Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 Bókvitið verður í askana látið — eftir Braga Michaelsson „Bókvitið verður ei í askana lát- ið“, segir gamalt máltæki. Þetta er samt ekki alls kostar rétt, þegar vísindi og tækni hafa skapað þá auðlegð fyrir fjöldann, sem kyn- slóðirnar á undan dreymdi ekki um að myndi verða mögulegt. Um þessar mundir erum við að mennta stóra hópa fólks, sem inn- an tíðar kemur á þéttsetinn vinnu- markaðinn. Sú stefna stjórnvalda, um langan aldur, að atvinnu- fyrirtæki megi ekki skila arði og geta þannig byggt sig upp eða auk- ið við starfsemi sína, er nú að koma illa við okkur íslendinga. Óraunhæf gengisstefna hefur einnig dregið svo mátt úr útgerð og fiskvinnslu að nú er fjöldi fyrirtækja í þeirri frumgrein okkar á heljarþröm. Við ungu fólki, sem er að leita fyrir sér um atvinnumöguleika hér heima, blasir sú staðreynd að stjórnvöld beinlínis hindra góða afkomu fólks eða það að sköpuð séu at- vinnutækifæri. Við íslendingar höfum lengi mátt horfa upp á það, að margt ungt fólk fer af landi brott til náms og sest síðan að er- lendis vegna þess hversu miklu „Ekki verður um það deilt að hinar venjubundnu leiðir í efnahagsmálum hafa aðeins fært okkur meiri verðbólgu og óáran. Eina raunhæfa leiðin nú er því stefnubreyting stjórnvalda.“ erfiðari lífsbaráttan er hér heima og tækifærin færri vegna skamm- sýnnar stjórnarstefnu. Þessi blóð- taka er okkur allt of dýr og verst að hún skuli vera sjálfskaparvíti að miklum hluta. Hversvegna vill ungt fólk setjast að erlendis? Þessi spurning leitar á þá sem vilja hugsa um hag þjóðarinnar og framtíðarmöguleika. Vissulega er okkur brýn þörf á að njóta krafta alls okkar fólks. En fólkið okkar er í flestu duglegt enda bjargár það sér hvar sem er og er eftirsótt. Stefna stjórnvalda okkar vegur hér hins vegar þyngst á hverjum tíma. Það er átak fyrir fólk, sem hefur lagt á sig margra ára nám erlendis, að þurfa að byrja lífsbar- áttu hér heima við lakari aðstæð- ur en bjóðast erlendis. Húsnæð- isskorturinn er mikill og flestir verða fljótlega að byrja á því að byggja eða kaupa sér íbúð, sem er vel í sjálfu sér. Núverandi ríkis- stjórn hefur hinsvegar á valda- ferli sínum skipulega lækkað lán til húsbyggjenda þannig, að nú dugar lánið aðeins fyrir 17% af byggingu staðalíbúðar. Fólk, sem lengi hefur verið við nám, á ekki rétt á lánum úr lífeyrissjóðum og því er lánsfjárskortur tilfinnan- legur hjá því. Þessu þarf að breyta. Þessir erfiðleikar fæla það unga fólk, sem hefur aðra mögu- leika frá því að setjast að f land- inu sínu, sem landið má þó sfst án vera. Launakjör hér hafa í raun einn- ig varið versnandi, enda verða sí- felldir félagsmálapakkar ekki í askana látnir hjá launafólki, þó svo að verkalýðsrekendur margir fitni af þeim eins og púkinn á fjósbitanum forðum. Stefnubreyting verður að koma Ekki verður nú um það deilt að hinar venjubundnu leiðir í efna- hagsmálum hafa aðeins fært okkur meiri verðbólgu og óáran. Eina raunhæfa leiðin nú er því stefnubreyting stjórnvalda. Við eigum að geta nýtt okkur marg- víslega möguleika, sem við okkur blasa. Nú er mál að linni skýrslu- söfnun í