Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.03.1983, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 Fiskurinn — Kriststákn Eitt elsta táknið sem kristnir menn hafa tileinkað sér, fyrir utan krossinn, er nskmyndin. Það tákn er þannig til komið, að séu upphafsstafirnir settir saman í orðunum Jesús Kristur Guðs Sonur Frelsari, sem á grísku eru Iesous Christos Theou Hyios Soter, þá mynda þeir orðið I-CH-TH-Y-S, sem útleggst fisk- ur. Notkun á fiskmyndinni sem Kriststákni var einna mest í frumkirkjunni, þegar ofsóknir á hendur kristnum mönnum stóðu sem hæst. Þegar þeir komu sam- an virðist sem þeir kristnu hafi notað fisktáknið sem „merki- miða“ um trú sína með því að teikna mynd af fiski á jörðina eða rista hana á tré. Þannig mátti greina vin frá óvini og um leið gerðu þeir grein fyrir sér sem kristnum. Fisktáknið var þeim látlaust tákn sem þó inni- hélt trúarjátningu þeirra í hnotskurn. Um háls sinn báru hinir kristnu oft smá-fiskmyndir úr tré, bronsi eða öðrum efnum.'Á þeim stóð oft gríska orðið „sos- eis“, sem útleggst „frelsa oss“. Slík hálsmen fengu gjarna þeir sem gerðust kristnir, þann dag er þeir voru skírðir. Þetta var því einskonar skírnargjöf sem minnti þá á það hvers vegna þeir létu skírast. Eitt elsta tákn kristninnar um altarissakramentið er frá því um árið 100. Það er karfa með brauði í, sem fiskur ber á baki sér. Sú mynd minnir einnig á það, er Kristur mettaði mann- fjöldann. Til er táknmynd, krossmark í akkeri, en fiskur, höfrungur, hringar sig utan um akkeris- hálsinn. Höfrungurinn er þekkt- ur fyrir styrk sinn og fimi. Með- al Grikkja þekktist það, að höfr- ungurinn væri dýrkaður sem bjargvættur efasemdarmanna. Hann mun einnig hafa verið tákn um eilíft líf. Frá því um 1500 eru til tákn, sem samanstanda af þremur fiskum er mynda einskonar þrí- hyrning. Þar sem þeir eru hafðir á skírnarfontum eru þeir til marks um að barn sem skírt er, er skírt í nafni heilagrar þrenn- ingar. Til er önnur útskýring á fisk- myndinni sem Jesú-tákni en sú sem fyrr var reifuð. Stoðir undir hana er að finna í Lúkasi, 11:29. Jesús segir þar: „Þessi kynslóð er vond kynslóð, hún heimtar tákn, en eigi skal henni annað tákn gefið verða en Jónasartáknið. Því að eins og Jónas varð Níníve- mönnum tákn, svo mun og mannssonurinn verða þessari kynslóð." Þeir sem kannast við frásög- una um Jónas í hvalnum minn- ast þess, að hann átti að hafa verið þrjá daga í maga stórfisks- ins og lifað af vistina. Kristur vildi meina, að Jónasartáknið benti til dauða hans sjálfs og upprisu á þriðja degi. Fyrir þeim kristnu var fisktáknið merki þess, að í trúnni á Krist skyldu þeir lifa eilíflega. Hvor þessara útskýringa á fisktákninu muni réttari er ekki aðalatriðið, heldur hitt, að fisk- myndin var nærtækt tákn um frelsarann, einkum á ofsóknar- tímum þegar kristnir menn gátu ekki um frjálst höfuð strokið, eins og áður er getið. Því er ekki að undra, að svo margar fisk- myndir er að finna í katakomb- unum þar sem hinir fyrstu rómversk-kristnu liggja grafnir. Fiskímyndin varð þó aldrei sveipuð þeim dýrðarljóma sem ímynd lambsins og aðrar álíka, enda hvarf hún að mestu sem slík í lok 4. árhundraðsins, sennilega vegna þess, að síðari kynslóðir kunnu ekki við að nota slíka ímynd um hinn upprisna og heilaga Guðsson. Samantekt úr De Heliga Tecknens Hemlighet (Stockholm 1%7) og Kristne symboler (Oslo 1949). Biblíulestur Vikuna 27. mars — 2. apríl Sunnudagur, 27. marz. Lúk. 19:29—40 a) Á hvaða forsendu hyllir mannfjöldinn Jesúm sem Messfas? b) Af hverju stafar afstaða faríseanna til hyllingar mannfjöld- ans á Jesú? Mánudagur, 28. marz Matt. 27:11—23 a) itHvers vegna hafði mannfjöldinn skipt um skoðun síðan á pálmasunnudag? b) íhugum táknrænan boðskap þess, að Jesús er framseldur, en bandingjanum sleppt,. Þriðjudagur, 29. marz. Matt. 27:24—31 a) Pílatus óttast menn meira en Guð, og lætur því undan lýðnum. b) Lýðurinn tekur á sig afleiðingarnar af dauða Jesú. Miðvikudagur, 30. marz. Matt. 27:32—44 { dag erum við minnt á niðurlægingu Krists, — yfirskriftin, áhorfendur, hinir sem voru krossfestir og hermennirnir, allt niðr- ar Krist. En hvað um okkur? Fimmtudagur, 31. marz. Lúk. 22:14—20 Jesús gefur líkama sinn og blóð sitt fyrir synduga menn, og stofnar sakramenti heilagrar kvöldmáltiðar. Förum við eftir fyrirmælum Jesú: „Gjörið þetta"? Föstudagur, 1. april, föstudagurinn langi. Jóh. 19:16—30 „Það er fullkomnað". 