Morgunblaðið - 24.02.1983, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 24.02.1983, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1983 „Förum æfingar- lausir í rallið“ segja Hafsteinn og Birgir, sem aka í Mintex-alþjóðarallinu á morgun Meðal keppinauta [slendinganna verða tveir 330 hestafla Audi Quattro keppnisbflar frá Audi bflaverksmiðjunum. Teljast þeir líklegir til sigurs undir stjórn ökumannanna Stig Blomqvist og Harald Demuth. Á MORGUN, fóstudag, leggja rallökumennirnir íslensku Hafsteinn Hauksson og Birgir Viðar Halldórsson af stað í Mintex alþjóðarallið, sem fram fer í nágrenni York í Englandi. Munu þeir aka Escort RS 2000 bfl. Verða þeir þar með fyrstir íslenskra rallökumanna til þess að keppa á enskri grund og þeir fyrstu er stefna mark- visst að því að gerast atvinnu- menn í þessari íþrótt. Eins og Morgunblaðið hefur þegar greint frá njóta þeir aðstoðar eins atvinnurallökumanns Ford, Malcolm Wilson, við að komast á framfæri í Englandi eftir réttum leiðum. Morgun- blaðið spjallaði við þá Hafstein og Birgi í gær, en þá voru þeir staddir á verkstæði Malcolms, sem telst vera besta verkstæði Bretlands er sér um undirbún- ing rallbfla. Fyrir viku héldu Hafsteinn og Birgir til Englands til und- irbúnings fyrir keppnina og lá því beinast við að spyrja hvernig málin stæðu. Birgir varð fyrir svörum. „Bíllinn er í toppstandi og því allt i góðu Atvinnuökumaður Ford, Malcolm Wilson, sem aðstoðar Hafstein og Birgir í þeirra málum í Englandi. Ljósm. Mbl. Gunnlaugur. formi, ef undan er skilið það að við neyðumst til þess að fara æfingalausir í rallið! Ætlunin var að prófa bílinn nokkrum dögum fyrir keppni á malarvegum, en allir slíkir vegir eru í einkaeign og kostar 300 pund (9000 ísl. kr.) að leigja slíka vegi í einn dag. Við munum því sleppa því og get- um einungis æft lítilsháttar á malbiki. Verðum við því að fara rólegar af stað í byrjun en ætlunin var. Þessir öku- menn í kringum okkur eru búnir að aka á flestum þessara leiða í 10—12 ár og því nánast aldir upp í skóginum, þar sem sérleiðirnar eru. Malcolm Wilson sagði okkur það að undirlag veganna væri mjög misjafnt. Það gæti leynst hálka og klaki undir mölinni, þannig að þegar t.d. hemlað er fyrir beygju fari dekkin niður á klaka og bíllinn gæti hæg- lega losnað upp af veginum og endað í trjánum. „Fariði var- lega,“ sagði hann.“ „Það má geta þess í leiðinni að Malcolm mun gera sig ánægðan með 10. sæti á RS 1600 i bílnum er hann ekur,“ sagði Birgir, en Hafsteinn komst síðan að í símann, sem notaður var við samtalið til ís- lands. „Jarðvegur veganna hérna er töluvert öðruvísi en heima. Hann er mun mýkri og kemur sér því vel að hafa rásnúmer ofarlega, því bílar sem eru aft- arlega eiga það á hættu að aka í ruðningum forystubílanna. Það er algengt að langir spýttkaflar séu á leiðunum og síðan komi mjög krappir beygjukaflar á milli. Við próf- uðum bílinn á malbiki á mánudaginn og vinnslan var svakaleg. Bíllinn er allur mik- ið léttari á sér en hann var áður. Það gæti sett strik í reikninginn að viðgerðir eru ekki leyfðar nema á ákveðnum viðgerðarsvæðum, ekki út á þjóðveg eins og í keppni heima. Gæti komið upp sú staða að við þyrftum að aka nokkrar sérleiðir í einu án við- gerða.