Morgunblaðið - 24.02.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1983 Ingimar Haukur Ingimarsson framkvæmdastjóri vinnustofunnar Hugmyndir og útfærsla á sjúkrastöðinni ræddar, Ulið frá vinstri: Hendrik Bernd- Klappar sf., sem unnið hefur alla hönnun og teikningu »en, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Othar Örn Petersen og Ingimar Haukur. sjúkrastöðvarinnar nýju. Ljósm. Kristján Einarsson. Eitt skemmtilegasta verk- eftii sem ég hef unnið að — segir Ingimar Haukur Ingimarsson framkvæmdastjóri hjá Klöpp, sem hannað hefur hina nýju sjúkrastöð SÁA ByggingaframkvKmdir við hina nýju Sjúkrastöð Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið — SÁÁ — eru nú í fullum gangi. Sjúkrastöðin rís við Stórhöfða í Reykjavík, samtals 2.300 fermetra hús á tveimur hæöum, sem rúma mun 60 sjúklinga. ÞetU er fyrsti áfangi byggingarinnar, en fullbyggð getur Sjúkrastöðin rúmað um 120 manns. Það er Vinnustofan Klöpp hf. sem séð hefur um alla hönnun og teikningu hússins. Blaðamaður hitti Ingimar Hauk Ingimarsson arkitekt og framkvæmdastjóra Klappar og ra-ddi við hann um bygginguna. Anægjulegt samstarf við SÁÁ „Vinna við Sjúkrastöðina er eitthvert alskemmtilegasta verk- efni sem ég hef unnið að,“ sagði Ingimar Haukur, „Það er svo mikill hugur í SÁÁ-mönnum, svo mikill kraftur, bjartsýni og trú á það sem verið er að gera, að ég hef aldrei kynnst neinu viðlíka. Þetta hefur gert það að verkum að vinna við Sjúkrastöðina hefur gengið svona vel, en hraðinn á framkvæmdunum er mun meiri en menn eiga að venj- ast í byggingum sem þessum. Þá hefur það einnig skipt miklu máli, hve fagmannlega hefur verið að öílu staðið af hálfu SÁÁ. Þeir skipa þegar i upphafi bygginga- nefnd, sem séð hefur um alla fram- kvæmd málsins, og í öllum atriðum, stórum sem smáum, hefur verið kappkostað að ræða við kunnáttu- menn á hverju sviði, leitað er ráða hjá starfsfólki, revnslan af fyrri sjúkrastöðvum SÁÁ er nýtt, og svo mætti lengi telja. Hvergi er stigið feilspor, og árangurinn birtist í því að framkvæmdir hafa gengið mun hraðar og betur en almennt er talið eðlilegt eða venjulegt í byggingum sem þessum. Vinnubrögð SÁÁ í þessum fram- liggur við að segja jafnt að nóttu sem degi, voru þessir menn og aðrir úr samtökunum reiðubúnir að koma hingað og ræða hin ýmsu mál er upp komu. Við hringdum, sögðumst þurfa að ræða þetta eða hitt, og að skömmum tíma liðnum voru hingað komnir fimm, tiu eða fimmtán menn, sem gátu tekið ákvarðanir, gefið ráð og svarað spurningum. Hjá okkur hér hjá Vinnustofunni Klöpp hf. unnu svo aftur alls 18 manns að verkinu, og okkur tókst að ljúka því á þeim átta vikum, sem skriflegur samningur við SÁÁ gerði ráð fyrir. — Venjulegt hygg ég hins vegar að sé að svona verk taki ekki skemmri tíma en 12 til 14 mánuði. 1 byrjun töldum við heldur engar Ifk- ur á að unnt væri að ljúka verkinu á þessum tíma, þar sem SÁÁ-menn myndu þurfa lengri tíma til að fara yfir hin ýmsu atriði. Fljótlega kom hins vegar á daginn að þeim var alvara, og vegna þess hve þeir stóðu vel að þessu var okkur heldur ekk- ert að vanbúnaði að vinna verkið hratt.