Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 7 HUGVliKM eftir Pétur Sigurgeirsson biskup í trúnni berum við traust til Guðs, sem starfar okkur til góðs. Lúther vitnaði til orð- anna: „í þínar hendur fel eg anda minn, þú frelsar mig Drottinn, þú trúfasti Guð.“ (Davíðs sálm. 31:6) í trúnni er það Guð, sem dregur okkur að sér með „taugum kærleikans", Hósea spámaður komst svo að orði um Gúð: „Eg kenndi brennheitar meðaumkunar." (11:8) Það átti rót sína að rekja til þessarar elsku, er Jesús kenndi í brjósti um mannfjöld- ann. Það er eflaust sameiginlegt með okkur og Ágústínusi kirkjuföður, að finna ekki frið fyrr en hjartað öðlast traust og gleði kærleika Guðs og nær- ist af þeim kærleika frá degi til dags. Ágústínus sagði að undangenginni mikilli lífs- reynslu og sálarbaráttu: „Hjarta vort er órótt uns það hvílist í Guði.“ Friðinn fann Ágústínus í trúnni á Krist. Jesús var hon- um „brauð lífsins" og það sama er Kristur þeim, er á hann trúa. Hann er svar him- ins við bæninni: „Metta oss að morgni með miskunn þinni." (Davíðs sálm. 90:14) Þessi hjálp er óþrjótandi. Því spáði Jesaja: „Þér munið með fögn- uði vatn ausa úr lindum hjálp- ræðisins." (12:3) Jesús lýsti köllun sinni sem reynsla kynslóðanna hefur staðfest: „Eg er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir." (Jóh. 3:35) Danska sálmaskáldið, Ingemann, yrkir um þessa andlegu mettun trúarinnar í sálminum: Þín miskunn, ó, Guð, er sem himinninn há. Þar segir í 4. erindi í þýðingu Helga Hálfdanarsonar: Kf sálirnar þyrstir, þú svölun þeim lér, l»»r sadning frá hungraöar frá þér. Þegar maðurinn eignast þessa hugsvölun og upplifir í trúnni hinn fórnandi kærleik Guðs, þá fjarlægjast hugann óskyld áhrif hugsana og til- finningalífs. Þannig hefur læknast í mörgum tilfellum hið sjúklega ástand drykkju- skapar. Guðstrúin sýnir, að hún er afl, sem hjálpar mann- inum til þess að losna frá því sjúkdómsböli. Þegar Kirkjan boðar fagn- aðarboðskap Krists, er hún um leið að „skera upp herör" gegn því böli sem leiðir af áfengum drykkjum. Nú eru áfengismál mjög á dagskrá. Kirkjan er að- ili að heildarsamtökum, sem takast á við þennan vanda þjóðarinnar. Og við skulum ekki gleyma því, að kirkjan er fólkið, sem trúir og tekur upp kross sinn. Það hefur svarað kalli Krists, hvar í stétt eða stöðu, sem það kann að vera. Drykkjuskapur og notkun eiturlyfja er höfuðsjúkdómur þjóðarinnar. Ýmislegt veldur því, ekki síst að gáttir eru opnar fyrir skaðræðisáhrifum erlendum. Aldrei hefur verið jafn knýjandi og nú að sporna við þessu böli. Gjörbreyttir lífshættir, tækni og vélaöld, hraðinn og nákvæmni í sam- göngum og samskiptum er þess eðlis, að oft var þörf, en nú er nauðsyn að menn séu allsgáðir. Meiri fjárráð, fleiri frístundir, auka freistingar. Heilbrigðisskýrsla land- læknis um neyslu áfengis og fíkniefna leiðir í ljós, að sala áfengis fer í vöxt. Við hlustum á fréttir af risavöxnum fjár- upphæðum, sem fara til áfeng- iskaupa. „Áfengisnotkun full- Ef sálirnar þyrstir... orðinna er veruleg og vaxandi. Trúlegt er, að notkunarvenjur unglinga endurspegli þær venjur, sem tíðkast almennt í landinu." (Úr skýrslu land- læknis bls. 18) Þrátt fyrir þessa dökku mynd af ástandinu, ríkir bjartsýni í röðum þeirra, sem gegn áfengisbölinu berjast. Miklir og augijósir sigrar hafa náðst í þeirri baráttu. Það er ekki síst að þakka samstilltum átökum þeirra, sem við vandann glíma og halda mjög á lofti þeirri hjálp, sem lækn- aði þá af hinu sjúklega ástandi, og gaf þeim nýtt líf. Yfirlæknir Freeport-sjúkra- hússins í New York vék orðum að þessari hjálp, þegar hann sagði í blaðaviðtali: „Eg er þeirrar skoðunar, að til þess að sigrast á áfengissýkinni, þurfi hver einstaklingur að gera sér grein fyrir því, að til er æðra vald en hann sjálfur." (Mbl. 11/4 1978) Fyrst þegar félagssamtök voru stofnuð gegn áfengisböl- inu hér á landi fyrir tæpum 100 árum var mönnum ljóst, að leita varð hjálparinnar í trú á Drottin. Fjölnismenn höfðu rætt og ritað um bindindismál, og vakið þjóðina til umhugsun- ar um vandann. Þegar fyrsta góðtemplarastúkan var stofn- uð 10. jan. 1884, ritaði stofn- andinn, Friðbjörn Steinsson, á þessa leið: „Góðtemplar er maður, sem trúir á Guð og elskar trúna og hefur unnið það heit að vera al-bindindismaður alla