Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
Jarðlagarannsóknir í Ólafsfjarðarmúla:
Mælt með 3,2 km löngum
göngum milli Tófu-
gjár og Kúhagagils
NIÐURSTÖÐUR rannsókna sem
gerðar hafa verið á jarðlögnm í
Olafsfjarðarmúla liggja nú fyrir.
Benda þær til að hagstæðasta stað-
setning jarðganganna, sem þar eru
fyrirhuguð, sé frá Tófugjá Eyjafjarð-
armegin og komið út við Kúhagagil
Ólafsfjarðarmegin. Göngin á þess-
um stað yrðu um 2.300 metrar að
lengd, eða fjórum sinni lengri en
göngin í Siglufjarðarskarði og í
Oddsskarði. Þótt niðurstöður jarð-
fræðirannsókna liggi nú fyrir verður
væntanlega ekki hafist handa um
framkvæmdir á næstu árum.
Þessar upplýsingar fengust hjá
Hreini Haraldssyni jarðfræðingi,
en hann hefur stjórnað rannsókn-
um Vegagerðarinnar á jarðlögun-
um í Ólafsfjarðarmúla. Hreinn
sagði að rannsóknir hefðu staðið
yfir frá 1981, en þá var gert gróft
jarðfræðikort af Múlanum. „Oft
dugir slíkt kort til að hægt sé að
áætla með nokkru öryggi hvar
best sé að hafa gatið. En það tókst
ekki að búa til nægilega gott líkan
af fjallinu og því var brugðið á það
ráð að bora fjórar 70 metra djúpar
holur í fyrra til að fá betri hug-
mynd um lagskiptingu fjallsins. Á
grundvelli þessara borana hefur
tekist að útbúa heilsteypt Iíkan af
fjaliinu, hvernig jarðlögin liggja,
þykkt þeirra og halla.
Það er óhætt að segja að niður-
stöðurnar séu frekar hagstæðar.
Ólafsfjarðarmúli er byggður upp
af blágrýtislögum, 10 til 15 metra
þykkum, sem liggja hvert ofan á
öðru eins og lög í tertu. Á milli eru
síðan mýkri jarðlög, sultan í tert-
unni getum við sagt. Bergið er
hart og hallinn á því er tiitölulega
jafn.
Allt þetta þrennt er kostur,
þykktin á lögunum, harkan og
hallinn. Því einn mesti kostnaður-
Samkvæmt langtímaáætlun í vega-
gerð er gert ráð fyrir að ráðist verði í
gerð jarðganga gegnum Ólafsfjarð-
armúla í kringum árið 1990. Teikn-
ingin sýnir hvar talið er heppilegast
að hafa göngin.
inn við gerð jarðganga er við
styrkingar á lausum jarðlögum.
Með því að hafa göngin sem mest í
blágrýtinu má spara styrkingar-
kostnaðinn verulega. En þó er
einn galli á gjöf Njarðar. Það er
nokkurt misgengi á lögunum, sem
þýðir að ekki verður hægt að
fylgja sama laginu alla leið.“
Hreinn sagði að nú væri það á
valdi stjórnmálamanna hvenær
hafist yrði handa um gerð jarð-
ganganna. Sem stæði væri það
ekki á áætlun Vegagerðarinnar
næstu árin.
Búfræðikandidatarnir níu sem útskrifuðust frá Búvísindadeild Bændaskól-
ans á Hvanneyri að þessu sinni. Morpinbi»«i«/HBj.
Bændaskólinn á Hvanneyri:
Níu búfræðikandi-
datar brautskráðir
Borgarnesi, 6. júní.
SÍÐASTLIÐINN laugardag voru
brautskráðir búfræðikandidatar frá
Búvísindadeild Bændaskólans á
Hvanneyri. Magnús B. Jónsson
skólastjóri hélt ræðu við athöfnina
og afhenti kandidötunum prófskír-
teini þeirra.
