Morgunblaðið - 24.02.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1983 Merkisberi sjálfstæðisstefnunnar — eftir Guðmar Magnús- son, bæjarfulltrúa, Seltjarnarnesi Um næstu helgi fer fram prófkjör í Reykjaneskjördæmi um val fram- bjóóenda til að skipa framboðslista Sjálfstæðisflokksins til næstu al- þingiskosninga. Einn frambjóðenda í prófkjörinu er Sigurgeir Sigurðs- son, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. í hálfan annan áratug höfum við Sigurgeir verið samstarfs- menn í bæjarmálum á Seltjarn- arnesi. Ég finn mig knúinn til þess að ganga fram fyrir skjöldu og hvetja alla stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi til að veita honum verðugt brautargengi í prófkjör- inu. Að öllum öðrum ólöstuðum, hefur Sigurgeir verið einn helzti merkisberi sjálfstæðisstefnunnar, á hans herðum hefur framkvæmd lágskattastefnu sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi hvílt. Þar hefur í verki verið sýnt, að hægt er að lækka skatta á lág- launafólki, en jafnframt halda uppi þjónustu við íbúana, ekki síð- ur en annars staðar gerist. Sigurgeir hefur tekist að gera að veruleika draum okkar Seltirn- inga um að reisa verndaðar íbuðir fyrir aldraða, með öðru eignar- formi en áður hefur þekkst hér á landi. Fjölmörgu öðru hefur Sig- urgeir áorkað á löngum og giftu- ríkum starfsferli sem bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, en læt ég nægja að nefna þetta tvennt. Hann er Sigurgeir Sigurðsson gjörkunnur heilbrigðiskerfi þjóð- arinnar, eftir langa setu í dag- gjaldanefnd sjúkrahúsa, hann á sæti i stjórn Samtaka islenskra sveitarfélaga, auk þess sem hann er formaður málefnanefndar Sjálfstæðisflokksins i sveitar- stjórnarmálum. Hann hefur verið fulltrúi íslands í Menningarmála- nefnd Evrópuráðsins. Sem vara- þingmaður hefur hann hreyft mörgum þjóðþrifamálum á Al- þingi, sem hann hefur ekki enn fengið tækifæri til að fylgja til sigurs á þeim vettvangi. Eftir áralanga viðkynningu og samstarf tel ég mér skylt að benda stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi á þennan dugmikla athafnamann, sem án efa á eftir að sýna á Al- þingi hvað í honum býr, fái hann til þess stuðning í prófkjörinu um næstu helgi. Ég skora á ykkur kjósendur að styðja framboð Sigurgeirs Sig- urðssonar. Til ungs fólks í Reykjaneskjördæmi — eftir Þorstein Halldórsson Undanfarna mánuði hefur mátt sjá þess glögg merki hjá flestum flokkum, og það um land allt, að kjósendum þykir nú tími til kominn að „stokka upp“ í þingliðinu. Þykir ungum kjósendum meðalaldur þing- manna orðinn æði hár. Hafa kjós- endur sýnt þennan hug sinn með því að styðja unga og galvaska menn í prófkjörunum og þannig rutt til að einhverju leyti á framboðslistunum. Ljóst er að ungt fólk, þ.e. fólk frá tvítugu til fertugs, er megin- þorri kjósenda. Það væri því æski- legt að Sjálfstæðisflokkurinn byði fram ungan mann á framboðslista Reykjaneskjördæmis, mann sem þekkir betur til vandamála ungs fólks en þeir sem eldri eru. Sjónarmið ungra kjósenda er að gera þurfi viðreisn í efnahags- og atvinnumálum. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ávallt flokka best treyst ungu fólki fyrir ábyrgð og stutt það til áhrifa. Um þann flokk þarf ungt fólk að fylkja sér með það fyrir augum að bæta hann innanfrá, í stað þess að hlaupa í fýlu til nýrra upphlaupsflokka sem segjast, til þess að kóróna vitleysuna, þar að auki vera á móti öllum flokkum. Ég mæli eindregið með að Bragi Michaelsson verði studdur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, sem haldið verður nú um helgina. Bragi hóf ungur að skipta sér af stjórnmál- um og hefur alltaf haft brennandi áhuga á því sviði. Hefur hann starfað ötullega að þeim verkefn- um sem honum hafa verið falin. Þótt Bragi sé enn ungur að árum, rétt 35 ára að aldri, hefur hann komið viða við á sviði þjóðmála, og Sigurlaug Bjarnadóttir við næstu kosningar. Og nú hefir kjördæmisráð enn uppi fyrirheit um prófkjör við þar-næstu kosn- ingarl! Fleira mætti nefna, sem þó skal ósagt látið. Fljótræöisleg vinnubrögð Það er því engin furða, þótt upp úr syði nú, og ég hlýt að harma hin fljótræðislegu vinnubrögð miðstjómar sl. föstudag, (þau Þorsteinn Halldórsson mörg eru þau verkefnin sem hann hefur leyst af hendi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn á liðnum árum. Innan Kópavogs er Bragi vel kunnur fyrir dugnað og fram- kvæmdasemi. minna helzt á kjördæmisráðið fyrir vestan) þar sem málsaðila, undirritaðri, var synjað um að skýra málið frá sinni hlið. Ég fæ ekki betur séð, en að miðstjórn hafi tekið þá afstöðu, að synjun um tvo flokkslista í sama kjör- dæmi skuli skoðast sem algild regla án tillits til aðstæðna. Slíkur ósveigjanleiki er, að ég tel, í senn óhyggilegur og skaðlegur fyrir flokkinn, og minna má á, að ótví- rætt er gert ráð fyrir möguleika á tveimur flokkslistum í sama kjör- dæmi, í gildandi kosningalögum, 41. gr. Flokkshollusta og flokks- vald sem ekki lítur til beggja handa heldur aðeins beint af aug- um kann ekki góðri lukku að stýra. Breytt viðhorf Það er greinilegt, að viðhorf Bjarna heitins Benediktssonar í þessum málum eiga ekki lengur hljómgrunn í miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins. I grein, er ég skrifaði nýlega í Mbl., vitnaði ég i þing- ræðu, er Bjarni flutti árið 1958, þar sem hann mælti með tveimur Síðustu árin hefur Bragi setið í bæjarstjórn Kópavogs og á þar nú sæti í bæjarráði. Hafa honum ver- ið falin ýmis vandasöm verkefni m.a. í skipulagsnefnd, skólanefnd og í tómstundaráði svo eitthvað sé nefnt. í hinu daglega starfi sínu hjá Byggung, Kópavogi, sem hann stofnaði ásamt öðrum 1974, hefur Bragi öðlast innsýn í vandamál þau sem blasa við unga fólkinu sem er að byggja. Erfiðleikar hús- byggjenda um þessar mundir eru meiri en þolað verður og er það vissa mín að Bragi verði góður málsvari þeirra á þingi. Leyfi ég mér að skora á Reykja- nesbúa að styðja Braga Michaels- son, þegar gengið verður að kjör- borðinu í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins nú um helgina. Bragi er verðugur sem fulltrúi Reykjaness á Alþingi. Sér í lagi hvet ég ungt fólk til að fjölmenna á kjörstað og veita Braga brautargengi. Þorsteinn Halldórsson formaður FUS TÝS, Kópavogi. flokkslistum í sama kjördæmi sem góðum kosti, þannig, að óánægðir hópar innan flokks gætu farið í sérframboð, án þess að rýra fylgi flokksins. Nú telur forystusveit Sjálfstæðisflokksins sig hinsvegar hafa efni á að kasta frá sér drjúg- um hluta fylgis síns í einu kjör- dæmi án þess að depla auga. Nú skal það vera „harkan sex“, sem gildir, — og ekkert múður. Það rifjast upp fyrir mér