Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 29

Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 29 an steinbæ sem kallaður var „Tobíasarbær" og stóð innarlega við Lindargötu, en hefir því miður verið rifinn nýlega. Þar var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja, en þröngt máttu sáttir sitja í þá daga. Olafur, faðir Júlíusar, var at- orkumaður mikill, hagur vel á tré og járn, og stundaði jöfnum hönd- um sjósókn, búskap og smíðar, enda leið ekki á löngu, að honum þótti of þröngt um sig í gamla bænum. Arið 1904 réðist hann í að byggja stórt og myndarlegt timb- urhús á lóðinni, vestan við gamla bæinn og reisti það að miklu leyti sjálfur. Júlíus byrjaði ungur að róa á árabát með föður sínum og bræðr- um til grásleppu og þorskveiða. En ekki var hann ánægður með að dorga uppí landsteinum til lengd- ar, því hann vissi að sá guli var utar og hefir kannski hugsað eins og þjóðskáldið „Hve skal lengi dorga, drengir, dáðiaus upp við sand?“ Honum varð að ósk sinni fyrr en varði, því að vorið sem hann var fermdur réðist hann kokkur á skútuna „Goldenhope". Síðan var hann á skútunni „Valtý" fram til ársins 1908. Júlíus lét ekki mikið yfir hæfni sinni í matargerðarlist- inni, en bætti við brosandi, að allir hefðu þó skipverjar lifað vertíðina af. Keppikefli allra ungra upprenn- andi sjómanna á þessum tíma var að komast á togara, en togaraút- gerð var nú að hefjast og átti eftir að valda byltingu í sögu þjóðar- innar, eins og seinna kom á dag- inn. Hugur Júlíusar stefndi ekki til vélgæslustarfa, þegar hér var komið sögu. Hann vildi komast á dekkið, þ.e. verða háseti og í fyll- ingu tímans stýrimaður og skip- stjóri. En atvikin höguðu því þannig, að í janúar 1909 bauðst honum að verða kyndari á togar- anum „Marz“ og réðst hann til starfa þar í eitt ár, en fór þá til starfa í vélsmiðju og síðan í ný- stofnaðan vélskóla, sem var deild í Stýrimannaskólanum. Hann var einn af sex fyrstu nemendum, sem útskrifuðust úr Vélstjóraskólan- um 1913. Næstu þrettán árin var Júlíus vélstjóri á togurum, fram til árs- ins 1926, en þá réðst hann til starfa við kolakranann í Reykja- vík, sem þá var alveg nýr af nál- inni. Hann stjórnaði krananum í þrjú ár, eða fram til 1930, en þá réðst hann til Skipaútgerðar ríkis- ins. Hann var sendur út til Sví- þjóðar, til að sækja skip, sem út- gerðin hafði þá fest kaup á og hlaut nafnið „Súðin". Á gömlu Súðinni, eins og skipið var venju- lega nefnt, var Júlíus 1. velstjóri mest allan þann tíma, sem það happaskip var í eigu íslendinga, eða fram til ársins 1946. Þá varð Júlíus 1. vélstjóri á varðskipum ríkisins fram til árs- ins 1956, en þá varð hann að láta af því starfi vegna aldurs. Þegar í land kom gerðist hann skipaeftir- litsmaður Landhelgisgæslunnar fram til ársins 1962. Ekki vildi hann vera aðgerðarlaus til lengd- ar og réðst því til Hafskips hf. og starfaði þar við vélaeftirlit fram yfir áttrætt. Júlíus var einn af stofnendum Vélstjórafélags íslands og í stjórn þess frá 1920 til 1946 og aftur 1949 til 1954. Varaformaður félagsins var hann nál. 20 ár og fulltrúi þess í mörgum samninganefndum. Hann var einnig í stjórn Far- manna og fiskimannasambands- ins og fulltrúi í Sjómannadagsráði frá 1940. Heiðursfélagi Vélstjóra- félags