Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 43 annað dæmi; hér í sendiráðinu er komin skúffa sem er merkt „ís- lenskar kvikmyndir" en hún var hér ekki áður. En samt sem áður held ég að það sé enn of snemmt að fara af stað með kvikmyndaviku og dett- ur svona í hug að það gæti verið vænlegra að byrja á að reyna að koma íslenskri mynd til sýningar í franska sjónvarpinu. ísland er enn land brautryðjenda, hér er enn nóg svigrúm til að breyta og bæta. Ólíkt því sem gerist er- lendis í stórum borgum standa hér mönnum opnar dyr til að fram- kvæma sínar hugmyndir. En smæð- inni fylgja líka ókostir og um ieið og það er auðvelt að verða þekktur á íslandi, þá held ég að það sé erfitt að vera þekktur. Hér þekkja aliir alla og verður það til þess að ekki er rætt af hlutleysi um verk manna heldur kemur inn í umræðurnar einkalíf viðkomandi. Á þessum fimmtán mánuðum sem ég hef dvalist hér vona ég að eitthvað hafi unnist við að minnka fjarlægðina á milli íslands og Frakklands, en einmitt það finnst mér vera hlutverk menningarmála- fulltrúa. Þá hefur mér fundist mik- ilsvert að vinna að verkefnum þar sem íslendingar eru með í ráðum eða þar sem ég hef verið hafður með. Svo var til að mynda með Emil Zola-sýninguna þar sem Ljós- myndasafnið sá um skipulagningu en ég sá bara um að útvega þeim efni. Kannski að það mikilvægasta sé að geta haft hér opna skrifstofu þar sem fólk getur komið og Ieitað til okkar sem milligönguaðila um bæði menningarmál og önnur samskipti við Frakkland. Nú, þegar starfi mínu hér er lok- ið, sný ég aftur til Parísar þar sem ég kenni ensku. Auk þess vinn ég svo að síðari hluta Doctorat d’État í bandarískum bókmenntum. Þessi tími hér hefur verið ein- stæður, hér hef ég eignast marga góða vini, ég á örugglega eftir að sakna fslands. m.e. Fjolmiðlakönnunin: Kostaði tæplega 200 þús. krónur — sex símakannanir um sjónvarpsnotkun „ÞESSI könnun kostaði tæplega 200 þúsund krónur,“ sagði Kristín Þor- kelsdóttir, formaður SÍA, í samtali við Mbl. um kostnað af fjölmiðla- könnun þeirri, sem kynnt var opin- berlega á dögunum. Kristín sagði, að auk þessarar fjölmiðlakönnunar, sem framkvæmd var í lok síðasta árs, yrðu á þessu ári gerðar sex símakannanir fyrir SÍA um notkun fólks á sjónvarpi. Heildarkostnaður við þessar kannanir allar sagði Kristín vera um 500 þúsund krónur. Kristín sagði, að í hverri síma- könnun um sjónvarpsnotkun, væri hringt í 250 manns og væri ætlun- in að fá út úr þessum könnunum heildarmynd af sjónvarpsnotkun eftir árstíðum. Sérstakt úrtak er notað hverju sinni. Fjölmiðlakönnunin var hins vegar byggð á 2000 manna úrtaki og framkvæmd með spurninga- lista gegnum póstkerfið. Þetta var þriðja lesendakönnunin, sem SÍA lætur gera; sú fyrsta var 1978, önnur 1980 og þessi þriðja var framkvæmd í árslok 1982, en niðurstöður lágu svo fyrir nú. ^^^skriftar- síminn er 830 33 T KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR IKUHHAR Bananar Del Monte — Appelsinur Jaffa — Appelsínur spánskar — Blóðappelsínur Marokkó — Klementínur Miniolas — Mandarínur spánskar — Epli rauö Indipendens — Epli rauö Svarti svanurinn — Epli frönsk Golden — Epli frönsk Granny Smith — Sítrónur Jaffa — Sítrónur Sunkist — Grapefruit Jaffa — Pomelos Jaffa — Melónur Suöur-Afríka — Melónur Senegal — Vínber græn Cape — Vínber blá — Perur italía — Avacado — Kiwi — Ananas. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300 geturðu fengið litaskerm á System/34 tölvuna hjá IBM IBM vinnur jafnt og þétt að því að gera tölvustörfin skemmtilegri og þægilegri. Enn sem fyrr er System/34 ein vinsælasta og hagkvæmasta tölvan fyrir íslenskt atvinnulíf. IBM býður nú nýjan litaskerm á System/34. IBM 5292 litaskermurinn skilar 7 litum sem opna þér nýja möguleika á framsetningu upplýsinga, meðal annars á myndrænan hátt. Borðið er létt og meðfærilegt. Enn fremur má stilla hallann á lyklaborðinu á einfaldan hátt til hagræðis fyrir starfsfólk. Það er staðreynd, að kaupverð System/34 hefur nýverið lækkað um 40% hérlendis vegna hagstæðrar framleiðsluþróunar. Þú gerir því góð kaup í IBM System/34. I System/34 hefur nýtt og fallegt lyklaborð, hannað með allar helstu kröfur um vinnuaðstöðu og þægindi í huga. Lyklarnir eru 83 í sömu uppsetningu og á vélritunarborði, með talnaröð og skipunarlyklum. —«—T ZZ Skaftahlíð 24 • 105 Reykjavík • Sími 27700 ÍSLENSK ÞEKKING—ALÞJÓÐLEG TÆKNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.