Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983
47
mínu áliti hefur Biblían hér loka-
orðið hvað vizku snertir: „Því að
hver meðal manna veit hvað
mannsins er, nema andi manns-
ins, sem í honum er?“ I. Kor. 2,11.
Mark Twain, bandaríski rithöf-
undurinn, skrifar í inngangi
sjálfsævisögu sinnar: „Hversu
agnarsmár hluti af lífi persónunn-
ar eru athafnir hennar og orð! Hið
raunverulega líf mannsins fer
fram í höfðinu á honum og er
óþekkt öllum nema honum sjálf-
um. Allan liðlangan daginn og
hvern dag malar mylla heila hans
og það eru hugsanir hans og ekki
annað, sem er saga hans. Verk
hans og orð eru aðeins hin sjáan-
lega skorpa heims hans, með sín-
um stöku snjótindum og hinum
auðu, óræktuðu svæðum á víð og
dreif — og þau eru svo smávægi-
legur hluti af honum öllum, aðeins
húð utan um hann. Meginhluti
hans er hulinn — hann með sína
jarðelda sem brjótast um, sjóða og
hvílast aldrei nótt eða dag.“
Hvað skyldi svo vera trúverðug-
ast — hugsanir mannsins sjálfs
um hans eigin reynslu eða álit
annarra? Maðurinn getur í raun
og veru ekki verið jafn viss um
neitt og sína eigin reynslu. Það er
hægt að leita til ættingja, kunn-
ingja og samstarfsfólks til þess að
fá upplýsingar um eina persónu en
þær verða aldrei betri en samband
þessara aðila við þá persónu.
Þegar sjúkur maður hefur verið
gerður réttlaus bætist við mynd
hans 'félagsleg aðstaða hans. Það
er mikill munur á því að vera veik-
ur og eiga samastað og hinu að
eiga hann ekki og þurfa e.t.v. ár-
um saman að vera knýjandi á dyr
vandalauss fólks og það á erlendri
grund. Þá er það einnig til að fag-
mennirnir sem höfðu mörg og
endurtekin tækifæri til þess að
koma til móts við þarfir þessa
veika manns taka nú höndum
saman við aðra menn, sem allir
tilheyra alþjóðahringnum, og
sameiginlega leggjast þeir nú á
eitt, með ótal útsendurum sér til
hjálpar að gera það heyrinkunn-
ugt að þessi manneskja sé bara
neikvæð og að hún eigi það ekki
skilið að henni sé rétt hjálpar-
hönd. Þannig eru veikindin fram-
lengd. En hvað með hugarástand-
ið? Við ættum e.t.v. að búast við
því að undir þessum kringum-
stæðum ætti þessi sjúki einstakl-
ingur að vera a.m.k. jafn léttlynd-
ur og bjartsýnn og rannsakend-
urnir sem sitja í sínum hæginda-
stólum í allsnægtum heimila
sinna, umkringdir ástvinum sín-
um? Þegar hér er komið sögu fer
leikurinn fyrst verulega að verða
ójafn.
Sá veiki gat vel hafa átt sér
hugsjónir, enda þótt að sjúkdómur
hafi komið í veg fyrir að hann
gæti fylgt þeim eftir með áþreif-
anlegum árangri. Eitt er víst,
stjórninni mann, sem kannski
hefur drepið gamla konu. Dálítið
vafasamur húmor þar. En nú
fara þeir á stúfana ráðherrann
— sem er vísast ekki eins vit-
grannur og hann er látinn vera í
upphafi — og mágur hans, og
það er fyrst og fremst fyrir
þeirra tilstilli, að upp komast
svik um síðir og hinn seki fær
makleg málagjöld.
