Morgunblaðið - 24.02.1983, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.02.1983, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1983 — Einbýlishús— Vorum aö fá til sölu einbýlishús á góöum staö í Selási. Húsiö sem er á einni hæð er ca. 198 fm, auk bílskúrs og skiptist í rúmgóöar stofur, 4 svefnherb., búr o.fl. Húsiö er vel íbúðarhæft og selst gjarnan í skiptum fyrir raöhús eöa gerðishús í Árbæjarhverfi. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17, s. 26600 Kári F. Guöbrandsson, Þorsteinn Steingrímsson, löggiltur fasteignasali. Frá blaðamannafundi þar sem skýrt var fri stofnun myndbanka um örygg- ismál fyrir sjómenn. Ljósm. ói.k.m. KLÚBBARNIR ÖRUGGUR AKSTUR 9. fulltrúafundur Landssamtaka Klúbbanna Öruggur Akstur verður haldinn í Samvinnutryggingahúsinu, Ármúla 3, Reykjavík, 5. hæð, dagana 24. og 25. febrúar 1983. DAGSKRÁ Fímmtudaginn 24. febrúar Kl. 11.00 Stjórnarfundur LKL Öruggur Akstur. Kl. 12.10 Sameiginlegur hádegisverður. Ávarp: Hallgrímur Sigurðsson, framkv.stj. Kl. 13.00 Fundarsetning: Baldvin Ottósson, form. LKL ÖA. Kosning starfsmanna fundarins. Kl. 13.20 Ávarp: Steingrímur Hermannsson, samgöngumálaráðherra. Kl. 13.30 Erindi Davíd Á Gunnarsson, framkvæmda- stjóri. -Hvað kosta umferðarslysin? Umræður og fyrirspurnir. Erindi: Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn. Kl. 14.00 -Umferðin í dag. -Umræður og fyrirspurnir. Kl. 14.30 Erindi: Ómar Ragnarsson, fréttamaður. -Þjóðvegaakstur. Umræður og fyrirspurnir. Kl. 15.15 Kaffihlé. Kl. 15.30 Skýrsla stjórnar LKL Öruggur Akstur. Baldvin Ottósson, formaður. Umræður og fyrirspurnir. Nefndarkosning: Norræna umferðaröryggis- árið 1983. Umferðar- og vegamál. Starfsemi Klúbbanna Öruggur Akstur. Allsherjarnefnd. Kl. 19.00 Kvöldverður. Föstudaginn 25. febrúar Kl. 9.00 Lok nefndarstarfa - frágangurtillagna. Kl. 10.00 Fréttir úr heimahögum (skýrslur). Fulltrúar klúbbanna hafa orðið. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Nefndir skila störfum. Nefndarmenn hafa framsögu. Umræður. Kl. 15.00 Kaffihlé. Kl. 15.30 Framhaldsumræðurog afgreiðsla nefndarálita. Kl. 17.00 Stjórnarkjör - fundarslit. kl. 19.00 Kvöldverður. Stjórn Landssamtaka Klúbbanna Öruggur Akstur 85009 85988 Miötún — 2ja herb. rúmgóö kjallaraíbúö. Sér inn- gangur. Nýleg eldhúsinnrétting. Verö 750 þús. Sléttahraun — 2ja herb. rúmgóð íbúð á 1. hæö. Góöar innréttingar. Bílskúr. Arnarhraun — 2ja herb. ibúö á 1. hæö. Sér inngangur. Nýlegar innréttingar. Verö 800 þús. Hamraborg — 3ja—4ra herb. falleg og rúmgóö íbúö á efstu hæö (ekki lyftuhús). Frábært útsýni. Bílskýli. Spóahólar — 3ja herb. rúmgóð íbúö á 3. hæð. Stórar suðursvalir. Flísalagt baöherb. Verð 1150 þús. Smyrilshólar — 3ja herb. rúmgóð fullbúin íbúö á 2. hæö. Suðursvalir. Sér þvottahús. Garðabær — 3ja herb. m.sér inng. ibúöin er á jarðhæð í tvíbýlis- húsi, ca. 80 fm. Ekki alveg full- búin eign. Kóngsbakki — 3ja herb. mjög rúmgóö íbúö á 2. hæö. Góöar innréttingar. Laus í mars. Verð 1150 þús. Neöra-Breiöholt — 4ra herb. íbúöin er á 1. hæö, ca. 100 fm í góöu ástandi. Ákv. sala. Kópavogur — 4ra herb. Rúmgóö íbúö ofarlega í lyftu- húsi, ca. 110 fm. Tvennar svalir. Verð 1300 þús. Furugrund — 4ra herb. með bílskýli Falleg nýleg íbúö í lyftuhúsi. Suður svalir. Öll sameign frá- gengin. Bílskyli. Ákv. sala. Los- un samkomulag. Hólahverfi 4ra herb. íbúöir viö Álftahólar, Hrafnhóla og Krummahóla. Ath.: íbúöirnar eru ákveðið í sölu, ýmis eignaskipti. Losun samkomulag. Garðabær — tilboð óskast Sérhæö (efri hæö), ca. 160 fm. Rúmgóöur bílskúr á jarðhæö. Eignin er ekki fullbúin. Frábær staösetning. Eignaskiptí möguleg. Mosfellssveit — einbýlishús Húsið er á 2 hæðum ca. 210 fm, (húsasmiðjuhús). Húsiö er frá- bærlega staösett. Mikiö útsýni. Vandaöar innréttingar. Bíl- skúrsplata. Eignaskipti mögu- leg. Höfum fjölda annarra eigna á söluskrá. Kjöreign ? Ármúla 21. 