Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 21
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 69 Breski rithöfundurinn, blaöamaðurinn og kvenréttindakonan Rebecca West, lést fyrir skömmu á heimili sínu í London, nítíu ára aö aldri. A meira en sextíu ára löngum ritferli sínum skrifaði hún fréttafrásagnir, skáldsögur, ritgerðir, stjórnmála- greinar og þætti um sagnfræðileg efni. Hefur hún verið kölluð ókrýnd drottning hins ritaða orðs í Bretlandi. Altént tíl að berjast Rebecca West fæddist á frlandi árið 1892, dóttir hjónanna Charles og Isabella Fairfield. Hún var skírð Cicely Isabel Fairfield og fluttist með móður sinni til Edin- borgar upp úr aldamótum, eftir lát föður síns. Þar lauk hún formlegri skólagöngu sinni þrátt fyrir að berklaveiki yrði til að tefja hana mjög frá skólasókn. Hún hélt síðan til London og reyndi í fyrstu fyrir sér þar sem leikkona. Hún hélt hins vegar brátt út á ritvöllinn og steig þar sín fyrstu spor sem róttækur sósíalisti og kvenréttindakona og ódýr vinnukraftur í höfuðstöðvum Félags- og stjórnmálasamtaka kvenna. Eftir að hafa helgað sig því að berjast fyrir kosninga- rétti handa konum í tvör ár, fann hún sig tilknúna að tjá sig um víðtækari málefni. Hóf hún störf við blaðið „The Free wom- an“ árið 1911, en það blað þótti fjalla um kynlíf af slíku frjálsræði að móðir Cicely Isabel bannaði henni að lesa það. Cicely Isabel tók sér þá höfundarnafnið Rebecca West, svo hún gæti í það minnsta haldið áfram að skrifa í blaðið, en þetta er nafn á viljasterkri kvenpersónu í einu af leikrit- um Henriks Ibsen og hafði Cicely leikið hana á sínum tíma. Uppfrá þessu varð hún þekkt undir höfundarnafninu, bæði opin- berlega og í einkalífi. Skarpskyggni hennar, forvitni, ást á listum og sérstaklega reynsla hennar af baráttunni fyrir kosningaréttinum og til- finningarík viðbrögð við stjórnmálavið- burðum leituðu útrásar í fjölda greina í „The Freewoman“. Þær voru einkar vand- aðar, skrifaðar af óvanalegum þroska og einatt stórkostlega fyndnar. Greinar hennar voru í raun blaða- mennska af hæsta gæðaflokki og hlutu líka lof sem slíkar hjá mönnum eins og Bernard Shaw, H.G. Wells, Arnold Benn- ett og Robert Blatchford, ritstjóra út- breiddasta vikublaðs sósíalista sem um getur, „The Clarion". Blatchford var ekk- ert að tvínóna við hlutina og fékk Rebeccu til starfa við blað sitt og eftir það var stöðug eftirspurn eftir greinum hennar meðal ritstjóra verkalýðsblaða og frjáls- lyndra blaða ýmiskonar. Einn ritdóma hennar í „The Freewom- an“ varð til að gerbreyta lífi hennar. Það var ritdómur um skáldsöguna „Marriage" eftir H.G. Wells. Eftir að hafa viðurkennt sniild höfundarins hélt hún áfram og sagði eitthvað á þá leið að vitaskuld væri hann gamla piparjómfrúin meðal breskra skáldsagnahöfunda og það kynferðislega í sögum hans aðeins órar slíkrar, svar holdsins við huga sem of lengi hefði verið fanginn af loftförum og efnablöndum. H.G. Wells fylltist slíkri reiði í garð rit- dómarans, að hann ákvað að hitta hann að máli og lesa þessum dóna pistilinn. Rebecca West var þá tvítug og aðlað- andi, H.G. Wells meira en nógu gamall til að vera faðir hennar og harðgiftur. Marg- frægt ástarsamband þeirra stóð í tíu ár og eignuðust þau einn son, Anthony West. Rebecca var ekki fyrsta konan sem Wells eignaðist barn með utan hjóna- bands. Til að komast hjá öðru hneyksli neitaði hann að gangast við syni sínum og vildi ekki heldur sjást opinberlega í fylgd með Rebeccu. Alein með barn sitt, varð Rebecca að hætta að gegna föstu starfi á meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stóð og til að bæta við tekjur sínar af ritstörfum fór hún í fyrirlestrarferðir til Bandaríkjanna. Hlaut hún brátt frægð sem ræðumaður, en á stundum varð einörð kvenréttindastefna