Að vísu er það meiri háttar
brotalöm í sögunni, að lesandi
skynjar ekki alls kostar þá for-
tíðarforsendu, sem á að gilda
varðandi fyrsta morðið. Það
mætti gefa ögn meiri bendingar
án þessa að sagan missti nokkuð
af spennu. Því að hún er heil-
mikil og umfram allt er sagan
bráðskemmtileg. Ég hygg, að
hún hafi heldur betur bætt við
sig í þýðingu Guðna Kolbeinss-
onar, þó að ég sé ekki dús við
þessi gagnrýni íslenskufræðing-
ur láti það koma fyrir hvað eftir
annað að stytta sér leið með
notkun ef að í stað þess að brjóta
upp setningarnar. Að öðru leyti
hin prýðilegasta skemmtilesn-
ing.
hann er að leita að samstarfsfólki,
fyrst til þess að ráða bót á mein-
um sínum og síðan til þess að
starfa með. Hann kann samt að
haga leitinni á annan veg en al-
mennt gerist. Hann er búinn að
eiga nokkuð þunga göngu árum
saman og fyrirsjáanlegt er að
hann eigi eftir að eiga það eitt-
hvað áfram. Að minnsta kosti veit
hann vel að hann hefur aldrei val-
ið auðveldustu leiðina út úr vanda
lífsins. Hann leggst því nokkuð
þungt á meðbræður sína, einkum
þá er tala mest um fölskvalausa
ást á náunganum. En fólk þolir
ekki þungann. Einkum á þetta við
um Ameríkana, sem oft virðast
helst vilja sópa öllum vandamál-
um undir teppi eða loka þau inni
— bara að þau sjáist ekki. Þá geta
þeir látið sem þau séu ekki til.
Þessa tilraun sjúklingsins eiga
þeir til að kalla „að velta sér upp
úr mótlæti fortíðarinnar". Siðan
geta þeir í eyðurnar og segja að
vandamál sjúklingsins geti verið
neikvætt sjálfsálit, sem stafi af
samanburði við aðra. Ég hélt ekki
að sjúklingur hefði neina þörf til
þess að bera sig saman við aðra til
þess að vilja njóta hinna augljósu
mannréttinda sem felast í því að
fá læknishjálp.
Hvernig skyldi svo hugsjónum
hins veika reiða af ef meðbræð-
urnir þola ekki þungann og stand-
ast þar með ekki prófið. Ef hann
lifir þetta af þá má með nokkurri
vissu geta sér þess til að þær
skerpast frekar en hið gagnstæða.
Mannúðarhugsjónir hans verða
stærri vegna persónulegrar
reynslu hans. Það verður honum
réttlætismál að stuðla að auknum
skilningi manna í milli og til þess
að koma því til leiðar klæðir hann
sannfæringar sínar búningi talaðs
eða ritaðs orðs. Væri þá hægt að
kalla slíka sannfæringu „ósjálf-
ráða hugsun" og „óskynsamlega"?
Réttlætismál geta aldrei orðið
óskynsamleg í eðli sínu.
„A ég að segja þér hvað sönn
þekking er: að vita að þú veist það
sem þú veist og að vita að þú veist
ekki það sem þú veist ekki, þetta
er sönn þekking,“ sagði Konfúsíus.
Rannsakendur eiga það til að
rangtúlka það sem er að gerast í
kring um „tilraunadýrið". Hópur
fólks fer í bátsferð á Genfarvatn-
inu í Sviss. Þetta átti að heita
skemmtiferð. Flestir eru þarna
með kunningjum frá staðnum sem
þeir dvelja á í landinu. Aðeins ein
persóna mátti ekki njóta þeirra
mannréttinda að vera óáreitt.
Rannsakendurnir máttu til með
að nota þetta tækifæri til þess að
athuga viðbrögð viðkomandi. Sett
var á svið — ókunnugt fólk látið
nálgast persónu þessa og spyrja
hana spurninga. Hún vissi hvað
var að gerast og hafði viðbjóð á
því. Hún svaraði ekki. Þegar heim
var komið var enn á ný sett á svið.
