Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 27 Frances borin öskrandi úr dómsalnum. eigendur höfundarréttarins vildu ekki selja. Maður er nefndur Mel Brooks. Hann stofnaði sérstakt fyrirtæki, Brooksfílms, sem hefur það að markmiði að styðja unga og óþekkta menn. Fyrsta myndin, sem fyrirtækið fjármagnaði, var hin fræga mynd „Fílamaðurinn". Mel heyrði um Frances og gerði sér lítið fyrir og keypti kvikmyndaréttinn. Hann fékk handritshöfunda „Fílamannsins", Christopher DeVore og Eric Bergen, til að semja handritið, fékk sama framleiðandann, Jonathan Sanger, en réði nýjan leikstjóra, Graeme Clifford, sem lengi hafði reynt að gera mynd um leikkonuna, en án árangurs. Graeme segir: „Frances var ekki trufluð á geðsmunum, hún var bara sjálfstæðari og hreinskilnari en aðrir. Ég tel að hana hafi innst inni langað til að laga sig að líf- inu, en það var bara ekki í eðli hennar." Jessica Lange — ný stjarna Aðalhlutverkið er í höndum til- tölulega óþekktrar leikkonu, Jess- icu Lange. Hún varð að vísu fræg hér um árið er hún lék kærustu King Kong, en eftir það spurðist ekkert til hennar í tæp fjögur ár. Hún notaði tímann vel, losaði sig við eiginmanninn og tók saman við rússneska ballettdansarann Mikhail Baryshnikov, en þau eru nýlega skilin. (Sagan um kynni þeirra er eitthvað á þessa leið: Mikhail var í veislu sem haldin var í tilefni frumsýningar King Kong. Hann tók eftir sætri ljós- hærðri konu og spurðist fyrir um hana. Honum var tjáð að hún væri vinkona King Kong. „Hver er King Kong?" spurði Mikhail. „Get ég hitt hann?“.) Jessica fékk áhuga á ævi Franc- es þegar hún var í leikskóla í New York. „Ég horfi á tvær leikkonur, móður og dóttur, leika áhrifamik- ið atriði, sem gerðist á geðveikra- hæli. Ég hreifst mjög af persónun- um og spurðist fyrir úr hvaða verki atriðið væri og mér var tjáð að það væri samið úr bók eftir ein- hverja Frances Farmer. Ég rauk strax út í bókabúð, en það tók mig langan tíma að finna bókina." (Þess má geta að til eru tvær bæk- ur um ævi Frances: sjálfsævisag- an „Will There Really Be a Morn- ing?“ og „Shadowland" eftir Will- iam Arnold.) Þegar Jessica frétti að kvikmynd um ævi Frances væri í bígerð, hafði hún samband við leikstjórann og hún fékk hlutverk- ið. Fyrsta hlutverk Jessicu eftir hina löngu þögn, var í mynd Bob Fosse, All That Jazz. Síðan lék hún í Póstmanninum sem hringir alltaf tvisvar á móti Jack Nicholson. Jessica hlaut einróma lof fyrir bæði hlutverkin. Tökur á „Frances" hófust í október 1981 og reyndust þær erf- iðar, sbr. orð Jessicu sjálfrar: „Ég hef verið bæld allt mitt líf og aídr- ei fengið útrás, eins og nauðsyn- legt er. En ég naut góðs af hlut- verkinu, þó þær 18 vikur, sem tök- ur stóðu yfir, séu erfiðasta lífs- reynsla mín. Það er strembið að leika reiða manneskju í 12—14 klukkustundir á dag í 18 vikur. Það hafði neikvæð áhrif á per- sónulegt lít niitt“. Jessica fékk á sig sama óorðið og Frances fyrr, talin skapvond, orðhvöss og erfið í umgengni. En mótleikari hennar, Kim Stanley, ráðlagði henni að leika í gamanmynd eins fljótt og hún gæti. „Hreinsaðu huga þinn,“ sagði Kim. Aðeins þremur vikum síðar byrjaði hún leik sinn í mynd Dustin