Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 31 Pétur Pétursson ræðir viö Benfica Antwerpen vill fá 10,7 milljónir fyrir Pétur Hiö heimsþekkta knattspyrnufélag Benfica í Portúgal hefur áhuga á því aö kaupa Pétur Pétursson. Benfica hefur haft samband bæöi við Pétur og félag hans Antwerpen og fer Pétur til Lissabon í dag til þess að ræða viö stjórn Benfica og þjálfara liösins og til þess aö líta á aöstæður. Verður hann í Portúgal a.m.k. fram aö helgi. „Samningur minn við Antwerp- en rennur út núna í vor og hafa mörg félög sýnt því áhuga að fá mig. Ég er langspenntastur fyrir Benfica og vona að samningar tak- ist. Staðan er sú núna, aö þeir vilja fá mig og ég vil fara til þeirra, en eftir er að semja um kaupverð og annaö. Kaupverðið gæti orðið þröskuldur í málinu því Antwerpen setur upp mjög hátt verð, 20 millj- ónir belgískra franka (10,7 milljónir íslenzkra króna),“ sagöi Pétur í samtali við Morgunblaðið í gær. Sem fyrr segir er Benfica heims- þekkt knattspyrnufélag og sterkasta knattspyrnufélag Portú- gals fyrr og síðar. Félagið hefur þegar tryggt sér Portúgalsmeist- aratitilinn með yfirburöum, þótt deildarkeppninni sé enn ekki lokiö. Benfica kom hingað til lands 1968 og lék gegn Val í Evrópukeppninni á Laugardalsvellinum og var þá sett aðsóknarmet, sem seint verð- ur slegið. 18.243 áhorfendur borg- uöu sig inn á leikinn. Stjarna liðs- ins var snillingurinn Eusebio, en hann leikur einmitt hér á landi í vikunni í boöi Víkings. Núverandi þjálfari Benfica er Svíinn Eriksson, sem áður gerði garðinn frægan sem þjálfari hjá Gautaborgarliöinu, sem sigraði í UEFA-keppninni f fyrra. Belgísku blööin hafa skrifaö mikið um hugsanleg félagaskipti Péturs upp á síökastiö. Spænska liðið Sporting Gijon hefur gert til- boð í Pétur og mun hann hugsan- lega fara til viöræðna viö félagið einhvern næstu daga. Hollensku félögin Feyenoord og Ajax eru í blööunum sögð hafa áhuga á Pétri og Ajax er sagt tilbúið aö skipta við Antwerpen á Pétri og marka- skoraranum Kieft. Þá hafa ítölsk félög verið nefnd í belgísku blöö- unum. Málin skýrast væntanlega á næstu dögum. Ég er spenntur fyrir Benfica en önnur liö koma líka til greina. Nú, þá er auövitaö mögu- legt að ég endurnýi samninginn við Antwerpen, mér hefur líkað ágæt- lega hér,“ sagði Pétur að lokum. — ss. ÍA burstaói Val ÞAO VAR ekki rismikil knattspyrna sem Valur og Akranes léku í Laugar- dalnum í gærkvöldi. Mikiö af löngum sendingum sem rötuöu oftar en ekki til andstæöingsins. Skagamenn voru þö mun betri og veröskulduöu fylli- lega þann sigur sem þeir unnu, en leiknum lauk meö sigri þeirra 3—0. I fyrri hálfleik áttu Akurnesingar nokkur sæmileg færi og léku þeir óör- ugga vörn Vals oft grátt. Fyrsta markið kom á 10. min. þegar Guöjón Þórðar- son gaf fyrir markið af hægri kantinum. Boltinn kom alveg innundir markið og töldu flestir að Guömundur í marki Vals hefði hann, en einhverra hluta vegna lét hann boltann vera og Höröur Jóhann- esson þrumaði honum í netið. Á 23. mín. átti Siguröur Jónsson gott skot aö marki Vals en Guðmundur varði í horn. Upp úr hornspyrnunni skoruöu Skaga- menn sitt annað mark, eftir að Guð- mundi markverði hafði mistekist að slá boltann frá marki sínu. Það var Sigurö- ur Halldórsson sem skoraði meö skalla. I síöari hálfleik lifnaði heldur yfir Vals- mönnum, en þeim tókst þó aldrei að skapa sér hættuleg marktækifæri en þaö tókst Akurnesingunum ekki heldur, nema einu sinni og þá skoruöu þeir. Július Ingólfsson, sem var nýkominn inná fyrir Sigþór