Þá var reynt að fiska upp hvers
hún hafði orðið vör á bátnum og
einnig varðandi viðbrögð hennar. I
stað þess að segja við þá er fiska:
„Að þið skuluð gera svo lítið úr
ykkur að láta meðalmennskunni í
té þjónustu ykkar og, með því, að
standa í veginum fyrir sönnum
framförum," þá segir hún eitthvað
villandi vegna þess að henni finnst
svona fíflaleikur ekki eiga betra
skilið. Síðan eru rannsakendurnir
líklegir til þess að skrásetja á blöð
sín: „einkennandi er að draga
fljótfærnislegar ályktanir án þess
að hafa nokkuð fyrir sér og trúa
því að niðurstaðan sé rétt.“
Ef sálfræðingarnir líta á það
sem stórt vandamál þegar maður
segir við sjálfan sig: „Öllum finnst
ég ljótur. Aldrei get ég sagt neitt
skemmtilegt. Ég er algerlega mis-
heppnaður," þá ættu þeir e.t.v. að
sérhæfa sig í því að hjálpa slíku
fólki. Að staðhæfa það að hinn
hlédrægi, þegjandi maður sé
neikvæður finnst mér of einfeldn-
ingslegt. Persóna er sætir meðferð
eins og þeirri framangreindu get-
ur nefnilega lamast á sinn hátt,
líffræðilega, sálarlega og félags-
lega. Eftir að búið er að þagga
niður í slíkri persónu, árum sam-
an, einmitt þegar hún hefur leit-
ast við að tjá sig um sín bráðnauð-
synlegustu málefni — á þá að
segja að hún sé að byrgja sig inni
ef dag einn skyldi koma hlé í túlk-
unarviðleitninni? Skyldi ekki mis-
kunnsami Samverjinn í sögunni
hafa fengið annað viðurnefni ef
hann hefði farið með skjólstæðing
sinn, særðan og illa haldinn, rak-
leitt inn á einhverja rannsóknar-
stofu, framlengt þjáningar hans
þar og meira að segja bætt við sár
hans í tilraunaskyni — og allt í
þágu vísindanna? Væri ekki líka
gáfulegt að orða það þannig, ef
slíkt „tilraunadýr" lítur ekki sömu
augum á hlutina og þeir sem til-
raunirnar annast, að maðurinn sé
ekki í tengslum við raunveruleik-
ann. Þá mætti líklega bæta við:
hvaða raunveruleika? Hans eigin
eða einhverra annarra? Eigum við
svo að segja að það sé eitthvað
furðulegt ef álit annarra hefur
áhrif á hinn sjúka þegar einmitt
álit og umsagnir annarra hafa
stuðlað að framlengingu þjáninga
hans.
I grein Mbl. var einnig minnst á
það að hinir þunglyndu neituðu
sér um hvíld vegna þess að þeir
álíti sig skyldum hlaðna. Það er
dálítið athyglisvert að þessi at-
hugasemd skuli koma á tíma þeg-
ar dagblöðin fjölyrða um það að
hjúkrunarfræðingar, margir
hverjir, hafi yfirgefið starf sitt
vegna of mikils vinnuálags og
lágra launa. Hitt er engu síður at-
hyglisvert að sagt hefur verið að
vinnusvik hafi verið óþekkt fyrir-
brigði á íslandi áður en varnarlið-
ið settist hér að.
Gausdal 1983 1. pistill:
Titilstríð
Titilstríð
Ýmsir skákmenn kveina sáran
yfir hve erfitt sé að krækja sér í
titil þessa dagana. Samt er það
staðreynd, að titilberar hafa
aldrei verið fleiri en einmitt nú.