“ Silungapollur fyrirmyndin — Hver er fyrirmyndin að Sjúkrastöðinni, eða hvaða reynslu hefur Vinnustofan Klöpp hf. í hönnun mannvirkis sem þessa? „Fyrirmyndin er í rauninni sjúkrastöðin sem nú er rekin á Silungapolli. Það er að segja, að við höfum að ósk SÁÁ reynt að ná fram kostum húsnæðisins þar í þessu nýja húsi. Á Silungapolli er fremur þröngt, herbergin eru lítil, og það höfum við yfirfært á nýja húsinð, og umfram allt er mjög „heimilislegt" á Silungapolli, og það viljum við að verði einnig á Stór- höfða. Þetta á að vera heimili en ekki stofnun. Hingað koma oft mjög veikir menn, langt niðri andlega sem líkamlega, og umhverfið á stór- an þátt i að hjálpa mönnum til að líða vel. — Þetta varðandi herberg- in kann einhverjum að virðast und- arlegt, en þau eru höfð lítil af ásettu ráði. Sjúklingarnir eiga ekki að vera inni á herbergjunum, held- ur er ætlast til að þeir komi sem mest út og aðlagist þvi sem verið er að gera, og þá er þess einnig að gæta, að hér fara menn á fætur klukkan sjö árdegis, og dagskránni lýkur ekki fyrr en klukkan 22. Þannig líða þeir tfu dagar sem menn verða f Sjúkrastöðinni án þess að menn hafi tima eða ætlast sé til að þeir dvelji inni á herbergj- um sínum." — En herbergin eru öll eins- manns? „Nei, það er breytilegt, þau eru fyrir einn, tvo og fjóra. Einnig eru sjúkrastofur fyrir þá sem koma inn mjög veikir, en allir fara i ná- kvæma læknisskoðun þegar við komuna. Menn fara í bað og dvelja síðan í náttfötum og slopp meðan þeir eru á Sjúkrastöðinni, sofa á herbergjunum en deginum er varið f fræðslu- og samverustundir. En þetta sem þú spurðir um, um fyrirmyndina, þá er þvi til að svara, að raunveruleg fyrirmynd er ekki til að sjúkrastöð sem þessari. Hvorki hér heima né erlendis er til sjúkrastöð sem hefur verið byggð frá grunni með starfsemi af þessu tagi í huga, og því þurftum við að taka í bland mið af þeirri reynslu sem SÁÁ hefur af núverandi hús- næði, og svo af öðrum heilsugæslu- byggingum sem við hjá Vinnustof- unni Klöpp hf. höfum unnið að.“ Hvarvetna mætt mikilli velvild — Þú nefnir að samstarfið við SÁÁ hafi verið mjög gott, en hvern- ig gekk samstarfið við hið opinbera, sem stundum er sagt seint í svifum. Hefur framkvæmdahraðinn ekki verið of mikill fyir þá aðila? „Við höfum hvarvetna mætt mik- illi velvild, og það hefur komið í Ijós í þessu starfi, sem raunar var vitað áður, að félagar SÁÁ eru dreifðir um allt þjóðfélagið, og samtökin eiga velvild að mæta langt út fyrir raðir félagsmanna sinna. Það er erfitt að nefna nokkur nöfn þegar þakka á þá velvild sem verkinu hef- ur verið sýnd. Þó get ég nefnt Krist-, in Ragnarsson arkitekt, sem hefur með deiliskipulag Grafarvogssvæð- isins að gera, hann hefur reynst okkur afar vel. Hið sama má segja um gatnamálastjóra, bygginga- fulltrúa og aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar, svo og brunamálastjóra rlkisins, alls stað- ar höfum við mætt miklum skiln- ingi, þrátt fyrir að framkvæmdirn- ar hafi gengið hraðar en ætlast var til á hinu nýja svæði, sem Sjúkra- stöðin rís á.