1 dag skulum við íhuga hjálpræðisverk Krists og gildi þess fyrir okkur. Laugardagur, 2. apríl. Matt. 27:45—66 a) Jesús gengur fullkomlega inn í útskúfun syndugs manns, tekur á sig glötunina. b) íhugum táknræna merkingu þess, að fortjald musterisins rifn- aði þegar Jesús dó. d) Rómverjar vildu tryggja, að engar upprisufrásagnir kæmust á kreik. Nardussmyrslin dýru Pálmasunnudagur Markús 14.3—9 Frásöguna um konuna með nardussmyrslin dýru lesum við í dag vegna nálægðar föstudagsins langa, hún smurði líkama Jesú til greftr- unarinnar. Nardussmyrsl voru afar dýr, nokkrir dropar voru stundum látnir drjúpa í hár gesta, svona voru nú siðirnir þar og þá. En konan gaf Jesú heila flösku af þessu yndislega kremi, hún var ekki að spara smyrslin sín, ekki að hugsa um að nota þau sjálf. Hún vildi gleðja Jesú og gerði það í gleði og örlæti hjarta síns. Auðvitað mæltist þetta misjafnlega fyrir. Það mælist oft misjafn- lega fyrir, sem gert er fyrir Jesúm og hans boðskap, það á allt að vera ódýrt. Við verðum minnug á fátæktina nær og fjær þegar safnað er til kirkjubygginga og hrópum um að betra væri nú að metta hungraða í Afríku en byggja kirkju á Skólavörðuholti, þótt við vitum í hjörtum okkar að ef við værum ekki svona nísk og eigingjörn gætum við gert hvort tveggja. En við erum nísk eins og Símon og Júdas. Frásagan af konunni með smyrslin dýru stendur í öllum guðspjöll- unum. í Jóhannesarguðspjalli gerist hún heima hjá systkinunum í Betaníu, konan góða er María og nirfillinn er ekki Símon heldur Júdas. Þetta er ein þeirra frásagna guðspjallanna, sem sýnir okkur hvað Jesús lét sér umhugað um að rétta hlut kvenna. Konur voru lítils metnar í landinu en Jesús gerði nýjar og ótrúlegar kröfur um réttindi þeirra, virðingu og kærleika þeim til handa. Hann gerði auðvitað líka kröfur til þeirra um virðingu og kærleika til annarra. Hann dó fyrir mannkynið allt til að frelsa það frá syndum þess. Hann dó fyrir þig. Hvað gefur þú honum í gleði hjarta þíns.? Hinn líðandi þjónn fíann var fyrirlitinn og menn forðuðmt hann, harmkvœlamaöur oy kunnugur þjáningum, líkur manni er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis. En vorar þjáningar voru það sem hann bar, og vor harmkvæli er hann á sig lagði. Vér álitum hxmum refsað, sleyinn af Guði og lítillœttan, en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna Ivorra misgjörða. Hegninyin sem vér höfðum til unnið kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. Vér f&rum allir villu vegar sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum. Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp /munni sínum, Eins og lamb sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður I þegir fyrir þeim er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum. Með þrenging og dómi var hann burt numinn, og hver af samtíðarmönnum hans hugsaði um það? Hann var hrifinn burt af landi lifenda, fyrir sakir syndar míns lýðs var hann lostinn til dauða. Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, [legstað með ríkum, þótt hann hefði eigi ranglœti framið og svik væru ekki í Imunni hans. En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvœlum; Þar sem hann fómaði sjálfum sér í sektarfóm, skyldi hannfá að líta afsprengi og lifa langa ævi, og áformi Drottins fyrir hans hönd framgengt verða. Vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá Ijós og seðjast. Þá menn læra að þekkja hann, mun hann, hinn réttláti, Iþjónn minn, gjöra marga réttláta, og hann mun bera misgjörðir þeirra. Fyrir því gef ég honum hina mörgu að hlutskipti, og hann mun öðlast hina völdugu að herfangi, fyrir það, að hann gaf líf sitt í dauðann og var með illræðis- /mönnum talinn. En hann bar syndir margra, og bað fyrir Ulrœðis- I mönnum. (Úr 53. kafla spádómsbókar Jesaja)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.