Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 Sovéska menningarhöllin í Varsjá, dýrðlegasta húsið í borginni að því er borgarhúar segja. Það er vegna þess, að úr turningum er hægt að sjá yfir alla Varsjá án þess þó að reka augun í höllina. „Ekki ölmusa — heldur hjálp við fólk í nauðum“ Fylgst með matvælasendingu frá Hjálparstofnun íslensku kirkjunnar til Póllands Eins og alkunna er hefur Hjálparstofnun íslensku kirkjunnar lagt mikið af mörkum til hjálparstarfsins í Póllandi, sent þangað mörg hundruð lestir af matvælum og aðrar nauðsynj- ar, sem kirkjunnar menn í Póllandi, jafnt kaþólskir sem mótmælendur, hafa síðan séð um að dreifa til þurfandi fólks. Um síöustu mánaðamót var einni slíkri sendingu, 100 lestum af ærkjöti, skipað upp úr Bæjarfossi í höfninni í Gdynia og gafst þá tveimur fréttamönnum, frá Morgunblaðinu og út- varpinu tækifæri til að slást í för með þeim Guðmundi Ein- arssyni, framkvæmdastjóra Hjálparstofnunar, og Sigurjóni Heiðarssyni, skrifstofustjóra, en þeir reyna jafnan að fylgjast með því að matvælin komist í hendur réttra viðtakenda. Það fylgir því ávallt nokkur eft- irvænting að koma til ókunns lands og það dró heldur ekki úr henni, að þetta var í fyrsta sinn sem ég hafði komist austur fyrir járntjaldið svokallaða. Pólland hefur auk þess mikla sérstöðu vegna þeirra atburða, sem þar hafa átt sér stað, vonanna, sem bundnar voru við Samstöðu, her- laganna og allt að því hungurs- neyðar í landinu um nokkurt skeið. Segja má að ferðin til Póllands hafi byrjað í Svíþjóð, bænum Ystad á Eystrasaltsströndinni, en þaðan sigldum við með pólskri ferju yfir til Swinoujscie, eða Swinemúnde, rétt við landamærin að Austur-Þýskalandi. Siglingin tekur átta stundir og var lagst að árla morguns, laugardaginn 26. febrúar. Tollskoðunin gekk greið- ar fyrir sig en ég hafði sjálfur átt von á, passarnir að vísu tvískoðað- ir en að því búnu létu tollverðirnir sér nægja að kíkja svona til mála- mynda ofan í skottið á BMW-bíla- leigubílnum, sem við höfðum tekið á leigu í Kaupmannahöfn. Þrúgandi grámóska Ferðin til Gdynia eftir strönd Eystrasaltsins tekur um fjóra til fimm tíma og liggur leiðin að mestu um landbúnaðarhéruð þar sem skiptast á akrar og skógar- reinar. Oðru hverju er ekið um lít- il sveitaþorp en aðeins farið um tvær borgir, Koszalin og Slupsk. Það þarf ekki langt að fara i Póllandi til að komast að raun um að maður er ekki staddur { neinu vestrænu velferðarríki og það, sem vakti strax athygli mína, var, að það var einhver þrúgandi grámóska yfir öllu, bæjunum og borgunum og landinu sjálfu. Und- antekning var ef einhvers staðar örlaði fyrir málningu og manna- bústaðir og aðrar byggingar báru vott um niðurníðslu og viðhalds- leysi. Mengun er mikil og kannski ekki að undra því að heita má að landið sé allt kolakynt og hreinsi- tæki munu vera allt að því óþekkt fyrirbrigði. Verksmiðjustrompar spúðu eimyrjunni óhreinsaðri út í loftið og það leyndi sér ekki þegar verið var að kynda upp f fjölbýl- ishúsunum því að þá lagði kol- svartan mökkinn yfir byggðina allt um kring. Hinn almáttugi dollari Við komum til Gdynia síðdegis og vistuðumst strax á einu helsta hóteli í borginni, Grand Hotel, sem er nokkuð mikil bygging í Viktoríustíl. Það var áður víð- frægt spilavíti en má nú muna sinn fífil fegri. Á pólskum hótelum og annars staðar þar sem erlendra eða vest- rænna gesta er von úir og grúir af mönnum, sem vilja „skipta á pen- ingurn", þ.e.a.s. kaupa dollara eða annan erlendan gjaldeyri fyrir pólsk zloty. í Póllandi er allsherj- arvöruskortur en fyrir dollarann er allt falt á svartamarkaðnum eða dollarabúðunum svokölluðu. Séra Zdzislaw Pawlik, formaður fyrir kirkjuráði lútersku safnaðanna í Póllandi. Á hans herðum hefur fyrst og fremst hvílt að dreifa mat- vælunum frí Hjálparstofnun kirkj- unnar. Þessi mynd var tekin fyrir tæpu ári, þegar séra Pawlik var staddur hér á landi. Opinber gengisskráning segir, að 86 zloty fáist fyrir einn dollara en „harkararnir", sem við kölluðum svo, nota þá tölu aðeins sem við- miðun og margfalda hana með fjórum eða fimm. Ekki létum við þó fallast í þá freistni að skipta við þessa menn enda höfðu þeir Hjálparstofnunarmenn varað okkur við. Það væri eins víst, að yfirvöldin hefðu sína útsendara i þessum hópi eins og alls staðar annars staðar. Dollarabúðirnar