Ómarsson, tók auka- spyrnu og gaf háan bolta yfir þvöguna sem var í miöjum teignum og beint á Árna Sveinsson sem var á markteigs- horninu. Hann tók boltann viðstööu- laust í hornið fjær og staðan þá orðin 3—0 fyrir Skagamenn. Valsmenn fengu ekki heldur nein afgerandi færi nema þegar þeir fengu vitaspyrnu á 36. mín. Það var Guðmundur Þorbjörnsson, sem kom inná í hálfleik, sem braust skemmtilega í gegnum vörn ÍA en var felldur rétt þegar hann var að komast í skotfæri. Ingi Björn Albertsson tók víta- spyrnuna og skaut hátt yfir. Einkunnagjöfin: Valur: Guömundur Hreiö- arsson 4, Magni Pétursson 4, Grímur Sæ- mundsen 5, Guömundur Kjartansson 5, Dýri Guömundsson 5, Þorgrímur Þráinsson 5, Ingi Björn Albertsson 5, Hilmar Sighvatsson 4, Valur Valsson 5, Njáll Eiösson 5, Þorsteinn Sigurösson 4, Guömundur Þorbjörnsson (vm) 6, Jón G. Jónsson 5. iA: Bjarni Sigurösson 6, Guöjón Þórðarson 5, Ólafur Þóröarson 6, Siguröur Lárusson 6, Siguröur Halldórsson 6, Höröur Jóhannesson 5, Sveinbjörn Hákonarson 6, Björn Björnsson 5, Sigþór Ómarsson 6, Siguröur Jónsson 6, Árni Sveinsson 5, Július Ingólfsson (vm) 5. Jón Áskelsson 5. I stuttu máli: Laugardalsvöllur 1. deild: Valur—ÍA 0:3 (0:2). Mörkin: Höröur Jóhannesson, Siguröur Halldórsson og Arni Sveinsson. Gul spjöld: Njáll Eiösson. Val, og Árni Sveinsson, IA. Dómari: Óli Olsen og skilaói hann hlutverki sinu ágætlega. Áhorfendur: 868. SUS. • Leikur hinn snjalli knattspyrnumaöur Pétur Pétursson meö portúgalska liöinu Benfica næsta keppnistímabil? Yfirburðasigur ÍBV ÍBV vann yfirburðasigur á Þrótti í Eyj- um í gærkvöldi, skoraði þrjú mörk, en Þróttur ekkert. Hafa Eyjamenn því skorað tíu mörk í þremur leikjum á heimavelli sínum og tróna nú á toppi 1. deildar. Leikurinn í gær var mjög vel leikinn af báóum liðum — atórgóö knattapyrna — en þaö sem skildi liðin aö var að Eyjamenn höfóu menn til þess aö tæta Þróttarvörnina í sundur hvaö eftir annað, á meðan Þróttarar sigldu ávallt í strand þegar aö marki ÍBV kom. Þrátt fyrir góðan leik úti á vellinum áttu Þróttarar vart marktækifæri í leikn- um, sem því nafni getur kallast. Aðal- steinn markvöröur og varnarmenn ÍBV stöövuöu allar sóknarlotur Þróttar áöur en veruleg hætta skapaöist. Hinum megin á vellinum hreint og beint óöu framherjar ÍBV i marktækifærum og geta Þróttarar hrósaö happi meö aö mörkin urðu aöeins þrjú; þær sigurtölur ÍBV voru í smærra lagi miöað viö gang leiksins, t.d. átti iBV tvö stangarskot. Fyrsta mark ÍBV kom á 12. mín. Þá átti Sveinn Sveinsson hörkumikið skot á markið, Guðmundur Erlingsson varði með tilþrifum, en glopraði boltanum úr höndum sér og í markiö. Ekki voru skoruö fleiri mörk i fyrri hálfleik, en leik- ur beggja liöa hinn fjörugasti og Eyja- menn mun ágengari. Strax á 54. min. skoraöi ÍBV sitt ann- að mark. Eftir góðan undirbúning Ómars Jóhannssonar fékk Kári Þor- leifsson boltann, lék laglega á varnar- mann, og skoraði með glæsilegu skoti. Kári heldur því uppteknum hætti, en hann hefur skorað í öllum fjórum leikj- um liðsins. Eyjamenn óðu inn og út um vörn Þróttar og aöeins tímaspursmál hvenær þeir bættu marki viö. Þaö kom á 71. mín. Kári Þorleifsson braust þá í gegnum vörnina — boltinn barst til Ómars Jóhannssonar, sem skoraöi með þrumuskoti. ÍBV hefur byrjað vel í mótinu og leikið frábærlega vel á heimavelli sinum. Að þessu sinni er ekki mögulegt aö gera upp á milli leikmanna liösins — þeir einfaldlega léku allir vei. Liössamvinnan í hámarki. Þróttarar leika mjög áferðar- fallegan fótbolta en þaö gaf þeim