Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 52 K— 1 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Hér verður páskamáltíð sam- kvæmt venju og boðið upp á lambakjöt, eins og oftast áður. Lambakjöt hefur lengi verið tengt páskamáltíðinni, lengur en elztu menn muna, því siðurinn virðist ná aftur fyrir kristni og tengjast frjósemishátíðum, sem voru haldnar þegar vor og sán- ingartími nálgaðist. í þetta skipti er boðið upp á pönnusteikt lambakjöt, góðan meyran bita steiktan stutta stund á pönnu. Það er engin tilviljun að þessi hátturinn er hafður á. Það hugsa margir sér gott til gloðar- innar að stunda skíðaíþróttina af kappi næstkomandi frídaga, eða þá e.t.v. að brúka einungis tvo jafnfljóta, skíðalausa. Aðrir hyggjast kannski sökkva sér niður í sófann og skemmtilestur. Matseðillinn er settur saman fyrir þá sem eru önnum kafnir, líka fyrir þá sem eru önnum kafnir við að gera ekki neitt. Á undan kjötinu er tómat- súpa, sem hægt er að breyta á ýmsan hátt og bera ýmislegt fram með henni eða ekki neitt. Á eftir kjötinu er tilvalið að hafa ost, t.d. Dalabrie og jarlinn og vatnskex með, e.t.v. einnig perur, epli og vínber, eina tegund eða fleiri. Hér er ekki hugsað fyrir neinum eftirrétti, en þar kemur margt til greina. Með kaffinu er hægt að bjóða upp á ljúffenga köku. Ýmsar súkkulaðikökur hafa þann kost að það er hægt að baka þær nokkrum dögum áð- ur, geyma í kæliskáp og bera þær síðan fram. Þéttar og þung- ar súkkulaðikökur batna við geymsluna. Það eru aðeins léttar og loftmiklar kökur sem þorna við geymslu. Ef gott sælgæti er til, t.d. góð páskaegg, e.t.v. heimagerð, þá er eftirréttur óþarfur. Og svo er hægt að búa til góðan ís fyrir páska og eiga tilbúinn, þegar þar að kemur. Látið harðfrosinn ís mýkjast í um 30 mín. í kæliskáp, áður en hann er borinn fram. ís á að vera mjúkur, ekki beinfrosinn og með ísnálum. Góða skemmtun. Tómatsúpa (handa fjórum) Uppistaðan í súpuna er vatn, tómatmauk, ögn af soðdufti, kryddjurtir og svo grænmeti. Hér er notuð sellerírót, en það er einnig hægt að nota stöngulsell- erí, fennel og blaðlauk. Græn- metið er skorið í litla bita og soðið með stutta stund. Það á ekki að vera mjúkt í gegn, held- ur að halda stinnleika sínum. f súpuna eru notuð anísfræ, sem gefa súpunni sérkennilega góðan keim, ekki beinlínis bragð. Vín er góð viðbót í súpuna, t.d. þurrt hvítvín, þurrt sérrí, þurrt port- vín eða þurrt, franskt vermút. Ef ykkur sýnist svo, getið þið bætt rifnum osti í súpuna rétt áður en hún er borin fram. Osturinn er ekki sérlega fallegur í súpunni, en gefur henni einkar gott bragð. í staðinn fyrir ost er tilvalið að bæta skelfiski í súp- una, eða t.d. rækjum. Látið þær þiðna áður en þeim er bætt í. Hellið safanum í súpuna, látið suðuna koma upp, bætið rækjun- um í og takið pottinn af. Rækj- urnar eiga aðeins að hitna í súp- unni, ekki sjóða, því þær eru þegar soðnar. Frekari suða gerir þær seigar. Auk þess að bera súpuna fram eina sér, er hægt að finna til margsvíslegt meðlæti. Brauðten- ingar, ristaðir í smjöri, eru hefðbundið meðlæti með súpum, t.d. í Frakklandi. Þeir eru þá bornir fram með súpunni og hver og einn stráir þeim á disk- inn sinn að vild. Fleira brauð- kyns kemur vel til greina. Ristað brauð, stráð rifnum osti og bak- að í ofni, sómir sér vel. Heima- bakað' brauð er matarmikið og gott meðlæti, einnig er hægt að baka vatnsdeigsbollur og hafa