Morgunblaðið - 08.06.1983, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakið.
Upplýsinga;
miðlun ASÍ
Allt frá fyrsta degi þessa
stjórnarsamstarfs hefur
Morgunblaðið lagt megin-
áherslu á að ríkisstjórnin verði
að gera þjóðinni ítarlega grein
fyrir viðskilnaði fyrrverandi
stjórnar og þeim hættum sem
framundan eru, að öðrum kosti
sætti menn sig ekki við þær
efnahagsþrengingar sem eru
óhjákvæmilegar þegar víta-
hringur verðbólgunnar er rof-
inn. Ríkisstjórninni ætti að
vera það auðvelt að koma þess-
um upplýsingum á framfæri
með þeim hætti sem allir
skilja. Dæmin voru reiknuð og
gögn lögð fram um stöðuna í
stjórnarmyndunarviðræðun-
um.
Alþýðusamband íslands átt-
ar sig á nauðsyn upplýsinga-
miðlunar og treystir ekki á
aðra í því efni heldur hefur nú
sent út fréttabréf, þar sem
fram kemur rökstuðningur
fyrir þeim sjónarmiðum sem
launþegaforingjar í stjórnar-
andstöðu telja best við hæfi að
halda á loft. í ályktun for-
mannaráðstefnu Álþýðusam-
bandsins segir, að fyrstu að-
gerðir verkalýðssamtakanna
vegna ráðstafana nýju stjórn-
arinnar hljóti að vera markviss
upplýsingamiðlun til félags-
manna sinna, þar sem stjórn-
völd hafi kosið að gera hvergi
grein fyrir afleiðingum bráða-
birgðalaganna.
Augljóst er að upplýsinga-
miðlun Alþýðusambandsins
verður mjög einhliða, þar sem
höfuðáhersla er lögð á lítinn
kaupmátt launa en flestu öðru
sleppt úr myndinni. Áróður Al-
þýðusambandsins ber einfeldn-
ingslegt yfirbragð, þegar látið
er að þvi liggja að líklega af
óvináttu í garð launþega hafi
stjórnmálamennirnir ákveðið
að rýra hlut þeirra sem mest.
Með þessum einhliða hætti eru
lögð drög að því að grafa undan
trausti manna á ríkisstjórninni
og eftir að áróðurinn hefur sí-
ast inn fyrir tilstilli Alþýðu-
sambandsins verður hann svo
notaður til flokkspólitísks
framdráttar fyrir Alþýðu-
bandalagið sem skerti kaupið
14 sinnum með lögum frá 1978
án þess að það bæri nokkurn
varanlegan árangur.
Leiðin út úr efnahagsvand-
anum er pólitísk. Ríkisstjórnin
ratar ekki þá leið nema með
stuðningi allrar þjóðarinnar og
raunar getur stjórnin ekki ann-
að en bent almenningi á leið-
ina, því að hún kemst ekki
lengra en þjóðin vill að farið sé.
Þess vegna er svo nauðsynlegt
að stefnan sé skýrt mörkuð og
rækilega kynnt, annars lendum
við á sömu villigötum og áður.
Bæði forystumenn launþega og
atvinnurekenda eru í farar-
broddi á þessari göngu ásamt
með stjórnmálamönnunum.
Skerist launþegaarmurinn úr
leik og vilji rjúfa fylkinguna
þurfa hinir að segja hvers
vegna hann fer villur vegar eða
elta hann.
Greidslu-
þolið
að bresta
Hækkanirnar sem nú æða
eins og logi yfir akur sam-
hliða því sem verðbótakerfi
launa er kippt úr sambandi
valda því að greiðsluþol al-
mennings er að bresta. Stað-
reynd er, hvort sem ráða-
mönnum líkar betur eða verr,
að svo lengi hefur reynt á þetta
þol undanfarið að það getur
tæplega þanist meira. Síðan er
skýringalaust dembt yfir laun-
þega hverri hækkuninni eftir
aðra og þeir sem fyrir ákvörð-
ununum standa yppta öxlum.
