðul-
inn 0,34 Cw, sem er með því lægsta
sem þekkist í þessum stærðar-
flokki. Hann samsvarar sér mjög
vel. Síðan er það fernra dyra bíll-
inn, sem er í raun hin hefðbundna
Sedan-útfærsla. Hann er tiltölu-
lega venjulegur og stílhreinn jap-
anskur bíll í útliti. Loks er það
fimm dyra bíllinn, sem er með
stórri skuthurð að aftan. Hann er
sportlegri en Sedan-bíllinn og
finnst mér hann persónulega koma
mjög vel út, samsvara sér vel og
hafa skemmtilegt yfirbragð. Aðal-
ljósin á bílunum eru tiltölulega
þunn, en ganga tiltölulega langt
inn á grillið. Aðalljósin að aftan
eru síðan mjög stór og sér vel á
þau, án þess þó að þau séu
ósmekkleg. Standard-bílarnir
koma með venjulegum hjólkopp-
um, en GLX-bíIarnir koma hins
vegar með sérstökum sportkopp-
um, sem lyfta btinum töluvert upp.
Mazda
C;crd: Mazda 626, LX o# CJLX
Framlcióandi: Toyo Kogyo Co.
Framleiöatuland: Japan
Innflytjandi: Bílaborg
Afj{reidslufrt»Htur: Til á lager
Verd: Frá 229.700.-
I>yngd: 970—1.015 kg
Lengd: 4.360—4.430 mm
Breidd: 1.690 mm
Ilaeó: 1.350—1.390 mm
I Ijólhaf: 2.510 mm
Vélarstæróir: 4ra strokka, 1,6
lítra, 1.587 m,{ 81 hestafl
4ra Htrokka, 2,0 lítra, 1.998 m**,
102 hestöfl.
Skipting: 4ra gíra beinskiptur,
5 gíra beinskiptur og sjálfskiptur
Fjöórun: Sjálfstæð fjöórun á
hverju hjóli
Stýri: Tannstangarstýri, vökva-
stýri í GLX
Benzíntankur: 60 lftrar
Bremsur: Diskar aó framan,
skálar aó aftan
Hjólbaróar:
165SR13/185/70SR13
Loftmótstaóa: Frá 0,34 Cw
DYR
Dyr bílanna eru ágætlega stórar
og því gott að ganga um þær. Sér-
staklega koma fernra og fimm
dyra bílarnir vel út. Þá er mjög
handhægt að ganga um skuthurð-
ina á fimm dyra bílunum. Hins
vegar er því ekki að neita, að til-
tölulega þröngt er að komast aftur
í tvennra dyra bílinn, en hins veg-
ar mjög gott að ganga um hann að
framan. Það vekur sérstaka at-
hygli, að bíllinn er með óvenju
vönduðum þéttilistum við dyr og er
því mjög þéttur og ekki er um neitt
dósarhljóð að ræða þegar dyrum er
lokað. Skottloki og skuthurð er
stýrt innan frá, þ.e. ekki er hægt
að opna þau nema með sérstökum
stjórnrofa inn í bílnum, sem er
kostur. Þá lenda eigendur bílanna
ekki í brasi á frostköldum dögum
með lykil í skránni.
SÆTI — RÝMI
Um tvær mismunandi gerðir
sæta er að ræða í nýja Mazda
626-bílnum, annars vegar hefð-
bundin sæti í LX-bílunum og síðan
sérstaklega vönduð sportleg sæti í
GLX-bílunum. öll eru sætin klædd
áferðarfallegu áklæði, sem þægi-
legt er að sitja í. Þegar lagt er mat
á sæti verður það alltaf töluvert
persónulegt. LX-sætin finnst mér
ósköp venjuleg, hvorki góð né vond,
nema hvað mér finnst vanta dálít-
ið á hliðarstuðninginn. Hins vegar
finnst mér sætin í GLX-bílunum
alveg sérstaklega vel úr garði gerð
og held að þar geti menn í flestum
tilfellum fundið hina réttu still-
ingu fyrir sig. Þar er um verulega
góðan hliðar- og bakstuðning að
ræða, auk þess sem stillimöguleik-
ar þeirra sæta eru fleiri en á
LX-bílunum. Hvað rými áhrærir,
þá skiptir þar hokkuð í tvö horn,
annars vegar tvennra og fimm
dyra bílana og hins vegar fernra
dyra bílinn. Reyndar er hliðarrými
og fótarými mjög gott í ðllum bíl-
unum, reyndar óvenjulega gott í
bíl af þessari stærð. Hins vegar
skortir nokkuð á, að loftrými sé
nægjanlegt í tvennra og fimm dyra
bílnum, ef um stærri menn er að
ræða og á það bæði við frammi í og
aftur í. Mjög vel fer um tvo full-
orðna í aftursæti bílanna hvað
hliðarrými og fótarými áhrærir, en
nokkuð er farið að þrengja að þeim
þriðja, ef um langkeyrslu er að
ræða. Farangursrými er nokkru
meira en í gamla bílnum, sem er til
mikilla bóta, en rýmið í þeim
gamla var nokkuð af skornum
skammti.
MÆLABORÐ
Það er með mælaborðið eins og
svo margt í nýja Mazda 626-bíln-
um, að þar skiptir í tvö horn. Ann-
ars vegar er mjög sportlegt og
skemmtilegt mælaborð í GLX-bíl-
unum og síðan nokkuð venjulegt
mælaborð í LX-bílunum. Mjög vel
hefur tiltekizt að þjappa borðinu
saman til að gera alla stjórnun
sem auðveldasta í GLX-bílunum.