Iðnaðarráðuneytinu. At- hafnir taki við af orðum eins og Bragi Michaelsson Verslunarráðið hefur nýverið bent á. Það er afar brýnt að ný stefna komi í húsnæðismálum og skatta- málum þar sem ungu fólki sé gert kleift að eignast fyrstu eigin íbúð með skattfrjálsum sparnaði. Hefja þarf sem víðtækastar að- gerðir í atvinnumálum og skapa þannig atvinnumöguleika fyrir allar starfsfúsar hendur og hugi. Það þarf að verða eftirsóknarvert fyrir ungt fólk, sem er að ljúka námi, að geta tekið til starfa á íslandi. Stjórnvöld verða að hverfa frá haftastefnu í verðlags- og gengismálum og skapa frjálsu framtaki landsmanna tækifæri til þess að koma nýju lífi í atvinnulíf- ið. Tekjuskatta þarf að lækka, enda er ört stighækkandi tekju- skattur andstæður hagsmunum þjóðarinnar og lamar athafnavilja fólks. Hvers vegna er allt reyrt í opinbera fjötra? Við Islendingar höfum á síðari árum verið haldnir þeirri áráttu að beina flestum málum í opin- bera farvegi. Þetta hefur leitt af sér of dýra þjónustu fyrir almenn- ing. ótti manna við að einhver geti hagnast á að reka ýmsa þjón- ustu sem nú er á hendi hins opin- bera; sjúkrahús, dagvistarheimili, skólar, er orðin að meinsemd í þjóðarsálinni. Nú er svo komið, að sveitarfélög eru flest með full- nýtta tekjustofna, en eru að slig- ast undan dýrum þjónusturekstri, sem er í mörgum tilfellum dýr og óhagkvæmur og væri betur kom- inn í höndum einstaklinga. Ég er sannfærður um að margt af þess- ari þjónustu mætti bjóða út og að einstaklingar gætu rekið hana mun hagkvæmar en nú er gert. íslendingar þurfa að hætta að mæna svona til ríkisins og sveitar- félaga vegna allra mögulegra hluta. Til þess að svo geti orðið þarf að efla sjálfstæði einstakl- inganna og skapa atvinnulífinu tækifæri til þess að spila fyrir eig- ið fé. Hin ósýnilega hönd (sam- keppnin) hans Adam Smith mun sjá um leiðsögnina á markaðnum, eins og Harris lávarður minnti okkur skemmtilega á á dögunum. Lækkun skatta eykur sparnað og stuðlar að atvinnuuppbyggingu — eftir Kristjönu Millu Thorsteinsson Atvinnuvegir okkar eiga við sí- aukna erfiðleika að etja um þessar mundir. Þá vantar rekstrarfé og þaö fé, sem fæst, er með of háum vöxt- um. Síðast en ekki sízt tröllríður verðbólgan öllu athafnalífi, bæði í fyrirtækjum og á heimilunum. í yfirliti Seðlabankans um stöðu Kristjana Milla Thorsteinsson efnahags á sl. ári segir, að tekjur þjóðarbúsins hafi minnkað og birgð- ir aukist þannig, að viöskiptahalli muni nálgast 11% af þjóðarfram- leiðslu á árinu. Þessi halli varð til þess, að hlutfall erlendra skulda af þjóðarframleiðslu jókst úr rúmum 37% í næstum 47,5% á árinu, en netto gjaldeyriseign bankanna rýrn- aði um helming. Horfur í efnahagsmálum vekja ekki vonir um, að ástandið batni í þessum efnum. Atvinnuleysi hefir aukist í öllum landshlutum og sú þróun virðist munu halda áfram. Fiskveiðar verða minni á næstu árum en meðaltal síðustu ára, ef vernda á fiskstofnana eins þörf gerist, og landbúnaðarframleiðsla mun smám saman dragast saman, þar til hún samsvarar nokkurn veginn þörfum innanlandsmark- aðarins. Aukinna atvinnutæki- færa er því ekki að vænta frá okkar hefðbundnu