Fjölmargir gestir voru við-
staddir brautskráninguna, þar á
meðal Jón Helgason landbúnaðar-
ráðherra sem flutti ávarp. Þá voru
einnig mættir fulltrúar 10 og 30
ára afmælisárganga, og fluttu þeir
skólanum kveðjur og góðar gjafir.
Hinir nýju búfræðikandidatar
haida nú flestir til starfa á ýmsum
sviðum landbúnaðarins.
Nám við Búvísindadeildina tek-
ur 3 ár. Er það skipulagt sem BS-
nám í búvísindum og telst það
vera 90 námseiningar. Um er að
ræða almennt nám, sem skiptist i
fimm aðalsvið: Grunngreinar,
búfjárrækt, jarðrækt, og búnað-
arhagfræði. Hluti námsins er
skipulagður að vali nemenda, og
gefur það þeim kost á nokkurri
sérhæfingu.
Eftirtaldir brautskráðust sem
búfræðikandidatar að þessu sinni:
Árni B. Bragason, Kópavogi; Ás-
geir Harðarson, Gvendarstöðum,
S-Þing.; Bjarni Hákonarson,
Efri-Miðbæ, Norðfirði; Hrafnlaug
Guðlaugsdóttir, Kópavogi; Jón
Hlynur Sigurðsson, Torfufelli,
Eyjafirði; Kristinn Hugason,
Akureyri; Sigbjörn Björnsson,
Lundum, Mýrasýslu; Sveinbjörn
Eyjólfsson, Þingnesi, Borgarfirði,
og Sveinn Sigurmundsson, Laug-
ardælum, Ámessýslu. Hæstu ein-
kunn á kandidatsprófi hlaut
Kristinn Hugason, 7,6. HBj.
Morfninblaðið/Júlíus.
Eldur í húsi við Nesveg
Mikill reykur var í húsinu þegar slökkvilið og lögregla komu á vettvang.
Fyrsta verk þeirra var aö ganga úr skugga um hvort einhverjir væru inni í
hinu brennandi húsi.
Amarflug:
Electran í
Ieiguverkefni
LOCKHEED Electra-flugvél Arnar-
flugs, sem undanfarið hefur verið í
skoðun og viðhaldi í Noregi, mun á
næstunni hefja leiguflug í Evrópu,
einkum fyrir hollenzka aðila, og
verður „heimahöfn" hennar Rott-
erdam, samkvæmt upplýsingum
Stefáns Halldórssonar í markaðs-
deild Arnarflugs.
Stefán sagði að mjög vaxandi
þörf væri fyrir vélar af þessari
gerð í Evrópu, sérstaklega vegna
hávaðatakmarkana, en þær gætu
flogið, þegar þotur gætu það ekki,
og svo vegna þess, að bylting sú
sem gengið hefur yfir Bandaríkin í
flugflutningum á smávarningi,
hefur nú hafið innreið sína í Evr-
ópu. Slíkir flutningar væru hrað-
vaxandi.
„Vélar af þessari gerð hafa
heimild til flugs innan Evrópu á
nóttunni, sem þotur hafa ekki, en
hinir svonefndu smávarnings-
flutningar fara aðallega fram á
nóttunni, þannig að vélin er kjörin
í þessi verkefni.
Hin nýja hljómsveit Gunnars Þórðarsonar, en auk hans skipa hana: Sigurður Long, Ásgeir Guðjónsson, Ásgeir
Steingrímsson, Sigurður Karlsson, Bjarni Sveinbjörnsson, Sverrir Guðjónsson og söngkonan Helga Möller, sem var
fjarverandi þegar myndin var tekin. (Ljósm. Mbl. Emelía).
Gunnar Þórðarson með hljómsveit
GUNNAR Þórðarson, hljómlistar-
maðurinn góðkunni, stígur nú aftur
á hljómsveitarpallinn eftir tæplega
tíu ára fjarveru, en hann hefur sett á
laggirnar átta manna hljómsveit,
sem hefur verið ráðin til að leika
fyrir dansi í veitingahúsinu Broad-
way næstu fjóra mánuðina. Gunnar
lék síðast með fastri danshljómsveit
arið 1974, en hefur á undanfórnum
árum helgað sig tónsmíðum og
hljómplötugerð.