í austantjalds- löndunum eru skrýtið fyrirbrigði. Þær eru aðeins fyrir hina útvöldu, þá, sem eiga dollara. Pólverjar eru sjálfir orðnir vanir þessu fyrir- komulagi en það lá við að mér fyndist það niðurlægjandi fyrir þeirra hönd að versla í þeim. í raun eru þær ekkert nema opinber viðurkenning á gjaldþrota þjóðfé- lagskerfi. Biðraðirnar byrja klukkan fimm á morgnana Okkur gafst ekki mikill tími til að skoða okkur um i Gdynia enda í mörg horn að líta við að undirbúa komu Bæjarfoss og hafa allt klárt þegar þar að kæmi. Við fórum þó aðeins um i miðborginni, á einni helstu verslunargötunni, en þar var heldur tómlegt um að litast og flestar verslanir galtómar. Ég innti leigubilstjórann, sem keyrði okkur, eftir biðröðunum en hann sagði, að það þýddi ekkert að vera að leita að þeim um miðjan dag. Konan sín færi ofan á hverjum morgni klukkan fimm og fyrir miðjan morgun væri allt uppurið. Framtíðin er barnanna og kannski vonin líka Það vakti athygli mína, að þrátt fyrir erfiðleikana virtist fólk al- mennt vel klætt og einkanlega börnin. Mér lék forvitni á að vita hvernig á þessu stæði og vakti máls á því við mann, sem ég ræddi nokkuð við. Hann kvaðst hafa skýringuna á reiðum höndum. Hún væri sú, að Pólverjar væru búnir að missa vonina, i bili að minnsta kosti. Þeim væri sama um allt, allt nema börnin. Þeirra væri framtíðin og kannski vonin líka. Þess vegna væri ekkert of gott handa börnunum. Þessi maður sagði mér nokkuð frá launakjörum sínum. Hann kvaðst hafa 6—7000 zloty í laun á mánuði, sem eru 1500 islenskar krónur ef miðað er við opinbert gengi. Verðbólgan og dýrtiðin í landinu gera það hins vegar að verkum, að miklu raunhæfara er að miða við gengi svartamar- kaðsbraskaranna og deila í krón- urnar með fjórum. Hann var ein- hleypur og bjó hjá foreldrum sín- um og sagðist ekki skilja í því hvernig hann kæmist annars af. Hann sagðist ekki einu sinni velta því fyrir sér að stofna sitt eigið heimili, 14—15 ára biðtími væri eftir íbúð frá hinu opinbera og mánaðarleiga fyrir örlitla kytru væri um 5000 zloty, næstum öll launin hans. Honum væru því all- ar bjargir bannaðar. Hann gæti ekkert farið og ekkert veitt sér. Helsta skemmtunin væri að hlusta á vestrænar útvarpsstöðv- ar, t.d. BBC á pólsku, en engar truflanir eru á þessum sendingum. Kjötinu fylgt eftir til Varsjár Bæjarfoss kom til Gdynia á til- settum tíma en kjötinu var þó ekki skipað upp fyrr en um miðjan dag daginn eftir. Venjan hefur verið sú, að mót- mælendakirkjurnar í Póllandi, sem 6—7% þjóðarinnar teljast til, hafa séð um að dreifa aðstoðinni frá Hjálparstofnuninni en að þessu sinni hafði verið ákveðið að láta það í hendur kaþólsku kirkj- unni. f Gdynia fengum við að vita, að kjötið ætti að fara i þrjá staði, til Varsjár, Poznan og Katowice, og var þá ákveðið að fylgja eftir sendingunni til höfuðborgarinnar. Þangað Iögðum við af stað um kl. tiu á miðvikudagsmorgni og þóttumst hafa tímann vel fyrir okkur því að þótt flutningabílarn- ir hefðu a.m.k. tveggja tíma for- skot á okkur þá átti eftir að skera kjötskrokkana niður áður en þeim yrði úthlutað. Ferðin suður til Varsjár tók um sex klukkutíma þótt vegalengdin sé ekki nema eitthvað á fjórða hundrað km. Þjóðbrautirnar pólsku eru nefni- lega engar hraðbrautir, yfirleitt bara ein akrein og miklar hraða- takmarkanir, mest 90 km á klst. á sumum spottunum, en annars 70 og 50 þar sem mestrar aðgæslu þótti þörf. Það tafði líka nokkuð, að pólska lögreglan lá víða á fleti fyrir með radarana sína, tilbúin að taka hvern þann, sem dirfðist að aka hraðar en lög leyfðu. Viðurlögin við slikum brotum eru sektir, sem menn greiða á staðnum, og vorum við því vel birgir af zlotyum ef á þyrfti að halda. Til þess kom hins vegar ekki, þvi að pólskir öku- menn hafa þann háttinn á, að þeg- ar þeir eru komnir framhjá ein- hverri lögreglugildrunni vara þeir ökumenn, sem á móti koma, við með því að blikka ljósunum. Engin vettlingatök við úthlutunina Þegar við komum til Varsjár komum við okkur fyrir á hóteli sem Solec heitir og Sviar byggðu og snerum okkur síðan að þvi að forvitnast um kjötið. Þá kom í ljós, að allt var um garð gengið. Búið að sneiða niður skrokkana og senda þá til þurfandi fólks í kirkjusóknum f kringum Varsjá. Þeim Hjálparstofnunarmönnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.