Það má segja, að öll stjórntæki séu
vel innan seilingar og það vekur
athygli, að stjórntæki miðstöðvar-
innar hafa verið færð nær en mað-
ur á að venjast í fólksbílum al-
mennt. I GLX-mælaborðinu er að
finna tiltölulega stóran hraðamæli
með ferðamæli, sem gott er að lesa
af, og síðan stóran snúningshraða-
mæli. Milli þeirra eru benzínmælir
og hitamælir, sem ágætt er að lesa
af. Síðan eru ýmiss konar aðvörun-
arljós og leiðbeiningaljós í panel
undir mælunum. Þar má finna
Ijós, sem sýnir stöðu aðalljósa,
hleðslu, stöðu handbremsunnar,
afturrúðuupphitara, benzínsparn-
aðarljós, sem leiðbeinir um gír-
skiptinguna, og benzíngjöf til að
ná sem hagstæðustu benzínnnýt-
ingunni. Þá er að finna olíuþrýst-
ingsljós og ljós sem sýnir, þegar
benzínið er að verða búið, og fleiri
ljós. Þá hefur stjórntækjum fyrir
aðalljós, afturrúðuupphitara,
neyðarljós, afturrúðupiss og
þurrkur verið komið fyrir mjög
smekklega utan á sjálfu mæla-
borðinu og er einstaklega höndu-
legt að stjórna þeim. Miðstöðvar-
panellinn er síðan færður eins nál-
ægt borðinu og hægt er. Þar er
bryddað upp á þeirri nýjung, að
maður ýtir léttilega á litla rofa, 1,
2, 3, 4 eftir því hversu öfluga
miðstöð maður vill og síðan til
baka. Hvað stýrishjólið sjálft
áhrærir, þá er það tiltölulega ein-
falt og flautunni hefur verið komið
fyrir í því miðju. Stefnuljósarofinn
er að venju í vinstri væng stýris-
ins. Síðan er boðið upp á GLX-bíl-
ana með rafstýrðum rúðuupp-
hölurum og eru rofarnir fyrir
framan gírskiptinguna í miðstykk-
Mazda 626 GLX, 2ja dyra.
Mælaborð er mjög samþjappað og skemmtilegt í GLX-bflunum.
Mazda 626 GLX, 5 dyra.
Hönnuð hefur verið ný þverstæð vél.
Farangursrými er mjög gott.
Ljósmynd Mbl. Kristján Kinarsson
GÍRSKIPTING —
PEDALAR — VÉL
Bílarnir eru boðnir fjögurra
gíra, fimm gíra og síðan sjálfskipt-
ir. Gírskiptingunni er vel fyrir
komið í öllum bílunum og tiltölu-
lega létt er að skipta þeim. Það
eina sem hægt er að finna að skipt-
ingunni er að tiltölulega langt er
milli gíra, en það kemur lítið að
sök vegna þess hversu létt er að
skipta bílnum. Sjálfskiptingin er
lipur og létt. Hvað vinnslu áhrærir
í gírunum, þá kemur fimm gíra 2ja
lítra bíllinn alveg sérstaklega vel
út. Góð vinnsla er í öllum gírum,
enda upptakið liðlega 10,2 sekúnd-
ur í 100 km hraða. Hvað 1,6 lítra
fjögurra gíra bílinn áhrærir, þá er
hann tiltölulega venjulegur, ágæt-
lega kraftmikill og vinnsla ágæt í
gírunum. Hann er þó óneitanlega
skemmtilegastur í 3ja gírnum.
Sjálfskipti bíllinn með 2ja lítra vél
kemur ágætlega út og hann vinnur
sig létt og lipurt upp. Pedölunum
hefur verið komið vel fyrir, þannig
að engin hætta er á því, að stíga á
tvo þeirra samtímis eins og stund-
um vill vera. Ástigið er þægilegt,
þ.e. bremsur eru léttar og kúpling-
in er létt og slítur á góðum stað.
AKSTURSEIGINLEIKAR
Aksturseiginleikar bílsins
reyndust vera mjög góðir. Hann er
með sjálfstæða fjöðrun á öllum
hjólum. Hann er hæfilega stígur,
þannig að hann leggst ekki niður í
hornin, þótt honum sé ekið hratt
inn í krappar beygjur. Þá kemur
hann furðu vel út á ósléttum mal-
arvegum. Óneitanlega nýtur bíll-
inn sín þó bezt, þegar honum er
ekið hratt á malbikinu. Hann kom
mér hreinlega á óvart fyrir hversu
stöðugur hann var á miklum
hraða. GLX-bílarnir eru með
vökvastýri, sem kemur mjög vel út.
Þá er boðið upp á rafstýrða högg-
deyfa, þar sem ökumaður getur
valið 3 mismunandi stillingar í 2ra
dyra Coupé S/R GLX-bílinn.
NIÐURSTAÐA
Niðurstaðan, eftir að hafa ekið
þremur mismunandi útfærslum,
2ra dyra 2 lítra fimm gíra bein-
skiptum, 4ra dyra 1,6 lítra, 4ra gíra
beinskiptum og fimm dyra, 2ja
lítra sjálfskiptum, er sú, að með
Mazda 626 er á ferðinni mjög
skemmtilegur bíll. Hann hefur
hreinlega allt fram yfir forvera
sinn, sem þó var ágætur. Bíllinn er
með skemmtilega fjöðrun, er til-
tölulega kraftmikill og er með
mjög ríkulega búna innréttingu.
Helzti gallinn er eins og áður sagði
sá, að loftrými er ekki nægilega
mikið í 2ra dyra og 5 dyra bílnum,
en að öðru leyti er rými mjög gott í
bílunum almennt.