Hin nýja hljómsveit Gunnars
Þórðarsonar mun koma í fyrsta
skipti opinberlega fram á Broad-
way fimmtudaginn 16. júní nk. en
hljómsveitina skipa auk Gunnars:
Ásgeir Guðjónsson hljómborð,
Ásgeir Steingrímsson trompet,
Bjarni Sveinbjörnsson bassi, Sig-
urður Karlsson trommur, Sigurð-
ur Long saxófónn og söngvararnir
Helga Möller og Sverrir Guðjóns-
son.
Eins og áður segir hefur Gunn-
ar ekki leikið með fastri dans-
hljómsveit síðan hann var
síðustu útgáfunni af Hljómum ár-
ið 1974, ef undan er skilin þriggja
vikna ferð um landið með
hljómsveitinni „Lónlí Blú Bojs“
sumarið 1975. Hann hefur þess í
Cavalleria Rusticana:
Nú eru aðeins þrjár sýningar eftir á
óperunni Cavalleria Rusticana eftir
Mascagni og ballettinum Fröken Júlíu
eftir Birgit Cullberg. Á þessum sýning-
um mun Krlingur Vigfússon syngja
tenórhlutverk Túriddú í Cavalleria
Rusticana. Þá mun Niklas Ek koma
aftur til landsins og dansa hlutverk
Jeans í Fröken Júlíu, en hann dansaði
það hlutverk í Þjóðleikhúsinu á fyrstu
sýningum þess á ballettinum nú í vor.
Á síðustu sýningum Þjóðleikhúss-
ins á óperunni Cavalleria Rusticana
og ballettinum Fröken Júlíu munu
tenórsöngvarinn Erlingur Vigfús-
stað einbeitt sér að tónsmíðum og
hljómplötugerð og hefur á undan-
förnum árum verið mjög afkasta-
mikill á því sviði.
son og Cullberg-dansarinn Niklas
Ek taka við hlutverkum Túriddú og
Jeans. Erlingur Vigfússon hefur
verið fastráðinn einsöngvari við
óperuna í Köln í nær 20 ár og sungið
þar mkikinn fjölmörg hlutverk. í
vetur hefur Erlingur m.a. sungið að-
alhlutverkið í Leðurblökunni í upp-
færzlu Kölnaróperunnar. Hann
söng nokkur hlutverk í Þjóðleikhús-
inu áður en hann hélt utan og má
nefna hlutverk Ottokars í Sígauna-
baróninum, Matteos Borsa í Rigo-
letto og Ruiz í II Trovatore. Niklas
Ek dansaði á fyrstu sýningum Þjóð-
leikhússins á Fröken Júlíu í vor.
Erlingur Vigfússon tek-
ur viö hlutverki Túriddú
Munir Methúsalems á Burstafelli
færðir Vopnfirðingum að gjöf
Síðastliðið sumar barst Vopnfirð-
ingum stórgjöf. Með gjafabréfi dag-
settu 24. ágúst 1982 afhenti frú Elín
Methúsalemsdóttir á Burstafelli
Vopnfirðingum muni þá sem fylgt
hafa gamla burstabænum og sýndir
hafa verið með honum í áraraðir.
Fjölskylda Methúsalems bjó
hins vegar í bænum til ársins 1966
og hóf Methúsalem snemma að
safna gömlum munum með það
fyrir augum að þeir yrðu sýndir í
gamla bænum.
Með þessu framtaki Methúsal-
ems tókst að varðveita gott dæmi
um íslenskt stórbýli frá 19. og 20.
öld og bjarga mörgu sem annars
hefði farið forgörðum.
Kristján Magnússon, sveitar-
stjóri á Vopnafirði, veitti gjöfinni
viðtöku og þann 25. ágúst sl. var
haldinn formlegur stofnfundur
hins nýja safns sem hlotið hefur
nafnið Minjasafnið á Burstafelli.
Úr rréttalilkynningu.