atvinnuvegum, landbúnaði og sjávarútvegi. í iðn- aði og öðrum skyldum greinum er heldur ekki mikið um ný atvinnu- tækifæra að óbreyttum aðstæðum. Þetta eru uggvænlegar stað- reyndir, þegar tekið er tillit til þess, að þörf er á 30—40 þús. nýj- um störfum hér á landi til alda- móta svo að full atvinna sé tryggð. Til þess að skapa þessi atvinnu- tækifæri þarf því eitthvað ýtt að koma til. Tryggja þarf vel grund- völl þeirra atvinnufyrirtækja, sem fyrir eru og skapa jarðveg fyrir ný, sem rekin eru á ábyrgan og arðbæran hátt. Ýta þarf undir hverskonar nýjungar í rekstri og gera mönnum kleift að taka þá tækni, sem völ er á í þjónustu sína, því víða eru óplægðir akrar í þeim efnum. Arðsemi og ábyrg stjórnun fyrirtækja eiga að sitja í fyrirrúmi. Til þess að allt þetta geti orðið þarf fjármagn til rekstrar og upp- byggingar. Það fjármagn má ekki koma með erlendum lántökum, sem eru nú þegar allt of miklar, heldur verður það að koma frá innlendum sparnaði. En heimili og fyrirtæki eru nú þegar svo þrúguð af skattheimtu hins opinbera, að enginn afgangur er til að leggja í sparnað og fjárfestingar. Því þarf að létta á þessari byrði skattborg- aranna til þess að afgangur geti orðið. Áhrifaríkasta leiðin til þess er afnám eða stórlækkun á tekju- skatti. Sýnt hefir verið fram á, að tekjuskattur er ranglátur og hann kemur verst niður á þeim, sem minnst mega sín. Ef almenningur væri laus und- an oki tekjuskattsins, gæti hann lagt fyrir til mögru áranna og at- vinnuvegirnir fengið það fjár- magn, sem þeim er nauðsynlegt. Vextir á hverjum tima yrðu auð- vitað að vera þannig, að sparifjár- eigendur töpuðu ekki á sínu fram- lagi. Vextir myndu trúlega lækka, ef til langs tíma er litið, ef fram- boð lánsfjár ykist og peninga- þensla vegna sífelldra erlendra lána myndi minnka og minnkun þenslu drægi aftur úr verðbólgu. Minni tekjuskattur veitir almenn- „Ef almenningur væri laus undan oki tekju- skattsins, gæti hann lagt fyrir til mögru áranna og atvinnuvegirnir fengiö þaÖ fjármagn, sem þeim er nauðsynlegt.“ ingi vaxandi möguleika á að taka virkari þátt í atvinnulífinu en hingað til með því að leggja fram sparifé sitt til atvinnuuppbygg- ingar og einnig mætti hugsa sér, að spariféð væri lagt beint í fyrir- tæki með kaupum á hlutabréfum, ef skattlagning í þeim efnum væri lagfærð. Frumkvæði í atvinnumálum þarf að flytjast aftur til fólksins í landinu og einstaklingsframtakið þarf að njóta sín. Lækkun tekju- skattsins er fyrsta skrefið í þessa átt því að þá mun innlendur sparnaður aukast. Þá mun einnig draga úr hinni verðbólguhvetjandi þenslu, sem erlendar lántökur skapa, og þá mun einnig losa eitthvað um þá greiðslubyrði, sem greiðsla vaxta og afborgana af þessum lánum skapar. Látum ekki glepjast af slagorðum og sundurlyndi Þegar við nú munum huga að málefnum þjóðarinnar í næstu Al- þingiskosningum megum við ekki láta teyma okkur í slagorðatrú og trú á kosningaloforð manna um hluti sem ekki fá staðist. Við sjálfstæðismenn verðum nú að reyna að ganga sameinaðir til leiks og berjast hart fyrir bættum lífskjörum og betri stjórn. Við þurfum að efla atvinnulífið eftir megni, reisa vatnsorkuver og