Morgunblaðið - 24.02.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.02.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1983 39 fclk f fréttum + Það var mikið um að vera í Rio de Janeiro nú um miðjan mánuðinn þegar hin árlega kjötkveðjuhátíð fór þar fram. Samban glumdi við í hverju horni og í fjóra sólarhringa samfleytt slepptu borgarbúar fram af sér beislinu. óhagstæður viðskiptajöfnuður og og verðbólgu- draugar voru gleymdir og grafnir en þegar upp var staðið voru nokkur þúsund hjónabönd farin í vask- inn og 126 manns farnir að dansa sömbuna í öðrum heimi. + Þessar áströlsku mæðgur, Patricia Guest og Shar- on dóttir hennar, standa hér á rústum heimilis síns, sem brann til kaldra kola í kjarreldunum, sem geisað hafa í landinu síðustu daga. Enn hefur ekki tekist að slökkva eldana enda hafa menn, sem vilja hefna harma sinna á samfé- laginu, séð sér leik á borði og komið af stað nýjum og nýjum eldum. Christina sér eftir peningunum í Jackie + Ef einhver nefnir nafnið Jackie Onassis gengur Christina Onassis af göflunum. Og ekki nóg með það. Nú neitar hún að borga Jackie þessar litlu 20 milljónir ísl. kr., sem hún féllst á að láta hana fá á ári hverju eftir lát föður síns. Mikill vinskapur hefur aldrei verið með þeim Jackie og Christinu en nú ríkir stórstyrjöld á milli þeirra. Christinu blæðir fjárausturinn í Jackie og ekki kannski að undra, því að það er af sem áður var, þegar faðir hennar stýrði einu stærsta skipafélagi í heimi. Þá átti hann 56 skip en nú eru þau 38 og þar af 14 á þurru landi. Sum stórskipanna hefur Christina neyðst til að selja og önnur munu brátt fara sömu leið. + Bandaríska kvikmyndaleikkonan Jessica Lange hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í tveimur kvikmyndum og er það í fyrsta sinn síðan 1942 að það gerist vestra. Hún hefur verið tilnefnd sem besta leikkonan fyrir leik sinn í myndinni „Frances" og sem besta leikkonan í aukahlutverki í mynd- inni „Tootsie", en í henni leikur Dustin Hoffman kynskipting. Á myndinni er Jessica Lange í hlut- verki sínu í „Frances". COSPER — Þegar ég gaf þér skipun um að henda honum út, átti ég við út um dyrnar en ekki gluggann. Námskeiö í minnisþjálfun I fræösiumiöstööinni Miögaröur veröur haldin kvöld- námskeiö í minnisþjálfun. Kenndar veröa áhrifamiklar aöferöir, sem tryggja a.m.k. þrefalt betra minni í starfi, námi og leik. Námskeiöiö byggir á aöferðum H. Lorayne, sem þykja hinar fremstu á sviöi minnisþjálfunar. Náms- fólki og öörum er þurfa aö treysta á gott minni er sérstaklega bent á námskeiöiö. Kennari: Gottskálk Þór Jensson. Tími: Byrjar 1. marz 1983. 16 tímar á kvöldum, á þriöjudagskvöldum og föstudagskvöldum kl. 17—19. Verö 1200 kr. Námsgögn og kaffiveitingar innifaliö. Skráning: Miögaröur, Bárugötu 11, sími 12980 milli kl. 10—16. /WÐG/1RÐUR Stór- útsala Dömudeild: Herradeild: Kjólaefni, Undirföt, metravara, sokkar, handklæði, skyrtur, diskaþurrkur. peysur. Allt selt fyrir ótrúlega lágt verð Egill Jacobsen Austurstræti 9 óflokksbundnir jafnt sem flokksbundnir stuöningsmenn Sjálfstæöisflokksins í Reykja- neskjördæmi sem kosningarétt muniö hafa í komandi alþingiskosningum hafiö einnig kosningarétt í prófkjöri flokksins um næstu helgi. Viö hvetjum ykkur til aö vera meö í prófkjör- inu og hafa þannig áhrif á rööun á framboös- lista Sjálfstæöisflokksins. Þid hafid vald til ad velja! Fylgismenn Gunnars G. Schram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.