Við verðum þó að hafa í huga, að
líkast til hafa aldrei verið jafn
margir á höttunum eftir þessum
hégóma en á líðandi stund. í
hverju alþjóðlegu skákmóti eiga
að jafnaði nokkrir möguleika á
að næla sér í áfanga að titli, ef
þeim tekst að vinna í sfðustu
umferð. I nákvæmlega þessari
aðstöðu voru Tom Wedberg frá
Svíþjóð, Sergei Kudrin frá
Bandaríkjunum, og landi okkar
Karl Þorsteins á skákmótinu í
Gausdal fyrir skömmu. Fyrsti
áfangi að stórmeistaratitli var í
augsýn þeirra Wedbergs og
Kudrins, en Karl hafði sinn
fyrsta áfanga að alþjóðlegum
meistaratitli innan seilingar.
Þeir urðu bara að vinna.
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Tom Wedberg
Ben Oni (?)
1. d4 — Rf6, 2. c4 — c5, 3. d5 —
a6?! Þessi fáséði leikur hefur
stundum sést í skákum Schússl-
ers, en hann er landi Wedbergs.
Algengara er 3. — e6 eða 3. —
b5, en Wedberg telur vænlegra
að fara lítt kannaðar slóðir, því
að Margeir er vel lesinn í fræð-
unum. 4. Rf3 — e6, 5. g3 — b5, 6.
Bg2 — Bb7. Eftir 6. - bxc4, 7.
Rc3 stendur hvítur vel. 7. e4! Ófl-
ug peðsfórn eins og brátt kemur
í ljós. 7. — Rxe4, 8. 0-0 — bxc4, 9.
dxe6 — fxe6? Þegar teflt er stíft
til vinnings, eins og Wedberg
verður að gera hér, hafnar skák-
maðurinn iðulega öllum leikjum,
sem leiða til jafns tafls. Oft
verður því versti kosturinn fyrir
valinu. Rétt var að leika hér 9. —
dxe6, því svartur þarf ekki að
óttast 10. Dxd8+ — Kxd8,11. Rg5
- Rxg5, 12. Bxb7 - Ha7, 13.
Bxg5+ — f6, en Wedberg vill
halda í peðin tvö, sem Margeir
fórnaði. 10. Re5! Hótar 11. Dh5+.
10. — Df6,11. Bf4 — Be7,12. Hel
— Rd6. Einnig var óyndislegt að
leika 12. — d5 vegna 13. Da4+. 13.
Bxb7 — Rxb7, 14. Rc3 — Ra5.
Svartur heldur sig við sama
heygarðshornið og valdar sitt
peð, en ekki var fýsilegt að hróka
vegna 15. Rxd7. 15. Rd4 — Df8,
16. Da4 — Rbc6
17. Rxd7! Þar féll sprengjan. 17.
— Kxd7, 18. Hadl+ — Ke8. Eftir
18. - Kc8, 19. Rd6+ - Bxd6, 20.
Hxd6 er svartur bjargarlaus. 19.
Bc7! Svörtu riddararnir halda
dauðahaldi hvor í annan og geta
sig ekki hreyft. Annar hvor
þeirra hlýtur því að falla. 19. —
Kf7, 20. Bxa5 - Rd4, 21. He3 —
De8, 22. Dxc4 — Dd5? í þessari
óhrjálegu stöðu leikur svartur af
sér manni, en aðrir leikir bjarga
ekki taflinu heldur draga aðeins
baráttuna á langinn. 23. Hxd4! —
Hfe8. Svartur verður mát eftir
23. - cxd4, 24. Rd6+! - Bxd6, 25.
Dxe6+ - Kf8,26. Hf3+. Hér hefði
Wedberg undir venjulegum
kringumstæðum gefist upp, en
hann vonar enn að kraftaverkið
gerist. 24. Dxb5 — axb5, 25. Hd7
— Hxa5, 26. Rd6+ — Kf8, 27.
Hf3+ — Bf6, 28. Hf7+ — Kg8, 29.
H7xf6. Hvítur gaf manninn til
baka um stundarsakir, en vinnur
hann nú aftur. 29. — gxf6, 30.