ekk- ert í aöra hönd. Leikur þeirra fjaraöi út í ekki neitt er upp aö marki andstæö- ingsins kom. Jóhann Hreiðarson, Páll Fyrsti sigur meistaranna VÍKINGAR unnu sinn fyrsta sigur í 1. deildinni í sumar þegar þeir sigruðu ísfiröinga fyrir vestan með þremur mörkum gegn tveimur. Leikurinn var mjög harö- ur og mikil barátta var í mönnum. Víkingar komu ákveönir til leiks meö Guðgeir Leifsson í broddi fylkingar. Þeir nýttu færin sem þeir fengu betur en heimamenn og uppskáru sigur. Þaö voru Víkirtgar sem skoruðu fyrsta mark leiksins og var þar aö verki Heimir Karlsson. ísfiröingar jafna meö marki Jóns Oddssonar og þannig var staöan í hálfleik. í síöari hálfleik komust Víkingar í 2—1 meö marki Ómars Torfason- ar en aftur jafna ísfiröingar. Þaö voru rúmar fimm mínútur til leiks- loka þegar Heimir Karlsson skor- aöi sitt annaö mark i leiknum og um leiö sigurmark meistaranna. Guögeir Leifsson, sem nú lék aö nýju meö Víkingum, stjórnaöi spili þeirra eins og herforingi og áttu ísfirðingar í hinu mesta basli meö aö ráöa viö hann. Hjá ísfiröingum bar mest á þeim Jóni Oddssyni og Ámunda Sigmundssyni. Dómari var Eysteinn Guö- mundsson og leyföi hann mönnum aö leika helst til stift. Ómar Torfa- son fékk gult spjald. Ólafsson og Ásgeir Elíasson voru bestu menn liðsins. í STUTTU MÁLI: Hásteinsvöllur, 1. deild. ÍBV — Þróttur 3:0 (1:0). MÖRK ÍBV: Sveinn Sveinsson á 12. mín., Kári Þorleifsson á 54. min. og Ómar Jóhannsson á 71. mín. GUL SPJÖLD: Tómas Pálsson, ÍBV og Jóhann Georgsson, ÍBV. DÓMARI: Magnús Theódórsson, dœmdi ágætlega, en þyrfti aö hlýóa öörum línuvaröa sinna yfir rangstööureglurnar. ÁHORFENDUR: 800. EINKUNNAGJÖFIN: ÍBV: Aöalsteinn Jó- hannsson 7, Viöar Eliasson 7, Snorri Rútsson 7, Valþór Sigþórsson 7, Þóröur Hallgrimsson 7, Sveinn Sveinsson 7, Jóhann Georgsson 7. Hlynur Stefánsson 7, Ómar Jóhannsson 7, Kári Þorleifsson 7, Tómas Pálsson 7, Ðergur Agústsson (vm) lék of stutt. ÞRÓTTUR. Guömundur Erlingsson 6, Valur Helgason 5, Kristján Jónsson 6, Jóhann Hreiö- arsson 7, Arsæll Kristjánsson 6, Júlíus Júlíus- son 5. Þorvaldur Þorvaldsson 6, Páll Ólafsson 7, Sverrir Pétursson 6, Ásgeir Eliasson 7, Ðaldur Hannesson 5, Siguröur Hallvarösson (vm) 4. — hkj. isiandsmðlið 1. delld Arnór meö skallamark ARNÓR Guöjohnsen skoraöi eina mark Lokeren þegar þeir töpuöu fyrir Beveren 2—1 í síðari leík liöanna f undanúrslitum bikarkeppn- innar í Belgíu. Markiö geröi Arnór með skalla úr miöjum vítateignum, en þaö dugöi ekki til sigurs og þaö veröa því Beveren og Club Brugge sem mætast í úrslitaleik bik- arsins að þessu sinni. Þetta var síðasti leikur Arnórs meö Lokeren. Jóhann Ingi kom Kiel í Evrópukeppni JÓHANN Ingi Gunnarsson kórónaöi góöan árangur sinn meö Kiel um helgina þegar liö hans sigraöi Essen 22—19 og tryggði sér þar meö annaö sætiö í v-þýsku Bundesligunni og um leið rétt til aö leika í Evrópu- keppni meistaraliða. Það veröa því tvö lið frá V-Þýska- landi sem taka þátt f þessari keppni Kiel og Gummers- bach, en þeir eru núverandi Evrópumeistarar og keppa sem slíkir. Fjórir leikir í kvöld FJÓRIR leikir veröa leiknir í kvöld í knattspyrnu, einn í 1. deild og þrír f bikarkeppn- inni. KR mætir Breiöabliki á Laugardalsvelli kl. 20 og á sama tíma leika Fram og FH á Melavelii, Fylkir og Reynir f Árbænum og Árvakur og Víkverji. Staðan STADAN i 1. deild eftir leikina i gær- kvöldi. Valur — ÍA IBK — Þór ÍBV — Þróttur IBI — Vikingur IBV ÍA KR IBK Valur UBK Vikingur ÍBI Þróttur Þór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.