svolítið af rifnum osti í deiginu. Þessar bollur er hægt að eiga í frysti og þíða í heitum ofni, þeg- ar á að nota þær. En súpan er einföld og fljótleg 1 I vatn 5 msk tómatmauk, ekki tómat- sósa Vi soóteningur eða ámóta skammtur af dufti (ætlaður í 'A I vatns) 1 tsk sykur Vi sellerírót eða 'A stöngulsell- eríhöfuð 1 tsk steyttur anís 1 msk þurrkaðar kryddjurtir, gjarnan með timjan 1—2 msk vín, sbr. að ofan Ný steinselja ef vill er tvímælalaust nauðsynlegt að vera duglegur að bragða á matn- um og huga vel að bragði og áferð ... Kjöt steikt á pönnu (handa fjórum) Hér fer bezt á að nota mjög meyrt lambakjöt, t.d. lundir, hryggvöðva eða bita úr innra læri. Kjötið er einungis steikt á pönnu í smjöri stutta stund. Steikingartíminn fer eftir því hvað bitarnir eru þykkir. Þunn- ar sneiðar þarf einungis að láta brúnast beggja megin, þykkari bitar þurfa að hafa heldur lengri dvöl á pönnunni. Með því að styðja á kjötið finnið þið, hversu mikið það er steikt. Hrátt kjöt er mjúkt og lætur undan, þegar stutt er á það. Því meira sem kjötið er steikt, því fastara verður það fyrir. Ef óvissan nagar ykkur, þá er hægt að skera í einn kjötbitann og sjá hversu rauður hann er að innan. Gott, meyrt kjöt verður mun síðra, ef það er steikt of mikið. Páskamáltíð Sunnudaginn 27. marz 1. Hitið vatn, ásamt tómat- mauki, soðdufti og sykri. 2. Skerið sellerí í litla bita, eftir að hafa hreinsað það eins og þarf. Bætið þessu í súpuna. 3. Steytið anísfræin, myljið kryddjurtirnar í lófa ykkar og bæti hvoru tveggja í súpuna. Látið sjóða í nokkrar mín., eða þar til selleríið er soðið. Bætið víni í ef vill, stráið e.t.v. saxaðri steinselju yfir og berið súpuna strax fram, eftir að hafa bragð- að á og bragðbætt frekar ef með þarf. Við súpugerð er afar áríðandi að vera ólatur að bragða á súp- unni áður en hún er borin fram, því það skiptir öllu máli að hún sé kórrétt á bragðið og falli í ykkar smekk. Það getur engin uppskrift verið svo nákvæm að hún sé pottþétt og endanleg, sér- staklega ekki súpuuppskriftir. Matargerðin felst ekki sízt í að bragða á og bragða sig áfram, þar til rétta bragðið og e.t.v. áferðin er fundin. Ýmsir meist- arakokkar eru svo nákvæmir að þeir dýfa jafnvel puttanum í pottinn þegar þeir eru að sjóða karamellu, en eins og kunnugt er er sjóðandi karamella oft í kringum 160° heit. Það er varla tryggt að etja nokkrum út í slíka tilrauna- starfsemi og reyndar vafasamt hvaða erindi fingurnir eiga í pottinn, en galdurinn ku vera að hafa glas af ísköldu vatni til að drepa fingrinum í eftir karam- ellubaðið. En hvað um það, það En það kunna ekki allir að meta rósrautt kjöt, því miður, og auð- vitað verður hver að láta sinn smekk ráða. Hva, engin sósa? Nei, sósur eru hreint ekki ómissandi. Góð sósa getur vissulega verið góð viðbót við matinn, en oftar en ekki er engu líkara en að þær séu sending úr neðri staðnum, upphugsaðar til að drekkja aðal- réttinum, of saltar, of stækar á bragðið, þykkar, seðjandi, mat- armiklar og snarfitandi. Engin er rós án þyrna, en kjöt getur verið án sósu, sérstaklega án sósu eins og er lýst hér. Hitt er annað mál, að það er hægt að búa til sósu á pönnunni, eftir að kjötið hefur verið steikt. Slík sósa er hvorki of þykk, þung né búin til í ómældum skömmtum. Nánar um hana á eftir. 800 gr. meyrt, beiniaust lamba kjöt um 30 gr smjör 1 tsk ólífuolia nýmalaður pipar 1. Skerið kjötið í hæfilega bita, eftir því sem ykkur hentar. Skerið burt fitu og sinar, ef þetta finnst á kjötinu. 