Morgunblaðið - 24.02.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.02.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1983 3 Unnið að uppsetningu sýningarinnar. Ragnar Axelsson, Morgunblaðinu og Friðþjófur Helgason DV og Frjálsu framtaki, vinna að upphengingu mynda Jim Smart hjá Helgarpóstinum, þar sem þekkja má ýmsa þekkta menn úr þjóðlífinu. MorgunbladiÖ/Emilía. Fréttaljósmyndarar með sýningu: 200 myndir eftir 21 ljósmyndara Samtök fréttaljósmyndara efna til sýningar á Ijósmyndum félags- manna sinna að Kjarvalsstöðum, dagana 24. febrúar til 8. mars. A sýningunni eru 200 Ijósmyndir eftir 21 Ijósmyndara og kennir þar margra grasa. Þar er um að ræða fréttamyndir, portret og stemningsmyndir, bæði í svart hvítu og í lit. Opnunardaginn, sem er í dag fimmtudag, opnar sýningin kl. 18.00 og er þá aðeins opin boðsgestum. Annars er opnun- artími sýningarinnar sem hér segir; virka daga kl. 16.00—22.00 og um helgar frá 14.00-22.00. Á meðan á sýningunni stend- ur verða flutt þar þrjú erindi og einir tónleikar haldnir. Fyrsta erindið flytur ómar Ragnars- son, fréttamaður 27. febrúar, klukkan 20.30 og fjallar hann um fréttir í máli og myndum. Annað erindið er á dagskrá á sama tíma 3. mars, en þá flytur Sigurjón Jóhannsson erindi um fréttaljósmyndir. Þá mun Ind- riði G. Þorsteinsson, rithöfund- ur flytja erindi um þróun blaðamennsku á íslandi. Verð- ur það á dagskrá 6. mars kl. 16.00. Tónleikarnir verða á dagskrá 1. mars kl. 20.30. Þar munu nemendur í tónskóla Sig- ursveins láta í sér heyra. Fölsuðu rússnesku peningarnir: Verðmæti þeirra a.m.k. 327.000 kr. GULLVERÐ fölsuðu rússnesku peninganna, sem Morgunblaðið skýrði frá í síðustu viku, nemur tæpum 1.850 krónum á hvern ein- stakan pening miðað við að verð gullúnsunnar sé rúmir 505 dollar- ar eins og það var í gær. Þar af leiðir að heildarverð þeirra 177 gullpeninga, sem fundizt hafa er rúmar 327.000 krónur. Að sögn Ragnars Borg, sem séð hefur um myntþætti í Morgun- blaðinu mörg undanfarin ár, er því hér um veruleg verðmæti að ræða, þótt peningarnir séu falsað- ir. Hann sagði ennfremur, að hann byggist við að verðmæti pen- inganna sem safngripa, þótt fals- aðir séu, væri talsvert meira. Hins vegar var hann efins um að Seðla- bankinn, sem varðveitir pen- ingana eftir upptöku ríkissjóðs, geti selt þá sem safngripi, þar sem þeir eru falsaðir. Hann taldi þó möguleika á því að unnt væri að skipta á þeim og annarri safn- mynt. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu fann verkamaður við Reykjavíkurhöfn umrædda pen- inga um borð í Gullfossi á árinu 1961. Nokkru magni var stolið frá honum og aðra seldi hann. Einnig seldi þjófurinn þann hluta pen- inganna, sem hann hafði komizt yfir. í myntþætti Ragnars Borg, þar sem hann fjallaði um þessa gullpenigna, sagði hann frá hæstaréttardómi, sem kveðinn var upp árið 1963. Þar var kveðið svo á að þeir, sem keypt hefðu pen- ingana í góðri trú, hefðu forgang að andvirði þeirra gullpeninga, sem lögreglan gerði upptæka. Enginn þessara aðila mun hafa fengið uppgert, hvorki frá ríkis- sjóði né Seðlabankanum, andvirði peninganna. RKÍ sendi 3 þús- und pör af skóm til Póllands FYRIR nokkru sendi Rauði kross íslands þrjú þúsund pör af skóm til Póllands, sem keyptir voru af skóinnflytjanda í Reykja- vík. Jón Asgeirsson, fram- kvæmdastjóri RKÍ, sagði í gær, að þörf á skófatnaði væri mjög