ísl, var hann kjörinn 1956 og sæmdur var hann heiðursmerki Sjómannadagsins árið 1961. Júlíus kvæntist 26. maí 1916 El- ínborgu Kristjánsdóttur, útvegs- bónda á Sólmundarhöfða í Ytri- Akraneshreppi, Guðmundssonar. Ungu hjónin bjuggu á Lindargöt- unni hjá ólafi, föður Júlíusar þangað til þau fluttu í nýtt hús, sem Júlíus reisti á Öldugötu 30. Var það hið reisulegasta og sómir sér vel enn í dag, eins og mörg önnur hús, sem sjómenn byggðu á þessum slóðum um þetta leyti á árunum fyrir og eftir 1930. Á Öldugötu 30 bjó Júlíus síðan í rúm fimmtíu ár, þar til hann fluttist á Hrafnistu haustið 1977. Konu sína, Elínborgu, missti Júlí- us í nóvember 1%5. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið og eru þau þessi: Kristján, loftskeyta- maður hjá Landhelgisgæslunni, Loftur, skipstjóri og síðast for- maður Stýrimannafélagsins Öld- unnar og Sigrún, húsfrú í Reykja- vík. Ennfremur ólu þau hjónin upp frá 7 ára aldri sem sitt eigið barn Ingibjörgu Magnúsdóttur, systurdóttur Júlíusar. Júlíus varð fyrir þeim þunga harmi að missa báða syni sína með þriggja mánaða millibili í blóma lífsins árið 1974. Þetta var mikið áfall fyrir mann á níræðis- aldri, en Júlíus var trúmaður mik- ill og tók þessu karlmannlega eins og hans var von og vísa. Hann var að eigin sögn forlaga- trúar, eins og margir fslendingar fyrr og síðar, trúði því ekki, að við værum hér stödd af einhverri til- viljun, heldur væri lífshiaup hvers og eins ákveðið af æðri máttar- völdum. Viðhorf hans til lífsins voru mótuð af bjartsýni og samúð með öllu og öllum. Kristin trú og siðgæðishugsun var snar þáttur í lífi hans og hann trúði því, að þeg- ar hann væri allur, fengi hann ýmsar yfirsjónir sínar leiðréttar. Júlíus sagði í blaðaviðtali fyrir tæpu ári síðan: „Stundin er fram- undan, og þegar hún kemur er ég alveg tilbúinn og veit að þeir sem farnir eru á undan mér, taka á móti mér og greiða götu mína eins og hægt er.“ Hann var gæfumaður í lífinu og þakkaði það fyrst og fremst Elín- borgu konu sinni, sem stóð trúföst við hlið hans til dauðadags. Mjög kært var á milli þeirra alla tíð og bar þar aldrei nokkurn skugga á. Hún þurfti eins og margar sjó- mannskonur að vera allt í öllu, gæta bús og barna og ráða fram úr öllum vandamálum í fjarveru hús- bóndans, og fórst henni það eins vel úr hendi og best verður á kosið. Nú er komið á leiðarenda hérna megin móðunnar miklu, langri og giftudrjúgri vegferð er lokið. Júlí- us ólafsson getur frá æðri heim- kynnum horft yfir farinn veg, horft yfir höfnina, eyjarnar og sundin, sem hann átti svo oft leið um meðan hann dvaldi hér meðal okkar. Ég vil að lokum fyrir hönd okkar hjónanna, barna okkar og barnabarna, þakka hinum látna öðlingsmanni fyrir allt gott, sem hann hefir látið okkur í té á liðn- um árum, og við munum geyma minningu hans í dýpstu sálar- fylgsnum meðan við endiimst til. Magnús Fr. Arnason. Fyrir skömmu andaðist á Dval- arheimili aldraðra sjómanna Júlí- us Kr. Ólafsson, vélstjóri, nær 92 ára að aldri. Lauk þar með löngum starfsdegi heiðursmanns, sem seint mun gleymast þeim er hon- um kynntust. Júlíus var fæddur Borgfirðing- ur, einn af stórum systkinahópi, en fluttist með foreldrum sínum og systkinum til Reykjavíkur um aldamótin og ólst þar upp og átti heima