Morgunblaðið - 24.02.1983, Side 19

Morgunblaðið - 24.02.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1983 19 Afnám tekjuskattsins — stærsta kjarabótin — eftir Gunnar G. Schram Ranglátasti skatturinn hér á landi er tvímælalaust tekjuskatt- urinn. Hann er fyrst og fremst laun- þegaskattur, en í því flest veruleg mismunum í skattlagningu lands- manna. Það er greinilegt misrétti, sem erfitt er að sætta sig við og þarf að hverfa. Þar að auki hefur tekjuskatturinn orðið æ þyngri byrði ár frá ári með vaxandi eyðslu ríkisins og óráðsíu í fjár- málum. Af þessum sökum er það eitt stærsta hagsmunamál allra laun- þega landsins — langflestra landsmanna — að stórlega verði úr tekjuskattinum dregið eða hann afnuminn með öllu. Slíkt skref væri stórfelld kjarabót fyrir allan almenning. Það myndi þar að auki gera þær ráðstafanir, sem nú eru óhjákvæmilegar í efna- hagsmálum, miklum mun auð- veldari en ella. Ekki verður ráðið fram úr þeim gífurlega efnahags- vanda, sem þjóðin stendur nú frammi fyrir, nema með sam- drætti á mörgum sviðum efna- hagslifsins. Slíkum samdrætti sem áhrif hlýtur að hafa á efna- hag Iandsmanna verður best mætt með niðurfellingu tekjuskattsins. Þannig er unnt að verulegu leyti að komast hjá þeirri kjaraskerð- ingu, sem nú vofir yfir heimilum landsmanna. Þess vegna verður næsta ríkis- stjórn, sem mynduð verður að loknum kosningum, að hafa það sem forgangsverkefni að fella niður tekjuskattinn af almennum launatekjum í landinu. Tillagan um afnám samþykkt Á flokksráðs- og formannafundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var í byrjun desember síðastlið- inn, bar ég fram tillögu um að flokkurinn beitti sér fyrir þessari breytingu á skattheimtu ríkis- sjóðs, sem ég hefi hér lýst. Sú tillaga var samþykkt sam- hljóða og var tekin upp í stjórn- málaályktun flokksráðsfundarins. Sú stjórnmálaályktun markar stefnu Sjálfstæðisflokksins fram að næsta landsfundi og hún verð- ur grundvöllur kosningabaráttu hans á næstunni. Afnám tekju- skattsins á almennum launatekj- um er því orðinn stefnuskráratriði Sjálfstæðisflokksins. Það þurfa kjósendur að hafa i huga á næstu vikum og mánuðum. I mínum huga er ekki minnsti vafi á því að við þá stefnu verður staðið. Einn flokka landsins er Sjálfstæðis- flokkurinn nú reiðubúinn til þess að stíga þetta skref. Tugþúsundir manna munu þá hljóta stórfellda kjarabót — einmitt þeir, sem einna mest þurfa á henni að halda. Er unnt að afnema tekjuskattinn? Nú munu ýmsir spurja hvort hér séu ekki á ferðinni skýjaborgir einar — hvort ekki sé algjörlega óraunhæft að ætla sér að stíga þetta skref. Er það annað en inn- antómt loforð, sem aldrei verður unnt að standa við? Þeirri spurningu svara ég af- dráttarlaust neitandi. Ein ástæð- an til þess er sú að nákvæmlega þetta sama hefur einu sinni áður verið gert á Islandi. Viðreisnarstjórnin, undir for- ystu Ólafs Thors, lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum árið 1960 að afnema með öllu tekjuskattinn á almennum launatekjum og lækka verulega útsvörin. Með þeirri ráðstöfun voru um tuttugu þúsund launþegar gerðir tekju- skattslausir. Það þarf ekki ýkja frjótt ímyndunarafl til þess að gera sér í hugarlund hvaða áhrif þetta hafði á efnahags manna — hve gífurleg kjarabót fólst í þess- ari ráðstöfun. Þetta sýnir að slík skattalækk- un er fyllilega framkvæmanleg, ef vilji er fyrir hendi — nú ekki síður en árið 1960. Hún þarf nú að vera, eins og þá, þáttur í allsherjar áætlun um endurreisn íslenzkt efnahagslífs. Sjálfstæðisflokkur- Gunnar G. Schram inn einn er fær um að veita for- ystu í slíku endurreisnarstarfi. Um það bar viðreisnarstjórnin órækast vitni. Að vinna upp tekjutapið Þegar tekjuskatturinn var af- numinn 1960 og útsvörin lækkuð var óhjákvæmilegt að vinna upp það tekjutap ríkissjóðs vegna við- reisnaráformanna. Það var gert með því að söluskatturinn var hækkaður um 3 prósentustig. Sömu leið er að sjálfsögðu unnt að fara einnig nú. Ætla má að tekjuskatturinn af almennum launatekjum í landinu nemi rúm- lega 5% af tekjum ríkissjóðs. Það jafngildir um þremur söluskatts- stigum. Jafnvel þótt sölu- skatturinn yrði hækkaður að þessu marki á móti niðurfellingu tekjuskattsins er ekki minnsti vafi á því að það myndi koma miklu betur út fyrir alla launþega. Þá greiða menn lítið eitt meira af neyslu sinni, í stað þess að greiða nú 25—35% af tekjum sínum beint í ríkissjóð í mynd tekju- skattsins. Slíkt er ekki sambæri- legt og svo augljóst að um það verður varla deilt. Ég er hinsvegar þeirrar skoðun- ar að ekki eigi að gripa til þess ráðs að hækka söluskatt, þótt tekjuskattur verði afnuminn. Þess i stað á ríkissjóður að draga úr eyðslu sinni og útgjöldum sem þessari upphæð nemur. Það er kominn tími til að ríkið rifi seglin og láti af gegndarlausum fjár- austri í óarðbærar framkvæmdir um land allt, uppbótum og fjár- festingum sem engan rétt eiga á sér. Verslunarráð íslands hefur nýlega bent á raunhæf ráð til þess að spara allt að 2 milljarða króna í ríkisrekstrinum. Því fremur ætti að reynast unnt að draga saman útgjöldin um upphæð, sem er að- eins þriðjungur af þeirri upphæð. Mesta kjarabótin Það hefur lengi verið eitt helzta stefnumál launþegasamtaka landsins að draga stórlega úr beinum sköttum, sem jafnframt eru ranglátustu skattarnir. Það er kominn tími til að verkin tali í stað orða. Hver og einn getur litið í eigin barm og svarað þeirri spurningu hvaða kjarabót yrði stærri og mikilvægari en afnám tekju- skattsins. Það er raunhæfasta kjarabótin og hana er unnt að framkvæma ef fólkið í landinu veitir þeim liðsinni og brautar- gengi, sem fyrir því vilja berjast. Aukin þjónusta Olis iGaröabæ á beinni bnu Olís hefuropnaðglæsilega bensínstöð við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ. Stöðin er í beinni aksturslínu milli Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Reykjavíkur. Á Olís stöðinni í Garðabæ færðu bensín og díesel olíu úr hraðvirkum dælum. 1. flokks smurolíur frá B.P. og Mobil. Auk þess allskyns bílavörur og aðrar vörur. Verið velkomin í nýju Olís stödina í Gardabæ, — bensínstöd í beinni aksturslínu. Vn tööin lLLB Sími: 5 10 10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.