Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 5 Glugginn: Sýnd verða atriði úr kvikmyndinni „Húsinu“ og nett við aðstandendur hennar, þá Egil Eðvarðsson og Snorra Þórisson, sem eru hér að störfum við kvikmyndunina (fyrir miðri mynd) ásamt aðstoðarfólki sínu, Sigfúsi Guðmundssyni, Ingibjörgu Briem og Sigmundi Arthúrssyni. Glugginn kl. 20.50: Ný menningarmiðstöð, Húsið og Oresteia Á dagskrá sjónvarps kl. 20.50 er Glugginn — þáttur um listir, menningarmál og fleira. Umsjón- armaður Sveinbjörn I. Bald- vinsson. Skoðuð verður nýja menning- armiðstöðin í Breiðholti og rætt við Markús Örn Antonsson borg- arfulltrúa, Elfu Björk Gunn- arsdóttur og Elísabetu Þóris- dóttur. Sýnd verða atriði úr kvikmyndinni „Húsinu" og rætt við aðstandendur hennar, þá Eg- il Eðvarðsson og Snorra Þóris- son. Fjallað verður um sýningu Þjóðleikhússins á óresteiu eftir gríska harmleikjaskáldið Eskýl- os og sýnt atriði úr leiknum, auk þess sem rætt verður við Svein Einarsson. Ernie Wilkins, Rúnar Georgsson, Guðmundur Ing- ólfsson, Tómas R. Einarsson og Guðmundur Steingrímsson flytja djasstónlist. Ernie Wilk- ins er bandarískur saxófónleik- ari og hljómsveitarstjóri og lék m.a. í hljómsveit Count Basie fyrr á árum. Síðan verður rætt við Vernharð Linnet, formann Jazzvakningar, í tilefni þess að félagið er að gefa út plötu með upptökum af leik Gunnars Ormslev. Stundin okkar kl. 18.00: Þrettán ára söngkona, dæmi- saga og hjólaskautadans Á dagskrá sjónvarps kl. 18.00 er Stundin okkar. Umsjónarmaður Bryndís Schram. Upptöku stjórn- aði Viðar Víkingsson. í Stundinni okkar verður farið í Tívolí hjá skátum á Akranesi. Ingunn Gylfadóttir, 13 ára, frá Seyðisfirði syngur lagið „Bæj- arbragur". Flutt verður mynd- skreytt saga úr Dæmisögum Es- óps; Þorsteinn frá Hamri þýddi, Jónína Guðmundsdóttir mynd- skreytti og Arnhildur Jónsdóttir les. Þrjár stelpur frá Akranesi sýna hjólaskautadans. Fram- haldsleikritið Sara Klara heldur áfram. Höfundar þess eru Auður Haralds og Valdís Óskarsdóttir, en Edda Björgvinsdóttir leikur. Þessi þáttur nefnist „Sara Klara á réttri hillu". Loks verða teikni- myndasögurnar „Blámann" og „Einmitt svona sögur". Sunnudagsstúdíóið — kl. 20.00: Krakkar á krossgötum og strákar í bifvélavirkjun Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.00 er SunnudagsstúdíóiA — Útvarp unga fólksins, Guðrún Birgisdóttir stjórnar. Guðrún sagði: — Ég tala fyrst við 13 ára gamla stelpu frá Seyð- isfirði, Ingunni Gylfadóttur, sem m.a. hefur leikið á trommur i kvennahljómsveitinni Maríu þar eystra, en Ingunn er að gefa út plötu, sem kemur á markaðinn eftir helgina. Platan heitir Krakkar á krossgötum og er svo- lítið sérstök að mínu mati, fjallar um táninga og samskipti þeirra við eldri kynslóðina. Lögin eru dönsk, en textarnir íslenskir og hljómsveitin Friðryk spilar undir söngnum hjá Ingunni. í þessum þætti bregðum við okkur í fyrstu kynnisferðina af fleiri fyrirhug- uðum í skóla og varð Iðnskólinn í Reykjavík efstur á blaði. Við SunnudagsstúdíóiA: Rætt verAur viA Ingunni Gylfadóttur, 13 ára gamlan söngvara og tónlistarmann frá SeyA- isfirAi, sem er aA gefa út plötu. göngum á fund skólastjórans og lítum svo inn f bifvélavirkjadeild- ina og spjöllum við strákana, en þar voru engar stelpur. Nú, svo verður bréfalestur eins og venju- lega og fréttatíminn. ein af þeim allra bestu Rimini á Italíu er einhver vinsœlasti sumarleyíisstaður sem völ er á. Þangað flykkjast íslendingar í stórum stíl, slaka á í langþráðu sumarleyíi við hreina og fallega ströndina og njóta þess á milli fjölbreytts skemmtanalífs, fróðlegra skoðunarferða og stuttra verslunarleiðangra um nágrennið. Fyrir fjölskylduíólk er Rimini hrein gullnáma. Börn og fullorðnir finna þar endalaus viðíangsefni við sitt hœfi og auðvitað sameinast fjölskyldan í leikjum, skemmtun- um og fjörlegum uppátœkjum sem einmitt einkenna svo mjög mannlíf þessara hressilegu sólarstrandar. Og nú býður Samvinnuíerðir- Landsýn að auki upp á sérstakan barnafar- arstjóra sem sér um að yngstu ferðalang- arnir hafi alltaf nóg við að vera. ■«S\. Vv 7 Tsrsssr Riccione Cattolica Cesenatico Adriatic Riviera of Emilia - Romagna (Italy ) Gatteo a Mare San Mauro a Mare Misano Adriabco Lidi di Comacchio Savignano a Mare Bellaria - Igea Marina Cervia - Milano Marittima Ravenna e le Sue Marine Eitthvað veitingahus skemmtistaðir næturklúbbar diskótek leikvellir sundlaugar hjólaskautavellir minigolfvellir skemmtigarðar Tívolí útimarkaður stórmarkaðir þúsundir verslana o.fl. o.fl. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.