“ Gluggatjaldalitur ákveðinn! — Hversu ítarlegar eru teikn- ingar ykkar, teiknið þið húsgögn, innrettingar og slikt, eða leggið þið aðeins grófar grunnlínur? „Við teiknum og útfærum húsið til fulls, allt niður í hverja einstaka skrúfu! Við hðfum eins og ég sagði fyrr, lagt áherslu á að húsið verði sem heimilislegast. Húsið er steinsteypt, en öll loft eru úr viði, og það er mikið timbur notað innan dyra. Þá er gert ráð fyrir stórri blómastofu, er nær upp á milli hæða, þar sem verður gróður, tré, blóm og runnar, og á að gera húsið vistlegra og bjartara. Við leggjum einnig áherslu á að allur frágangur, svo sem á hurðum og dyraumbúnaði verði sem líkastur því sem gerist á venjulegu heimili. I herbergjum verða gluggakistur, og blóm í glugg- um, og við höfum þegar ákveðið lit á gluggatjöldum. — í framkvæmd sem þessari er tvimælalaust skyn- samlegt að standa þannig að mál- um, hnýta alla lausa enda og gera ráð fyrir öllu, f stað þess að skilja alla smáhlutina eftir, sem sfðan vilja vefjast fyrir mönnum. Húsgögnin teiknum við hins veg- ar ekki, en við munum verða með í ráðum um val þeirra, þannig að þau falli sem best að húsinu og þeim hugmyndum sem liggja að baki hönnun þess.“ Nýtist fyrir síðari áfanga — Þetta er aðeins fyrsti áfangi. Nýtist hann á einhvern hátt fyrir síðari áfanga byggingarinnar? „Já, húsið er byggt með það fyrir augum. Hér er til dæmis matsalur og eldhús, sem munu anna öllu hús- inu, vaktrými, læknastofur og fleira. Það er ekki vitað hver er í rauninni heppilegasta stærð Sjúkrastöðvar sem þessarar, en byrjað verður með 60 rúm, og þeim s'íðan hægt að fjölga í 120, en hver framtíðin verður, get ég ekki sagt til um á þessari stundu." — Og framkvæmdir ganga vel, nú eftir að teiknivinnu er lokið og byrjað á sjálfum byggingafram- kvæmdunum? „Já, framkvæmdir ganga vel, þar er unnið af sama hugarfarinu og mér virðist einkenna allt það sem SÁÁ-félgar taka sér fyrir hendur. Vörðufell hf. sér um framkvæmd- irnar, sem voru boðnar út, og ætl- unin er að taka húsið í notkun 1. október á þessu ári. Ég er ekki í vafa um að það tekst, þótt það verði erfitt og samtökin verði að treysta mjög á velvilja almennings í land- inu. Framkvæmdin kostar um 32 milljónir króna, svo þetta er mikið átak, en ég veit að þetta tekst,“ sagði Ingimar Haukur Ingimarsson að lokum. — AH -W innnnnnnnnnnnnnnnnmnmn ‘T kvæmdum mættu margir taka sér til fyrirmyndar." Jafnt að nóttu sem degi „Samstarfið við bygginganefnd Sjúkrastöðvarinnar hefur ekki síst verið ánægjulegt," heldur Ingimar Haukur áfram. „Formaður hennar er Othar örn Petersen lögfræðing- ur, framkvæmdastjóri Verktaka- sambands íslands, og aðrir í nefnd- inni eru þeir Ármann örn Ár- mannsson verktaki, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson framkvæmdastjóri SÁÁ, Hendrik Berndsen og Gunn- laugur Ragnarsson. Hér er á ferð- inni samvalið lið góðra manna, og þeir eiga hvað mestan þátt i hve þetta hefur unnist vel. Eins og gef- ur að skilja er margs að gæta í hönnun byggingar eins og þessarar, en það var sama hvenær var, mér UtliLsteikningar af hinni nýju sjúkrastoð SAA sem nú er að rísa við Stórhöfða í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.