Nýlega gekk í bæjarþingi dóm-
ur þar sem staðfest var, að af-
skipti verðlagsyfirvalda komu
almenningi beinlínis í koll, þar
sem þau leiddu til hærra verðs
á þjónustu Strætisvagna
Reykjavíkur.
Þeir sem standa vörð um hið
vitlausa verðmyndunarkerfi á
landbúnaðarvörum eiga auð-
vitað að færa rök fyrir ákvörð-
unum sínum eins og aðrir.
Skýra niðurstöðu sína í smá-
atriðum og segja frá því, hvar
þeir hafi tekið til hendi í því
skyni að vernda þá sem standa
undir landbúnaðinum með því
að kaupa afurðirnar og borga
skatta í niðurgreiðslur.
Hvers vegna getur ríkið ekki
afsalað sér hækkun á sínum
hluta þegar bensínverð hækk-
ar? spyrja menn. Vísitölu-
trygging fjáröflunarkerfis
ríkisins er ekki skert þótt
vísitölukerfi launa sé tekið úr
sambandi. í þann mund sem
greiðsluþol heimilanna er að
bresta af augljósum ástæðum
og almenningur verður að neita
sér um margt sem talið hefur
verið sjálfsagt í verðbólguveisl-
unni er nauðsynlegt að þeir
sem í skjóli hins opinbera verð-
myndunarkerfis hafa allt á
þurru gangi fram fyrir skjöldu
og færi rök fyrir sérstöðu sinni.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Mario Soares forsætisráðherra og Mota Pinto formaður Sósfaldemó krataflokksins (PSD) sem verður að-
stoðarforsætisráðherra f nýju stjórninni.
Ný stjóm í Portúgal:
Enginn frýr Soares
vits né áræðis
Því gæti farið að rofa til í efnahags
lífi eftir óstjórn og ringulreið
Mario Soares, formaður Sósíalistaflokksins (PS) í Portúgal, sem hefur
nú tekið við forsætisráðherraembsttinu, er svo sem ekki alveg ókunnug-
ur á þeim vettvangi, hefur tvívegis áður gegnt þeim starfa og var utan-
ríkisráðherra í nokkrum fyrstu ríkisstjórnunum, sem voru myndaðar í
Portúgal eftir „nelliku-byltinguna" þar 25. aprfl 1974.
Sumarið 1975 var Soares ráð-
herra í stjórn Vasco Gonz-
alves sem þótti að verða býsna
hallur undir kommúnista. Um
allt landið virtust áhrif og ítök
kommúnista vaxa, fólk hraktist
úr landi, ofsóknir voru að verða
kerfisbundnar á hendur þeim
sem studdu ekki stjórnina og
herstjórnin, MFA, varð æ um-
svifameiri. Soares og Salgado
Zenha sem sátu þá í stjórninni
sögðu af sér í mótmælaskyni og
Sósíalistaflokkurinn hóf síðan
mikla fundaherferð um Portúgal
þvert og endilangt til að mót-
mæla þeim vinnubrögðum sem
voru viðhöfð, því að um tíma var
ekki annað sýnt en nýfengið lýð-
ræði í Portúgal væri að renna út
í sandinn. MFA tók þessar að-
gerðir mjög illa upp og ríkis-
stjórnin lagði blessun sína yfir
allt sem herstjórnin ákvað með
þögn og afskiptaleysi. Soares og
menn hans sýndu þetta sumar
mikið hugrekki, sem varla verð-
ur til neins jafnað og síðan hafa
Portúgalir raunar kallað þennan
tíma „heita sumarið 75“. Ekki er
nokkur vafi á því að frumkvæði
Sósíalistaflokksins átti drýgstan
þátt í að stöðva framgang og yf-
irgang MFA og í nóvember það
ár var bundinn endi á þessa
þróun, þegar brotið var á bak
aftur samsæri kommúnista um
valdarán. Sá sem átti mestan
þátt í að upp um það komst var
lítt þekktur herforingi, Antonio
Ramalho Eanes, sem síðar var
kosinn forseti Portúgals.