“ Verkstæði Malcolm Wilson mun sjá þeim Hafsteini og Birgi fyrir viðgerðarbíl, sem er sneisafullur af allskyns varahlutum og liggur við að hægt væri að smíða upp annan bíl ef með þyrfti svo mikið er lagt upp úr varahlutalagern- um. Tveir íslendingar verða hluti af viðgerðarmönnum þeirra, þeir Bjarmi Sigurgarð- arsson og Þórhallur Krist- jánsson. Þar sem Escort RS 200 bíll Hafsteins og Birgis er búinn 240 hestafla vél, (ekki 260 hestafla vél og beinni inn- spýtingu, eins og ætlað hafði verið), fá ófá dekkin að fjúka undir og undan bílnum á við- gerðarsvæðunum þar sem þau munu eyðast fljótt í keppn- inni. Keppnin er 1100 km löng og þar af eru 400 km sérleiðir. Til gamans má geta að bensín- eyðslan verður líklega um 250—300 lítrar þessa 1100 km. En svo við snúum okkur aft- ur að Hafsteini og Birgi, þá hafa ensku blöðin tekið þeim mjög, vel. Eitt virt bílablað kvað Hafstein vera „The rally- star from Iceland" sem myndi útleggjast á íslensku — rallstjarnan frá íslandi. Við skulum vona að það reynist orð að sönnu. Nánar verður sagt frá Mintes-rallinu í blað- inu á morgun. G.R. Hamborgari TiuO.t.ri i hádeginu, á kvoldin - heima í vinnunni, á ferðalögum, og hvar sem er. * 9 ****, •* **** ... "«**■*« >%5* -átið dósina standa í 5 mm.i heitu vatni í potti eða vaski, áður en hún er opnuð, og rétturinn er tilbuinn. Lykkjulok - enginn dósahnífur. Fæst t næstu verslun! Niðursuðuverksmiðjan ORA hf. Magnús Ketils- son - Kveðjuorð Fæddur 15. ágúst 1918 Dáinn 15. febrúar 1983 Það var fagur dagur og veður- blíða með eindæmum er mér bár- ust þær fregnir að Magnús væri allur. Hann bjóst skjótt til brott- farar, þó svo að ekki væri maður grunlaus um að heilsa hans væri farin að gefa sig. En það mátti aldrei ræða og var Maggi alltaf jafn hress og glaðvær. Magnús var fæddur og uppalinn í Bolungarvík og átti stóran hóp systkina. Hann lifði tímana tvenna og líf hans var vinna og aftur vinna og ekki fyrir sjálfan sig, heldur aðra. Það var líka fag- ur og minnisstæður dagur er Magnús kom fyrst heim í Gnúpu- fell. Það var um vor, fyrir tæpum 9 árum. Ég var ein heima og hafði sleppt út kvígukálfi, sem auðvitað voru regin mistök, því kusa varð óð og hljóp um víðan völl. Þá renndi í hlaðið bifreið og út steig grannur maður og bjartur yfirlit- um. Þar var þá kominn Magnús Ketilsson og var eitt fyrsta verk hans heima í Gnúpufelli að hand- sama kálfinn en svo sannarlega ekki það síðasta. Síðan hefur Maggi verið nær samfellt heima og verið foreldrum mínum ómet- anlegur, og er nú mikill harmur að þeim kveðinn. Já, þau eru æði mörg atvikin sem rifjast upp og verður mér allt- af minnisstætt er ég var á ísafirði sumarið 1978. Það sumar varð Maggi sextugur og var hann staddur í Bolungarvík. Einn dag- inn stóð hann inni á gólfi hjá mér og spurði hvort ég vildi ekki koma í kaffi út í Boiungarvík. Kaffi, — jú ég hélt nú það. Er ég fór svo að huga að heimferð um kvöldið rétti hann mér lyklana að bílnum sín- um og sagði, hana, þú getur farið á honum þangað sem þér sýnist. Þá vissi hann að mig langaði að skoða mig um á Vestfjörðum og var þá ekki kaffiboðið aðalástæðan, held- ur hitt að geta lánað bílinn. Svona var Maggi, alltaf mættur á stað- inn ef hann hélt að hann gæti gert eitthvað fyrir mann. Og oft, bæði fyrr og síðar, lánaði hann bílinn sinn, sem var raunverulega það eina sem hann átti. Maggi var ekki auðugur af veraldlegum gæðum og kærði sig hreint ekki um þau en hann var aftur á móti vel auðugur af andlegum verðmætum og hugs- aði fyrst og fremst um aðra til síðustu stundar og hans tilfinn- ingar og þarfir skiptu þar engu máli. Það er ómetanlegt að hafa fengið að kynnast slíkum manni. Maggi var einn úr fjölskyldunni og er nú skarð fyrir skildi. Við systkinin söknum hans sárt, en vitum þó að hann er enn hjá okkur þó að við sjáum hann ekki lengur. Um leið og við kveðjum Magga og þökkum honum allar skemmti- legu stundirnar og allt sem hann gerði fyrir okkur viljum við votta hinni öldnu móður hans og systk- inum okkar dýpstu samúð. „Far þú í friði. Friður (iuðs þig blessi. Hafdu þökk fyrir allt og allt.“ (V.Briem.) Svanhildur Daníelsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.