ævi. Hann er mótstöðumaður drykkjusiða vorra tíma, ötull liðsmaður bindindismálsins, aðstoðarmaður þeirra, sem bágt eiga ..., Iifir eigi fyrir sjálfan sig einan, heldur notar allan tíma sinn og krafta Guði til dýrðar." Yngstu samtök áhugamanna gegn áfengisvandamálinu, SAÁ á íslandi einkennast af þessum sama anda. Það sjón- armið kom skýrt fram í pre- dikun Björgúlfs Guðmunds- sonar formanns samtakanna, sem hann flutti í dómkirkj- unni sl. sunnudag. Bænin er til hjálpar þeim, „sem hefur villst af leið,“ — eins og það er orðað í sálmi séra Matthíasar. Og hver, sem hefur átt við vanda- málið að stríða, þekkir ekki sigurmátt bænar ÁA samtak- anna? Gud gefí mér edruleysi til að saetta mig við það, sem ég f» ekki breytt ... kjark til þess að breyta því, sem ég get breytt ... og vit til að greina þar á milli. Satt er það, að enginn hætt- ir drykkjuskap, nema hann vilji það sjálfur. Hann verður að koma „til sjálfs sín“ (Lúk. 15:17) Þegar það skref er stig- ið, finnur sá hinn sami, að föð- urfaðmur Guðs er opinn. Guð læknar með „taugum kærleik- ans“. Kristur gaf oft svarið, sem felst í þessum orðum: „Trú þín hefur bjargað þér.“ (Mark. 5:35) Þó að hér sé mál, sem fyrst og fremst snertir Guð, og þann sem til hans leitar, þá getur þjóðfélagið og almenningsálit- ið á ýmsan hátt komið þeim til aðstoðar, sem ofurseldir eru ástríðu drykkjuskapar. — Það er íhugunarefni, sem almenn- ing varðar. Reynslan sýnir, að þeim mun greiðari aðgang, sem menn hafa að áfengi, er meira drukkið. Það getur gert gæfu- muninn. Maður nokkur kom í hótel, sem hafði vínveitingaleyfi og bar. Þetta var á stórhátíðis- degi. Maðurinn spurði af- greiðslustúlkuna í anddyri hótelsins: „Er barinn opinn?“ En þar sem þetta var á stórhátíð, var lokunardagur. Stúlkan svaraði: „Nei, barinn er lokaður." Þá varð manninum að orði: „Guði sé lof!“ LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMOT HF. Verötrygging veitir vörn gegn veröbólgu — en hefur þú hugleitt hversu mikla þýöingu mismunandi raunvextir hafa fyrir arösemi þína? Yfiriitiö hér aö neðan veitir þér svar viö því. VERÐTRVGGÐUR SPARNAÐUR - SAMANBURÐUR A AVðXTUN Verötrygging m.v.lánskjaravisitölu Nafn- vextir Raun- ávöxtun Fjöldi ára til að tvöf raungildi höfuðstóls Raunaukning höfuðst. eftir 9 ár Veðskuldabréf 3% 8% 9ár 100% Sparisk. ríkissj. 3.5% 3.7% 19ár 38.7% Sparisjóðsreikn. 1% 1% 70ár 9.4% 100% Verðtryggð veðskuldabréf Dæmi um raunaukningu höfuðstóls eftir 9 ár. Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs Verðtryggður sparisjóðsreikningur Verðbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagslns hefur víötæka reynslu í verðbréfaviöskiptum og fjármálalegri ráögjöf og miðlar þeirri þekk- ingu án endurgjalds. GENGIVERÐBRÉFA 20. MARS1983 VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓDS: 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur 1982 1. flokkur 1982 2. flokkur Sölug«ngi pr. kr. 100.- 11.701,45 10.197,20 8.841,98 7.493,24 5.356,04 4.933,42 3.405,87 2.800.27 2.109,70 1.999,49 1.595,85 1.480,59 1.236,38 1.003,89 789.84 665,80 515,19 385,89 303,45 259.85 193,03 175,53 131,23 MoOalévOxtun umfram varötryggingu #r 3,7—5,5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ: Sölugengi m.v. nalnvaxti (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 47% 1 ar 63 64 65 66 67 81 2 ár 52 54 55 56 58 75 3 ár 44 45 47 48 50 72 4 ár 38 39 41 43 45 69 5 ár 33 35 37 38 40 67 VEÐSKULDABRÉF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Sölugengi nafn- Ávöxtun m.v. vextir umfram 2 afb./ári (HLV) varötr. 1 ár 96,49 2% 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2V4% 7% 4 ár 91,14 2V4% 7% 5 ár 90,59 3% 7% 6 ár 88,50 3% 7%% 7 ár 87,01 3% 7V.% 8 ár 84,85 3% 7V4% 9 ár 83,43 3% 7 V4% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLAN , , RÍKISSJÓÐS prkrTæ9- C — 1973 3.340,09 D - 1974 2.872,15 E — 1974 2.021,38 F — 1974 2.021,38 G — 1975 1.339,92 H — 1976 1.224,53 I - 1976 971,46 J — 1977 867,10 1. fl. — 1981 186,83 Ofanskráð gengi er m.v. 5% ávöxtui p.á. umfram verötryggingu auk vinn ingtvonar. Happdraattiabráfin eru gef in út á handhafa. Vcrðbréfamarkaöur Fjárfcstingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavík lönaðarbankahúsiT1 Sími 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.