85009 — 85988 Dan V.8. Wllum, IðgfræMngur. Ólafur Guömundsson sölum. Öryggismál sjómanna: Stofnaður myndbanki STOFNAÐUR hefur verið í Reykjavík myndbanki um öryggismál sjómanna, en tilgangur bankans er að lána út myndbönd með efni er varðar örygg- ismál sjómanna. Þegar hefur bankinn á boðstólum 10 myndbönd með ýmsu efni á þessu sviði, og er upplag hverr- ar myndar 10 stykki. í ráði er að gefa út enn fleiri myndir af þessu tagi á myndböndum. Dreifing myndband- anna verður fyrst um sinn í umsjá Siglingamálastofnunarinnar. Myndirnar eru allar nema ein út- lendar að uppruna, en sett hefur verið á þær flestar íslenzkt tal, og þar aðlagaðar íslenzkum aðstæðum eins og unnt er. Að sögn aðstand- enda myndbankans eru miklar von- ir bundnar við þessa nýjung og von- ast til þess að myndböndin og notk- un þeirra um borð í skipum verði til að auka öryggi á sjónum og hæfni sjómanna til að bregðast rétt og eðlilega við óvæntum atburðum. Myndböndin verður hægt að fá til sýnis í VHS eða Beta-kerfi. Hver mynd er frá 8 til 29 mínútur, en myndirnar eru alls 11 sem eru á boðstólum á 10 myndböndum. Á myndböndunum eru: kennslu- kvikmynd um notkun gúmmíbjörg- unarbáta, mynd um notkun neyðar- meykja og hvernig slökkva á eld, um undirstöðuatriði slökkvistarfa og um stjórnun og skipulag slökkvi- starfa, um björgun með þyrlu úr sjávarháska, um flutning á hættu- legum varningi með skipum, um eldvarnir, um neyðarhjálp og um stöðvun útvortis blæðinga. Að myndbanka sjómanna standa Stýrimannaskólinn í Reykjavík, Vélskóli íslands, Sjómannasam- band íslands, Farmanna- og fiski- mannasamband Islands, Lands- samband íslenzkra útvegsmanna, Slysavarnarfélag Islands, Land- helgissæzlan, rannsóknarnefnd sjó- slysa, Siglingamálastofnun ríkisins, Hafskip hf., Eimskipafélag Islands hf., Skipadeild Sambands fslenzkra samvinnufélaga, íslenzk trygg- ingafélög og Fiskifélag Islands. Tívolískemmt- un á Akranesi Akranesi, 22. febrúar. NÆSTKOMANDI sunnudag munu skátar á Akranesi standa fyrir tívolí- skemmtun í fþróttahúsinu við Vestur- götu á Akranesi. Fjölmörg leiktæki ásamt ýmsum þrautum verða til að gleðja unga Skagamenn í húsinu. Tivólíið hefst klukkan 12.00 og stendur til kl. 17.00, en klukkan 17.15 hefst mikil bingókeppni með fjölda glæsilegra leikfangavinninga. Sams konar skemmtun var haldin fyrir tveimur árum síðan og komu á hana tæplega 2.000 manns. Skátarn- ir vona að Skagamenn fjölmenni einnig nú, minnugir þess hve vel tókst til siðast. J.G. Handbók bænda 1983 komin út Handbók bænda 1983, þrítugasti og þriðji árgangur, er komin út. Útgef- andi Handbókarinnar er Búnaðarfélag íslands en ritstjóri Óiafur R. Dýr- mundsson. I Handbók bænda er að venju samandreginn mikill fróðleikur ætl- aður til uppsláttar fyrir bændur auk þess sem í henni er almanak, upp- lýsingar um stjórn búnaðarmála og félög og stofnanir landbúnaðarins. Meðal nýjunga eru greinaflokkar um votheysverkun og fóðrun og um nautakjötsframleiðslu. Miklar upp- lýsingar eru um loðdýrarækt og ít- arlegt yfirlit er um skjólbeltarækt svo dæmi séu tekin. I bókinni eru einnig að finna fjölda nýrra laga og reglugerða sem varða landbúnaðinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.