hennar til að valda miklum deilum, þar sem hún fór um. Árið 1930 giftist Rebecca, Henry Max- well Andrews, bankastjóra, sem eins og hún hafði mikinn áhuga á listum og bók- menntum. Fór vel á með þeim og aðstoðaði hann konu sína meðal annars á frægum ferðum hennar um Balkanskagann, en um þær ritaði hún þá bók sem af flestum er talin hápunktur ferils hennar, „Black Lamb and Grey Falcon". Henry lést árið 1968 eftir langt sjúkdómsstríð. Á síðari árum hvarf Rebecca West frá fyrri sannfæringu sinni um yfirburði sósíalismans og leit á hugmyndakerfi og kenningar sem hverful vísindi, sem tækju stöðugum breytingum í tímans rás. Hún öðlaðist reyndar aldrei þá sætu vissu að einhverjar slíkar kenningar gætu leyst úr margvíslegum vanda jarðarbúa. Alla tíð var hún hins vegar ákveðin og sannfærð kvenréttindakona. Á síðustu árum hafa ýmis verk hennar hlotið endurnýjaða athygli, þannig hafa að minnsta kosti tvær skáldsögur hennar ver- ið kvikmyndaðar nýlega, fyrsta skáldsaga hennar „The Return of the Soldier" (1918) og sú síðasta, „The Birds Fall Down“ (1966). Ennfremur hafa verið gefnar út á ný skáldsögurnar „The Judge", og „Harriet Hume“ sem hún sendi frá sér á þriðja ára- tugnum. Af öðrum bókum hennar má nefna fyrsta greinasafnið „The Strange Necess- ity“ (1928) og svo stórvirkið „Black Lamb and Grey Falcon" (1942). Rebecca West, sem af mörgum hefur verið talin einn snjallasti blaðamaður þessarar aldar, sendir frá sér sína fyrstu bók árið 1916 og fékkst við að skrifa rit- dóma og blaðagreinar fram undir lok síð- asta áratugar. Hún sameinaði í skrifum sínum ríkan skilning, ákveðni og innsæi og skrifaði stíl sem gat hafið upp í hæstu hæðir eða veitt hárnákvæma og uggvæn- lega ráðningu, sem sveið undan. Blaða- greinar hennar, einkum frásögn hennar af stríðsglæparéttarhöldunum í Nurnberg og lýsingar hennar á svikurum í síðari heims- styrjöld, vöktu mikla athygli og var þeim lýst af gagnrýnanda nokkrum á þann veg, að þar væri „blaðamennska hafin upp í gildi bókmennta". (SIB — Byggt á The Timea og New York Times.) „Þaö er hægt að leita ástar á tvo vegu. Þaö er hægt aö senda alla lífsorku sína af staö í réttlátan bardaga, ef til vill til sigurs, ef til vill ekki, en altént til að berjast; og svo er einnig hægt aö velja þá leiö aö koma sér fyrir í biöröö og bíöa auð- mjúkur eftir ölmusu, líkt og ástin sé almenningseldhús og hjonabandiö ávísun á súpudisk." — The Freewoman. 21. mars, 1912. „Miðað viö endalaust mælskuflæði hans og þaö hve hann skrifaði mikið og vel, viröist hann hafa haft ótrúlega lítiö aö segja.“ — Um Bernard Shaw. „Karlmenn vilja frekar láta karlmenn gera út af viö sig, en aö láta konu bjarga sér.“ — Um ótrygga flokksbræöur Mar- grétar Thatcher. „Vissulega eru söguefni hans óskemmtileg, en hann er sá eini sem hefur þá skynjun sem þarf, til aö skilja og vara okkur viö al- dýpstu tilhneigingunum í mannlegu samfélagi.“ — Um rithöfundinn Anthony Burg- ess. r skápar Syrpuskáparnir eru aö sönnu ekkert sérstaklega flókiö fyrirbæri - heldur móti. En í þeim sannar einfaldleikinn einmitt yfirburði sína: Staðlaðar einingar lækka verð og stytta afgreiðslutíma. Mismunandi breiddir auðvelda þérað leggja skápana "vegg ívegg." Færanlegar innréttingar "bjóða upp á endalausa möguleika á breytingum eftir börfum hverju sinni. Einn, tveir eða tíu syrpuskápar eru ávallt fáanlegir og bú getur bætt við skápum hvenærsem það hentar. Greiösluskilmálar eru auðveldari viðfangs fyrir okkur vegna staðlaðrar framleiðslu. Við bjóðum 1/3 út og eftirstöðvar á 6 mánuðum. Sþyrjið um bæklinginn AXEL EYJÓLFSSON HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9 KÓRAVOGI SÍMI 43577 þverta ÓTRÚLEGT HONDA Á ÍSLANDI Vatnagöröum 24. Sími 38772.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.