vegi og byggja flugstöð í Keflavík þeg- ar í stað, sem veita mun 70 millj- ónum dollara inn í þorstlátt efna- hagslíf okkar. Við verðum einnig að lækka skatta og minnka ríkis- útgjöldin og gefa þeim sem eru að byrja sitt brauðstrit þannig betri tækifæri. Með nútíma tækni eig- um við ð ganga götuna fram eftir veg, en ekki horfa sífellt til baka til einangrunar og fjötra fyrri tíma. Þannig mun bókvitið í ask- ana látið. Tækjabúnaður sjúkra- húsa og fjárlagagerðin — eftir Asmund Brekkan yfirlœkni Um þessar mundir eru forstöðu- menn einstakra deilda sjúkrahús- anna og sjúkrahússtjórnirnar að undirbúa tillögur um fjárveitingar vegna fjárlagagerðar, bæði ríkis og Reykjavíkurborgar, fyrir árið 1984. Nærtæk spurning er þá, hvernig koma efnahagsörðugleikarnir og sparnaðaraðgerðir niður á sjúkl- ingum næstu ára? Fjölmiðlar eru fljótir og fúsir til að birta fréttir af hvers konar framförum og ávinningum í heil- brigðismálum og innan heilbrigð- iskerfisins. Þetta er eðlilegt og mjög æskilegt, því að dreifing slíkra uppiýsinga gefur mörgum sjúklingum nýjar vonir. Áhugi fjölmiðla, og þá oft jafn- framt stjórnenda, verður hins veg- ar oft verulega minni, þegar fram koma upplýsingar um fjárhags- hlið og kostnaðárafleiðingar nýj- unganna. Auðvitað er þetta eink- anlega áberandi á kreppu- og sparnaðartímum. Getum við, að skaðlausu, frest- að öllum „nýjungum" þar til fjár- hagsstöðu ríkis og borgar hefur verið snúið á heldur hagstæðari veg en nú er? Svarið við því er neitandi. Forsendurnar fyrir því, að raunverulega sé hægt að bæta rannsókna- og meðferðaraðstöðu eru bundnar eðlilegu viðhaldi og endurnýjun tækjabúnaðar sjúkra- húsanna. Flestallar framfarir í læknisfræði síðustu áratugina grundvallast á læknisfræðilegri tækni. Fjárfestingar til nýkaupa og viðhalds læknisfræðilegs tækjabúnaðar kalla á tiltölulega stórar fjárveitingar. Þessar fjár- veitingar eru hins vegar mjög vel rökstuddar, því að með þeim er stuðlað að því að vinna bug á sjúkdómum á sem fljótvirkastan hátt og sjúklingum eins sársauka- og fylgikvillalítið og mögulegt er, og gera sjúklingum fært um að annast sig sjálfa og auka lífsgæði og lífsinnihald tilveru þeirra. Rétt er að gera sér grein fyrir því, að þær „stóru" upphæðir, sem hér er um að ræða, eru raunveru- lega smáar, þegar borið er saman við launa- og annan rekstrar- kostnað sjúkrahúsanna. Hér er um að ræða 15—20% af heildarsjúkrahúsakostnaðinum. Tækjakaupaliðurinn á reikningi Borgarspítalans 1982 er 3,7%! Áætlað nýkaupaverð allra lækninga- og rannsóknatækja á Landspítala er nú um 250 milljón- ir króna. Rekstrarkostnaður sömu stofnunar árið 1982 er um 450 milljónir króna án tækjakaupa! Það getur varla talist mjög skynsamleg efnahagsstefna, að beina sparnaði og aðhaldssemi eingöngu að fjárfestingarreikn- ingum, því að slíkar sparnaðar- ráðstafanir hafa áhrif á allan dag- legan rekstur og starfsemi sjúkra- húsa og stefna þeim í það, að breytt áherzla verður lögð á starf- semi þeirra, þau munu breytast úr sérhæfðum greininga- og meðferð- arstofnunum í hjúkrunarstofnan- ir. Sé ekki um endurnýjanir eða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.