Morgunblaðið - 24.02.1983, Side 2

Morgunblaðið - 24.02.1983, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1983 Þingflokkur Framsóknar um kjördæmamálið: Steingrími veitt umboð í málinu Á ÞINGFLOKKSFUNDI Frarasóknarflokksins í gær fékk forraaður flokks- ins Steingrfmur Hermannsson umboð til að ganga frá sameiginlegu frum- varpi stjórnmálaflokkanna um breytingu á stjórnarskránni. Á fundi for- manna flokkanna síðdegis í gær var síðan gengið frá frumvarpinu til prent- unar. Það verður flutt sem þingmannafrumvarp í neðri deild Alþingis um leið og það kemur úr prentun, sem veröur mjög bráðlega. Fullt samkomulag er um alla liði frumvarpsins að undanskildu ákvæði því til bráðabirgða sem kveður á um að strax skuli rjúfa þing og boða til nýrra kosninga, þegar stjórnlagabreytingin hefur verið samþykkt á næsta alþingi. Frumvarp til breytinga á kosn- ingalögum er sem fylgiskjal með frumvarpinu um stjórnarskrár- breytinguna, en það mun ekki hafa tíðkast, að breyta kosninga- lögum fyrr en stjórnarskrárbreyt- ing hefur náð fram að ganga. Flutningsmenn frumvarpsins verða formenn stjórnmálaflokk- anna, Geir Hallgrímsson Sjálf- stæðisflokki, Svavar Gestsson Al- þýðubandalagi, Steingrímur Her- mannsson Framsóknarflokki og varaformaður Alþýðuflokks, Magnús H. Magnússon, en Kjart- an Jóhannsson formaður hans á sæti í efri deild. Þá var ákveðið á fundi formannanna í gær, að kosnar yrðu sérstakar þingdeild- arnefndir til að fjalla um þinglega meðferð frumvarpsins. Staðinn að veiðum með botnvörpuna klædda Skipstjórinn viöurkennir brot sitt Lítill snjór í Hlíðarfjalli Ljósm.: G. Berg. „Það má segja að önnur hurðin sé lokuð hjá okkur,“ sagði fvar Sigmundsson, forstöðumaður Skíðastaða á Akureyri, þegar Mbl. spurði hann um ástand í fjallinu um þessar mundir, en eins og meðfylgjandi mynd ber með sér hefur hlýindakaflinn að undanfórnu brætt mestallan snjó þar. „Eg minnist þess ekki, aö svo snjólétt hafi verið síðustu 20 árin. Það er að vísu hægt að skíða í fjallinu, en við þessar aðstæður er aðsókn lítil sem engin.“ Vinnumarkaðuriim 1981: Meðalárslaun lægst í Norðurlandi vestra Meðallaun voru hins vegar hæst á Reykjanesi og Vestfjörðum MEÐALÁRSLAUN voru lægst á Norðurlandi vestra á árinu 1981, en voru hæst á Reykjanesi og á Vestfjörðum, samkvæmt upplýsingum í riti Fram- kvæmdastofnunar ríkisins um vinnumarkaðinn á árinu 1981. VARÐSKIPIÐ Þór stóð þann 21. þessa mánaðar m/b Jó- Skoðanakönnunin: Alls bárust um 15.000 svör AI.I.S hafa nú borist um 15.000 at- kvæðaseðlar í skoðanakönnuninni um kjördæmamálið og er nú ekki tekið á móti fleiri seðlum. Enn er endanleg niðurstaða ekki Ijós, en reiknað er með að hún liggi fyrir um helgina. Að sögn aðstandenda skoðana- kannanarinnar er nú verið að yfir- fara innkomna seðla til þess að kanna hvort sömu menn hafi sent inn fleiri en einn seðil. Er það gert til þess að sem nákvæmust og rétt- ust niðurstaða fáist. Ekki voru þeir tilbúnir til þess að ræða niðurstöður. hönnu Magnúsdóttur RE 70 að því að vera með ólöglega klædda botnvörpu að veiðum út af Þykkvabæjarfjöru. í ljós kom þegar varð- skipsmenn fóru um borð í bát- inn til að framkvæma veiðar- færa- og búnaðarskoðun, að varpa bátsins var klædd að innan með klæðningu með möskvastærð 130—145 mm. Skipstjóra bátsins var sagt að fara til hafnar þar sem mál hans yrði rannsakað. M/b Jóhanna Magnúsdóttir sigldi til Þorlákshafnar og var réttað í málinu hjá sýslu- manni Árnessýslu. Skipstjór- inn viðurkenndi brot sitt. Dómssátt varð í málinu og ber skipstjóranum að greiða 30.000 krónur í sekt innan 4 vikna en sæta varðhaldi að öðrum kosti. Meðailaun voru um 108 þúsund krónur á Norðurlandi vestra og skar svæðið sig nokkuð úr. Meðal- launin á Reykjanesi og Vestfjörð- um voru hins vegar um 122 þús- und krónur á árinu 1981. Meðallaun á Vesturlandi voru um 120 þúsund krónur, um 119 þúsund krónur á Austurlandi, um 116 þúsund á Suðurlandi, um 116 þúsund á Norðurlandi eystra og um 114 þúsund krónur í Reykja- vík. Fjölgun ársverka var mest á Réykjanesi á árinu 1981 frá 1980, eða 669 ársverk. í Reykjavík fjölg- aði ársverkum um 478, á Norður- landi eystra fjölgaði þeim um 367, á Norðurlandi vestra um 231, á Suðurlandi um 185, á Vestfjörðum um 120, á Vesturlandi um 15 og þeim fækkaði um 103 á Austur- landi. Rallye d’Islande: Ekki sótt um leyfi til yfir- valda ENGIN umsókn um leyfi