brýn meðal almennings í Pól- landi. Því hefði hann kynnst af eign raun á ferð sinni um Pól- land á síðasta ári, en fólk ætti vart skó til daglegra nota, hvað þá til skiptanna. Þá hefði beiðni um skófatnað verið meðal þess, sem óskað var eftir í hjálpar- beiðni þeirri, sem Rauði kross- inn kom á framfæri við RKÍ á sínum tíma. Jón Ásgeirsson sagði að RKÍ hefði nú sent lýsi, fatnað, lyf, hjúkrunarvörur og kjöt fyrir tæplega 100 þúsund dollara eða tæpar 2 milljónir króna til Pól- lands. Fyrir nokkru voru send 5 tonn af lýsi til Póllands og var það þriðja lýsissendingin, sem fór héðan til Póllands. Raunhœft mat á verðtilboðum skiptir miklu þegar ákvarðanir eru teknar um utanlandsferð. Upphrópanir og hástemmd lýsingarorð eiga engan veginn við, verðlistarnir segja allt sem segja þarí. Samvinnuferðir-Landsýn býður ein íslenskra ferðaskriístofa upp á íerðir til Portoroz, Grikklands og sumarhúsa í Hollandi. Verðsamanburð- ur er því eríiður, en til Ítalíu og sumarhúsa í Danmörku er unnt að fara með tveimur ferðaskriístoíum. Við geíum hór dœmi um verð beggja aðila og ávallt er miðað við eðlilegan íjölda í íbúð og gististaði sem sambœrilegir eru að gœðum. Hér er ekki tekið hœsta og lœgsta verð, hvergi er reynt að skekkja myndina heldur leitast við að draga upp raunhœfar tölur beggja aðila. M. 28.690 pú*und m enfllnn ,ss sern eI'«‘ ^egna^- Italía Ágústlerðir. tjórir í íbúð. hjón með tvó böm, t.d. ber9‘ Tvœr vikur 5 og 9 ára, tvö svetnher- Þrjár vikur Sumarhús í Danmörku Júnííerö, tvœr vlkur, fjórír í sumarhúsi, hjón með tvö böm. Samvinnuferðir Landsýn Samkeppnis- aðili Samvinnuferðir Landsýn Samkeppnis- aðili Verð f. hvern einstakling 14 100 16.500 17.100 19.740 Heildarverð allrar fjöl- skyldunnar 56.400 66.000 68.400 78.960 Ðarnaafsláttur -7000 -4.500 -7 000 -6.300 Aðildarfélags- afsláttur -3.600 -0 -3 800 -0 Rétt verð 45 800 61.500 57.800 72.660 Mismunur 34% eða kr. 15 700 25% eða kr. 14.860 Samvinnuferðir- Landsýn Samkeppnis- aðili Verð fyrir hvem einstakling 9.600 10.790 Heildarverð allrar fjölskyldunnar 38.400 43.160 Barnaafsláttur -5.000 -6 000 Aðildarfélagsafsláttur -3.600 -0 Rétt verð 20 800 37.160 Mismunur 24%eðakr 7 360 Verð beggja aðila miðast við gengi 5. jan. 1983. Verð Samvinnuferða-Landsýnar miðast við gengi 5. jan. 1983. Verð samkeppnisaðila miðast við gengi 1. feb. 1983 Fúnmleiðirtil fægri kostnaðarogléttari greiöslubyrði 1, Jafn ferðakostnaður til 1. júní Landsbyggðartólki er boðið ókeypis fluglai ttl og trd Reykjavik á óUum áœtlúnarleiðum Arnarflugs og Flugleiða. 2. Aðildarfélagsafsláttur til 1. maí AðUdartélagsalsláttur er kx 1-200 fyrir tuUorðna og kr 600 tynr börn ÖU tjölskyldan tœr aísláU et annað toreldrið er t elnhverju hinnd fjölmörgu aðUdarfólaga. 3. Sl-kjör til 1. apríl SL-kjörln testa verð terðarinnar og koma i veg tyrir hvers kyns hœkkun al völdum gengisbreytinga eða hœkkunar á eldsneytisverði. 4.5% staðgreiðsluafsláttur Nv leið tU lœgri kostnaðar 5% alslátiui er veittur et greitt er að iuUu a.m.k. tvetmur vUcum tyrir brottlor. 5. SL-ferðavelta Einkar hentugt spariveltukerfi þor sem unnt er að diella feiðakostnaði á langan tima og létta grelðslu- bviöi verulega. Með þátttöku Samvtnnuterða-Landsýnar verður afborgunartími lengn en t öllum öðrum spariveltukerium. Allai nánari upplýslngar í ierðabœkllngnum. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.