Mario Soares er fæddur í
Lissabon 7. desember 1924, sonur
þekkts stjórnmálamanns Fyrsta
lýðveldisins sem stóð frá
1910—1926. Soares nam lög við
háskólann í Lissabon og gerðist
ungur athafnasamur í baráttu
sinni gegn einræðis- og fasista-
stjórn Salazaars. Hann stofnaði
neðanjarðarsamtök sem unnu
gegn henni og PIDE — leynilög-
regla Salazaars — handtók hann
margsinnis. Hann sat í fangelsi
hvað eftir annað vegna skoðana
sinna og árið 1970 varð hann að
fara úr landi. Hann flutti þá til
Frakklands, kenndi við háskóla
og skrifaði mikið um portúgölsk
málefni og hafði nána samvinnu
við skoðanabræður sína í Portú-
gal þótt allt yrði það að fara
leynt. Hann stofnaði Sósíalista-
flokkinn, ásamt nokkrum öðrum
portúgölskum útlögum í Bonn
árið 1973. Eftir byltinguna 1974
sneri hann svo heim og landar
hans fögnuðu komu hans ákaft.
Fyrstu árin eftir byltinguna
varð PS ágætlega ágengt í kosn-
ingum, en eftir að Alianca
Democratica — bandalag sósíal-
demókrata og miðdemókrata —
var sett á laggirnar fyrir frum-
kvæði Francisco Sa Carneiros
fór að halla undan fæti fyrir
Sósíalistaflokknum. Mikil valda-
barátta hófst innan hans, enda
innan vébanda hans fólk með
skoðanir allt frá marxisma til
léttrar hægri stefnu. Soares lét
af forystu flokksins um tíma ár-
ið 1979. Honum og Eanes, for-
seta landsins, hafði þá lent sam-
an og samflokksmenn hans sök-
uðu hann um að bera ábyrgð á
lélegri útkomu PS í kosningun-
um 1979. Heyrðust þá ýmsar
raddir sem töldu að stjórnmála-
ferli Soares væri lokið, enda
tímabært að yngri menn kæm-
ust til meiri metorða í flokknum.
Árið 1981 tók Soares þó við á
nýjan leik eftir að hafa unnið
ótvíræðan sigur á vinstri öflun-
um og augljóst var að eftirmað-
ur Soares varð ekki fundinn í
bili. Sósíalistaflokkurinn gagn-
rýndi óspart veika stjórn Pinto
Balsemaos, sem hafði tekið við
eftir skyndilegt fráfall Sa Carn-
eiros. Áugljóst var að stjórnin
var sjálfri sér sundurþykk og
forsætisráðherra mistókst ger-
samlega að ávinna sér tiltrú
meðráðherra sinna hvað þá hins
almenna borgara. Þegar boðað
var til kosninga nú var því ein-
sýnt að Sósíalistaflokkurinn
myndi vinna góðan sigur og
gengið var út frá því sem gefnu
að Mario Soares yrði síðan falið
að mynda stjórn.
Soares er kænn stjórnmála-
maður, prúðmenni og mikill
mælskumaður og er lagið að
vekja hrifningu og áhuga á máli
því sem hann flytur. Hann er
landsföðurlegur í fasi og
traustvekjandi og án efa sá
stjórnmálamaður nú, sem er
virtastur innan Portúgals og
þekktastur utan Portúgals.
Menn binda vonir við að sú
stjórn, sem hann hefur tekið að
sér að leiða, þori að sýna þá
festu og einurð sem dugir til að
Portúgalir geti náð tökum á
þeim mikla efnahagsvanda sem
hrjáir landið og bætt atvinnu-
ástandið sem er vægast sagt
heldur dapurlegt.
Eftir að veik stjórn Pinto
Balsemaos hefur baksað við erf-
ið verkefni án þess að sýna þá
áræðni og samstöðu sem til hef-
ur þurft eru Portúgalir orðnir
langeygir eftir því að forsætis-
ráðherra þeirra treysti sér til að
ákveða aðgerðir sem gætu orðið
til þess að ástandið batnaði. So-
ares hefur aldrei verið frýð vits
né kjarks og þvi er ekki ástæða
til annars en ætla að eftir vond
ár gæti nú farið að birta til.