Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 Myndaflokkurinn, Brideshead Revisited, sem sjónvarpið íslenska mun hefja sýningar á í kvöld, hefur hvarvetna hlotið feikilegt lof áhorf- enda og gagnrýnenda og unnið til margskonar verðlauna og viðurkenninga. M.a. hefur flokk- urinn hlotið þrenn verðlaun bresku sjónvarps- akademíunnar; fyrir að vera besti myndaflokk- urinn, fyrir bestan leik, (Anthony Andrews) og bestu hönnun sviðsmyndar. Einnig hefur flokk- urinn unnið til verðlauna fyrir búninga, fórðun, hljóð og klippingu, svo það ætti kannski að vera þess virði að setjast fyrir framan sjónvarpið í kvöld og fylgjast með þessu vinsæla sköpunar- verki breskra sjónvarpsþáttagerðarmanna. Þeir eru líka heldur frægari fyrir vandaða sjón- varpsþætti en hitt. Þættirnir hafa verið sýndir í minnst 20 löndum, en í Bandaríkjunum voru þeir útnefndir til 11 Emmy-verðlauna og þar voru gagnrýnendur sammála um ágæti þáttanna. Það hefur verið talað um að Brideshead Revisited séu bestu sjónvarpsþættir sem gerðir hafa verið. The Washington Post í Ameríku sagði a.m.k.: „Þetta eru tvímælalaust bestu sjónvarpsþættir sem sýndir hafa verið í Bandaríkjunum.“ Málverk af rithöfundinum Evelyn Waugh (1903—1966) gert af Henry Lamb. ÆITARÓÐALIÐ — Valinn maður í hverju rúmi — Þegar litið er yfir lista leikenda í þáttunum sést að valinn maður er í hverju rúmi. Þekktustu leikar- arnir eru án efa gömlu kempurnar Sir Laurence Olivier og Sir John Gielgud. Olivier á að baki sér stórkostlegan leikferil í breskum og bandarískum kvikmyndum og ekki síður á sviði. Hefur hann ætíð þótt ákaflega fágaður og góður Shakespeare-leikari. Hann var sleginn til riddara 1947 fyrir störf sín í bresku leikhúsi og hann var fyrsti forstöðumaður breska Þjóð- leikhússins árið 1963. Árið 1970 varð Olivier fyrsti leikarinn í sög- unni, sem varð meðlimur í Lávarðadeildinni bresku. Sir John Gielgud er eins og Olivier álitinn fyrsta flokks Shakespeare-leikari. Hann á að baki sér leik í fjölda kvikmynda og hlaut Óskarsverðlaunin 1982 fyrir leik í aukahlutverki í gaman- myndinni Arthur, sem sýnd var hér um jólin. Þá hefur hann verið útnefndur til Óskarsins 1964. Aðalhlutverkin í Brideshead Revisited eru í höndum tveggja ungra leikara, Anthony Andrews og Jeromy Irons. Andrews hefur eins og áður sagði verið verðlaun- aður fyrir leik sinn í þáttunum, en hann er helst frægur fyrir leik í sjónvarpsþáttum í Bretlandi. ís- lenskir sjónvarpsáhorfendur kannast kannski við hann frá því í Upstairs Downstairs voru sýndir í sjónvarpinu en þar fór hann með nokkur hlutverk. Jeromy Irons vann sér fyrst frægð með Brides- head-þáttunum en hann er einnig þekktur fyrir leik sinn á móti Mer- yl Streep í kvikmyndinni The French Lieutenant’s Woman. Á tímabili, 1980, vann hann jöfnum höndum við bæði verkin. Áður en honum bauðst hlutverkið í Brides- head var hann lítt þekktur leikari í smáhlutverkum í sjónvarpi, kvikmyndum og á sviði. Hann hef- ur einnig hlotið viðurkenningu fyrir leik sinn í þáttunum. Þá er ógetið leikkonunnar Cla- ire Bloom, sem leikur eiginkonu Oliviers í þáttunum. Hún hefur leikið í fjölda kvikmynda eins og Look Back in Anger, The Spy Who Came in From the Cold og fleiri, en hún varð fyrst fræg 1952 þegar hún kom fram í mynd Charlie Chaplin, Limelight. — Söguþráður — það er breska sjónvarpsstöðin, Granada, sem framleiðir Brides- head Revisited, sem eru gerðir ár- ið 1981 og eru þeir byggðir á frægri skáldsögu hins þekkta breska rithöfundar Evelyn Waugh. í íslenskri þýðingu hafa þættirnir hlotið nafnið Ættaróð- alið. Söguþráður þáttanna er á þessa leið: Það er árið 1944. Charl- es Ryder (Jeromy Iron) höfuðs- maður í breska hernum, kemur ásamt herdeild sinni til nýrra bækistöðva. Þær eru í Brides- headkastala, staður þar sem hann átti ljúfar og seinna meir sárar stundir á æskuárunum. Hann læt- ur berast í huganum meira en tvo áratugi aftur í tímann þegar hann var ungur námsmaður í Oxford 1922. Þar hittir hann ungan mann, Sebastian Flyte (Anthony And- rews) og með þeim tekst mikil vin- átta. Flyte er yngri sonur Marchmain (Sir Laurence Olivier) lávarðar í Bridesheadkastala. Seb- astian býður Charles með sér til kastalans og eiga þeir þar margar