2. Bræðið smjörið ásamt olíu á pönnu. Pannan á að vera svo stór að hún rúmi bitana, en sé hvorki miklu stærri eða minni en svo. Ef pannan er of stór, brennur feitin þar sem ekkert kjöt er, ef hún ef of lítil, stiknar kjötið ekki heldur soðnar. Annar kostur er að steikja kjötið í tveimur umferðum. Þegar smjörið er að byrja að taka á sig lit, þá er kominn tími til að hefj- ast handa. Raðið kjötinu á pönn- una. Þegar það er brúnað öðru megin, snúið því þá við. Ef það er ekki steikt eftir eina umferð, snúið því þá aftur við og látið standa. Það getur einnig verið gott að slökkva undir pönnunni og láta kjötið stikna áfram þannig. Hreyfið kjötið svo ekk- ert brenni við. Þegar ykkur finnst kjötið hæfilega fast fyrir, þá er kominn tími til að bera það fram. Ef ykkur sýnist svo, getið þið notað pönnusafann í sósu með kjötinu, soð er e.t.v. réttara orð, því þetta á ekkert skylt við þetta þykka og brúna sem stundum er borið fram með kjöti. Takið kjötið þá upp úr pönnunni og haldið því heitu. Nú er kjötsaf- inn leystur upp í pönnunni með vökva. Það er hægt að nota vatn, soð, vín eða vín og vatn. Af víni er hægt að nota vínið sem er drukkið með kjötinu, ef slíkt er haft um hönd, annars eitthvert þurrt vín eða rauðvín. Það þarf um VA— 2 1. af vökva. Hellið honum í pönnuna og skafið botninn með sleif svo allt leysist upp. Látið nú vökvann sjóða hressilega svo hann soðni niður, þar til um 1 dl. er eftir. Ef vill er hægt að hræra köldu smjöri saman við þessa sósu og bera strax fram, eða láta nægja það sem er og dreypa yfir kjötið um leið og það er borið fram. Meðlæti með kjötinu Það kemur ýmislegt til greina. Hér er mælt með gulrótum, skornum í stafi eða sneiðar, sem eru látnar mýkjast í smjöri. Að- eins mýkjast, ekki mauksoðna. Þær þurfa aðeins um 7—10 mín. til að verða hæfilega steiktar, það fer nokkuð eftir þykkt. Ef þið viljið spara ykkur verkin, þá er hægt að kaupa frystar gulrót- arsneiðar. Það sem gefur svo gulrótunum sérstakan svip, eru 2 msk af söxuðu kapers, sem er stráð yfir þegar gulræturnar eru bornar fram. Nýmalaður pipar er sjálfsögð viðbót, fínsöxuð steinselja einnig ef vill. Þetta ágæta meðlæti er ættað frá ítal- íu, enda kunna þarlendir margt fyrir sér í matreiðslu eins og kunnugt er. Annað meðlæti þarf ekki með kjötinu, við erum höll undir ein- faldleikann í dag. En það eru aðrir möguleikar, t.d. eitthvað úr kartöflum. Bakaðar heilar eða hálfar kartöflur eru girni- legur kostur. Eitthvert innflutt grænmeti kemur vel til greina, t.d. smjörsoðið spergilkál eða bakað fennel. Og gott brauð, ekki sízt heimabakað, er alltaf vel til fundið og fellur flestum afburðar vel í geð. En eins og sjá má, er hér haldið fram ágæti þess að hafa fáa en góða rétti úr góðu hráefni, sem farið er vel með. Veizluborð er ekki sama og ofhlaðið borð, sem svignar undan fleiri hundruð og fimmtíu réttum ... £>1 Tómas Guðmundsson - Rit I-X Þjóðskáldið góða. Hinn mikli listamaður bundins og óbundins máls. Ljóð I — Ljóð II — Ljóð III — Léttara hjal — Myndir og minningar — Menn og minni — Æviþættir og aldarfar I — Æviþættir og aldarfar II — Æviþættir og aldarfar III — Æviþættir og aldarfar IV. Almenna bókafélagið, Austurstræti 18, sími 25544. — Skemmuvegi 36, Kóp. Sími 73055. Qs rmwA<l*f>oK' UÓDÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.