í þessu sambandi, að fyrir nokkrum árum risu upp óánægðar konur innan sænska hægri flokksins (moderata Samlingspartiet) í einu léni Suð- ur-Svíþjóðar og buðu fram sér- stakan kvennalista. Þ«r komust fyrirfram aó samkomulagi við flokksforustuna um, að þær byðu fram í nafni flokksins. Þeim var spáð 3 þús. atkvæðum, en fengu 12 þús. — og konu á þing. Hvert at- kvæði nýttist flokksheildinni. Leiði hjá mér langlokuna Langloku Engilberts Ingvars- sonar, formanns kjördæmisráðs Vestfjarða, sem birtist í Mbl. sl. þriðjudag, leiði ég hjá mér að svara. Þar kom ekkert nýtt fram né honum sjálfum til málsbóta. Ummæli hans um sérstaka aðstoð hans mér til handa og „fulla hátt- vísi og kurteisi" gagnvart mér „í þessu framboðsmáli" hljóma væg- ast sagt hlálega. Að því er varðar ummæli 1. þingmanns Vestfjarða, í samn blaði og grein Tyrðilsmýrarbónd- ans, þar sem hann gerir stóran hóp vestfirzkra sjálfstæðismanna að fjendum sínum og flokksins, þá vil ég, gagnstætt stríðsyfirlýsingu hans lýsa því yfir, að ég mun sem fyrr standa í kosningabaráttunni þétt við hlið Matthíasar Bjarna- sonar í sókn og vörn fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins. Mér finnst, að stríðshanzkanum hafi hér verið kastað óþarflega snemma. Því ég vil benda mönnum á, að enda þótt sérframboð okkar vestra kunni að lita út sem klofn- ingsframboð, þá stefnir það í raun og veru að samstarfi og samein- ingu með því að setja á oddinn kröfu hins almenna kjósanda um heiðarleg og lýðræðisleg vinnu- brögð. „Harkan sex“ — eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur Á fundi miðstjórnar Sjálfstæð- isflokksins sl. föstudag var hafnað hugmynd um DD-lista sérfram- boðs sjálfstæðismanna á Vest- fjörðum. Undirrituð, sem á sæti í miðstjórn, var veðurteppt vestur á ísafirði og komst því ekki á þenn- an fund. Ég sendi hinsvegar boð inn á fundinn — tilmæli um að miðstjórn tæki ekki endanlega af- stöðu, eða birti neikvæðar yfirlýs- ingar um málið, fyrr en mér hefði gefist kostur á að gera miðstjórn grein fyrir mínu máli og sérfram- boðsins vestra. Þessi tilmæli mín voru virt að vettugi, málið tekið fyrir og afgreitt snarlega með fyrrgreindum hætti. Ekki sömu aðstæður f frétt í Mbl. sl. sunnudag af þessum miðstjórnarfundi var á það bent, að ég hefði á sínum tíma stutt þá ákvörðun miðstjórnar að hafna beiðni sérframboða í Suður- landskjördæmi og Norðurlandi eystra um DD-lista við kosningar 1979. Þetta er rétt. En hefðu flokkssystkini mín í miðstjórn nú gefið sér tíma til að staldra ögn við og athuga sinn gang tel ég lík- legt, að þau hefðu greint kjarna málsins: að aðstæður í Vestfjarða- kjördæmi nú eru með töluvert öðr- um hætti en í hinum kjördæmun- um tveimur við síðustu kosningar. Má þá í fyrsta lagi nefna þá stað- reynd, að Vestfirðir eru nú eina kjördæmi landsins þar sem því fékkst ekki framgengt, að prófkjör yrði viðhaft hjá Sjálfstæðisfiokkn- um. f annan stað skal á það bent, að með synjun kjördæmisráðs Vestfjarða nú við prófkjöri er endurtekin nákvæmlega sama sagan og 1979, þegar prófkjöri var hafn- að en uppi höfð loforð um prófkjör STUÐNINGSFÓLK SJALFSTÆÐISFLOKKSINS í REYKJANESKJÖRDÆMI Takiö þátt í prófkjörinu og tryggið ELLERT EIRÍKSSYNI öruggt sæti á framboðslista flokksins SAMTAKA TIL SIGURS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.