Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.03.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1983 Það sem pils og kjólar hylja Nærfatatfskan í París 1983—1984 Tískuhönnuðir heimsins eru iðnir við að segja fólki hvernig því ber að ídæðast þannig að enginn verði sér til skammar á opinberum vettvangi né annars staðar. Sumar- og hausttískan í nærfatnaði var sýnd fyrir nokkrum vikum í tískuhús- um Parísarborgar og vekja sýningar á þessum fatnaði jafnan mikla athygli, ekki síst hjá karlþjóðinni ... Þessi nærföt eiga sem sé að vera til brúks næsta sumar og eitthvað fram á haustið, en viðbúið er að þá taki eitthvað annað við, kannski eitthvað ögn hlýlegra. Sýningin, sem þessar myndir eru frá, fór fram í Salon de la Maille fyrir nokkru og var fréttaritari Mbl. í París, Anna Nissels, þar viðstödd. Nærfatnaðurinn er m.a. frá fyrirtækjunum Tri- umph og Neyret, en einnig áttu nokkur bandarísk nærfatafyrirtæki fatnað á sýningunni. Skólaskákmót Norðurlanda: I slendingar höföu yfirburði í elsta og yngsta flokki íslendingar stóðu sig að venju vel í keppni skólanemenda á Norður- löndum sem háð var í Turku í Finnlandi um daginn. Teflt var í fimm aldursflokkum á mótinu, tíu þátttakendur í hverjum, eða tveir frá hverri þjóð. Bæði í elsta flokknum og þeim yngsta náðu okkar menn gjörsamlega að skáka jafnöldrum sínum og unnu tvöfald- an sigur. í flokki 18—19 ára var það Karl Þorsteins, sem sigraði og Elvar Guðmundsson varð í öðru sæti, en þeir eru báðir orðnir vel þekktir skákmenn. Sigurinn í yngsta flokknura, 10 ára og yngri, kom því meira á óvart, en þar vann Hannes Hlífar Stefánsson allar skákir sínar, 6 að tölu, og sigraði, en Þröstur Árnason vann alla nema Hannes og varð í öðru sæti. Frábær árangur hjá þeim fé- lögum og því fengum við þá í heimsókn til okkar niður á Mbl. ásamt fararstjóranum, ólafi H. ólafssyni, varaformanni Taflfé- lags Reykjavíkur, og báðum þá að segja okkur frá ferðinni og ýmislegu varðandi taflmennsku sína. Þeir kváðu ferðina hafa verið mikið ævintýri, en skemmtilegra í Danmörku en í Frnnlandi. „Þar var allt of kalt, 15 stiga frost," sagði Þröstur og Hannes bætti því við að þá hafi þeir verið vakt- ir allt of snemma á morgnana til að borða morgunmatinn og sendir snemma í háttinn á kvöldin. En það var samt skemmtilegt að vera með í mót- inu, það voru þeir sammála um. Andstæðingarnir flýttu sér of mikið Áður en mótið hófst bjuggust þeir alls ekki við að verða í tveimur efstu sætunum í sínum flokki, en skákirnar voru óvenju langar fyrir svo unga keppendur, gátu orðið allt að fjórir klukku- tímar og þeim fannst þeir hafa notað tímann betur en andstæð- ingarnir, sem voru sumir hverjir fullfljótfærir. ólafur H. sagði að þeir Hannes og Þröstur hefðu fengið mjög góðan undirbúning fyrir ferðina með því að tefla i opna flokknum á Skákþingi Reykjavíkur í janúar, en þar tefldu þeir langar skákir við sér miklu eldri andstæðinga. Hættulegustu keppinautar þeirra voru sænsku strákarnir Bakk og Solbrand, sem urðu jafnir í þriðja sæti með þrjá og hálfan vinning. Georg Bakk vann sænska mótið í vetur en fljótfærnin háði honum mikið í Finnlandi. Hann lék nærri alltaf viðstöðulaust að sögn þeirra fé- laga. Bakk fór sérlega flatt á þessu gegn Hannesi: „Ég mætti aðeins of seint í skákina við hann og tefldi því fyrstu leikina of hratt," sagði Hannes. „Bakk gat unnið af mér mann í byrjun- inni, en af því að hann lék svo hratt missti hann af þeim mögu- leika og svo vann ég skákina," sagði Hannes. Stundum var þó tíminn notaður út í yztu æsar. „Ég átti bara þrjár mínútur eftir á móti einum útlendingi þegar skákin var búin en þá var ég líka búinn að máta hann,“ sagði Þröstur og nú fór að léttast brúnin á þeim félögum er þeir rifjuðu upp þessa sigra sína gegn útlendu keppinautunum. En úrslitaskákin á milli ykk- ar? Þá sagðist Þröstur hafa náð heldur betri stöðu eftir byrjun- ina og Hannes var á sama máli enda höfðu þeir skoðað skákina gaumgæfilega eftir á. „En þá fórnaði ég manni í vitleysu og þá var taflið tapað," bætti Þröstur síðan við. Eftir það vann Hannes svo skákina örugglega. I verð- laun fengu þeir vasatöfl og verðlaunapeninga. Lærðu 5 og 6 ára að tefla Svo skemmtilega vill til að þeir Þröstur og Hannes eru báð- ir fæddir meðan á heimsmeist- araeinvíginu á milli þeirra Fischers og Spassky stóð. Hann- es er fæddur 18. júlí 1972 en Þröstur 2. ágúst sama ár. „Ég var fimm ára þegar eg lærði mannganginn af bróður mínum," sagði Hannes. Hannes byrjaði að sækja æfingar hjá Tafífélagi Reykjavíkur þegar hann var sjö ára, en þá þegar hafði hann vakið athygli með því að ná jafntefli við sovézka stórmeistarann Vasjukov i fjöl- tefli, sem þótti einstætt afrek hjá svo ungum dreng. Nú hefur Hannes 1315 Elo-skákstig, hann æfir sig mest með því að tefla við bræður sína, auk þess sem hann les bækur, þ.á m. júgó- slavneska tímaritið Informator sem flestir stórmeistarar lesa og þykir sérlega vandað. „Pabbi kenndi mér að tefla þegar ég var sex ára,“ sagði Þröstur og strax árið eftir byrj- aði hann að sækja unglingaæf- ingar TR á laugardögum. Eins og hjá Hannesi er mikið teflt á heimili hans og þar eru líka til margar skákbækur, þ.á m. allar þær íslensku. Þröstur hefur núna 1250 Elo-skákstig. Þeir félagar eru báðir úr Breiðholtinu, en samt finnst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.