síðan. Ungur að árum lauk hann járn- smíða- og vélanámi og gerðist síð- an vélstjóri á íslenskum togurum og farskipum, þar sem hann sigldi nær óslitið í hátt á fjórða tug ára, en eftir það varð hann fyrst yfir- vélstjóri og síðar eftirlitsmaður hjá Landhelgisgæzlunni um fimmtán ára skeið. Þá lét hann af föstum störfum fyrir aldurs sakir, sjötugur að aldri, en hafði þó áfram eftirlit með skipum Haf- skips og annarra aðila í allmörg ár. Kynni okkar Júlíusar hófust um það leyti sem útfærsla fiskveiði- markanna var að hefjast, en á þeim tíma reyndi mikið bæði á varðskipin sjálf sov og áhafnir þeirra, sem kunnugt er. Þótt þá væru liðin allmörg ár frá stríðs- lokum báru varðskipin og tæki þeirra þó ennþá ýmis merki þess tíma í útslitnum vélum og skorti á varahlutum, þannig að rekstrarör- yggið valt mjög á útsjónarsemi og dugnaði yfirmanna, ekki síst yfir- vélstjóranna. Einn þessara manna var Júlíus Kr. Ólafsson, þá marg- reyndur vélstjóri, sem með ár- vekni sinni og umhyggju, sam- viskusemi og dugnaði, átti sinn mikla þátt í að oft tókst betur til á þessu sviði en á horfðist í upphafi. Hann var hamhleypa til allra verka, lá hvergi á liði sínu — ætíð fremstur meðal jafningja. Úrtölur eða kveinstafir komu ekki frá hans munni. Honum var ekki síð- ur annt um velferð manna sinna en véla, ekki aðeins líkamlega heldur og andlega, því trúmál voru honum mjög hugstæð, raunveru- legt hjartans mál. Karlmannleg viðhorf hans og bjargföst trú á endanlegum sigri hins góða endur- speglaðist raunverulega í öllum hans athöfnum, og hann lá þar heldur ekki á liði sínu frekar en annarstaðar. Grímseyingar minn- ast eflaust ennþá þess, er hann í forföllum sóknarprests þeirra og með leyfi skipherra síns, klæddur einkennisbúningi sínum, talaði til þeirra úr kórdyrum um guðsorð og góða siði. Það var unun að vinna með Júlí- usi. Lífsfjör hans var svo mikið og afstaða til manna og málefna svo hressandi, að menn smituðust af. Er hann lét af störfum var skarð hans því vandfyllt. Nú er það aft- ur tómt. Ég og aðrir, sem honum kynnt- ust á lífsleiðinni, munum sakna hans, en sárastur er þó söknuður- inn ástvinum hans, sem ég votta mína dýpstu samúð. Pétur Sigurðsson. ► ElsU skólahúsið á Reykjum í HrúUfirði. Héraðsskólanum að Reykj- um í Hrútafirði slitið Stað, Hrútafirði, 3. júní. HÉRAÐSSKÓLANUM að Reykjum í Hrútafirði var slitið 14. maí sl. í vetur voru um 100 nemendur í skól- anum í 8. og 9. bekk svo og í tveggja ára framhaldsnámi sem er starfrækt samkvæmt samræmdri námsskrá fyrir framhaldsskóla á Norðurlandi. Kennt er eftir áfangakerfi á fjórum brautum og er skólinn all- vel búinn tækjum til kennslu. Kennsluhúsnæði er nýlegt og rúmgott og endurbygging gamla skólahússins er á lokastigi. — Fréttaritari KATTASANDUR Nýr og betri valkostur! BÍLLINN BÍLASALA SIMI 79944 SMIÐJUVEGI 4 KÓPAVOGI KANNASTU VIÐ HANN? Fengum nokkra „kaupmannsdiska" í lút- aöri furu og Ijóslakkaðri furu. Greiðsluskilmálar í 6—8 mánuöi. HAGSÝNN VELUR ÞAÐ BESTA BVS6A6NAU0LLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410 SCBDMnE Dieselknúnar jarðvegsþjöppur Eigum nú fyrirliggjandi 2 gerðir af dieselknúnum jarðvegsþjöppum frá BOMAG, 152 og 177 kg að þyngd. Hagstætt verð. BÍLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.