fyrir rallkeppninni Rallye d’Islande hefur borist til yfir- valda, samkvæmt upplýsing- um sem Morgunblaðið fékk hjá Ólafi Walter Stefánssyni í dómsmálaráðuneytinu í gær. Eins og kunnugt er af fréttum hefur franskur rallskipuleggjandi unnið að undirbúningi rallsins í sam- vinnu við Landssamband ís- lenskra akstursíþróttamanna og hefur auglýsingaplakati um keppnina verið dreift um Evrópu. ólafur Walter sagði, að í vetur hefðu komið til landsins menn sem rætt hafi um þetta mál, en engin formleg umsókn hefði bor- ist. Málið hefði aðeins verið nefnt og menn hefðu ekki velt því fyrir sér hvernig á málinu yrði tekið. Hins vegar sagði Ólafur Walter ljóst að ýmsir aðilar þyrftu að fjalla um erindið, ef það bærist, Vegagerðin, lögreglustjórar og sveitarstjórnir lögum samkvæmt, en einnig væri ljóst að ýmsir aðrir aðilar hefðu meiningar um þetta mál, sem sjálfsagt þyrfti að hlusta á. ólafur Walter sagði að ein- hverjar hugmyndir hefðu í vetur komið fram um akstursleið, en þær upplýsingar væru ekki ná- kvæmar. Erum á hættubraut vegna er- lendra skulda og óðaverðbólgu — segir Albert Gudmundsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ÉG ER bjartsýnn á að samtaka- máttur Sjálfstæðisflokksins um land allt yfírstígi allar þær hindr- anir og erfíðleika, sem munu mæta okkur í komandi kosningabaráttu, sagði Albert Guðmundsson, al- þingismaður, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar Mbl. leitaði frétta hjá hon- um af kosningabaráttunni. Albert Guðmundsson skýrði einnig frá því, að það hefði orðið að ráði með þeim formanni Sjálfstæðisflokksins, Geir Hall- grímssyni og Guðmundi H. Garðarssyni, formanni Full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík, að Albert leiddi kosn- ingabaráttuna í Reykjavík, sem efsti maður á listanum. Mér ber að sjálfsögðu skylda til að gegna þeim trúnaðarstörfum, sem meðframbjóðendur treysta mér til að inna af hendi, sagði Albert Guðmundsson ennfremur. Ég er þess fullviss, að ég get gert kröf- ur til allra þeirra sem hafa stutt mig persónulega í þá stöðu, sem ég nú er í, og allra þeirra, sem telja sig sjálfstæðismenn, hvort sem þeir eru flokksbundnir eða óflokksbundnir, að þeir standi saman að væntanlegum kosn- ingasigri Sjálfstæðisflokksins. Málefnastaða flokksins er góð og ríkisstjórninni hefur mistekist á flestum þeim sviðum, þar sem hún hefur látið til sín taka. Þeim mistökum verður ekki komið yfir á Sjálfstæðisflokkinn í stjórnar- andstöðu. Frá þessum mistökum verðum við nú að halda inn f bjartari framtíð. Saman náum við árangri. Og við getum átt bjartari framtíð en fólk gerir sér grein fyrir á þessum dökku tím- um íslenzkra stjórnmála, því hér býr gott fólk og tækifærin blasa við þeim, sem horfa í kringum sig opnum augum. Sjálfstæðis- flokkurinn er og verður sverð og skjöldur þjóðarinnar. Við erum á hættubrautum, sagði Albert Guðmundsson að lokum, en þessar hættur eru flestar af mannavöldum. Það er með sameiginlegu afli sjálfstæð- isfólks, sem hægt er að vinna bug á erfiðleikunum. Þar á ég ekki sízt við verðbólguna og sí- Albert Guðmundsson auknar erlendar skuldir, sem ég tel að ógni undirstöðu velmegun- ar hér á landi. Forysta Sjálf- stæðisflokksins er samhentur hópur og formaðurinn, Geir Hallgrímsson, sem stjórnar bar- áttunni á landsvísu, hefur lýst því yfir, að hann muni berjast til sigurs í sjöunda sæti listans í Reykjavík. Á sama hátt munu aðrir frambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins á flokkslistum um allt land berjast fyrir öflugum sigri flokksins, svo að hægt verði að hefja uppbyggingarstarfið að kosningum loknum. Ég er sann- færður um að baráttuhugurinn mun hrífa fólk til fylgis við flokkinn. Kosningabaráttan er hafin. Við stefnum frá orðum til athafna. Með sjálfstæðisstefn- una að veganesti mun íslenzku þjóðinni vegna vel í framtíðinni. Þessi hugsjón hefur verið kjöl- festan. Hún ætti ekki síður að vera kjölfesta á upplausnar- tímum eins og nú. Þá vil ég geta þess að undirbúningsstarfið er hafið, utankjörstaðaskrifstofan hefur verið opnuð, nefndir skip- aðar til að hafa með höndum ýmsa þætti kosningastarfsins, s.s. upplýsinganefnd, vinnu- staðanefnd, kosninganefnd og nefnd til að skipuleggja funda- höld frambjóðenda o.fl. Ég vil hvetja fólk til að hafa samband við flokksskrifstofuna í Valhöll.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.