Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.02.1983, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1983 HOTEL- ást er ... ... að ganga hljóðlega um þegar hún er með mígreni. T* Rm U.S. P«t. Ofl.-iH rtohts raMrvtd •1962 Los Ane«tM TlmM Syndtcala Því grófstu þig ekki út að ofan? Með morgimkaffinu Hvað er þetta maöur, hér beint fyrir framan nefið á þér í frystin- um eru svörtu sokkarnir þínir! HÖGNI HREKKVISI „pÓHtroR PAL-eTl 'a 05TI 06 HATAR XETT). Höfum ljósin kveikt f prófkjörinu! Anna Snæbjörnsdóttir skrifar: „Nú þykir mér Svarthöfði kol- svartur, og vil ég taka undir orð blaðamanns Þjóðviljans frá 8. febrúar. Sjaldan hef ég lesið eins ósmekklega ritsmíð og þá sem Svarthöfði lét frá sér fara í DV 7. febrúar sl., enda getur hann/hún leyft sér ýmislegt í skjóli nafn- leyndar. Það er ég viss um að hann/hún hefði ekki haft kjark til svona skrifa undir eigin nafni. Nafnið Svarthöfði gefur til kynna að hér sé um karlmann eða blaða- herra, sbr. þingfrú, að ræða, enda gefur innihald skrifanna vísbend- ingu þar um. Hvað fyrir þessum svarthöfða blaðaherra vakir með því að fara svo ósmekklegum orðum um frú Salome Þorkelsdóttur, þingmann Reykjaneskjördæmis, er ég ekki viss um. Óneitanlega er kosninga- lykt af skrifunum, burt séð frá því hvort hann er sammála frumvarpi þingmannsins um notkun bílljósa eða ekki. Hver og einn verður að geta í eyðurnar um tilganginn. Kannski hefði verið betra fyrir Svarthöfða að kveikja á sinni eigin týru, áður en hann lét þetta frá sér fara. „Svo mælir Svarthöfði" í ákveðnum tilgangi, sé hann sá „að slökkva á pólitískri týru frúarinn- ar“ eins og hann kemst að orði, til framgangs öðrum, þá hefur blaða- herrann nú skotið heldur hátt og skrif hans ekki til neins annars en gera hann sjálfan hlægilegan. Sé mín tilgáta rétt, höfðu þau nei- kvæð áhrif. Ég vil hvetja fólk til að lesa þessa grein og einnig svar þingmannsins í DV 11. febrúar. Salome Þorkelsdóttir er ein af mjög fáum konum sem ennþá hef- ur möguleika á að komast í öruggt þingsæti við næstu alþingiskosn- ingar. Ég vil því hvetja kjósendur í Reykjaneskjördæmi til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins 26.-27. febrúar nk. og stefna að því að koma henni í öruggt þingsæti. Ekki bara af því að hún er kona, heldur líka góður fulltrúi og mjög frambærilegur frambjóð- andi fyrir kjördæmið. Það er mikil hætta á að konum fækki á Alþingi ef svo fer fram sem horfir og það má ekki gerast. Þeim þarf að fjölga þar allveru- lega, því nauðsynlegt er að konur og karlar vinni saman að málefn- Salome Þorkelsdóttir um þjóðarinnar. Það er ekki bara karlmönnum að kenna, að hlutur kvenna á Al- þingi er svo slakur, karlmenn hafa yfirleitt síður en svo á móti því að vinna með konum, það þarf ýmis- legt að breytast hjá konum sjálf- um, hafi þær aðstæður og áhuga fyrir að gegna þessum störfum. Því segi ég: Notum tækifærið meðan það enn gefst, „höfum ljós- in kveikt" í prófkjörinu 26. til 27. febrúar nk., komum frú Salome Þorkelsdóttur í öruggt þingsæti við næstu alþingiskosningar." Fyrirspurn til Osta- og smjörsölunnar sf. Þessir hringdu . . . Abending til þingmanna Jóhann Þórólfsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Hvað er að gerast í stjórnmálum íslend- inga? Halda forystumenn þjóðar- innar, að það sé meðalið til að íækna efnahagsmál og önnur aðkallandi mál, sem leysa þarf, þar með að minnka verðbólguna, að fjölga flokkunum? Ég held að þingmenn ættu að ganga aftur í skóla og læra betur. Eftir því sem flokkarnir verða fleiri, eftir því verður sundr- ungin meiri. Nú eru allir forystu- menn þjóðarinnar menntaðir, en samt geta þeir ekki stjórnað þessu landi, svo að vel fari. Ég sem kjós- andi fæ engan botn í pólitíkina á Islandi eins og hún er nú rekin. Ég held að bæði kjósendur og stjórn- málmenn verði að breyta um hugs- unarhátt; það er það eina sem gæti orðið þjóð okkar til heilla. Þetta sundurlyndi í flokkunum getur ekki gengið lengur. Ég hef álitið það hin síöari ár, að það sé algjör hræsni, að þingmenn fari í guðshús, þegar þing kemur saman, vegna þess að þegar þingstörf hefjast vinna þeir ekki samkvæmt boðuninni. Þeir skamm- ast og svívirða hver annan, en hafa ekki bænina að leiðarljósi eða trúna á Jesú Krist eða leysa málin í anda Guðs, í trúnni á þann sem öllu ræð- ur. Ef þingmenn vilja þjóð sinni vel, ættu þeir að taka þessa ábendingu til greina. Engin þjóð getur leyst sín mál nema hafa Guð í stafni. „í fótspor SnorraM A.H. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég skoðaði sýninguna hennar Sigrúnar Jónsdóttur á hótel- inu í Borgarnesi, þegar ég átti leið þar um fyrir skömmu. Kaílar lista- konan sýninguna „I fótspor Snorra". Þó að tíminn væri naumur fannst mér ekki hægt að láta það tækifæri úr greipum ganga að skoða þessa sýningu. Og ég sá ekki eftir því. Dýrindis myndir prýddu alla veggi og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka Sigrúnu fyrir mig, um leið og ég hvet fólk, sem ekki hefur enn lát- ið verða af því að sjá sýninguna, til að gera það í tíma. Noröurmýrarbúi skrifar: „Velvakandi. Á undanförnum mánuðum og árum hef ég komið oft í verslun Osta- og smjörsölunnar sf. við Snorrabraut í Reykjavík. Þar eru einkum til sölu ostar og smjör. Ennfremur þykir viðeigandi að hafa á boðstólum kex, sem fólk et- ur gjarnan með osti. Nú skyldi fólk halda að þarna væri á boð- stólum íslenskt kex ósætt, t.d. heilhveitikexið frá Fróni, sem að mínu mati er ómissandi með pip- arosti, eða rúgkex frá sama fyrir- tæki. Það síðarnefnda er að vísu heldur sætt fyrir minn smekk. Afgreiðslustúlkur ostabúðarinnar hafa tjáð mér að stöku sinnum fá- ist þar íslensk hafrakex úr bakaríi og er það góðra gjalda vert. En hvers vegna styður Osta- og smjörsalan ekki innlendan kexiðn- að? Súkkulaðikex, auðvitað útlent, er alltaf á boðstólum í ostabúðinni en ostur er ekki étinn með því þar sem ég þekki til.“ GÆTUM TUNGUNNAR Sést hefur: Þeir unnu að því öllum árum. Rétt væri: Þeir reru að því öllum árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.