ánægjustundir. Charles kynnist fjölskyldunni, lafði Marchmain (Claire Bloom), dætrum hennar Júlíu (Diana Quick), Kordelíu (Phoebe Nicholls) og eldri bróður Sebastians, Brideshead lávarði (Simon Jones). Ættfaðirinn, Marchaim lávarð- ur, hefur yfirgefið heimilið og býr með ástkonu sinni í Feneyjum. Charles verður sem heillaður af þessu fólki, þrátt fyrir viðvaranir vina sinna. Hann undrast oft á því hve kaþólsk trú virðist hafa mikil áhrif á gerðir þess og skoðanir. Sebastían óttast, og það ekki að ástæðulausu, að ættingjar sínir taki Charles frá sér því hann fellir hug til Júlíu, systur hans. Vinirnir heimsækja Marchmain lávarð í Feneyjum þar sem ástkona hans, Cara (Stephane Audran) varar Charles við að ánetjast March- mainfjölskyldunni. Eftir heim- komu vinanna fara skuggahlið- arnar á hinu glæsta lífi að koma betur í ljós. Sebastían gerist æ vínhneigðari og Charles er að nokkru kennt um. Júlía giftist framagjörnum stjórnmálamanni og á endanum er Charles útskúfað úr þessum hópi. Hann snýr sér að málaralist og öðlast frama á því sviði. Síðar hittir Charles Júlíu aftur. Þetta er saga glæsimenna og kvenna, sem áttu blómaskeið sitt milli tveggja heimstyrjalda. Eve- lyn Waugh lýsir þessari forréttindastétt sem spilltri og glataðri og þeir eiga helst upp- reisnarvon, sem halda fast við fornar dyggðir, tryggð og trúfestu, ást og mannkærleika eða bjargast vegna einlægrar trúar. — Slá í gegn — Fljótlega eftir útkomu Brides- head Revisited leitaði kvik- myndafélagið MGM hófanna um kvikmyndarétt. Waugh hafnaði boðinu þegar honum varð ljóst að gera átti útþynnta ástarvellu úr sögunni. Árið 1950 stóð til áð breskt kvikmyndafélag filmaði söguna og Graham Greene, vinur Waughs, átti að skrifa handritið. En þó Waugh hafi litist vel á hugmyndina dagaði hún uppi sök- um fjárskorts kvikmyndafélags- ins. Það var svo ekki fyrr en árið 1981 að Granada sjónvarpsstöðin réðist í gerð framhaldsflokks í ell- efu þáttum eftir Brideshead Re- visited. Hér var í engu kastað til höndum og þættirnir voru frum- sýndir í okt. 1981, fimmtán árum eftir dauða höfundarins. Það varð fljótlega Ijóst að þættirnir myndu slá í gegn í Bretlandi, enda hafði sjaldan verið vandað meira til nokkurra sjónvarpsþátta og kostnaðurinn varð gífurlegur. Eitt glæsilegasta sveitasetur á Eng- landi, Howardkastali í Yorkshire, var notaður fyrir hinn ímyndaða Bridesheadkastsala. Evelyn Waugh (1903—1966) hefur oft verið nefndur í sömu andrá og rithöfundurinn, Graham Greene. Þeir voru jafnaldrar, báð- ir snerust þeir til kaþólskrar trúar og báðir hafa þeir skrifað um trú- arleg efni. En skáldheimur þeirra er ólíkur. Waugh gaf út sína fyrstu bók 1928, Decline and Fall, sem vakti töluvert fjaðrafok og tveimur árum síðar kom út Vile Bodies, sem hlaut enn betri við- tökur. Þessar skáldsögur voru samfélagsádeilur í ætt við fjörleg- ar og gagnrýnar lýsingar Huxleys, Noel Crowards og Somerset Maughams á hinu ljúfa lífi unga mannsins. — Ríkt og fallegt fólk — Brideshead Revisited kom út ár- ið 1945 og hlaut hún mjög góðar viðtökur gagnrýnenda. Hún var almennt talin besta bók hans til þess tíma og síðari vek hans breyttu litlu þar um. Sérstaka at- hygli vakti bersögli höfundar, hreinskilni og áhersla á gildi trúar og ástar. „Að þekkja og unna ann- arri mannveru er undirrót allrar visku," segir hann á einum stað. í bréfi sem hann skrifaði lafði Dor- othy Lygon, þegar hann var byrj- aður á bókinni, sagði hann: „Ég er að skrifa yndisfagra bók um af- skaplega ríkt og fallegt eðalborið fólk, sem býr í höllum og hefur engar áhyggjur nema þær sem eru sjálfskaparvíti, það eru púkar kynhvatar og drykkjuskapar." Seinna sagði hann um efni sög- unnar: „Það er áhrif guðlegrar náðar á hóp ólíkra en nátengdra persóna." — Rekinn fyrir drykkjuskap — Evelyn var snemma trúhneigð- ur en hann þótti uppreisnargjarn. Eftir menntaskólanám í Sussex, þar sem hann hafði m.a. skrifað leikrit um undirokun skólapilta, hélt Waugh til Oxford til að nema sagnfræði. Þar kynntist hann helstu menningarvitum háskólans sem margir hverjir voru af aðals- ættum og tók hann mikinn þátt í félagslífi þeirra. Sum þau kynni, sem hann stofnaði til á skólaárun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.