Hoffmans, Tootsie, (Kynskiptingurinn). Jessica segir að það hlutverk hafi dregið hana aftur inn í sitt gamla eðlilega líf, dregið sig frá persónuleika Franc- es, sem var að ganga að henni dauðri. Báðar myndirnar voru frum- sýndar i desember sl. og gagnrýn- endur rómuðu leik Jessicu í báðum myndunum og hún hefur meira að segja verið orðuð við óskarsverð- launin. Það er í fyrsta skipti síðan 1942 (Teresa Wright), að sama leikkonan hefur átt möguleika á Óskarnum í tveimur myndum sama árið. HJÓ Alexander Marks, Anna Norman og Sarah Boulton Smith leika i tónleikun um í Norræna húsinu i minudagskvöldið. Tónleikar í Norræna húsinu Á minudagskvöldið eru tónleikar í Norræna húsinu, þar sem Alexand- er Marks fiðluleikari, Sarah Boulton ligfíðluleikari og Anna Norman pí- anóleikari koma fram. Á efnisskránni verða m.a. Són- atína fyrir fiðlu og lágfiðlu eftir Milhavd, Sónata fyrir fiðlu og pí- anó eftir Debussy og Tríó fyrir fiðlu, lágfiðlu og píanó eftir Moz- art. Frá tölvunámskeiðinu Morgunbiaíið/JHS. Þorlákshöfn: Tölvunámskeid í grunnskólanum horlákshöfn, 16. febrúar. MIKILL og góður aukastarfskraftur hefur starfað við Grunnskólann í Þorlákshöfn síðastliðnar fímm vik- ur. Þarna voru i ferðinni fjórir kennaranemar úr Kennaraháskóla íslands í æfíngarkennslu. Þeir sem með þessum nemum hafa starfað segja að þetta hafi allt verið úrvals fólk sem hafi ver- ið sér og skóla sínum til mikils sóma. Ein stúlkan úr hópnum, Kristin Steinarsdóttir, sem starfað hefur á vegum Tölvuskólans, hafði með sér tölvur hingað og hélt fjölmenn og vel heppnuð námskeið. Alls voru 23 fullorðnir á tveim námskeiðum, þar af 12 kennarar, hinir voru flestir skrifstofufólk frá ýmsum fyrirtækjum í bænum. Þess má geta hér að Ölfushreppur og fleiri fyrirtæki sýndu þessu mikinn skilning og greiddu hluta námskeiðskostnaðar. Einnig voru fjögur námskeið fyrir börn á aldrinum 10—15 ára, alls 45 börn. J.H.S. Sýna verk eftir Ionesco MÁNUDAGINN 21. mars nk., kl. 21.00, frumsýnir Aristófanes, leikklúbbur Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, leikritið „Jak- ob og Hlýðnin" eftir Eugene Ionesco í þýðingu Karls Guðmundssonar. Leik- stjóri er Rúnar Guðbrandsson. Sýnt verð- ur ( nývígðri félags- og menningarmiðstöð borgarinnar við Gerðuberg 3—5 ( Hóla- hverfí. Næstu sýningar verða miðvikudag- inn 23. mars og fóstudaginn 25. mars. Allar sýningarnar hefjast kl. 21.00. t fréttatilkynningu frá leikklúbbnum segir: „Ionesco er talinn f hópi fremstu leikskálda þessarar aldar, og vakti verulega athygli með fyrsta verki sfnu, „Skollóttu söngkonunni“, sem hann samdi 1948. „Jakob og Hlýðnin" skrif- aði hann 1950, og skömmu sfðar annað verk um sömu persónur „Framtíðin býr f eggjunum". „Jakob og Hlýðnin" fjall- ar m.a. um baráttu einstaklingsins við viðteknar skoðanir, settar reglur og siðalögmál. Um firringuna í mannleg- um samskiptum, mátt og vanmátt orðanna. Og baráttu skynseminnar við óbeislaðar hvatir og ástríður. Níu leikarar taka þátt í sýningunni, en stærstu hlutverkin eru f höndum Rafns Rafnssonar og Ellenar Freydfsar Martin. Alls munu 15 manns standa að sýningunni." TILBOÐ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.