Rxe8 — Hxa2, 31. Rxf6+ — Kg7,
32. Re8+ — Kg6, 33. Hf6+ —
Kh5, 34. Hxe6. Einnig mátti tefla
upp á mát og leika 34. h4 eða 34.
Kg2. 34. — Hxb2, 35. He5+. Og
hér gafst Wedberg loks upp.
Margeir hafði breytt draumi
hans um stórmeistaraáfanga í
martröð. — Það er af þeim Karli
og Kudrin að segja, að hvorugum
þeirra tókst að vinna, og urðu
því þeir sálufélagar Wedbergs í
þessu titilstríði.
Austurlandskjördæmi:
Styðjum Tryggva
— eftir Helga Þórð-
arson, Vopnafirði
Tryggvi Gunnarsson skipstjóri
skipaði þriðja sætið á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Austurlands-
kjördæmi í síðustu alþingiskosn-
ingum. Talið var að listinn væri
mjög sterkur með alþingismann í
fyrsta sæti, bónda í öðru og skip-
stjóra í því þriðja. Raunin varð
líka sú að listinn var sterkur, því
að þó Sjálfstæðisflokkurinn tapaði
fylgi í flestum kjördæmum lands-
ins, þá vann hann á í Austurlands-
kjördæmi. í komandi kosningum
er mikilvægt að veikja ekki fram-
boðslistann og þess vegna má
Tryggvi Gunnarsson ekki lenda
neðar en í þriðja sæti og helst ætti
hann að skipa annaðhvort fyrsta
eða annað sætið.
Tryggvi Gunnarsson
Margir kunna að spyrja til hefur setið á Alþingi, að þar er
hvers ætti að kjósa Tryggva. réttur maður á réttum stað.
Ástæðan fyrir því er sú, að hann I jómfrúræðu sinni á Alþingi
hefur sýnt það, þá sjaldan að hann talaði Tryggvi um „stóru slysin í
„Talið var að listinn
væri sterkur með al-
þingismann í fyrsta
sæti, bónda í öðru og
skipstjóra í því þriðja.
Raunin varð líka sú að
listinn var sterkur.“
fiskiðnaði“. Stóru slysin voru þau
að fiskurinn skemmdist í meðför-
um og þess vegna fengist ekki
nógu mikið verðmæti fyrir hann.
Hvað hefur svo komið á daginn?
Jú, vegna gallaðrar vöru hefur
orðið síerfiðara að selja fiskinn og
reyndar sumar sendingar verið
endursendar. Þetta sá Tryggvi
fyrir og varaði við.
Einnig mætti benda á þings-
ályktunartillögu, sem hann bar
fram og fékk samþykkta um að
kanna vetrarvegarstæði milli
Vopnafjarðar og Héraðs. Við
fyrstu sýn getur virst að þetta sé
eingöngu mál Vopnfirðinga. Ef
málið er skoðað nánar kemur það í
ljós að Vopnfirðingar sækja mest-
alla þjónustu til Akureyrar og eru
því smám saman að einangrast
alveg frá Austurlandi. Þegar veg-
urinn verður gerður, leiðir það
hins vegar til þess að menn sæki
þjónustu sína í æ ríkara mæli til
Egilsstaða en ekki til Akureyrar,
enda verður sú leið mún styttri
með tilkomu vegarins og auk þess
fær allt árið. Við þetta aukast
samskipti Vopnfirðinga við aðra
aðila innan kjördæmisins og hlýt-
ur það að vera hagsmunamál allra
Austfirðinga/ Ekki má gleyma
örygginu fyrir allt norðaustur-
hornið, ef hafís leggst að landinu.
Þá gæti þessi vegur orðið betri en
enginn.
Þó ekki sé minnst á fleiri en
ofangreindar ástæður sé ég ekki
annað en Tryggvi Gunnarsson sé
sjálfsagður og reyndar nauðsyn-
legur maður á Alþingi fyrir Aust-
urlandskjördæmi.
Helgi Þórðarson